Tíminn - 09.02.1956, Page 8

Tíminn - 09.02.1956, Page 8
Fjölmennasía skák- mót hérlendis í fyrrakvöld var fyrita umferö' á skákþingi Reykjavíkur tefld, en fleiri þátttakendur teíla á mótinu en nokkru sinni áður á skákmóti" hérlendis. Teflt er i fjórum flokk- um og eru þátttakehdur 22 í meistaraflokki, 14 í 1. flokki, 38 í 2. flokki og 48 i unglingaflokki, en það er í fyrsta skipti, sem teflt er í slikum flokki hér. í meistaraflokki verða íefldar níu og er umhugsunartími 2 klst. fyrir 40 leiki, en umhugsunartími ung- lingafl. er 75 mínútur íyrir alla skákina. • Teflt er að Þórskaffi fimm daga í viku hverri. Meistara- og 1. fl. tefla sama kvöldið. Þótt þátttaka sé þetta mikii í mótinu, eru þó fáir af beztu skákmönnum Reykja víkur meðal þátttakenda. Fulikomin útgerðaraðstaða ogfjór ir nýir fiskibátar á Fáskrúðsfirði SamvinnuTneinn hafa þar Jiaft fonistn iim aí byggja upp tii aíi skapa öniggari aíkomu Um helgina kom nýr og vandaður stálbátur crá Hollandi heim til Fáskrúðsfjarðar, eftir gifturíka för :t fárviðri yfir úthafið. Er hann um 70 lestir að stærð og heitir Búðarfell. Á síðustu fimm til sex árum, hefir orðið mikil breyting á at- vinnulífi og lífsskilyrðum á Fá- skrúðsfirði. Hafa samvinnumenn haft þar forustu um að koma á fót fiskvinnslustöðvum og útgerðar- aðstöðu, sem jafnast á við það bezta, sem völ er á í landinu. Fjórir nýir bátar. Nú þegar hin ágæta útgerðar- aðstaða er fengin fjölgar bátunum og eru komnir þangað á rúmu ári fjórir nýir bátar. Tvo þeirra hefir Kaupfélagið keypt og gerir þá út, en einstaklingar hafa keypt hina tvo með stuðningi samvinnufélag- anna. Þegar Guðlaugur Eyjólfsson tók við stjórn kaupfélags Fáskrdðs- fjarðar fyrir sex árum lagði hann áherzlu á að byggja upp á vegum samvinnumanr.a framtíðaraðstöðu til útgerðar og fullkomna fisk- vinnsluaðstöðu með nútíma nýt- ingu aflans og afla síðan nýrra og góðra báta, sem sótt gætu sjó frá Fáskrúðsfirði allan ársins hring. Eru allir hinir nýju bátar stórir og vel búnir siglingatækjum og veiðarfærum. Hin myndarlega uppbygging at- Mb. Sigurbjörg leggur af stað tii íslands. Mb. Búðarfell leggur af stað heim tjl Fáskrúðsfjarðar. vinnulífsins á Fáskrúðsfirði hófst með því, að kaupfélagið byggði fullkomið hraðfrystihús, upp úr gömlu og ófullkomnu, sem til var og rekið af félaginu. Ennfremur ! byggði félagið síldar- og fiski- mjölsverksmiðju, sem er nauðsyn- legur þáttur í nútímanýtingu sjávarafla. Þá byggðu samvinnu- félögin þar stóran olíugeymi fyrir afgreiðslu á þyngstu tegund brennsluoiíu, sem hagkvæmast er fyrir togara að nota. Með þessum framkvæmdum höfðu skapazt á Fáskrúðsfirði ein fullkomnustu út- gerðarskilyrði í landinu. Hefir það líka komið sér vel. Fjöldi togara hefir notfært sér þessa aðstöðu. Kaupfélagið er að koma upp einnig fullkominni ís- framleiðslu í sambandi við þenn- an rekstur". Að undanförnu hafa margir tog arar lagt upp aflá til vinnslu á Fáskrúðsfirði, auk heimatogarans Austfirðings. Stálbátarnir um 70 lestir að stærö. Fyrsti báturinn af hinum fjóru (Framhald á 7. síðu.) Erleodar fréttir í fáum orðnm □ Stjórn Kekkonens í Finniandi mun sitja áfram, unz forsetakjör hefir fariö fram um miöjan þennan mánuð. □ Sagt er, að Pineau utanríkisráð- herra Frakka muni fara í heimsókn til Moskvu í næsta mánuði. □ Ný kuldabylgja er að skella yfir Skandinavíu. Mun frostið víða kom ast upp í 39—40 stig. □ Eisenhower hefir lofað Mayer for- manni kola- og stálsamsteypu Ev- rópu stuðningi Bandaríkjanna við starf samtakanna. segist þreyttur IVashington, 8. febr. — Eins og venjulega á blaðamannafundum var ’spumiogum ausið yfir Eisen- hower um hvort hann hyggist fara fram við næsta íorsetakjör. Kvaðst hann ekki enn hafa tekið ákvörðun. Nákvæm rannsókn ætti að fara fram á heilsufari sínu um miðjan mánuðinn. Sér væri Ijóst, að hann gæti ekki dregið það endalaust að taka ákvörðun um framboðið. Aðrar fregnir herma að forsetinn segist vera mjög þreytt- ur, enda hefir hann haft mikið að gera undanfarið. Læknar segja þó að bati hans sé mjög góður hing- að til og hann mjög hraustur að öðru leyti. Æðisgengið kapphlaup um smíði fjarstýrðra eldflauga Washington, 8. febr. — Bandaríkin og önnur ríki geta jafnvel' nú þegar gjöreytt hvert öðru með kjarnorkuknún- um eldflaugum, ef ekki finnast áhrifarík varnarvopn gegn þeim, sag&i Eisenhower forseti blaðamönnum í dag. Hann tók fram, að framleiðsla og fullkomnun fjarstýrðra eldflauga væri nú látin ganga fyrir öllum öðrum íramkvæmdun^ í þágu landvarna Bandáríkjanna. Forsetinn sagðist álíta, að Banda ríkin væru á sumum sviðum lengra komnir í smíði eldfluga en Rúss- ar. Á öðrum væru Rússar hins- vegar betur á veg komnir. Ægilegt kapplilaup. Það er vitað, að ægilegt kapp hlaup er nú háð milli þessara tveggja stórvelda um fullkomnun kjarnorkuknúinna eldflauga. Það var ekki fyrr en fyrir tveim árum eða svo að Bandaríkjamenn fóru að gefa málinu verulegan gaum. Öllum var að vísu Ijóst, að nýr þáttur í hernaðartækni hófst með eldflaugasendingum Þjóðverja á London í lok styrjaldarinnar. En ekki reyndist auðvelt, að full- komna þau flugskeyti svo mjög og hernaðarsérfræðingar töldu að ekki svaraði kostnaði að eyða fé og tíma í framleiðslu þeirra. 800 mílur innan árs, En þetta breyttist.. Kapphlaup- ið hófst. Rússar hafa gefið í skyn, að þeir eigi tilbúnar eldflaugar, sem geta farið 800 mílur og hitt hárnákvæmt í mark, en þetta er- talið vafasamt. Bandaríkin eru tal- in geta hafið tilraunir með fjar- stýrðar eldflauga á þessari vega, lengd eftir ár eða svo. Hin fræð'h legu vandkvæði við smíði eld- flauga, er geti hitt mark í 1500 mílna fjarláegð eru talin hafa ver- ið leyzt og eftir er aðeins að yfir- stíga tæknilega erfiðleika. Marfc miðið er að búa til eldflauga, sem geta farið 5000 mílna vegalengd, eða á milli meginlanda, á aðeins 30 mínútum. Það mun taka nokk- urn tíma að framleiða slíka eld- flauga, en sérfræðingar telja ekki útilokað að það geti orðið 1962 eða þar um bil. Varnir engar. Engar varnir þekkjast enn gega eldflaugum af þessu tagi. Svo erf- itt sem það er að gera þær, eink- um rafeindakerfið, sem stýrir þeim í mark, þá verður það þó barna le'ikur hjá hinu að finna varnir að nokkru gagni gegn þeim. Sérfræðingarnir halda þó að einn- ig það muni takast. Mollet virðist fangi Frakka í Alsírborg Niustað er á öll simasamtöl hans. Alsír- málið komið í enn meira óefni en fyrr París, 8. febr. — Margt virðist benda til að Mollet for- sætisráðherra Frakka sé hálfgildings fangi eða gísl í hönd- um Frakka búsettra í Alsír. Óttast stjórnmálamenn í París, að þeir muni nota aðstöðu sína til að neyða forsætisráðherr ann til að hætta við áform sitt að veita 9 miljónum múham- eðstrúarmanna 1 Alsír jafnrétti við hvíta menn þar. Það er flestra álit, að möguleik- ar á lausn Alsírvandamálsins hafi versnað en ekki batnað við för forsætisráðherrans. Einlcum hafi það gert illt verra, er hann lét hótanir og óeirðir Frakka í Alsír- borg hræða sig til að fallast strax á lausnarbeiðni Catroux hershöfð- ingja. Þorir ekki að tala í síma. í kvöld kom franska stjórnin saman til fundar í París og lilýddi á skýrslu Mollet um förina. Hafði hann sent hana gegnum loft- skeytasíma. Var það fyrsta sam- bandið, sem hann hefir við félaga sína í stjórninni. Hefir hann ekki þorað að tala í síma við þá, þar eð hann telur víst, að 'hlustað sé á. öll samtöl sín. Ekki er kunnugt um efni skýrslunnar, en öllum ber saman um, að það hafi hin ofsa- lega andstaða Frakka í Alsír, hafi komið Mollet óþægilega á óvart. Onglingar og börn skæðustu antístæðingar Breta á Kýpur Nicosía og London, 8. febr. — í gær drápu Bretar 18 ára skólapilt í Famagústa á Kýpur. í dag hafa unglingar x framhaldsskólum og börn um gjörvalla eyna farið í fylking- um um götur bæjanna, grýtt brezka hermenn og æpt að þeim ókvæðisorðum. Þá hafa þau rifið niður brezka fána og brennt þá. Virðist sem börn og unglingar séu nú skæð- ustu andstæðingar Breta á eynni. Framhaldsskólum í Famagústa hafði verið lokað um vikuskeið vegna óeirða nemenda. Er skip- un var gefin um opnun þeirra neit uðu nemendur að mæta, en söfn- uðust saman og grýttu brezka her- menn og brezkar verzlanir. Beittu Bretarnir loks skotvupnum og beið einn piltur bana. Lögðu þá verka- menn hvarvetna í borginni niður vinnu í mótmælaskyni í gær. Bretar í vandræðum. Blöðin á Kýpur bera það á Breta í dag, að þeir hafi beitt skotvopn (Framhald. á 7. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.