Tíminn - 28.03.1956, Síða 12
VecMð í dag:
, Suðvestan kaldi eða stinnings
1 kaldi. Skýjað á köflum.
W árg.
Miðvikudagur 28. marz.
Áhrifa kjarnorkualdar mun senn
gæía hér á landi sem annarsstaðar
Mjög ör þrórni fram irndaii í kjarn-
orkumálum. - Kj arnfræðinefnd Is-;
lands skipuleggnr margþætt starf sitL D
Form. lieiinar er Þorbj. Sigurgeirssora □
Hinn 25. janúar sl. var boðað til stofnfundar Kjarnfræða-
nefndar íslands að frumkvæði lanusnefndar íslands í Alþjóða __
orkumálaráðsteínunni. Á fundinn var boðið fulltrúum u
stofnana, féiaga og fyrirtækja, sem ætla mátti að hefðu áhuga
á kjarnorkumálum, og líklegt þótti, að bera myndu uppi þró-;
un þessara mála hér á landi. .Jakob Gíslason, raforkumála- □
stjóri bauð fulltrúana velkomna fyrir hönd landsnefndarinnar,
og skýrði frá aðdraganda stofnfundarins. Síðan flutti Þor- a
björn Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rík-
isins, erindi um hlutverk kjarnfræðanefndar, og fórust hon-
um orð m. a. á þessa leið:
Erlendar fréttir
í fáom orðurn
Tveir menn, sem frannrlega
stóííu í ílokki þjóðernissinna í
Túnís hafa verið skotnir til bana
síðustu daga af æsingamönnum.
Eisenhower forseti, forseti Mexi-
co og St. Laurent, forsætisráð-
herra Kansda eru á viðræöu-
fundi í Vestur-Virginíu.
Herkostnaðurinn af dv’jl Breta á
Kýpur nemur 2*4 milljón punda
á ári og af því veröa Kýpurbúar
sjálfir að greiða eina og húlfa
miiijón.
Ben Halim hefir myndað nýja
stjórn í Libýu eftir þingkosning-
arnar s. 1. sunnudag.
Sokarno, forseti, hefir opnað
fyrsta kjörna þing Indónesíu og
Ali Sastromidjojo myndað ríkis-
stjórn.
Anna Borg og Poul Reumert í ,Blóðbrullaupinu‘
Hinn 24. þ. m. var frumsýning í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn
á leikritinu „Blóðbrullaupið" eftir spænska skáldiS Garcia Lorcas. Er
þetta leikrit taiiS eitt hiS merkiiegasta drama, sem ritaS hefir verið á
síSustu árum. Hefir það veriS sýnt víSa um heim. í þessum sjónleik fara
hjónin Anna Borg og Poul Reumert með stór hlutverk. Myndin sýnir
Reumert sem föður brúðurinnar, og önnu Borg, sem móðurina.
„Við nálgumst nú hröðum
skrefum þanu tíma, að kjarnorku
ver taka við af kola- og olíustöðv-
um til framleiðslu rafmagns. Hin
öra þróun, sem framundan er,
niun koma mörguin að óvörurn
eftir hægagang síðustu 10 ára,
en við stöndum nú á tímamótum.
Hingað til hefir verið litið á hin
kjarnakleyfu efni fyrst og fremst
sem sprengiefni, en í framtíð-
inni verða þau skoðuð fyrst og
fremst sem eldsneyti.
Á kjarnorkuöld.
í flestum löndam hefir verið
komið á fót nefndum eða stofn-
unum til að sinna þessum mál-
um, og þess virðist einnig þörf
hér. Að vísu eigum við því láni
að fagna, að land okkar er auð-
ugt af orkulindum og ekki lík-
legt að við þurfuin að reisa kjarn
orkuver til framleiðslu rafmagns
i náinni framtíð. Þó verður ekk-
ert fullyrt urn þetta mál, og vel
má vera, að kjarnorkuknóin skip
hafi bætzt í íslenzka skipaflot-
ann eftir nokkra áratugi. En hag-
nýting kjarnorkunnar hefir marg
ar fleiri hliðar en orkuvinnsluna
eina og má telja víst, að áhrifa
kjarnorkualdarinnar gæti liér á
þessu landi sem aunars staðar“.
Starfssvið kjarnfræðanefndar.
Ræddi Þorbjörn síðan nokkuð
nm notkun geislavirkra efna til
margvíslegra rannsókna, iðnaðar
og lækninga, og minntist á hin
hagkvæmu skilyrði, er væru hér
á landi til framleiðslu á þungu
vatni, en það hefir mikla þýðingu
við vinnslu kjarnorku.
Á stofnfundinum var gengið frá
starfssamþykktum fyrir Kjarn-
fræðanefnd íslands, og segir þar
m. a., að tilgangur og verkefni
kjarnfræðanefndar séu:
a) Að kynna sér fræðilegar og
tæknilegar nýjungar varðandi
liagnýtingu kjarnorku og geisla-
virkra efna í þágu atvinnuvega,
læknavísinda og hvers konar
rannsókna.
b) Að stuðla að sem ýtarleg-
astri fræðslu um kjarnfræðamál-
efni hér á landi.
c) Að gera tillögur um kjarn-
fræðileg rannsókna- og tilrauna-
störf hér á landi og vinna að því
að hrinda þeim í framkvæmd eft-
ir því sem gerlegt þykir og við
getur átt.
d) Að gera tillögur um notkun
kjarnorku og geislavirkra efna í
þágu atvinnuvega, heilbrigðis-
mála og livers konar rannsókna.
e) Að vera ríkisstjórn íslands
og öðrum til ráðuneytis í kjarn-
fræðamálum, ef þess er óskað.
f) Að liafa samband og sam-
starf við tilsvarandi eða skyldar
nefndir og stofnanir erlendis.
Stofnendur og stjórn.
Stofnaðilar nefndarinnar eru
tæplega 30 stofnanir, félög og fyr-
irtæki á sviði orkumála, iðnaðar-
mála, samgöngumála, heilbrigðis-
mála, búnaðarmála og ýmiss kon-
ar vísindalegra rannsókna. Hver
aðili tilnefnir einn fulltrúa í nefnd
ina. Hefir nefndin kosið sér stjórn
og er hún skipuð þessum mönn-
um:
Formaður: Þorbjörn Sigurgeirs-
son, framkvæmdastjóri Rannsókna
ráðs ríkisins, varaformaður: Jakob
Gíslason raforkumálastjóri, ritari:
Jóhann Jakobsson, deildarstjóri
Iðnaðardeildar Atvinnudeildar Há
skólans, gjaldkeri: Halldór Páls-
(Framhald á 2. síðu.I
Uibrícht átti í vök að verjast
á þinginu í Austisr-Berlíti
Saka'Sur um einræ'Si. Æskan audkverf flokknum
Berlín, 27. marz. — Fullyrt er í Berlín, að Walter Ulbricht,
forsætisráðhei'ra kommúnista í Austur-Þýzkalandi hafi verið
gagnrýndur allmjög í gær á lokuöum íundi, sem hinir 3 þús-
und fulltrúar á flokksþingi kommúnista sátu. Var honum bor-
ið á brýn einræöi og jafnframt heyrðust raddir um að sú
stjórn, sem hefði dýrkað Stalin, gæti ekki haldi'ð áfram að
vera við völd eftir þao sem nú væri komið á daginn um hátta-
lag Stalins.
Hafi Ulbricht og félagar hans
átt mjög í vok að verjast á þinginu.
Var þvi haidið fram a,ð einræði
flokksins og þó einkum einstakra
manna eins og Uibrichts samrýmd
ist ekki hinni nýju kenningu um
samvirka stjórn fleiri manna. Þó
fór svo að því er þessar fregnir
herma að flokksforystan fékk að
lafa áfram, en óánægja var greini-
lega mikil.
R'.thöfundurinn Willi Bredei
hólt skörulega ræðu, þar sem ha;in
sagði m.a., að tími hinna stein-
runnu kreddukerminga kommún-
1 ista væri iiðinn. Þá sagði hann og
I að sú hætta vofði nú yfir, að æsku-
| lýður A-Þýzkalands snéri algerlega
baki við flokknum. Hinir eldri for-
ingjar fiokksins yrðu að taka upp
samstarf við hina yngri og skilja
vandamál þau, sem æskan ætti við
að etja.
Frumvarpið um
náttúruvernd
samþ. í gær
Hið merka frumvarp Framsókn
armanna um náttúruvernd var af
greitt sem lög frá Alþingi í gær.
Páll Þorsteinsson, en hann bar
fram till. urn náttúruvernd 1948,
flutti fyrir skömmu greinargóða
ræðu um málio og verður megin-
efni Iiennar birt liér í blaðinu á
morgun eða hinn daginn.
Malenkoíf tárfellir
yfir kvæðum Burns
Glasgow, 27. marz. Malenkov, fyr
verandi forsætisráðherra Rússa
táraðisl, er hann í dag tók hönd-
um saman við nokkra skozka
Vetrarferð frumsýnd á annan
í páskum í þjððleikhúsmu
Kvenhlutverkið í Vetrarferí (Sveitastulkan)
leikur Katrín Thors, en Grace Kelly fór
ijieS þaí) hlutverk í kvikmyndinni
Sjónleikurinn Vetrarferð verður frumsýndur í Þjóðleik-
húsinu á annan í páskum. Leikstjóri er Indriði Waage, en
aðalhlutverk leika: Indriði Waage, Katrín Thors og Róbert
Arnfinnsson. Vetrarferðin er eftir Clifford Odets í þýðingu
Karls ísfelds blaðamanns.
Clifford Odets er kunnur banda-
rískui’ leikrita- og kvikmyndahöf-
undur. Vetrarferð er eitt þekktasta
verk hans og hefir notið einna
mestra vinsælda, bæði sem leik-
sviðsverk og kvikmynd. Leikritið
er í tveimur þáttum og átta atrið-
um, en auk aoalhlutverka fara
Benedikt Árnason, Ævar Kvaran,
Guðmundur Pálsson, Klemens
Jónsson og Guðrún Ásmundsdótt-
ir með hlutverk í Vetrarferð. Kvik
myndin um Vetrarferð, sem sýnd
Vár í Tjarnarbíó nýlega undir nafn
inu Sveitastúlka (The Country
Girl) hefur hlotið mikla viðurkenn
ingu. Grace Kelly, verðandi frú í
Monaco lék a'ðalhlulverkið, það
(Framhald á 2. síöu.)
Eídisr laus í Gler-
steypunni
Um hádegisleytið í gærdag var
slökkviliðið kvatt að skála þeim
við Súðavog, þar sem Glersteypaa
er til húsa. Var eldur laus í skál-
anum, en þó aðallega í tveim her-
bergjum. Brunnu innan úr þeim
þiljur, en í skálanum er stálgrind.
Einnig brann nokkuð af þilplötum.
í lofti, en skemmdir á efni nninu'
litlar eða engar hafa orðið. Rúður
sprungu og einhverjar skemmdir
kunna að hafa orðið af vatni. Helzt
er haldið að eldurinn hafi kviknað
út frá ofni.
verkamenn, og söng ásamt þeim
hið fræga kvæði Roberts Burns:
Auld lang syne. Hann lagði af
stað snemma í morgun til kofans
þar sein Burns fæddist 1795. Er
hann kom þangað kvað hann
heitustu ó.k lífs síns hafa rætzt.
Burns væri sér bjartfélgnastur
ailra ;káida. Hann d'-ó rússneska
þýðingu ú ’jáðum skáldúns upp
úr vasa símim og bar nokkur
kvæði saman við frumtextann,
ser.i þarua er íil sýnis. Svo bað
hann verkamemi, sein voru að
gera við tráþakið að syngja fyrir
slg á skor.kri mállýzku sönginn
fræga: Auld lang syne. Tók
hann undir á rússnesku, þegar
annað erindið hófst. Hann las
einnig upp nokkur kvæði á rússn-
esku og hlýddi með ákefð á upp-
lestur kvæða Burns á skozku.
Nú á að endursemja sögu
rússnesku byltingarinnar
Mikojan segir aí Trotsky verði ekki „hreinsaður
New Dehli og London, 27. marz. — Mikojan, fyrsti aðstoð-
arforsætisráðherra Rússa, fór frá New Dehli í dag eftir
þriggja daga viðræður við stjórnarvöld þar. Fréttamenn
spurðu hann, hvort uppþot hefðu orðið í Grúsíu fæðingar-
héraði Staiins, er þangað fréttist um hrakyrði Krutsjoffs.
Mikojan kvað allar fréttir um slikt hreinan uopspuna. Játaði
þó. að þar hefði lengi verið vanrækt hin sanna fræðsla al-
mennin?? Marxisma og Lenisma og því væri eðlilegt, að
fólk væri alhengi að átta sig ó hinni nýju stefnu.
: Hann var spurfur um hvort
Trotsky myndi nú sýknaðui af
1 villukenningxim, en rá'ðherrann
kvaS liílar íikur t'l þsss. Þar hefði
veri'ð um djápotæðan „ideologisk-
an“ ágreining a3 ræða. Ilann var og
spurður, livart Kominform myndi
lagt niður. Taldi iiann þann félags-
, skap nú litlu skipta og litið gera,
| litan gefa út eitt blað e'ð'a svo.
! Endurslcrifa söguna.
Einn helzti prófessorinn í sagn-
fræði við Moskvuháskóla hefir lýst
yfir að hraða verði sem mest, end-
urskoðun á öllum rússneskum sagn
fræðxitum síðustu tveggja til
þriggja áratuga. Þá sagði hann og
sá ágæti prófessor að mikla nauð-
syn bæri til að endursemja söga
byltingarinnar frá 1917. — Annars
verður sjáifsagt mörgum á að ef-
ast nolckuð um vísindalega -sanv>
viskusemi þeirra sagnfræðinga,
sem undanfarið hafa samið þau
sagnfræðirit, sem nú eru talin
byggð á lygum og blekkingum, og
nú eiga sjálfsagt margir þessara
sömu manna að endursemja í sam-
ræmi við sannleikann. Verða ekki
enn einhverjir, sem skipa þeim fyr-
ir?