Tíminn - 11.02.1956, Síða 7

Tíminn - 11.02.1956, Síða 7
35. blað. TÍMINN, laugardagiim 11. febrúar 1956. Hvar eru skipin Sambandsskip. Hvassafell fór 7. þ.m. frá Amst- erdam áleiðis til Rvíkur. Arnar- fell fór 3. þ.m. frá New York áleið- is til Rvíkur. Jökulfell er í Boiílo- gne. Fer þaðan til Ventspils. Dís- arfell er í Piracus. Litlafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helga- feU á að losa í Þorlákshöfn og Vestmannaey j um. Eimskip. Brúarfoss kom til Rvíkur 9.2. frá Hull. Dettifoss fór frá Rotter- dam 9.2. til Rvíkur. Fjallfoss fer frá Rotterdam 11.2. til Álaborgar, Gautaborgar og Reykjavíkur. Goðfoss kom til Ventspls 7.2. Fer þaðan til Ilangö, Gautaborgar og Rvíkur. Gullfoss fór frá Rvík 8.2. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá New York 8.2. til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Rvík 9.2. til Akraness, Kefiavíkur, Hafn arfjarðar, Akureyrar, Seyðisfjarð- ar, Norðfjarðar, Djúpavogs og það an til Rotterdam og Hamborgar. Selfoss kom til Ghent 9.2. frá Rvík. Tröllafoss fór frá Rvík 6.2. til New York. Tunguíoss fór frá Rotter- dgm 8.2. til Fáskrúðsfjarðar. Þjóíhátííardagur Indverja FlugferNr Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 0700 frá New York, flugvélin fer kl. 0800 áleiois til Bergen — Stavanggr og Luxemborgar. Edda er væntanleg | á morgun kl. 18,30 frá Hamborg | — Kaupmannahöfn og Osló, flug-. vélin fer kl. 20.00 áleiðis til New York. Flugfélag fslands. Gullfaxi fór til Kaupmannahafn ar og Hamborgar í inorgun. Flug- vélin er væntanleg aítur tii Rvíkur kl. 16:45 á morgun. Millilandaflug. Innanlandsflug: . í dag: Akureyri, Blönduós, Eg- iisstaöir, Sauðárkrókur, Vest- mannaeyjar, Þórshöfn. Á morgun: Akureyri, Vestmannaeyjar. Messur a morgun Háteigsprestakall. Messa í hátíðasal Sjómannaskól ans kl. 2. Að messu lokinni hefst framhajds- aðalsafnaðarfundur. Barnasamkoma kl. 10,30. Séra Jón Þorvarðsson. Reynivallakirkja. Messa kl. 2 s.h. Sóknarprestur. Nesprestakall. Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2, 30. Séra Jón Thorarensen. Kaþólska-kirkjan. Lágmessa kl. 8,30 árd. og Há- messa og prédikun kl. 10 árd. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Árelíus Níels- son. Síðdegismessa kl. 5. Séra Ósk ar J. Þorláksson. (altarisganga). EUiheimilið. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jón Guðnason þjóðskjalavörður. (ath. breyttan messutíma). Sigurbjörn Gíslason. Ilallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kk 2 e.h. Séra Jakob Jójisson. Hafnarfjarðarkirkja. Messað kl. 2. Séra Garðar Þor- steinsson. Bústaðaprestakall. Messað í Kópavogsskóla, klukk- an 3. Barnasamkoma kl. 10,30 árd. sama stað. Séra Gunnar Árnason. Um 40 bátar á sjó frá Keflavík í gær Um 40 bátar voru á sjó frá Keflavík í gær og sóttu margir þeirra mjög langt og komu seint að landi. Þeir, sem komnir voru að um áttaleytið í gærkvöldi voru með 6—11 lestir af góðum fiski. Nokkrir bátanna reru seint í fyrradag og komu því seinna að landi í gær, vegna þess. Bandarískir stúdent- ar í heimsókn í gær kom í stutta heimsókn í bæinn flokkur bandarískra háskóla stúdenta, sem hefir skemmt á Keflavíkurflugvelli undanfarið. ! Eru þeir frá háskólanum í Mary- land og ferðast á milli og skemmta bandarískum hermönnum. Kom leikflokkurinn frá Azoreyjum, en flýgur til New York á morgun, en þaðan fer flokkurinn til Bermuda. Stúdentarnir skoðuðu m. a. Þjóð- leikhúsið og Háskólann og voru mjög hrifnir af byggingum þess- um. Blaðamaður Tímans átti tal við nokkra háskólastúdentanna og létu þeir mjög vel yfir förinni til íslands. Akurnesingar sækja r 1 • r • a djupmio Um 20 Akranesbátar voru á sjó í gær og fóru margir þeirra langt, eða út fyrir venjulegar slóðir Ak- urnesinga. Sumir þeirra, sem skemmra fóru voru komnir að um átta leytið í gærkvöldi og voru með 5—8 lestir. Vitað var að hinir, sem lengra fóru og ekki voru væntanlegir heim fyrr en undir I miðnætti höfðu aflað mun betur. Er heldur gott útlit um aflabrögð hjá Faxaflóabátum, eins og sakir standa, ef gæftir haldast. Hver dropi af ESSO smurningsolíu tryggir yður hámarks afköst og lágmarks viðhaldskostnað Olíufélagið h.f. Sírni 8 16 00 í inciland: er mikið um aS vera á þjóðhátíðinni og hafa flestir ættbálkar eitthvaS til skemmtunarinnar aö leggja. Á myndinni er flokkur höfða- vei'ðimanna í veizlubúningum. atröm átök kirkju og ríkisvaids á Möltu Kosi'ð í dag um hvort eyjan skuli innlimu'S í Breiland. — Kaþólskir mjög andvígir því Valetta, Möltu, 10. febr. — Þjóðaratkvæði fer fram á Möltu á morgun um það, hvort eyjarskeggjar vilji að eyj- an verði hlúti af Bretlandi og kjósi 3 þingmenn, sem taka eiga sæti i neðri málsstofunni brezku. Eru viðsjár miklar með mönnum á eynni ekki þó svo mjög vegna þess megin- atriðis, sem um er kosið, heldur vegna harðvítugra átaka um málið milli ríkisstjórnarihnar á eynni annars vegar og kaþólsku kirkjunnar hins vegar. Flestir eyjarskeggjar eru kat- ólskir. Erkiblskupinn, Gronzis, seg ir að ríkisstjðrnin hafi sagt kirkj- unni stríð á hendur. Er hann and- stæðingur innlimunar í Bretland og óttast um hag kirkjunnar. Ríkisstjórain á funði. Biskupinn hélt útvarpsræðu í kvöid og réðst á ríkisstjórnina. Að henni lokinni boðaði forsætisráð- herrann Mihtoff til ráðuneytis- fundar og stóð hann í marga klukkutíma. Stiórn nýlendunnar er í höndum verkamannaflokksins. Það sauð úpp. úr milli stjórnarinn ar og kirkjunnar um daginn, þegar forsætisráðherrann neitaði að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni að beiðni biskups, sem vildi semja um stöðu kirkjunnar, ef til inn- limunar kæmi. En áður hafði Pont iff samið um sameininguna við brezku stjórnina. Þriggja tíma messa. Biskupinn söng messu í höfuð- borginni í dag. Stóð hún ekki skemur en 3 tíma. Biskup var á- kaft hylltur af miklum manngrúa. Samt er talið, að margir katólikk- ar muni kjósa innlimun í Bret- land í von um að lífskjör eyjar- skeggja batni við það. — Lausa- fregnir herma, að Mintoff hafi fengið nafnlaust bréf, þar sem honum er faótað dauða, ef hann blandi sér í mál kirkjunnar. Nasser heldur vel á Kairó, 10. febr. — Rússneskir sérfræðingar munu veita Egyptum vísindalega og tæknilega aðstoð við að koma upp vísindalegri kjarn orkuti’lraunastöð í Kairó, sem koma á upp á næstunni. Egypzkir sérfræðingar munu einnig fara. til náms í Rússlandi. Þetta var íil- kynnt í Kairó í dag, en í gær var gengið frá 200 miljón dala láni, sem Egyptar fá hjá alþjóðabank- anum til að reisa hina miklu As- wan-stífþi í Nílardalnum. Hússein konungur reynir málamiðlon Kairó, 10. febr. — Nasser for- sætisráðherra Egypta. tók í dag á móti forsætisráðherra Jordaníu, en hann er með orðsendingu frá Hussein konungi. Hefir hann áð- ur sent svipaða orðsendingu til ríkisstjóra íraks, Sýrlands og Li- banon. Vill konungur að efnt verði til ráðstefnu til að vinna að auk- inni samvinnu Arabaríkjanna, en nokkurrar togstreitu gætir, eink- um í sambandi við afstöðuna til Bagdad-bandalagsins, sem írak er aðili að. Fyrstu samtök békbind ara fimmtíu ára í dag Þann 11. febrúar árið 1906 komu nokkrir bókbindarar saman til fundar á Laugavegi 18 í Reykjavík, heimili Péturs G. Guðmundssonar, og stofnuðu með sér félag, er hlaut nafn ið Hið íslenzka bókbindarafélag. Aðaihvatamenn að stofn- un félagsins munu hafa verið þeir Pétur G. Guðmundsson og Lúðvík Jakobsson, en fyrstu stjórn þess skipuðu eftir- taldir menn: Form. Lúðvík Jakobsson, skrifari Gísli Guð- mundsson og gjaldkeri Þórður Magnússon. Þeir Gísli og Þórður starfa enn í bókbandsstofu ísafoldarprentsmiðju. Félag þetta starfaði þó ekki nema til ársins 1911, en var endur rcist árið 1915 undir nafninu Bóþ- bandssveinafélag Reykjavíkur. Ár ið 1922 var þeim félagsskap slitið og lá öll félagsstarfsemi bókbind- ara niðri til ársins 1934, en þá var það enn endurvakið og nefnt Bók- bindarafélag Reykjavíkur. Hefur það starfað óslitið síðan en heitir nú Bókbindarafélag íslands. Núverandi stjórn. Núverandi stjórn þess skipa. Form. Guðgeir Jónsson, varaform. Einar Helgason, ritari Tryggvi Mikil aðsókn að kjarnorkusýningu Hór um bil 5000 manns hafa nú séð sýninguna í Listamannaskál- anum um kjarnorkuna í þjónustu mannkynsins, síðan hún var opn- uð s. 1. laugardag og hefir hún vakið almenna ánægju og athygli sýningargesta. Sýningin vei'ður aðeins opin fram yfir helgi og verður henni lokað á þriðjudagskvöld. Ekki mun hægt að framlengja sýnignuna, sem er opin frá kl. 2 til kl. 10 e.h. Sveinbjörnsson, gjaldkeri Guð- mundur Gíslason og meðstj. Jóna Einarsdóttir form. kvennadeildar félagsins. Afmælisins verður minnst með hófi, sem haldið verður að Röðli 11. febrúar, og hefst það með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 7.00 síðd. Óeirttr (Framhald af 8. síðu.) um varðandi ástandið í Alsír. — 90% allra verzlana í Alsírborg voru lokaðar í dag að tilmælum Frakka í borginni. Mollet heim á morgun. Mollet heimsótti í dag Aurez- fjöll, þar sem 200 þús. manna franskt herlið berzt við skæru- liða. Á morgun mun hann senni- lega halda heim. Enda krefst nú þingið skýrslu af stjórninni um ástandið í Alsír, samninga for- sætisráðherrans og fyrirætlanir stjórnarinnar. Mun Mollet ekki hafa orðið neitt ágengt í því að fá frönsku borgarana í Alsír til að fallast á sjónarmið sín um aukna sjálfsstjórn nýlendunnar. MS5SS«S5S«SS*5«Í3«5«5SSS«SS«S«SS«S«!«5«S«S«55««5SSSS«S«W5SS!«!SSS«SS Trésmiður óskast að Bifröst í Borgarfirði. Upplýsingar á staðnum og hjá undirrituðum. Teiknistofa SÍS •SSSSSSSSSSSSSSSSSsssssssssaasdssggaaftgssssssssffi&eaaaacgeetg^pp^TSmw KHflKI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.