Alþýðublaðið - 17.08.1927, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1927, Síða 2
Á.LP YiJUJöI^.-MMlJ ALÞÝ9UBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til ki. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9’/2 —10' 2 árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 (skriistofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (i. sama húsi, sömu simar). hækka félagsgjölcíin að mun. Enn þá er engin ákvörðun tekin um það. Laun starfsmanna ríkisins lækka að miklum mun, og þó mest hinna lægst launu'óu. Rús- inuna vantaði þó í pylsuendann, en hún kom síðar, og hún er sú, að atvinnumálaráðherrann yfirvegar nú, hvort segja skuli 300 manns upp vinnu við jám- brautirnar. Þannjg lauk 6 mánaða störfum hinnar máttugu vinstri stjómar. Porf. Kr. NiðBTSburður stjórnarínnar fnllnaðnr. Khöfn, 2. ágúst. Allar bænir og mótmæli gegn niðurskurði stjórnarinnar vdðvíkj- andi kjörum sjúkra, vinnulausra og gamalla reyndust þvd nær á- rangurslausar. Þó gátu jafnaðar- menn komið þvi svo fyrir, með breytingum við ellistyrktarlögin, að þau fóru þó heldur skárri frá þinginu, en stjórnin hafði upp- runalega ætiað. — Sjúkrasjóðum urðu þessar aðfarir þinsins þung- ur hnekkir. Fyrir einstaka sjóði neraur lækkun 300 000 kr. árlega. Meðalastyrkur hverfur að mestu eða öllu leyti, dagpeningar lækka, og launalágmarkið er fært svo niður, að þúsundir manna verða útilokaðir frá sjóðunum. — Elli- styrkurinn lækkar fijá flestumj .að eins þeir, eru eru einyrkjar og ekkert eiga og ekki hafa meir en 200 kr. annars staðar frá á ári og komnir eru að sjötugu, fá nokkra hækkun. Dýrtíðaruppbót hverfur og ókeypis læknishjálp og meðul einnig, en styrkur tii þessa verður greiddur eftir mati, alt að helmingi kostnaðar. Þús- undir manna missa styrk með öllu sakir þess, að þeir. hafa átt eign- ir eða haft arðberandi vinnu, sömuleiðis ef. þeir hafa ebistyrk. Styrkur til örkumla manna er færður niður úr 800 kr. á ári i 500, og aðgangur að þess- ttm styrk er gerður örðugri en áður. Vinnuleysissjóðimir eru settir undir meira eftirlit en áður. Eft- irlitsmanni þeirra af hálfu stjórn- arinnar er falið að ákveða, hve nær álíta skuli misklíð innan við- komandi stéttar þannig lagaða, að greíða skuli vinnuleysisstyrk, og, sty’rkurjnn auk þess Iækkaður að mun. Verkamönnum þykir hér gengið á rétt sirrn, og munu mörg verkamanriáfélö taka til yfirveg- rmar, hvort ekki muni réttara að vera án ríkisstyrks, enda má svo segja, að umboðsmaður stjómar- £ inriá'r geti eftir geðþótta ákveðið, l' hverjar , af kröfum verkamanna í | striði milli þeirra og atvinnurek- enda séu réttmætar eða ekki, og - eftir þvi fer, hvort þeir fá styrk- inn greiddan eða ekki. Taki verka- menn það ráð að afsala sér op- inberum styrk, verður það þeim þungur baggi, og verður þá að „Drykkjupen!iigar.“ Ætla Danir einnig aft af- nema þá? ÞJónar tel|a |»að skömm fyr- ir stétt sína að lifa á gjöfum og vilja hafa fast kanp. Eins og kunnugt er, hefir sá ó- siður að launa gistihúsa- og veit- inga-þjóna með svo nefndum ,,dTyikkjupeningum“ eða „þjórfé‘“ breiðst út um ailan mentaðan heim á síðari tímum. Fyrst varð þessi siður»til á þann hátt,. að einstöku gestur í veitingahýsum tók upp á þvi áð bæta örfáum aurum við handa þjóninum tii að fá fljótari af- greiðslu. Hinir gestimir tóku brátt eftir því, að þjónarnir auðsýndu þessum örlátu gestum sérstaka lotningu og liðleik og neyddust til að gera hið sama. Þá þótti það „flott“ af gesti, sem kom oft á sama staðinn, að gefa alt af 5 aura aukreitis. Það dró sig líka saman, þegar margir gáfu. — En nú var svikamylnan opnuð. Þeir gestir, sem höfðu mætur á því að leika höfðingja og láta þjón- ana beygja sig í duftið, voru heldur ríflegri á þjórfé'ð, og smátt og smátt urðu allir að fylgjast með, til þess að þjónarnir hefðu þá ekki út undan. j Um tíma var það ágæt staða að vera þjónn í gistihúsi eða veit- ingaskála. Hetta sáu gestgjafamir og fóru að ráða til sín þjóna kauplaust. Þá gerðu þjónar sam- tök mikil um það, hvernig þeir ættu að haga sér við gesti, til þess að hafa út sem mest þjórfé. Varð að samkomulagi að láta það glögglega i ljós við gestina, hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru. Þeim, sem ekkert eða mjög lítið gáfu, var sýnd fyrirlitning, en ofur-kurteisi hinum örlátu. Mjög einkennilegt, þótti það, að gistihúsa-þjónar gerðu sér um tíma mikinn mannamun við út- lendinga, sem þeir þó höfðu aldr- gj séð, voru mjög liðlegír við suma, en hundsuðu aðra. — Það »t6ð m> á þessu, að þeir höfðu fundið upp á því að merkja far- angur allra ferðamanna svo, að á honum sæist, hvort eigandnuj væri ör eða sínkur á þjórfé. En gestgjafarnir fylgdust alt af veí með því, hvað þjónar þeirra græddu, og nú urðu þjónarnir að fara að borga með sér svo og svo mikið á mánuði, til þess að fá að halda stöðu sinni. Það kom nú í ljós, að atvinna þjóna var ákaflega misjöfn og stppul. Sums staðar græddu þeir vel, þótt þeir yrðu að gefa með sér, en annars staðar lifðu þeir við sultarkjör. — Gestir voru einnig fyrir löngu orðnir leiðir á því að láta hafa sig að fífl- um og féþúfum, og sterk h.reyf- ing myndaðist móti þjórfjárfarg- aninu. I ýmsum löndum er það nú að mestu leyti afnumið á þann hátt, en á gistihúsareikninga og veitingareikninga er þó bætt við 10 af huridraöi fyrir þjónustuna. I þetta horf er það alment kom- 3ð i Noregi og á Þýzka'andi, að Bayern undanskyldu, þar sem í gistihúsunum standa smekklausar auglýsingar um, að hér taki þjón- ar við þjórfé! Það er mál margra, að há- marki sínu hafi drykkjufjárfarg- anið náð i Danmörku. Þjónar hafa haft þar mjög sterk samtök og alt af verið mjög kröfuharðir. Hafa þeir haldið því fram, að þetta væru sín réttmætu laun, og einu sinni stefndu þeir manni, sem neitaði að gefa drykkjufé, og fengu hann dæmdan til að greiða það. Dómurinn ákvað, að , 10 af hundraði væri sanngjarnt gjald og þáð ættu þjónarnir rétt á að fá. En á stríðsárunum þótti þeim þetta yfirleitt of lítið af smáum upphæðum og eru síðan ekki vel ánægðir, nema þeir fái 25 aura af einni krónu og að minsta kosti 15 af hundraði, þeg- ar um fáar krónur er að ræða. Hér á landi má segja, að þessi danski siður sé gildandi í sláeirstu veitingahúsunum. Kunnugir segja þó, að fjöidi manna séu það „flott“ að gefa 25<>/o, enda þótt greiðsluhæöin skifti mörgum kiónum! Þéir um þaðs en „flott- ræfilsháttur" mun slíkt þykja, jafnvel í Danmörku. En nú, eftir að danska krón- an komst i gullgildi, hefir það .rxmnið upp fyrir mönnum, að drykkjufjárfarganið sé löngu komið út yfir öll skynsamleg tak- mörk. Þjónarnir eru nú einnig farnir að kvarta um, að þeir verði mjög misjafnlega úti, liklega vegna þess, að menn hætta að sækja veitingastaðina í sama mæli og áður. Vilja veitingaþjónarnir nú margir komast á föst laun og hætta að vera háðir þjórfénu. Heyr- ast nú orðið hjá þessari stétt þær raddir, að það sé óverðugt heið- arlegum starfsmönnum að lifa á gjöfum og þurfa að haga sér eins og hálfgerðir betlarar. Sýnast þ\i nú nokkrar horfur á því, að drykkjuf járfarganið veröi af- numið í Danmörku — og þá e. t ,v. Lika í Rfeykjav k! V Þrastaskógur. Viðtal við Aðalstein Sigmunds— son. Frétfaritari Alþýðublaðsins hittl Aðalstein Sigmundsson, skóla- stjóra á Eyrarbakka;', í Þrastrskógí s. I. sunnudag. Bað hann Aðal- stein að segja Alþýðublaðinu um skóginn og ýmislegt viðvikjandi honum. Fer hér á eftir það, sem hann sagði: , Tryggvi heitinn Gunnarsson, sem aílir íslendingar kannast við, gaf U. M. F. í. Þrastaskóg árið 1910. Hefir hann bezt trúað hinu unga íslandi aÖ vernda og gæta þessa dýrgrips okkar Sunnlend- inga. Skógurinn er um 142‘/2 dag- slátla að stærð. Landamerkin eru að norðan Álptavatn, að vestan Sogið og að austan svo nefnt Öndverðanessland, sem skógurinn lá undir, áður en hann komst í eigu Tryggva heitins. Þeim meg- in er skógurinn afgirtur með sjö- þættri gaddavírsgirðingu. Fyrir nokkrum árum var lítið hirt um skóginn, en U. M. F. I. sá, að svo búið mátti ekki lengur standa og ákvað að gera eitthvað til að gæta þessa staðar, sem gefandinn hafði trúað þvi fyrir. Var nú farið að vinna að ýmsu, sem lagfæringar þurfti við, og ég var ráðinn skógarvörður yfir sumartímann, á tímabilinu frá 1. Júní til 15. september. Hefi ég ráðið dreng mér til aðstoðar og vínnum við því báðir í samein- ingu að okkar ætlunarverki. Undanfarin sumur hefir fjöldí fólks komið í skóginn, jen aldrei hefir gestafjöldinn verið eins mik- ili og í sumar. U. M. F. 1. sá, að nokkur kostn- aður myndi verða við skógar- vörzluna og tók þvi upp það ráð að setja aðgang að skóginum. Var það svo áður, að enginn skyldu- greiðsla var lögð á, og greiddu því fæstir fyrir að fá að sjá skóg- finn. i 'sumar hefir verið fast gjald fyrir það, og kostar merkið 50 aura. Flestir, sem koma hingað, greiða þetta gjald góðfúslega, en ýmsir horfa í aurana og Láta sér nægja að hafast við utan girð- ángar.. Hyggjast þeir að sjá þaðan alla fegurstu staðfij skógarins, en þaðí komast þedr að raun um, áð ex mikill misskilningur. . Seinni partinn í fyrra sumar mátti sjá það, að athygli manna var vakin á þessum fagra stað'. í sumar befir fjöldi fólks komiði hingað. Er það heldur eigi að undra, J>ó að fólk hænist að þess- um stað, þegar það fer í skemti- ferðir. Inni í skóginum er skjöi í öllum áttum, hvar sem verið er. Hér er hægt að sjá margt, sem er unun að. Tvö stór. reynitré eru innarlega i skóginum. Er ann- að þeirra 7—8 metrar á hæð; heitir það Tryggvatré. Hitt tréð er nokkuð lægra, en laufmeira og því ölhi fegurra. Að trjárrum ligg- ur bein gata alia leið frá inn-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.