Tíminn - 28.03.1956, Page 4

Tíminn - 28.03.1956, Page 4
4 T í MI N N, miðvikudaginn 28. matz 1956, Gyðja Kýpur fæddist af löðri hafsins Á morgni tímans, þegar frjósemis-, fegurðar- og ástar- gyðjan Afrodít fæddist af löðri hafsins, bar vestanvindurinn hana áfram yfir öldurnar til Kýpur. Þar steig gyðjan í fyrsta sinn á fasta jörð. Græn grös spruttu úr sporum hennar og blóm breiddu úr krón- um, eins og þau gera á hverju vori enn í dag í dölum Kýpur Afrodít til heiðurs. Tveir guðir fylgdu Iöðurfæddri gyðjunni til lands; þar tóku aðrir á móti henni og enn aðrir færðu henni gjafir og klæddu hana í kápu úr blómum vorsins. Af þess- um sökum nefndist hún Afrodít frá Kýpur og var dýrkuð í þúsund ár þar í eynni, en hof hennar stóðu í Amaþus og Golgoi og Pofus. Sonur Myrru. Eyja Afrodítar var kunn frá fyrstu tíð. Engar sagnir eru til um Bretlandseyjar er fólk á, Kýpur var að reisa ástargyðjunni fyrstu hofin. Það var Kýpurkóngurinn Kinyras, sem byggði Afrodítu hof í Pofus. Hann var elskaður af, Myrru dóttur sinni og þegar hann ofsótti hana, breyttu guðirnir henni í ilmtré, sem enn nefnist myrra.! Eftir tíu mánuði fæddist Adonis j af berki myrrutrésins. Afrodít elskaði hann, en villisvín varð! honum að aldurtila og syrgði þá allur heimur. Þar sem blóð hans féll á jörð spruttn ancmmónur. Jafnvel hin myrka gyðja dauðans, Persefone að vetrum en hverfa til eyjar Afrodítar á hverju vori. Margar yfirreiðir. Assyriumenn hernámu Kýpur og ■ gerðu gríska og föneyska smákónga að lénsherrum. Seinna réðst Tyros inn á eyna. Þá komu Egyptar og þegar Persar innlimuðu Egyptaland í heimsveldi sitt, fylgdi Kýpur með og lenti undir yfirráð þeirra. Það var á sjöttu öld fyrir Krist ogl um það leyti hafa íbúar Kýpurl verið grískir. Nokkru eftir að Hell enar sigra Persakóng eru smárík- in á Kýpur sameinuð í eitt grískt riki. Það var Kato yngri, sem gerði Kýpur að rómversku skattlandi, eftir að Cæsar rak hann frá Róm. i ingana 1923 urðu Tyrkir að viður kenna breytinguna frá 1914 og höfðu þá með öllu tapað tilkalli til eyjarinnar. Þeir börðust einnig. í heimsstyrjöldinni síðari börð ust tuttugu þúsund sjálfboðaliðar frá Kýpur í enskum og grískum herjum. Þessir sjálfboðaliðar börð ust við Dunkirk, í Sýrlandi, Afriku, Grikklandi og á Krít. Á grískum vígstöðvum einum saman féllu tvö þúsund hermenn frá Kýpur. Eins og sjá má af þessu stutta ágripi um stjórn annarra á Kýpur, er saga landsins ekki fallég. Það hefur verið verzlað með þessa þjóð Afrcdítar og hún hcfur lotið mörg | um konungum, en enn vill hún! ekki láta af þrálátri ásækni í að komast undan erlendum yfirráðum. Það er ástæða til að vona að Afrodit megi fæðast að nýju af löðri hafsins og stíga á land í kjóli frelsisins. r Operan Ragnarök eftir Richard Wagner í útvarpinu á morgun Ný norsk upptaka - Kirsten Flagstad syngur hlutverk Brynhildar i Kristni barst frá til Kýpur á fyrstu Öld og minnst er á eyna í Nýja testamentinu enda er talið að þar hafi fyrstu kristnu söfnuðurnir ut an Palestínu starfað. Þeir eiga skilið að vera frjálsir. Ríkharður Ijónshjarta ríður fram á völlinn. Á morgun verða eftirmiðdagstón-' leikar útvarpsins óvenjulega Iangir. Þá verður flutt óperan „Ragna- rök“, sem er fjórða og síðasta ó- peran í óperuflokki Wagners „Hringur Niflunganna“. Hún hefst kl. 13 og lýkur kl. 17,30. Guðmund- ur Jónsson mun flytja skýrlngar. Óperan var tekin upp hjá norska litvarpinu í janúar s.I. og hefir það sent Ríkisútvarpinu eintak af upp- tökunni. Sigfried eða Sigurður Fáfnisbani er sungin af sænska tenorsöngvaranum Set Svanholm, en Brynhildi syngur Kristen Flag- itad. Sjálfsagt mun mörgum sem ekki eru kunnugir óperum Wagn- ers þykja Ragnarök æði stór biti að kingja, en það verður samt að fagna því að flutt skuli vera í út- varpið heil ópera úr „Hringnum“, en eins og kunnugt er byggði Wagn er að mestu leyti á íslenzkum heim ! ildum við samningu hans, enda þótt margir telji af misskilningi að hann hafi byggt meira á þýzka miðalda- ljóðinu um hring Nifluganna. j EN AUK ÞESS er þessi norska ^ upptaka merkileg vegna þess aö Flagstad syngur Brynhildi, og á af þeim orsökum áreiðanlega eftir að verða söngfræg. Flagstad heíir um margra ára skeið vcrið óum- deilanlega fremst af þeim söng- konum sem sungið hafa hin stóru hetjuhlutverk í óperum Wagners. Fyrir nokkrum árum dró hún sig í hlé. og hætti að syngja þessi hlut verk á sviði, en þegar hún hætíi mátti segja að hún væri á hátind- inum á söngferli sínum. Nú hefir hún gert þessa upptöku, og enn er hinn gamli ljómi yfir söng'num, enda þótt Fagstad yrði sextug á s.l. ári. Á ÁRUNUM EFTIR STRÍÐ heyrði ég Flagstad margoft syngja — bæði á sýningum og æfingum. Að heyra_ hana syngja er ógleyman- legt. í söng hennar fer allt saman; framúrskarandi rödd, afbragðs „teknik“ og göfgi, sem varla á sinn líka. En það er ekki aðeins sú hlið- in, sem að áhorfendum snýr sem KIRSTEN FLAG5TAD í hlufverki i Wagner-óperu heillar mann. í samslarfi hefir hún hið sanna lítillæti sem einkennir mikinn listamann og bregður aldrei fyrir þeim hroka, sem því miður er eitt höfuðeinkenni margra þeirra kvenna sem frægð hafa riáð sem óperusöngkonur. FYRIR NOKKRUM ÁRUM var á- kveðið að Kristen Flagstad kæmi hingað á vegum Tónlistarfélagsins, en hún var'ð að hætta við það á síðustu stundu vegna veikinda. Nú er hún að mestu hætt að syngja og er því ósennilegt að hún eigi efcir að syngja hér. En þeir, sem unna góðum söng, munu hrósa happi að geta nú heyrt hana sem Brynhildi, ekki sizt vegna þess, að mjög sen.ii legt er að á þessari uþptöku syngi hún þetta hlutverk í síðasta sinn. Hámundur. Um það leyti, sem England var skandinavísk nýlenda, lá Kýpur undir grísk rómversku kirkjuna og hafa trúarbrögð þjóðarinnar ekki tekið neinum breytingum síð an. Fyrstu kynni sín af brezkri menningu höfðu Kýpurbúar á krossferðatímabilinu. Rak þá flota Rikharðar Ijónshjarta á land við Amaþus á suðurströnd Kýpur, en hann var þá á leið til landsins helga. Þar sem enga heiðingja var að finna á Kýpur, þurfti enga kross för. Hins vegar lét Ríkharður það ekki aftra sér frá að leggja eyna undir sig og gerði það á tuttugu og fimm dögum. Stuttu síðar seldir hann eyna fyrir hundrað þúsund sterlingspund, kaþólskri munka- reglu, en sú regla seldi aftur samstundis í hendur krossferðaætt, sem réði öllu á Kýpur í þrjú hundr uð ár. Kaup og sala. Að lokinni uppsteit í höfuðborg inni Famagusta, komst Kýpur und ir stjórn feneyska kaupmannalýð- veldisins og héldust þau yfirráð þar til árið 1571 að Selim annar, Tyrkjasoldán, náði eynni á sitt vald eftir langt umsátur um Famagusta. Tyrkir sátu landið í þrjú hundruð ár, en Kýpurbúar héldu tungu sinni og grísk rómverskri trú. Það var svo ekki fyrr en árið 1878 að ný kapítulaskipti urðu í yfirráðasögu Kýpur, þegar fulltrúar Tyrkja og Stóra Bretlands settust við samn- ingaborðið í Konstantinopel og skiptu með sér þannig: Bretar skyldu styðja Tyrki í stríðinu við Rússa en fá Kýpur að launum. Og þegar heimstyrjöldin fyrri brauzt út komst Kýpur að fullu undir krúnu Bretlands. Við friðarsamn LítiS samkomulag. DAGUR er orðin langur og nú nálgast óðum sú ! tíð hérna megin árs, að stjórnarráðið fari að skipta sér af klukkunr.i okkar og segja okkur, hvað hún eigi að vera á tiltekinni næturstund. — Sumum finnst þetta ágætt, öðr- um ófært, og liklega verðum við aldrei sammála um klukkuna. — Okkur gengur yfirleitt illa að vera sammála um nokkurn skap- aðan hlut. Mér hefir borist bréf um klukkuna, og læt það fúslega koma fram hér í baðstofunni. Hóf undur er Þ. J. Brv. af Austur- landi og hann segir á þessa ioið: Fljóta klukkan. „NÚ MUN standa til að flýta klukkunni, því að fljót klukka hefir verið notuð meiri hluta árs- ins um nokkurra ára bil. Eg fyrir mitt leyti hefi ekkert á móti fljótu klukkunni eins og siður hefir verið hér á landi síð- an úr og klukkur fóru að flytj- ast hingað. En þá verður hún að vera þannig allt árið, því að annað veldur miklum ruglingi, t. d. með veðurathuganir og ýmis- legt fleira er veldur ósamræmi milli íslenzks tímareiknings og erlends.“ Hví ekki að nota Greenwichtíma? „Eg hefi heyrt stungið upp á því að þar sem svo vel vill til, að ísland er i næsta tímabelti við al heimsstjörnustöðina Greenwich, þá verði hreinlega tekin upp sú klukka sem þar gildir, sem er 1 klukkutíma á undan íslenzkum meðaltíma, sem við nú að mestu höfum sagt skilið við. Greenwich klukkan er notuð sem normal-klukka um allt vcst- urhvel jarðar, aðallega þó á sjón um og fer vel á því að við íslend ing^r gerum hana að ókkár klukku. Eg segi að endingur Burt méð þann rugling sem nú er ráðandi í íslenzkum tímareikningi." Þannig farast bréfritara orð, og er víst að ekki verða allir honum sammála. En hann rökstyður mál sitt skörulega. Vilja fleiri taka til máls um klukkuna? Skíðakeppni mioskóla- nemenda Dalvík, 26. marz. — Um síðustu helgi var haldið skíðamót á Dal- vík, og kepptu þar miðskólanem- endur frá Ólaísfirði og Dalvík. Komu Ólafsfirðingar undir stjórn íþróttakennara síns, Sigurðar Guð- mundssonar.Var keppt í boðgöngu, svigi, stórsvigi og stökki, og kepptu bæði drengir og stúllmr í þeim greinum nema stökki. Unnu Ólafsfirðingar með 123 stigum en Dalvíkingar fengu 117 stig. Jónas Ásgeirsson var mótstjóri og þátí- takendur um 30. Bezta veður var. — PJ. Firmakeppni í bridge á Dalvík Dalvík, 26. marz. — Nýlega fór fram firmakeppni í bridge á Dal- vík. 16 firmu tóku þátt í keppn- inni. Bókaverzlun Jóhanns G. Sig- urðssonar bar sigur úr býtum. Spil aði Kristján Jónsson fyrir hana og fékk 153 stig. Næst varð Mjólkur- bílarnir og spilaði fyrir þá Gunn- ar Jónsson og fékk 152 stig. Þriðja varð verzlunin Örkin og spilaði fyr ir hana Tómas Pétursson og íekk 146 PJ. Tóoskáídafélagið ræðir listamannalaun: Drottning listanna lægst metin segja tósiskáídin hér Á fundi Tónskáldafélags íslands var nýlega samþykkt á- lyktun um úthlutun listamannalauna og heiðursforseta fé- lagsins, dr. Páli ísólfssyni, og formanni þess, Jóni Leifs, falið að ganga sameiginlega frá birtingu hennar og greinargerð. Þær fara hér á eftir: Fundur Tónskáldafélags íslands haldinn föstudaginn 2. marz 1956 vill einróma vekja eftirtekt á því að mjög skortir á að viðunandi stuðningur sé veittur þeim höfund um, sem eiga við langerfiðustu skilyrði að búa, en það eru tón- skáldin, sem eru yfirleitt minna styrktir af því opinbera en aðrir listamenn og eiga þó mörgum sinn um erfiðara uppdráttar en aðrir höfundar. Fundurinn leyfir sér að láta í ljósi þá ósk að þeim tónskáldum, sem vinna störf sín án launa og verða oft að bíða áratugi eftir arði af verkum sínum, verði veitt höfundalaun í samræmi við aðstæð ur og hliðstæður í öðrum grein um. Sérstaklega vill fundurinn benda á að drottning listanna, tón- listin, er ennþá lægst metin við úthlutun listamannalauna, enda þótt margsinnis hafi verið bent á að hún þurfi á mestum styrkjum að halda. j' Fundurinn tekur einróma undir oskir einsöngvara og túlkandi lista ' manria um að þeir skuli að öðru jöfnu teknir fram fyrir erlenda túlkendur í rekstri leikhúsa og skemmtifyrirtækja. Fundurinn beinir cinnig þeirri ósk til viðkomandi yfirvalda og stofnana að túlkandi listamönnum íslenzkum verði greidd viðunandi laun fyrir vinnu sína, veittur hinn ríflegasti stuðningur x atvinnu þeirra og til undangengins náms innan lands og utan. Greinargerð. Kunnugt er um alla veröld æðri menningar a'ð tónlistin er dýi-ust allra lista, enda líka talin dýrmæt- ust. Viðhorf íslendinga í menning- armálum hafa, sem eðlilegt er, lengi mótazt einkum af bókmennta legum sjónarmiðum. Fyrir nokkr- um árum tók þó myndlistin að skipa sama sess og bókmenntirn- ar, og er það jafnvægi nú orðið hefðbundið- í allri meðferð list- mála og við úthlutun listamanna- launa. Hins vegar hefir íónlistin enn orðið útundan og laun til éin- stakra iónlistarmanná: í úthlutun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.