Tíminn - 08.04.1956, Side 4

Tíminn - 08.04.1956, Side 4
4 Mál og Menning ————■ Ritstj. dr. Halldór Halldórsson. .— Helgi Sæmundsson ritstjóri spurði mig ekki alls fyrir löngu, hvort ég kannaðist við orðið sæta í merkingunni „kona, sem heima situr, meðan maður hennar er á ferðalagi“. Lofaði ég Helga að at- huga sögu þessa orðs í íslenzku. Helgi lét þess getið, að hann hefði er hann þýddi bókina Lygn streym ir Don, verið í vandræðum með íslenzkt orð um það, sem Danir kalla græsenke. Hann kvaðst hafa 'verið í Vestmannaeyjum um þess- ar mundir og hafi sér dottið í hug, að fólk þar kynni að kunna eitt- hvert íslénzkt orð um þetta fyrir- brigði, meður því að líklegt væri, að eitthvert orð hefði verið haft til að tákna' konur vermanna, með- án þeir voru' að heiman. Loks hitti Helgi mann, ættaðan úr Skafta- fellssýslum, er sagði honum, að slíkar konur hefðu verið kallaðar sætur. Ég hefi enga heimild getað fúndið, sem sanni það, að orðið hafi verið notað í daglegu íali, aðra en þessa frásögn Helga, en ýmislegt hefi ég fundið um sögu þess, eins ög nú skal greina. Orðið sæta er algengt í forn- kvæðum í merkingunni „kona“, en ógerningur er oft að ákveða til hlítar merkingu slíkra heita, sem notuð eru í kvæðum. Þótt þetta heiti sé sagt merkja ,,kona“ í orða bókum, kann það að hafa haft ein- hverja aukamerkingu, svipaða þeirri er Helgi minntist á. En fyrsta óvefengjanlega dæmið um þessa merkingu er að finna í Snorra-Eddu. Þar segir svo: Sæta heitir sú kona, er búandi hennar er af landi farinn. Sn. E. I, 536 (Kbh. 1848). 1 Næsta heimild, sem ég þekki um órðið sæta, er orðabók Guðmund- ar Andréssonar, útgefin í Kaup mannahöfn 1683. Á bls. 202 í þeirri bók er orðið þýtt „mulier cujus vir abiit peregre“, en það er orðrétt þýðing á því, sem um orðið stendur í Snorra Eddu, og verður þvi að ætla, að Guðmundur hafi þekkt það þaðan. í orðabók séra Björns í Sauðlauksdal er orð- ið efnislega eins þýtt og í orða- bók Guðmundar og með mjög svip- uðu orðalagi. Er því nokkurn veg- inn öruggt, að Björn hefir fengið orðið frá Guðmundi. Næst rekst ég á orðið í Danskri orðabók með íslenzkun; þýðingum eftir Konráð Gíslason (Kbh. 1851). Þar er orðið Græsenke þýtt svo: kona manns, sem er á ferðalagi, sæta (Sn. E.). Konráð segir, sem sé, skýrum stöfum, að hann þekki orðið úr 'Snorra Eddu. í Nýrri danskri orða bók eftir Jónas Jónasson (Rvík 1896) er Græsenke þýtt svo: : sæta (kona manns, sem er í i ferðalagi). , Greinilegt er, að hér er farið eftir bók Konráðs. Og loks þýðir ;Freysteinn Gunnarsson í Danskii ‘orðabók með íslenzkum þýðingum (Rvk. 1926) orðið Græsenke á •-þessa leið: sæta (kona manns, sem er á ferðalagi) Heimildin er vafalaust orðabók ■Jónasar eða Konráðs. Þessi saga orðsins sæta, sem ég hefi rakið hér, minnir mig á þuluna um Ein- björn og Tvíbjörn. Orðið finn ég aðeins í orðabókum og hver íogar í annan eða hefir upp eftir öðr- um. Einmitt fyrir þá sök þykir mér saga Helga Sæmundssonar um það, hvernig hann lærði orðið, dá- lítið merkileg. Ef ég hefði ekki heyrt hana, hefði ég ályktað, að hér væri aðeins um orðabókaorð að ræða, sem ekki ætti skylt við daglegt mál fólksins. Ég mælist eindregið til þess, að þeir, sem kynnu að þekkja orðið úr talmáli, skrifi mér um það. Mér þykir orð- ið fallegt og mæli eindregið með því, að menn noti það í stað orðsins grasekkja, sem hingað er komið úr dönsku, en er gert eftir þýzkri fyrirmynd (mlþ. graswedewe, þ. Strohwitwe). Tal- ið er, að það sé í fyrstu haft um stúlkur, sem hafa látið glepjast úti á víðavangi, en síðan skildar éftir einar. Er þetta því í fyrstu Jítið tignarheiti. Fyrir alllöngu barst mér fyrir- spurn um orðin ambátt og þræll, merkingu þeirra og uppruna. Um merkinguna er það að segja, að ambátt táknar ófrjálsa konu, én þræll táknar ófrjálsan karlniann. Bæði orðin heyra til upprunaleg- um orðaforða íslenzkrar tungu. Allt um það er orðið ambátt töku- orð í germönskum málum, komið þangað frá Keltum. Þetta er m. a, rökstutt með því, að þjónar með al Galla voru að sögn Caesars kall- aðir ambacti (í et. ambactus). Talið er, að orðið merki í fyrstu „sá (sú), sem hleypur um“. Fyrri hluti orðsins amb- er að uppruna forskeyti, og ber því að skipta orð- inu svo: amb-átt, ef fært er milli lína. Af orðinu ambátt er leitt orðið embætti, sem í fyrstu merk- ir „þjónusta“ og er talið, að hin virðulega merking orðsins, miðað við orðið ambátt, geymi minjar uppruna þess meðal embættis- mannaaðals keltneska konung- dæmisins. Orðið amt er sama orð að uppruna og embætti. Amt er1 þýzkt orð. Eitt orð, sem nú er, mjög í tízku, orðið ambassador,1 er af sömu rót runnið. Það hefir borizt tiJ germanskra þjóða frá rómverskum þjóðum. Sennilega verður það ekki langlíft í íslenzku, því að líklega tekur orðið sendi- herra við, þegar nafnbótaskiptin eru fyllilega um garð géngin; Úm uppruna orðsins þræll eru fræðimenn ekki alls kostar sam- mála. Flestir niunu telja, að frum merking orðsins sé „hlaupari“ og sé það skylt gotnesku sögninni þragjan og engilsaxnesku sögn- inni þrægan, en báðar merkja þær „hlaupa“. Samróta er þá fornhá- þýzka orðið drigil, sem merkir ,.þjónn“. Norsku fræðimennirnir Falk og Torp bera þó brigður á þessa skýringu í riti sínu Norweg- isch-dánisches etymologisches Wörterbuch. Þeir telja, að frum- merking orðsins sé „hinn kúgaði“ og sé það samróta orðinu þröng- ur og sögnunum þrengja, þröngva og þryngva. Ég fullyrði ekki, hvor skýringin er rétt, en báðar geta þær staðizt bæði merkingarlega og miðað við hljóðlögmál, en hér hafa verið að verki alkunn, en flókin hljóðlögmál, hvor skýringin sem rétt er. Tel ég óþarft að fara út í þá sálma hér. Ég minntist á það fyrir nokkru, að kennari heíði spurzt fyrir um uppruna og rithátt nokkurra mannanafna. Eitt þessara nafna var Eggert. Ég hygg, að Eggert Hannesson lögmaður (f. um 1515, d. um 1583) hafi verið fyrsti ís- lendingur, sem bar þetta nafn. Egg ert var að nokkru leyti erlendur að kyni. Faðir hans var Hannes Eggertsson hirðstjóri, sem var sonur Eggerts Eggertssonar, lög- manns í Víkinni í Noregi. í móð- urætt var Eggert Hannesson hins vegar algerlega íslenzkur. Móðir hans var Guðrún eldri Björnsdótt- ir í Ögri, Guðnasonar (sbr. ísl. æviskrár 1,319 og 11,307). Nafnið Eggerd er kunnugt í Danmörku á 11. öld. Nafnið hefir borizt til Norðurlanda frá Þýzkalandi. Til eru þýzkar heimildir um nafnið Agihard frá 8. öld. Fyrri hluti fí'rHmhrilct m M wifti. Aðalfyndur Féíags bús- áhalda- og járnvöru- kaupmanna var haldinn 27. marz síðastliðinn. Björn Guðmundsson var endur- kjörinn formaður félagsins og með stjórnendur Páll Sæmundsson og Sigurður Kjartansson. Varamenn voru kosnir Páll Jóhannsson og Hannes Þorsteinsson. Fulltrúi í stjórn Sambands smásöluverzlana var kosinn Eggert Gíslason og Jón Guðmundsson til vara. Fulltrúi i Verzlunarráð íslands var kosinn Björn Guðmundsson og til vara Iiannes Þorsteinsson. Á fundinum afhenti formaður H. Biering skjal um að hann hefði ver ið gerður að heiðursfélaga félags- ins sem þakklætisvott fyrir að hafa haft forustu í því frá stofnun og gert það af umhyggju og aí al- kunnri nákvæmni og samvizku- semi. MI'N N, sunnudagtnn 8. apmlffl956. íft=. J 11 ; I'í |,: •iSSBiöiffíli i t1 “ „i’in.fnf,- r’TiXí’ Á gönguferð í Höfn Koma Gullfoss vekur nlltaf mikla athygli meðal íslendinga í Kaupmannahöfn. íslendingar safn ast margir niður að höfn, þegar skipið leggst að bryggju — margir þeirra eru að taka á móti vinum og ættingjum frá íslandi, aðrir koma af einskærri forvitni til þess að fá fréttir og spjalla. Fyrir skömmu hitti ég gamlan kunningja niðri hjá Gullfossi. Hann hafði dvalizt aðeins skamma stund í Höfn og var lítið kunnugur. Veðr- ið var ágætt og ég lagði það til, að við skyldum ganga um stund í stað þess að fá okkur bíl. Við gengum upp Strandgötu, fórum : framhjá skrifstofum SÍS og Eim-1 skips, sem eru þarna í nágrenni hafnarinnar. Síðan fórum við eftir Torvegade og Knippelsbro — héld um áfram yfir brúna framhjá hin- um gamla og fagra Börs, byggður af Chr. 4. — skoðu'ðum styttu Niels Juels og fórum síðan að Kongens Nytorv. Virtum fyrir okk i ur byggingar og myndastyttur í nágrenninu — Konunglega leik- húsið, Charlottenborg, þar sem Listaakademían er til húsa og Ný- höfn, en þar er mikill fjöldi af einkennilegum gömlum húsum. Við einn hluta torgsins eru sendi- ráðsbj'ggingar og hið glæsilega Hótel D’Angleterre. Við skoðuð- um Gammaltorv, sem er elzta torg borgarinnar, en þar eru undur- •Vj-amnaid a b siðu Þáttur kirkjunnar: s BÖRNIN, SEM nálgast hafa fermingaraldur bera flest sér- staka lotningu fyrir þessu orði. Þau eru samt alltaf að glíma við spurningar í skólunum á hverjum degi. En'að „ganga í spurningar" hjá prestínum hef- ir sanit eínhvern annan blæ, anngn hréim. og fyr'r því er kviðið cg t'I þess er hlakkað. Það verður líkt og áfar.g' ela ofurlmH-þröókpÍdur milli eftir- mir.nilegra æviskeiða. Bernsk- an er bak við þennan þraskuld en æskan íramundan. HEILL SÉ ÞVÍ hæði prestum og foreldrum, sem efla benr.an hugblæ 'gagnvart „spurningun- um.“ Það er hreinasta gæfa þjóðarinnar nieðan þær týnast ekki út-í-gráma-hveridagsleik- ans í vitund fólksins. En á því er nú mikil bætta. Satt^bezt að segja er ástandið svo hér i borginni, að börtjin eiga undir högg a'ð sækja að komast í spurningar vegna ann ríkis i skólunum. Og prestarnir skapa sér næstum óvinsældir skólastjóra og kennara með því að kalla börn til spurninga, jafnvel þótt þeir hafi flestir hopað með þetta samstarf sitt, stundum eina samstarf sitt og safnaða sinna, fram á síðkvöld, þegar börnin eru orðin þreytt, já uppgefin eftir margra stunda skólasetu. Hvað eítir annað lief- ir verið reynt að taka þetta mál til athugunar á fundum og í nefndum. Þar heíir átt að sam- ræma það störfum og starfs- tíma skólanna. U EN ALLTAF verða meiri og meiri vanefndir cg oft algjár gleymska ríkjandi, þegar sfcarfs skrár skóla eru samdar á .haust in viðvikjandi þessum forn- helga, þjóðlega og kristilega þætti uppeldisins. Svo búið má ekki lengur ganga, nema; af hljótist tjón, meira að segja sál artjón fyr:r alla, sem hlut eiga að máli. Það skapast lítilsv.irð- ing gagnvart þessu þýðingar- mikla viðfangsefni hjá böruum og foreldrum. Það skapast mis- skilningur, jafnvel sunclrung meðal þeirra stétta,—sem Jialzt þurfa að vinna saman í fullu trausti og einingmÞar- á ég viffi presta og kenngra..- Og - þa® myndast bein eoa óbein ’van- ræksla á þessum yndislsga helgiþætti hins almenna upp- eldisstarfs. ■ Og vil ég Ijúka þessum orð- um með því að minna foreldra fermingarbarna á þaS,!.sem varð ar þarna mestu, .en .það er að fylgjast vel með, hvernig börn- in rækja heimanám sitt i „spurningunum“. Og eins og ar mikil þörf a'ð sýna ölla því .sem þar er lært og gjört mikla !otn- ingu og gjora það að helgidómi í huga og hjarta barnsins. ... TAKIST SAMSTARF prests og foreldra þessar f'áu vikur spurn inganna getur þaö mjkilli bless un valdið barninu ævilangt. ,En týnist ,,spurningarnar“ og gildi þeirra í ys borgarlífsins og.ann- ríki skólanna, má vera, að þar sé að glatast einn af. helztu gim steinum þjóðernis og trúar),ífs. Það væri raunalegt að. týna .ger semi en hirða glerbrot í utað- inn. Reykjavík, 12. marz 1956, Árelíus Níelssoii. ►Í4) PÉTUR SIGURDSSON erindreki er gestur í baðstofunni i dag og hefir hann nú orðið: •— Langt er síðan ég hefi lesið blaðagrein, er hefir glatt mig jafn innilega og greinin í Timanum í dag, 24. marz, um árás norska skáldsins Arnulfs Överlands, á „útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og hasar- blaðaútgáfu.“' Beztu þakkir fyrir greinina. Von er að það veiti hug fróun, þegar frægt skáld og and- ans maður tekur hraustlega i þann streng, er við ýmsir iitlir karlar höfum reynt að kippa í undanfarin ár. Glæpakvikmyndir, glæparit og hasarblöð er ræktun glæpalífs og siðleysis í landinu og hlýtur því að vera öllum ábyrgum mönnum hið mesta áhyggjuefni. Um út- varpið er það að segja frá mín- um bæjardyrum séð, að ég hefi ekki árætt, fyrr en þá nú, að segja til fulls álit mitt á því, og er þó líklega búinn að koma mér þar illa. Þegar ég heyri sem hæst talað um, hvíiíkt dásamlegt menn ingartæki útvarpið sé, sem það reyndar getur verið, þá ólgar í mér hið innra. Ég hefi Jengi litið svo á, að útvarpið væri á leiðinni að verða sannkallað afmenntun- artæki í þjóðfélaginu, en ætla ekki að eyða tíma í að rökstyðja það. ÞETTA ER AÐEINS álit mitt. Auk þess að útvarpið flytur stundum viðbjóðslegt efni, svo sem sum leikritin og sumar sög- urnar, þá er það hryllileg plága á vegum manna. Oft hefi ég reynt að umflýja það um borð í farþegaskipum, á heimilum manna og í fólksflutningavögn- um. Þegar við fengum siðasta á- gæta vagninn hér í Kópavogi, þá brá mér illa. Þar var þetta glymj- andi útvarp. Ég kvartaði við stjórnina undan því, en veit ekki um árangur. í seinni tíð hefir þó lítið borið á þessu. Hið síðasta, er hefir sannfært mig um, hve al- tæk þessi útvarpsplága er, var í pósthúsinu, er ég kom þar ný- íega til þess að hirða póst minn í pósthólfinu. Jú, viti menn, inn- an við vegginn glumdi útvarpið. Og svo var það mjólkurbúðin. ^ínnig þar var komið útvarp. ÞEGAR EG greini frá þessu, mun engan undra, þótt ég hafi fagnað því, að lesa eftir norska skáldið þessar línur: „Það, sem útvarpið sendir út, er festuleysi og trufiun á rósemi hugans. Þegar ég er á skipi að ferðast, opna hugulsamar manti- eskjur fyrir útvarpi'ð til þess, að ég geti komizt hjá því að líta í bók. Hvergi er í'rið að fá, nema þegar maður er setztur framan á kojuna sína og heldur fingrun- um í hlustunum. Þá er búið að hlása úr höfðinu á manni. Aðrir lifa við öfug skilyrði. Þegar jass- músikkin þagnar, verður tóma- hljóð í hausnum á þeim.“ Ekki er vert að endurtaka grein skáldsins frekar hér, en hún var sannarlega andleg hressing. Blöð in mega líka gjarnan færa okkur annað slagið eitthvað, sem sættir okkur við þau, því að svo oft hneyksla ,þau okkur. Þó er þa'ð ekki beinlínis sök stefnu blað- anna né ritstjóra þeirra, heldur vissra manna, sem fara þar oft með fáránlegar fullyrðingar. Ný- lega fullyrti einn þjóðkunnur maður, að Halldór Kiljan Lax- ness hefði nú fyrstur ailra íslend inga „sannað heiminum tiiveru- rétt íslenzks þjóðernis“! Minna var það nú ekki. Svo kemur ann- ar, einnig í TÍMANUM og full- yrðir, að Þórbergur Þórðarson sé faðir „nýbókmennta vorra.“ Ekk ert smávegis afkvæmi eignaðist Þórbergur þar. Og svo heyrði é ræðumann í útvarpi hafa orð á því, að einhver hefði sagt um á- gætis listmálara, að hann hafi vakið fegurðarskyn þjóðarinnar. SVO MÖRG ERU þessi furðulegu orð. Mér finnst b)átt áfram að verið sé með þessu að svívirða þjóðina, og má hver skamma mig fyrir þessa skoðun mína sem vill. Engan vegin vil ég varpa neinni rýrð á nóbelsverðlaunaskáld okk ar, né hinn bráðsnjalla rithöfund Þórberg Þórðarson, né heidur á neinn góðan iistmálara, en ég er sannfærður um, að flest allar þær beztu bækur, sem skráðar hafa verið á íslandi á 20. öldinni, hefðu verið ritíð-.r, þótt Þórbsrg ur heffi aldrei fæðzt T.'lve rurétt Islenzks þjóðejnis mundi heimur Eigeeder dráttar- brauta stofna féfag * í Félagið var stofnað síðastliðinn miðvikudag og heítir Félag ísl. dráttarbrautaeigenda. Tilgangur þess er samkvæmt logum þess að vinna að framgangi sameiginlegra hagsmunamála félagsmanna, saiii- ræma verðtaxta dráttarbrautanna og standa í hvívetna vörð um hags muni og réttindi félagsmanna. Félagar geta allir crðið sem eiga eða reka dráttarbrautir hér 'á T landi. I stjórn voru kjörnir Bjarni Ein- arsson Ytri-Njarðvík formaður, Marsellíus Bernharðsson ísafirði, ritari og Sigurjón Einarsson Hafn- aríirði gjaldkeri. Varamenn: Þor- steinn Daníelsson, Reykjavík og Valdimar Björnsson, Keflavík. Stjórninni var falið að undirbúa framhaldsaðalfund, er haldinn skyldi í lok þessa mánaðar, og yrði til hans boðið eigendum eða fyrir svarsmönnum allra dráttarbrauta-á landinu. .! i á I inn hafa viðurkcnnt, og hafði fýr ir löngu viðurkennt, þótt Lax- ness hefði aldrei nein nóbels- verðlaun hiotið. Má minna á komu fulltrúa þjóðanna á Þing- völl árið 1930, svo að ekki sé minnst á al)a þá ágætu menn víðs vegar út um heim, sem víð- frægt hafa íslenzkt þjóðerni. Mætti þar þó nefna t. d. íslenzka þjóðarbrotið í Vesturheimi. Qg það var fyrst og fremst inami- dómur, heiðarleiki og dugnaðþr íslendinga þar, sem varpaði ljóma hjá stórveldi á íslcnzkt þjóðerni, en ekki skáldskapur, þótt góður sé hann með. Menn ættu að geta hrósað dýrðl- ingum sínum, án þess að kasta þar með rýr'ð á alla þjó'ðíná. — Pétur fcefir nú iok’ð mili sínu, en e/indi h-ms er vel þess vert, að því sé gaurnur geíinn. i iuiÍA tgiJs'l

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.