Tíminn - 22.03.1956, Qupperneq 5

Tíminn - 22.03.1956, Qupperneq 5
‘tt í M I N N, fimmtudagina 22. marz 1956 5 Einhugur og einbeitni einkenndu störf flokksþingsins irngra rraEisctMiarmanna mótuðu þýðingar- mesfit samf)ykktir flokks|ingsins VarnarliöiS í burtu — Samvinnuslit vio íbaldið — Tekin upp vinstri samvinna —Eíling landhelginnar — Stóriðja — Framleiíslusamvinna — sérstök að-j stoÖ víS Irumbjdinga — Nýtt skipulag í útgertSinni — Réttlát tekjuskipting Eins og frá var skýrt í síSasta Vettvangi æskunnar sóttu utn 100 fulltrúar og miðstjórnarmenn F. U. F. 11. fiokksþing Framsóknar- manna. ^ Fi U. F.-fulltrúar tóku þátt í nefndarstöríum og áttu samtök- in 5 fulitrúa í hverri af fjórum aðalnefndum þingsins. Eins og að venju fer meginhluti fiokksstarfs- ins fram í nefndum og sérstaklega í stjórnmálanefndinni. Sú nefnd mótar jafnan frumdrættina í stefnu og starfi flokksins til næsta flokksþings. Starf stjórnmála- nefndarinnar á 11. flokksþinginu er á marga lund stórbrotið og ör- lagaríkt og ber vott um heil- skyggni og raunhyggju. Undirstaðan í stjórnmálaálykt- ' uninni er sú, að einangra eigi í- j haldsöfiin í íslenzknm stjórn- ! máluin. Það hefir jafnan verið varað við ' af ungum P’ramsóknarmönnum og í lagzt á móti að sainstarf væri hæft j við erfðafjandann, Sjálfstæðis- flokkinn um stjórn landsins. Nú hefir einhuga flokksþing Framsóknarmanna, það fjöi- mennasta í sögu flokksins, heitið að segja skilið við Sjálfstæðis- flokkinn. Miðstjórnarmenn ungra Framsóknarmanna Miðstjórnarmenn ungra Framsóknarmanna Samíökin eíga sjö a<$a!menn í miÖstjórn og jafnmarga varamenn Samkvæmt lögum Framsóknar- flokksins erai kjörnir sérstakir; miðstjórnarmenn úr röðum ungra ' Framsóknarmanna, sjö talsins, í þannig þrir úr Reykjavík og ná-; grénni og cinn'úr hverjum lands-1 fjiárðunyi. |(— Úr Reykjavík og ná-1 grenni vora. kjörnir í miðstjórn: í Áðalmennc Þráinn Valdimarsson, Svéinn Skórri Höskuldsson og: Krjstján Benediktsson. Varamenn: Áskell Einarsson, Skúli Benediktsson, Jón Skaftason. Vesturland: Aðaimaður: Alex- i .ander Stefánsson. Varamafiur: 1 Snorri Þorsteinsson. Norðurland. Aðalmaður: Björn Hermannsson. Varam.: Guðmund- ur Þorsteinsson. Austurland: Aðalmaður: Aðal- steinn Aðalsteinsson. Varamaður: Marinó Sigurbjörnsson. Suðurland: Aðalmaður: Gunnar Halldórsson. Varam.: Jón Helga- son. Láta mun nærri að fimmti hluti miðstjórnarmanna Framsqknar- flokksins sé kjörinn sérstaklega úr röðum ungra Framsóknar- manna. VARAMENN UR REYKJAViK: Ásketl Einarsson Skúli Benediktss. Jón Skaftason Ekki vekur síður athygli álykt- unin um varnarmálin. Enda er mjög í anda þeirrar stefnu sem ungir Framsóknarmenn hafa hald- ið á lofti og jafnan verið fylgt hér í „Vettvanginum“. í stjórnmálaályktuninni segir orðrétt: Með liliðsjón af breytt- um viðhorfum, síðan varnarsamn ingurinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartímum, verði þeg- ar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp með það fyrir auguni, að íslend- ingar annizt sjálfir gæzlu og við- hald varnarmannvirkja — þó ekki hernaðarstörf — og að varn arliðið hverfi úr landi. Fáist ekki samkoniulag uin þcssa breytingu verði máiinu fylgt eftir með upp- sögn samkvæmt 7. grein samn- ingsins. Þessi yfirlýsing flokksþingsins gjörbreytir öllu viðhorfi þjóðar- innar í varnarmálunum. Veiti kjós endur i kosningum á vori komandi bandalagi Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins meirihluta á Al- þingi, mun herinn hverfa af landi burt á næsta kjörtímabili. Þessi tvö höfuðatriði, sem liér hafa verið rakin, bera vott um hve mjög barátta og sjónarniið ungra Framsóknarmanna hafa mótað veigamestu atriði stjórn- málaályktunar 11. þings Fram- sóknarflokksins. Þetta er að sjálfsögðu fagnaðar- efni og örfun til frekara starfs og nýrra dáða í baráttunni. Á þessu flokksþingi átti Framsóknarflokk- urinn eina sál og einn vilja. Sam- hæft átak allra flokksmanna er meginstyrkurinn í þeirri baráttu, sem nú er framundan. Á næsta vori niunu unibóta- sinnaðir lýðræðissinnar leggja til atlögu við öfgaöflin tii liægri og viustri. Sú atlaga verður hins ör- lagaríkasta, sem gerð hefir verið í íslenzkum stjórnmálum. Margra ára reynsla hefir Ioks sannfært menn um að Sjálfstæðisflokkur- inn sé ekki stjórnhæfur í raun og veru. íhaldið er ekki megnugt þess að Ieysa efnahagsmálin á þann hátt, sem hinn venjulegi þjóðfélagsþegn sættir sig við. Kommúnistar hafa verið utan garðs. Allir þekkja þeirra slóð og vita að þeir haga sér eftir er- lendum stefnuljósum. Slíkum flokk er ekki hægt að treysta. Gegn þessum öfium er atlagan nú gerð. Stund ákvaröananna er liðin. Samhuga hafa Framsóknarmenn nú markað sér forustuhlutverkið í baráttunni gegn ofurvaldi öfga- flokkanna. Hin nýja fylking um- bótaaflanna gengur nú sigurstrang lega fram til baráttu. Það er ekki nægilegt ungum og djörfum liðsmöunum að gera Verðlaunahafarnir í mælskulistarkeppninni: Vilhjálmur Hjálmarsson og Hrafn Sveinbjarnarson. Fjölsótt kvöldvaka F.U.F. að Röðli síðastl. laugardagskvöld T SAMBANDI VIÐ FLOKKSÞINGIÐ gekkst skemmtinefnd F. U. F. í A Reykjavík fyrir kvöldvöku s. 1. laugardagskvöld kl. 9. Húsið var þéttsetið og skemmtu menn sér liið bezta. Formaður skemmtinefndar, Kristinn Finnbogason, setti skemmtunina. Magnús Gíslason, bóndi að Frostastöðum í Skaga- firði, hélt stutt ávarp og mæltist vel. Mörg skemmtiatriði, gaman- vísnasöngur, danssýning og dæg- urlagasöngur voru á kvöldvök- unni. Sá liður kvöldvokunnar, sem vakti mesta ánægju gesta, var mælskukeppni milli landshluta undir stjórn Sigurðar Ólasonar, sem lauk með sigri Austfirðinga. Verðlaun voru veitt fagur bikar. Dómendur voru þeir Þórarinn Þór arinsson og Sveinn Skorri Hösk- uldsson. — Vonandi býður F. U. F. upp á fleiri slíkar kvöldvökur, sem eru félaginu til mikils sóma. Sambandsþing S. U. F. í vor Samkvæmt lögum S. U. F. eru þing sambandsins haldin fjórða hvert ár. Næsta þing þess verður haldið síðustu helgina í maí að Bifröst í Borgarfirði. Nánar verð- ur skýrt frá þinginu í Vettvangn- um bráðlega. heit og ræða um væntanleg mark mið og mikia þau í aug'am sér. Mest á ríður að hafa dug ti’ þess að koma hinum mörgu og iniklu hugsjónum sínum í fram- kvæmd. Þessa skyldu getur æsk- an ekki umflúið. Afrek hennar verða síðar metin hve giftusam- lega starfið hefir verið af hendi leyst. Þetta verða þeir mörgu og efnilegu ungu liðsmenn Fram- sókuarflokksins, sem nú leggja liönd á plóginn í baráttu næstu mánaða. Ungum Framsóknarmönnum er ekki nóg að gera hlut sinn ríku- legan á flokksþingum. Mest á velt- ur hve flokkurinn uppsker af starfi þeirra. Á þessu veltur, hve ríkulegur verður sigurinn. Aðalfundur Verzlunar- mannafélags Selfoss Aðalfundur Verzlunarfélags Ár- nessýslu var haldinn í Iðnskólanum á Selfossi, 7. marz 1956. Formaður félagsins, Sigfús Sig- urðsson, flutti ársskýrslu, og gat þess m. a., að fyrstu samningar félagsins við atvinnurekendur hefðu verið gerðir á árinu. Einnig stóð félagið ásamt at- vinnurekendum að hátíðahöldum 1. apríl s. 1. vegna 100 ára afmælis frjálsrar verzlunar á íslandi. Lagðir voru fram reikningar fél agsins og samþykktir, og er hagur þess góður. í stjórn voru kosnir: Form. Sigfús Sigurðsson, varaf. Gunnar Á. Jónsson, ritari Árni Einarsson, gjaldkeri Ólafur Ólafs- son, meðstjórnandi Magnús Aðal- bjarnarson. Á fundinum gengu 19 manns í félagið, og telur það nú um 70 meðlimi. Bridgekeppni á Selfossi Nýlega er lokið sveitakeppni í meistaraflokki í bridgefélagi Sel- foss, og urðu úrslit þessi. 1. sveit Sigfúsar Sigurðssonar, en sveitína skipa auk hans: Ingvi Ebenhardsson, Bjarni Sigurgeirs- son og Höskuldur Sigurgeirsson. 2. sveit Gríms Thorarénsen. 3-4. sveit Gunnars Vigfússonar. 3-4. sveit Sigurðar Sighvatssonar. 5. sveit Sigurðar Sigurdórssonar. 6. sveit Ólafs Kristbjörnssonar. Á næstunni fer fram hin árlega bæjarkeppni í bridge milli Hafnar fjarðar og Selfoss og verður hÚQ háð á Selfossi. .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.