Tíminn - 23.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1956, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, föstudagina 23. marz 1956 r - Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Þjöðviljinn kastar mörsiðrúni OVO DAUFAR undir- O tektir hefir flokks- 'iugm/nd Alþýðusambandsins engið, að Þjóðviljinn er nú far nn að kasta út mörsiðrum, ;em vafalaust hefðu ella verið |eymd til kosningabaráttunnar. Þetta er skiljanlegt, þegar bað er athugað, að utan komm- únista hefir þessi flokkshug- :mynd hvergi fengið stuðning í verkalýðsfélögunum né meðal vinstri manna yfirleitt. Allar á- ætlanir kommúnista í sambandi við þessa klofningstilraun hafa þannig misheppnast í fæðing- unni. Eftir stendur það eitt, að vegna óheppilegra fregna frá Moskvu, hafa kommúnistar ætl- að að breiða yfir nafn og nú- :mer og reyna að véla þannig til sín eitthvað af vinstra fólki. Sú blekkingatilraun veldur nú orðið óánægju í þeirra eigin- röðum, en aukna andúð ann- arra á starfsháttum þeirra. Flest bendir til, að kommúnist- ar muni því fá minna fylgi í næstu kosningum en þeir hefðu .fengið undir hinu gamla nafni. Þess vegna er nú líka svo 'komiö, að þeir eru byrjaðir að kasta út mörsiðrum, er ella befðu verið geymd til kosning- unna. Á FORSÍÐU Þjóðviljans í gær ’oirtist stórletuð fyrirsögn, sem hljóðar á þessa leið: Gengis- lækkun eftir kosningar stefna Framsóknar. í greininni, sem fylgir, er svo skýrt frá því, að fulltrúar frá Framsóknarflokkn um, er nýlega ræddu við full- trúa frá Alþýðusambandinu, hafi spurt um afstöðu Alþýðu- sambandsins til lausnar á efna- hagsmálunum og í því sam- bandi m. a. spurt um afstöðu þeirra til gengislækkunar, nið- urfærslu og svo annarra ráð- stafana, er nefndar væru í þessu sambandi. í tilefni af þessu spinnur svo Þjóðviljinn mikinn skáldskap um það, að Framsóknarflokk- urinn ætli að beita sér fyrir gengislækkun eftir kosningarn- ar í sumar! HVER HEILVITA maður getur cljótt séð, að hér er um aug- Ijósa blekkingu að ræða. Það er vitanlega allt annað að spyrja um afstöðu manna til ainhvers máls, en að spyrjandi sjálfur lýsi yfir ákveðinni af- stöðu. Engum mun þykja það undarlegt, þegar rætt er við fulltrúa Alþýðusambandsins um efnahagsmál, þótt spurt sé um afstöðu þess til gengislækkunar eða niourfærslu, eins mikið og þau úrræði hafa verið nefnd í því sambandi. En þótt Alþýðu- sambandið sé spurt um afstöðu þess til þessara aðgerða, þýðir það vitanlega ekki, að spyrj- andinn sé þeim fylgjandi, held- ur er hann aðeins að fá vitn- eskju um afstöðu Alþýðusam- bandsins. Þess vegna er það ekkert ann að en útúrsnúningur af verstu tegund, þegar reynt er aö snúa spurningu í stefnuyfirlýsingu, eins og Þjóðviljinn gerir í þessu tilefni. Vissulega sýnir það líka vel ástandið á komm- únistaheimilinu, þegar reynt er að gera slíkan útúrsnúning að helzta „mörsiðri“ kosningabar- áttunnar. AFSTAÐA Framsóknarflokks- ins til þessara mála er annars skýr og tvímælalaus. í stjórn- málaályktuninni, sem nýlokið flokksþing hans samþykkti, er lögð á það megináherzla að stefnan í kaupgjalds- og verð- lagsmálum verði mörkuð af ríkisstjórninni í samstarfi við verkalýðssamtökin og önnur stéttarsamtök vinnandi fólks og opinberra starfsmanna. Þetta þýðir að sjálfsögðu, að reynt verður að leita að þeim úrræð- um, er sem allra víðtækust sam tök geta náðst um. Þetta þýðir að ekki verður horfið að þeim aðgerðum, er stéttasamtökin beita sér gegn, enda verða eng- ar aðgerðir framkvæmdar til gagns, nema í sambandi við þau. Ef stéttasamtökin beita sér gegn gengislækkun eða nið- urfærslu, eru þessar aðgerðir úr sögunni. Því er a. m. k. ó- hætt að lýsa yfir fyrir hönd Framsóknarflokksins, að hann mun ekki eftir næstu kosning- ar beita sér fyrir neinum þeim aðgerðum, er ekki væru sam- rímanlegar viðhorfi stéttasam- takanna. Það, sem þarf að gerast, er að stéttasamtökin finni, að á þeim hvíli sú skylda að eiga já- kvæðan þátt í lausn efnahags- málanna. Gegn því verða þau að öðlast rétt til sanngjarnrar þátttöku í framkvæmdinni. Það er á þessum grundvelli, sem Framsóknarflokkurinn vill leysa vanda efnahagsmálanna. Staðreynd, sem ekki verðwr haggað HELDUR áfram lfl að klifa á því, að Tokksþing Framsóknarflokks- . ns hafi ákveðið að rjúfa stjórn irsamstarfið án þess að full- reynt væri, hvort hægt væri að eysa efnahagsmálin með Sjálf- .itæðisflokknum. '?ÓTT MBL. haldi áfram að staglast á þessu, reynir það ekk irt til að hrófla við þeim rök- im, sem færð hafa verið fram íér í blaðinu. Þessi rök eru m. i. þau, að ekki sé hægt að end- /rbæta skipulag bankanna, fisk verzlunarinnar og fiskvinnsl- jnnar í samvinnu við Sjálfstæð isflokkinn, þar sem með slíkum areytingum yrði fyrst og fremst jíomið við hagsmuni þeirra manna, sem mynda kjarna Sjálfstæðisflokksins og ráða honum. Þessi rök eru ennfrem- ur þau, að heilbrigt verð- lagseftirlit og fjárfestingareftir- lit verður ekki tryggt í sam- vinnu við Sjálfstæðisflökkinn, eins og hin óleyfilega bygging Morgunblaðshallarinnar vitnar gleggst um. Siðast, en ekki sízt, eru svo þau rök, að stjórn, sem Sjálfstæðisílokkur- inn stendur að, getur ekki náð því samstarfi við verkalýðssam tökin, sem nauðsynlegt er. MEÐAN MBL. getur ekkert haggað við þessum rökum, duga því engin mótmæli gegn því, að efnahagsmálin verða ekki leyst með Sjálfstæðisflokknum. Órökstudd mótmæJi nægja ekki gegn svo augljósri staöreynd. Það er svo augljóst mál, að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki leyst efnahagsmálin með öðrum flokkum, getur hann enn síður gert það ein- samall. Efling hans yrði því aðeins til að auka öngþveiti efnahagsmálanna. Koíiimiinistar liafa ekki trú á gildi kaopfélaga - íjá þeim fylgi til að revna að nota j>ao í pólitískmsi tilgangi Kommúnistar víðs vegar um heim tala og skrifa sem þeir væru einlægir samvinnumenn. Þeir taka yfirleitt þátt í starfi kaupfélaga-nna, hvetja stuðningsmenn sína íil að ganga í fé- lögin, seilast þar til áhrifa. Vafalaust gerir mikill fjöldi af óbreyttum stuðningsmönnum kom- nninista þetta í góðri trú. En hinir eiginlegu, menntuöu kommúnistar Ijá kaupfélögum og öðrum sam- vinnufélögum fylgi sitt I allt öðr- um tilgangi. Til þess að kynnast þessum sanna tilgangi þeirra þarf að athuga þau rit, sem marka stefnu kommúnista um heim allan, svo og þróun samvinnufélaga í þeim löndum, sem kommúnistar stjórna. Konimúnistar hafa ekki trú á gildi kaupfélaga. Þrátt fyrir fagurgala um sam- vinnumálefni og raunverulega þátttöku í kaupfélögunum, hafa kommúnistar ekki trú á gildi þessara félaga. Utan Rússlands játa þeir þessa staðreynd auðvitað aldrei, en í Rússlandi eru menn ekki eins feimnir í þeim efnum. A. Klimov var um árabil forstjóri rússneska samvinnusambandsins Centrosojus. Hann sagði í grein í Voprosy eko- nomiki 1948: „Samvinnuhreyfingin getur ekki komið til leiðar nokkurri breytingu á samfélaginu, enda þótt tækifærissinnar haldi því fram. Stofnendur marxismans og leninismans hafa ávallt haldið fram, gagnstætt skoðunum hug-! sjónasósíalista og tækifærissinna, j að samvinnuhreyfingin í auð- valdsríkjunum hafi mjög tak- markaða þýðingu fyrir verkalýð- inn“. Lenin hélt því fram á þingi í Kaupmannahöfn 1910, að hags- bætur til handa alþýðunni, sem samvinnuhreyfingin í auðvalds- ríkjunum hefði náð, væru mjög takmarkaðar, meðan framleiðslu- tækin væru eign auðstéttanna. „Nú á tímum, þegar einokunar- valdið ræður ríkjum og stéttabar áttan stendur sem hæst, hafa Rochdale reglurnar orðið sérstak lega skaðiegar og afturhaldssam- Kommúnistar ætla að nota kaupfélögin í pólitískum tilgangi. Úr því að kommúnistar í raun réttri trúa ekki á gagnsemi kaupfélaganna fyrir fólkið, af hverju starfa þeir þá í félögirti- um? Svarið er: Þeir ætla a'ð nota kaupfélögin í pólitískum tilgangi. „Það er tilgangur kommúnista að nota samvinnufélögin til að skipuleggj a verkalýðsstéttirnar. Þeir reyna að nota þau í stéttar- baráttunni“, skrifaði N. Sidorov, varaformaður Centrosojus, í blað- inu Izvestija 1948. „Byltingasinnuð kaupfélög (þ. e. kaupfélög, sem kommúnistar ráða) og samvinnuhreyfingin í Sovétríkj unum berjast af þrótti gegn Roch- dalekenningunum með því að krefj ast þess, að samvinnuhreyfingin taki þátt í byltingabaráttunni með öllum öðrum byltingasamtökum," segir í Litlu sovétsku alfræöiorða- bókinni. „Samvinnufélög alþýðunnar geta haft mikla þýðingu fyrir fjöldabar- áttu verkalýðsins mcð því að styrkja verkamenn 1 verkföllum og annarri baráttu," slu-ifaði A. Klim- ov, sem um skeið var forstjóri Centrosojus í Voprosy Ekonomiki 1948. Kommúnistar seilast til yfirráða í kaupfélögunum. Til þess að geta notað kaup- félögin í pólitískum tiigangi er kouunúnistum fyrirskipao aö seil ast til yfirráða í félögunum. „Lenin og Stalin hafa afhjúpað hinar tækifærissinnuðu kenningar um „sjálfstæði“ og „hlutleysi" samvinnuhreyfingarinnar í auð- valdsríkjunum. Þeir hafa sýnt fram á, að hin ópólitísku samtök þurfi á að halda kommúnistiskri stjórn“, skrifaði A. Klimov í Vo- prosy ekonomiki 1948. „Samvinnufélögin geta því að- eins haft nokkra jákvæða þýðingu í baráttu hinna vinnandi stétta gegn auðmagninu að þau lúti for- ustu byltingaílokksins,“ skrifaði Klimov einnig. synlegt að tryggja hugsjónaáhrif kommúnista á samvinnufélögin,“ skrifaði Stalin í bók sinni „Anark- ismi eða kommúnismi?“ í ríki kommúnista eru kaupféiögin aðeins tæki í liöndum ríkis- valdsins. Þetta var um viðhorf kommún- ista til kaupfélaga í ríkjum, þar sem komrnúnistar ráða ekki ríkj- um. En hvert er þá hlutverk sam- vinnufélaganna í þeim löntíum, þar sem kommúnistar ráða lögum og lofum? Þar eru samvinnufélögin ekkert annað eu læki í höndurn ríkisvalds ins, ein tegund af ríkisverzlun, sem algerlega lýtur boði og banni hins opinbera. „f Rússlandi lét Sovétstjórnin þegar frá fyrsta valdaári sínu rík- isvaldið nota samvinnuhreyfing- una sem lyftistöng fyrir endurreisn atvinnulífsins,“ skrifaði F. Aljutin í Izvestija Akademii Nauk SSSR, 1949. „Með sérstakri tilskipun 10. apríl 1918, sem útgefin var af æðstaráði Sovétríkjanna, var samvinnuhreyf- ingin sett undir forustu og stjórn ríkisvaldsins," segir Aljutin enn- fremur. Lög rússnesku kaupfélaganna eru í raun réttri sett af ríkinu og aðeins ríkið getur breytt þeim. Ríkisvaldið í Rússlandi stjórnar ekki aðeins sjálfum kaupfélögun- um, heldur ákveður, hvar þau megi starfa og hvernig, setur þeim kvóta af verzlun og vörum og hirð ir þriðjunginn af tekjuafganginum. Til dæmis samþykkti æð-.taráð j Sovétríkjanna og miðstjórn komm- I únistaflokksins 29. septembev 1935 j að öll kaupfélög í bæjum og borg- I urn skyldu lögð niður. Samkvæmt ! þessari tilskipun voru 9.393 kaup- : félög lögð niður, en innan þeirra i var þriðjungur allra félagsrnanna kaupfélaganna í Rússlandi. Ríkis-: verdun voru faldár eignir þeirra c.g hún látin taka við störfum þeirra. Svipuð þróun'hefir átt sér stað í öðrum ríkjum, sem kommún istar stjórna. Skattar og endurgreiðsla. í flestum frjálsum löndum hefir það verið viðurkennt í lögum, að tekjuafgangur kaupfélaga sé ekki þess eðlis, að réttlátt sé að skatt- leggja hann, enda er hann eign kaupfélagsfólksins sjálfs en ekki félagsins. Þó liafa íhalds- og pen- ingamenn livarvetna barizt fyrir því, að tekjuafgangurinn yrði skatt lagður. Sovétríkin eru að þessu leyti paradís peningamannanna, því að þar er lagður 30% tekjuskattur á tekjuafgang kaupfélaga upp að 100.000 rúblum, en 5% að auki þar yfir. í frjálsum löndum þykir það vera eitt meginatriði kaupfélags- skaparins, að tekjuafgangurinn sé> endurgreiddur til félagsfólksins. En ekki í Sovétríkjunum. Þar er þetta fordæmt og talið vera tilraun til að ýta undir efnishyggju félags- fólksins! Þar er tekjuafgangi skipt á „sósíalistiskum grundvelli" og fer hann að nokkru leyti til félag-. anna sjálfra en nokkru til „þjóð- félagslegra og menningarlegra, þarfa“ (þar á meðal til kommún- istaáróðurs). Lýðræði kaupfélaganna — stjórn fólksins sjálfs á félögunum — er eitt af grundvallaratriðum þeirra. Rússar fylgja þessu í orði, halda fundi í kaupfélögunum og kjósa stjórnir. En lífci yfirvöldunutn ekki við stjórn eins kaupfélags skiptir liún mn menn eins og henni sýnist án þess að spyrja fé-. lagsfólkið neins. Árið 1947 skiptu yfirvcldin til dæmis sjö sinnum um formenn í Molotov-kaupfélag- inu í Tsjakent án þess að félags- fólkið hefði hugmynd um! Þannig eru „kaupfélögin“ í So- vétríkjunum og á þennan hátt hafa kommúnistar breytt kaupfélögum í ölium þeim löndum, þar sc-m þeir hafa náð völdum. Þarf ekki að draga í efa, að slík mundu einnig verða örlög kaupfélaganna, ef kom múnistar kæmust til valda hér á landi. . ■ 'í | Verzlunarstióri í söluíurni kaupfélagsins svarar viðskiptamanni: Nei, hér er ekkert nema þrír hengilásar. Og þeir eru ekkl til sö>u, því að ég nota þá til að læsa turninum á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.