Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 12
VEÐRIÐ f DAG: Austan kaldi, dálítil rigning. K). árg.______________________ Hitastig I nokkrum borgum kl. 17: Reykjavík 5 stig, Akureyri 3 st. Kaupmannahöfn 2 st. London 8 Fimmtudagur 22. marz st. París 7 st. New York 7 st. Frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar Liiosm.: Uuóm Poroart>on Mynd þessi er frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar. er haldinn var í Reykjavík í fyrradag. Fundarmenn hlusta á skýrslu séra Sveinbjörns Högnas nar, formanns stjórnar Mjólkursamsölunnar Vegna ójiurrka dró mjög úr m j ólkurf ramíeiðslunni í vetur Á íyrra helmmgi síSasta árs, jókst mjólkurfram- leiðsian sunnan lands um rúml. 2 milj. iítra, en minnkaíi um tæpl. 2 milj. lítra síðari helming árs- ins, mitSatS vií sama tíma án$ áíSar lAtvinnurekendur setja I á verkbann í Daninörk i Aðalfundur Mjólkursamsölunnar var haldinn þriðjudag- inn 20. þ. m. og sátu hann fulltrúar frá öllum mjólkurbú- um verðjöfnunarsvæðisins, ásamt stjórn og forstjóra fyrir- tækisins. Fara hér á eftir fréttir af fundinum: Formaðurinn, séra Sveinbjörn Högnason, gaf yfirlit um störf og framkvæmdir stjórnarinnar og for stjórinn, Stefán Björnsson, lagði fram ársreikninga, skýrði þá og gaf ýmsar upplýsingar um sölu og rekstur fyriríækisins á árinu. Sem neyzlumjólk seldust á ár- inu 22.281.984 ltr. og er það 63. 86% af heildarmagninu. Salan hafði aukizt um 1.737.180 Itr. eða 8.45%. Mjólkin var skömmtuð í 39 daga á árinu, frá 18. október til 25. nóvember. Engar horfur eru á skjótum sátt um í hinni miklu vinnudeilu í Dan mörk. Atvinnurekendur hafa á- kveðið að beita verkbanni og nær verkbannið til 55 þúsund verka- manna. Frá 3. apríl verður þá tala þeirra verkamanna, sem eiga í vinnudeilu, orðin 120 þúsund. Taimajtov vann Qnnnar Mjólkurmagnið jókst um 9%. Innvegið mjólkurmagn á öllu verðjöfnunarsvæðinu var ‘Í6.S45. 544 kg. og er það aukning fvá fyrra ári um 324.659 kg. eða 9%. Fyrstu 6 inánuði ársins óx fram- leiðslan um 2.145.558 kg. eða um rúm 12% borið saman við sama tíma árið áíiur, en seinni helming ársins varð hún 1.820.899 kg. minni en á sama tíma árið áður, og stafar það af óþurrkunum síðastliðið sumar. Mjólkurmagnið skiptist þannig á mjólkurbúin: Mjólkurbú Flóamanna, 23.889. 275 kg. Aukning 142.782 kg. eða 0.60%. Mjólkursamlag Borgfirðinga 5. 081.246 kg. Aukning 56.315 kg eða 1.12%. Mjólkurstöðvar Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík og á Akranesi 7.375.023 kg. Aukning 125.562 kg. eða 1.73%. r Otryggur vinnu- Sala smjörs, skyrs og rjóma. Auk þess seldi mjólkursamsalan: Rjóma, 688.296 ltr., aukning frá fyrra ári 47.854 ltr. eða 7.47%. Skyr, 964.451 kg., aukning frá fyrra ári 43.948 kg. eða 4.77%. Smjör, 275.309 kg., aulcning frá fyrra ári 20.583 kg. eða 8.08%, ásamt nokkru magni af ostum og fleiri mjólkurvörum. Rekstrarkostnaður varð alls 8. 837% af umsetningu. Mjólkursamsalan seldi mjólk og mjólkurvörur í 99 útsölustöðum á árinu. Starfsfólk var um síðustu ára mót 328 manns. Stjórnarkosning fór fram á fund inuin. Úr stjórn áttu að ganga Sveinbjörn Högnason og Einar Ólafsson og voru þeir endurkosn- ir. Stjórnina skipa auk þeirra: Egill Thorarensen, Ólafur Bjarna son og Sverrir Gíslason. Tvemur biðskákum á Guðjóns mótinu lauk í gærkvöldi. Taimanov vann Gunnar Gunnarsson, og Guð mundur Ágústsson vann Benóný Benediktsson. Öðrum skákum lauk ekki í gærkvöldi, og er fjórum skákum ólokið úr fvrstu sjö um- ferðunum. Fjórir efstu menn hafa þó lokið öllum sínum skákum og er staðan þannig. Friðrik Ólafs son er efstur með 6% vinning, þá Taimanov með 6, Ilivitski með 5V2 og Guðmundur Ágústsson með 3% vinning. í kvöld fer fram hraðskákmót að Þórskaffi og verða þátttakendur 20, þar á meðal allir keppendurn ir á Guðjónsmótinu nema Baldur Möller. Af öðrum keppendum roá nefna Inga R. Jóhannsson, Guð mund S. Guðmundsson, Arinbjörn Guðmundsson, Jón Einarsson og sennilega verður Guðmundur Pálmason einnig með. Líkur til að rússneskur leiðangur iii sér upp bækistöðvum á friður í Finnlandi Helsinki, 20. marz. Kalla mátti, að allsherjarverkfallinu í Finnlandi lyki í morgun, en það hafði staðið í 19 daga. Ekki hafa þó prentarar samið enn og koma ekki út dag, blöð. Ekki höfðu þó járnbrauíarj starfsmenn hafið vinnu í morgun.í en þeir hófu verkfall á ný. Var j það vegna málshöfðunar á nokkra! starfsfélaga þeirra. Höfðu þeir í | verkfallinu hindrað samgöngur j með því að velta járnbrautarvögn j um þvers á járnbrautarteina ái stað einum. Segja verkamenn, a'ð i skýrt sé tekið fram í samningi aðj allar slíkar sakir skuli niður falla. j Einkaskeyti frá fréttaritara I Tímans í Kaupmannahöfn Danska blaðið Infornsation j skýrir frá því, a'ð roi vertii lik- lega rússneckum viúndamö.nn- uai leyít að fara til Grænlands í fyrsta sinn si'ðan heimssty.-jöld innt síðari íauk. Er gert rá'ð fyrir því að íyrsti hópnr rússneskra viúndamanna fari til Grær.lands þegar næsta sumar og muni koma sér upp bækistöðvum á Vestur-Grænlandi Er líklegt að þeir sinni rannsókn um sínum aðallega í Góðhöfn og Diskóeyju. Þá hefir koiuið til tals, að danskir vísindamenn leyti eftir leyfi Rússa tl þess að fara í; rannsóknarleiðangur til Norð- austur-Síberíu ti! að rannsaka j þ.w hvovt hægt sé að finna í jörðu leyfar um forna menaingu Ambassador aíheiidir trúnaðarbréf Hinn 14. marz sl. tók Ólafur ríkisarfi Noregs við trúnaðarbréfi Bjarna Ásgeirssonar sem ambassa dor íslands í Noregi. (Frá utanríkisráðuneytinu). Ummæli Nuttings á afvopnunarráSstefnunni: Eftir 10 ára umræður um af- vopíiun erum við engu nær Lundúntim, 20. marz. — Anthony Nutting, varautanríkis- ráðherra Brétlands, opnaði í gær ráðstefnu undirnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um afvopnunarmál. Minnti hann fulltrúá ráðstefnunnar á það, að samkomulag á sviði afvopnunarmála sé grundvallarskilyrði fyrir því, að jafna megi önnur deilumál í heimmum. - Hann gat þess jafnframt, að I finna verði lausn á vandamálinu Um. s.ameiningu Þýzkalands og öryggi Evrópulanda, áður en skap azt geti fulkomið traust og skiln ingur meðal þjóða heimsins. Hvatti hann fulltrúana til þess að sýna einlæga viðleitni á þess ari ráðstefnu til þess að finna leið til að létta af mannkyninu óttan um við yfirvofandi styrjöld og skapa gagnkvæmt traust. Afvopnun rædd í 10 ár. „í tíu ár, eða allt frá því er síðustu hemisstyrjöld lauk,“ sagði Nntting, „hafa stjórnmálaleiðtog ar heimsins verið að ræða og þrátta um leið til þess að koma á almennri afvopnun.“ „Og við erum enn engu nær því að komast að samkomulagi. Þetta er út af fyrir sig nógu alvar legt mál, jafnvel þótt önnur vanda mál, sem við horfumst í augu við, hefðu verið útkljáð; en svo er ekki „Raunin er sú, að vandamálin hafa aukizt, á meðan við þráttuð um. Stöðugt fleiri múgmoi’ðstæki hafa verið fundin upp, og eyðingar máttur þeirra aukizt hafa vandamál in um eftirlit með þeim og tak mörkun á framleiðslu þeirra orðið geigvænlegri. . . . Við verðum að hætta að þrátta og liefja fram kvæmdir." Nutting er aðalfulltrúi Breta á ráðstefnunni um afvopnunarmál. Aðrir fulltrúar eru þeir Jules Moch frá Frakklandi, Norman Robert- son frá Kanada, Harold E. Stassen frá Bandaríkjunum og Andrei Gromyko frá Ráðstjórnarríkjunum. Skoðun Eisenhowers á nýju línunni Washington 21. marz. — Á blaðamannafundi hjá forsetan- um í dag sagði Eisenhower að markmið liinnar kommúnistisku lieímsvaldastefnu liefði ekki breytzt, þrátt fyrir gagnrýnina á Stalín. Aðspurður um skoðanir forsetans um árásir Krusjeffs, Búlganíns og Malenkoffs á Stal- in lagði forsetlnn áhrezlu á þessi atriði: Ef kommúnistafirsprakk- arnir í Moskvu vilja sanna lieim inum, að einhver stefnubreyting hafi átt sér stað, ver'ða þeir að breyta um stefnu og starfsað- ferðir í verki. Meðan kommún- i istar breyttu ckki um starfsað- ferðir væri það sýnt, að stefnan væri nákvæmlega sú sama og á Stalínstíinamim. Þetta væri Bandarikjumim og öðrum vest- rænum lýðræðisríkjum ljóst og inyndu þau enu sem fyrr standa saman og vílja ekki af verðinum gegn heimsveldastefnu kommún- i iii'.aii ;.____ Crezk listsýning í Mos|va London, 21. marz. — Innan skamms verður opnuð í Moskvu sýning á enskum listaverkum, aðal lega málverkum. Segir Moskvu út- varpið, að þetta sé fyrsta sýning af slíku tagi, sem efnt hafi verið til í Moskvu síðan byltingin var gerð. Einnig er tilkynnt að Moskvu útvarpið muni flytja brezkt út- varpsefni samhliða sýningunni, bæði hljómlist og skáldskapur. Verða hnefafeikar bannaðir með lögum? Tveir lækuar á þingi, Helgi Jónasson og Kjartan J. Jólianns son hafa borið fram frumvarp þess efnis, að hnefaleikar verði bannaðir með lögum hér á landi. Öll keppni eða sýning á Imefa- leik verði bönnuð og ennfremur verði bannað að kenna slíka „í- þrótt“. Flutningsmenn leggja til, að sala og notkun „boxlianzka“ verði bönnuð svo og allra ann- arra tækja, sem ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. Þeir leggja til, að þung refsing verði sett við brotum á lögum þessum. í greinargerð fyrir frumvarpinu telja flutningsmenn hnefaleik einhvern hinn ógeðfelldasta leik sem hér þekkist, en sem betur fer liafi þeir aldrei orðið vin- sælir hér á Iandi af áverkum af stórslys og dauðsföll liafi hlot- izt hér á landi af áverkum af hendi manna, er vanizt hafa hnefaleikuin. Væri því full á- stæða til að stemma á að ósi og banna alla keppni og kennslu Sprengja í svefnher- bergi landstjórans á Kýpur London, 21. marz. — Ekki eru þeir á Kýpur alveg af baki dottn ir. Fannst í morgun tíniasprengja í svefnherbergi Sir John Hard- ings, en liún var fljótlega fjar- lægð og gerð óskaðleg, segir Lundúnaútvarpið. Engan sakaði. Var landstjórinn farinn til Faina gústa fyrir nokkruin klukku- stundum, vegna árásar, sem þar hafði verið gerð á brezka her- menn. — Saknað er grískumæl- andi unglings, sem var í þjón- ustu landstjórans, og er talið fullvíst, að hann hafi komið sprengjunni fyrir, og ætlað að bana Bretanum. Ekkert lát er á óeirðum á Kýpur og verður ekki séð, að ástandið hafi neitt lag- ast hvað það snertir, þótt Mak- ur útlægur. Hins vegar beitir aríos erkibiskup hafi verið gerð brezki herinn stöðugt meiri hörku við uppreisnarmenn og raunar alla íbúa eyjarinnar. Erlendar fréttir 1 í fáum orðum ' □ Bandaríkjastjórn lýsir því yfir, að hún sé fús til þess að gera sitt ýtrasta til að miðla málum í deil- um Araba og ísraelsmanna. Þeir leggja m. a. til að fundur verði boðaður í Öryggisráðinu til að ræða hina uggvænlegu atburði í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. □ Allir lýðræðisflokkarnir í Malaja hafa gert uppkast að stjórnarskrá landinu til handa. Brezki lands- stjórinn í Singapore segir, að nauð synlegt sé að landinu verði veitt sjólfstjórn innan brezka samveldis ins. □ Enn er hin heiftúðuga gagnrýni á Stalín algengasta umræðuefni víða um heim. Kommúnistaflokkarnir í hinum ýmsu löndum eru nú óðum að reyna að melta nýju línuna, en talið er, að það gangi all erfiðlega sums staðar, sem vonlegt er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.