Alþýðublaðið - 17.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.08.1927, Blaðsíða 3
ALPVt)UOÚAÐltí Höfum fyrir liggjandi: Handsápur, mjög fjölbreytt úrval Kristalsápur í 56 kg. bölum. Sápuspæni. Sóda. ganginum. Nær gata þessi norð- ur áð Álftavatni, en þar er allra fegurst í skóginum. Þar er birkíð um 3—4 metrar á hæ'ð. Álftavatn er eitt fegursta vatnið á IsJandi og hvert mannsbarn hefir ein- hverja hugmynd um fegurð þess, þvi að góðskáldið kvað kvæðið, sem þetta er i: . . um sumar- kvöld við Alftavatnið bjaria . Allir kunna þessa visu, og flestir syngja hana á sumarferðum sín- um.‘‘ „Hafa menn ekki komið hingað í sumar til dvalar í sumarleyf- um sínum?" spyr fregnritarinn. „Jú, hér hafa nokkrir dvalar- gestir komið í sumar, en áður kom enginn. Býst ég við, að slíkt aukist mikið næsta sumar, þvi að þeir, sem hafa verið hér, hafa látið mjög vel yfir dvölinni. Hér hafa þeir tjaldað og dvalið í tjöldum. Héðan er hægt að fara í ýmsar skemtilegar ferðir út úr skóginum. Héðan ganga menn upp á Ingólfsfjall, upp að Sogs- fossunum og upp að „Keri". „ ,Keri‘, hvar er það?‘‘ „Það er gamall eldgígur hér fyrirofan," segir Aðalsteinn. ,„Ker- ið‘ er stórt og hyldjúpt, fult af vatni." „Hafið þið ekki tekið einhverj- ar sérstakar ákvarðanir Um skóg- tinn i framtíðixuii?" „I ráði er að koma hér upp gróðrarstöð þegar á næsta sumri. A að rækta þar ýmsar fagrar blómtegundir, bæði i sköginn og handa ungmennafélögum úti um alt land til að gróðursetja heima fyrir. Verður þá undir eins far- ið að prýða skóginn með þessum jurtum. Það er trúa min, að Þrastaskógur verði með tímanum einn aðalskemtistaður Sunnlend- inga á sumrin. U. M. F. I. mun ekki láta sitt eftir liggja tíl að vernda staðinn og auka fegurð hans. ÖUum, sem koma hingað, lærist að þykja vænt um þennan fegurðarblett." Aðalsteinn er klæddur skrúða skátanna, með alls konar merkj- um og orðum. Hann er sólbrend- ur, ejns og manni sæmir, sem elskar lífið úti i náttúrunní. Hann eiskar orðið skóginn Sinn og blú- tr að honum eftir föngum. Hann iifir þaraa regfuiegu skátalífí — 1 ijaldi, við útield. Hann tekurfast og þétt í hendi manns um leið og hann er kvaddur. Hástuðlun. FuIIkomið rím. II. Kristiana. Kristiana kom til mín, kysti mig og sagði: „Eg ska) vera ástmey þín." Arm um háls mér lagdi. ’ G. G. Ódáinsjurtln lukutate. Náskyld læknavisindunum er sú viðleitni manna að vinna bug á ellinni, — lengja mannsæfina. Ýmsar merkilegar kenningar um það hafa komið fram á siðari tímum, þó að áxangurinn sé ekki mikill enn. Nýlega var þýzkur fræðimaður á fexð á Indlandi hjá þjóðflokki, sem Maharadscha nefnist, í hér- aÖinu Napur. Honum var sagt frá jjjprt, sem þar vex, og nefnist lu- kutate. Menn höfðu tekið eftir þvi, að tamdir fílar urðu ekki nema 60—70 og hæst 90 ára, hversu vel, sem með þá var farið, en vjltir fíiar urðu miklu eldri. Það var trú manna þar í landi, að 'þetta stafaði af þvi, að viftu fU- arnir ætu lukutate. Jurtin vex á hálendi, þar sem fílar annars haf- ast ekki við. En þangað leituðu þeir þrisvar til fjórum sinnum á ári, oft um langa vegu. Ríkisstjórinn í Napur fól þekt- um indverskum visindamanni, dr. '■Racha-Marakas, að hef ja fannsókn i þessu málj, og byrjaði hann á þvi að gefa tömdum fílum lu- kutata. Nú er svo sagt, í sam- hljóða fréttum frá Englandi og Indlandi, að þessar tilraunir hafi boTið rnikinn og övæntan árangur. Þess er getið um einn fíl, sem orðinn var 96 ára og hrumur af elli, að hann hafí lifnað allur við og eins og kastað ellibelgnum, eftir að hafa neytt jurtarinnar um hríð; meira að segja eignast unga eftír það. Um annan fíl er getið, 80 ára gamlan, sem kominn var að bana. Eigaodinn hafði heyrt getið um Jukutata og útvegaði sér nokkuð af henni handa fíln- um. Eftir þrjár vikur var fíllinn orðinn sem ungur í annað sinn. Þessar tiiraunir hafa verið gerð- ar á fleiri dýrum og einnig fugl- um, og alt af með þeim árangri, að dýrin sýndu öll merki upp- yngingar. Eftir þessar tiíraunir var ekki nema eðiilegt, að menn hugsuðu sér, að jurt þessi myndi verka á sama hátt á menn. Það hafa Iíka við nánari eftirgrenslan kom- ið fram líkur, sem virðast benda til þess. Marakas segir frá þjóð- flokki, sem Ghatis nefnist, og neytt hefir lukutate um ómuna- tið. Um hann farast Marakas þannig orð í fyrirlestri, sem hann hélt í læknavisindafélagi: „Eg vildi óska, að sérhver ykkar ætti þess kost, að dvelja um nokkurt skeið meðal þessara frábæru manna. Þeir eru guðum likari en mönnum, fagurlimaðir og itur- vaxnir, fráneygðir og mjúkir á hörund. Göngulagið er tígulegt og allur limaburður yndislegur. Röddin er hrein og brosið blítt. 1 þeim hefir mannskepnan náð mestri fullkomnun og fegurð. Þar sjást hvergi spikþjóttur eöa istru- belgir, ekki kryppbngar né kið- fætlingar, ekki sköllótt höfuð né rauð nef. 1 Ghatis-flokknum eru hundruð karla og kvenna yfir 100 ára áð aldri. Maður, sem ég gisti hjá, var 112 ára og kona hans 103 ára. í öldungaráði flokksins eru menn 130—140 ára gamlir, og lita þó ekki ellilegar út en venja er til um sjötugt fólk." Náskyldur þessum flokki er annar flokkur, sem nefnist Sikhs. Þeir eru viðfrægir fyrir sakir vaxtar og fegurðar og notaðir mjög öðrum mönnum fremur af Engleixlingum ti) löigreglustarfia í Indlandi og Kína. Menn biða með óþreyju eftir frekarj, skýrsium um yng^ngartil- raun^með lukutate. (Eftir „Die Koralle".) Heilræði til þeirra, er vilja komast áfram i heiminum. Vertu sijór í veikum þímim. Veldu jafnan ranga veginn. Fegráðu alt méð fölskum línum, Fláráður sértu báðum megm. Troða skaltu dáð og dygðir dag hvem undir þínum fótum. Auk þú öllum barm og hrygðir. Hámark séttu’ i or&um Ijótum, Steldu öllu stóru og smáu. Sting 8vo mútu að rértvísfnni. Gerðu alt með geði fláu. Greiddu spott að upprisunni. Fátækum ei lið skah ieggja; létt ei undir þeirra byrði, fteldur veit þeitn hvorutv-eggSB: háðglósur og bituryrði. Ef þeir nokkra aura skulda — jnjOAij EijjraA |tj inpujifív? — fleyg þeim út i for og kulda. Fjandinn að því hlegið getur. Hugsaðu bara um befð og aura.. Hjarta þitt sé gert af steini. Dragðu saman mikla maura. Murkaðu fjöldann inn að beini.. Ef að þessu mikla marki mættir ná i sauðafeldi, hlytir þú í heimsins slarki heiður, metorð, auð og veldi. Beittu ráns og svíka sverði. Sofðu’ og lifðu í heimsins prjáli. Taktu langt fram lyga-Merði. Loforð þin séu’ full af táli. Ágúst Jónsson. i Úilendar fréttlr. Uppreisnartilraun á Java. Það bar við nýlega á eyjunni Java, að lögregluþjónn fanst dauður úti á víðavangi. Hafði hann lengi legið undir þeim grun, að hann stæði i leynisambandi við byltingamenn á eyjunni. f vasa þessa iðgregruþjöns tanst bréfmiðf, sem á var skrifuð kveðja tíl byltingamannanna, og þeim sagt, að þannig mundu þeir allir enda. Þetta launmorð vakti milda gremju méðal feyjarskeggja. Urðu megn upphiaup og cgötubardagar og morð framin vjðs vegar um eyna. Att mun þó komið í samf lag aftur. Dm daginn og veginn. Næturlæknir er i nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 4, simi 614. 75 ár. eru i dag, siðan hinn ágæti málfræðingur, Sveinbjörn Egilsson, andaðist. »Hann hefir manna mest bætt smekk vom á góðu íslenzku máli og vakið ást á þvi,« eins og Þórhallur biskup sagði um hann. Leiðrétting. í útlendu fréttunum i gær varð rangprentun i fyrirsögn 4. fréttar- innar. Þar átti að standa: Alþjóda- samband samvinnufélaga. Miuningarskjöldur. Eftir beiðni verkamannafélags- ins á Eyrarbakka gerði Rikarður Jónsson skjöld einn til minningar um sjómenn þá, er fórust af Eyrar- bakka í vetur. Efnið i skildinum: er eik. Tvær hafmeyjar halda á hörpudiski, en utan um hann slöngva þær þarablöðum. í hörpu- diskinum er silfurplata, og eru þar á grafin nöfn hinna föllnu vikinga. Skjöldurinn er mjög fagur og alveg einstakur í . sinni röð. Verkamannaféagið á Eyrarbakka gaf kirkjunni þar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.