Alþýðublaðið - 18.08.1927, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.08.1927, Qupperneq 2
ALPVUUÖL.ijJlt/ Ía L Íí Ý Ð U B LAÐ5ÐÍ j kemur út á hverjum virkum degi. í « Aigreíösla í Alpýöuhúsinu við [ t Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. | | til ki. 7 síðd. > ! Skrifstofa á sama staö opin ki. í J £>1 /2 —10 Va árd. og kl. 8 — 9 siöd. { « Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ► } (skrifstofan). £ < Verðiag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► { mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 | < hver mm. eindálka. ► } Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! | (i sama húsi, sömu simar). Ráðsmenskan á ÞféflarMiíiiis® Fáein sýnishorn. Eftir Pétur G. Guðmundsson. I. Kartöiluræktin. Verzlun Islands við út'önd hef- jr aukist stórkostlega á síöustu áratugum. Við seljum til útianda vörur fyrir tugi milljóna króna á hverju ári, — og kaupum frá út- löndum vörur að sama skapi. Allar vörur, sém seldar eru út úr Iandinu, eru naúðsynjavörur. Ekki svo að skilja, að þær séu allar fullgildar neyzluvörur fyrir landsmenn sjálfa. Við myndum t. d. ekki hafa þörf fyrir allan fisk, sem á land berst. Talsvert mik- ið af honurn myndi verða ónýt vara, ef ekki væri seld úr landi. En við framleiðum ekki og selj- um ekki aðrar vörur en þær, sem eru lífsnauðsynjar einhverjum mönnum. Við framleiðum nauðsynjavörur einar í iandinu. Eð'lilegast er að hugsa sér, að þjóðin hagnýíi sjálf það, sem hún þarfnast fyrir af þessum nauðsynjum, en afgang- urinn sé seljdur úr landinu í skift- um fyrir aðrar nauðsynjar, sem landsmenn geta ekki framleitt sjálfir. Við veiðum meiri fisk en við getum étið, en ræktum ekki korn, sem þó er okkur nauðsyn- legt. Þetta getum við jafnað með því að selja það, sem við höfum afgangs af fiski, í skiftum fyrir korn. Við framleiðum svo mikið af nytsemdarvörum og höfum svo mikið afgangs af nytsemdarvör- um, að ef við léturn þær í skift- um fyrir nvtsemdarvörur einar, þá yæri þörfum allra Jandsins barna vissulega vel borgið. En þessu er ekki svo háttað sem skvldi og hollast væri, eins og allir vita. Við flytjum til út- landa ýmsar naúðsynjar, sem bet- ur væru hagnýttar í landinu, og kaupum frá útlöndum ýrrtsar ó- þarfar vörur. Um þetta eru allir á einu máli. En ef farið væri að telja og fiokka óþaríar vörur, sem fengnar eru frá útlöndum, yrðu skoðanir manna ærið skiftar. Sumir myndu telja það helberan óþarfa, sem aðrjr teldu nauðsynjar. Sumir tefja það eitt til nauðsynja, sem lik- eminn þarfnast til næringar og skjóls, ásamt áhöldum og efni til * atvinnureksturs. Aðrir vilja einn- ig telja það, með nauðsynjum, sem sálin þarfnast til næringar og skjóls og eykur þægindi og lífs- gieði. Og þeir hafa meira til sins máls að mínu viti. Menn geta deilt um þetta, og skal ekki farið frekar út í það hér. En við kaupum frá útlönd- um nauðsynjavörur, sem ekki er nauðsynlegt að flytja að, vegna þess, að þær má fratnleiða í ?bnd'- hærra verði en útlenda varan er seld. Það er ráðleysi, — um það verður varla deilt. Þetta á sér stað um margar vörur og í mikl- um mæli. Hér verður nú að þessu sinni að eins minst á eina slika vöru, og það eru kartöflur. Kartöflur eru ein af þeim fáu matjurtum, sem þrífast vel í ís- lenzkum jarðvegi. Fyrir því er aldarlöng reynsla. Hvar, sem gras grær og jarðvegur er ekki mjög votur, má rækta kartöflur. Jafnvel eyðimela og eyðisanda má gera að góðum kartöfluakri með litlum tilkostnaði. Kartöflur eru holl og góð fæða, og neyzla þeirra fer stöðugt í vöxt. Þessa fæðutegund þetum við fengið af landsins efnum. Hana þurfum við ekki að sækja til út- Ianda. Við höfum alt, sem til þess þarf, að framleiða hana í rík- .um mæli. Við höfurn yfrið nóg akurland og nógan vinnukraft. Við höfum alt, sem til þess þarf, nema — vilja og ráðdeild. Ef litið er í opinberar hag- skýrslur, ber fyrir augu sú öm- urlega staðreynd, að samhliða því, að kartöfluneyzla hefir aukist í landinu á síðari árum, hefir inn- Ienda Tramleiðslan farið pnerr- aiuli. Á 5 ára timabilinu 1909 —1913 var meðalársframleiðsla 30 þús. tunnur. En á 11 ára tímabil- ínu 1914—1924 er meðalársfram- þiðslan 25 þús. .tunnur. Fram- Jeiðslan er talsvert mismunandi eftir árferði. En af skýrslunum er svo að sjá, sem framleiðslan standi nálega í stað þessi 11 ár. Síðasta árið, sem verzlunarskýrsl- ur ná til, 1924, er framleiðslan 25 400 tunnur. Auðvitað er fram- leiðslan nokkuð meiri en skýrsl- ur greina. En framtalið er alt af svipað, og hefir því þetta ekki áhrif á samanburðartölur margra ára. Neyzlan hefir aukist, en inn- lenda framleiðslan minkað. Mis- muninn höfum við sótt til út- landa. Fyrir ófriðinn fluttum við inn 8 600 tutfnur að meðaltali á ári árin 1909—1914. Á ófriðar- árunum 1915—1918 minkaði inn- flutningurinn stórum, var ekki nema 5 300 tunnur á ári áð með- altali. Neyzlan minkaði áð sama skapi, var 32 þús. tunnur á ári að meðaltali. Við höfðum ekki m,anndiá(5 í pkkur tii þess að auka ínnfendu framlefðsluna, til þess að fullnægja eftirspurninni, — létum okkur heldur skorta þessa hollu og góðu fæðu, en afla hennar í landinu. Eftir ófriðinn bætum við þetta upp með auknum innflutn- ingi. Kartöfluneyzlan í landinu hefir verið að meðaltali árin 1919 til 1924 43 þúsund tunnur á ári. Þar af hafa verið ræktaðar inn- anlands 25 þúsund tunnur, en 18 þúsund tunnur höfum við sótt til útlanda. Árjð 1924 var innflutn- ingurinn 20 þús. tunnur, og hefir að líkindum aukist síðan. Inn- lenda framleiðslan hefir verið nokkuð mismunandi þessi ár. En það, sem hallað hefir á innlendu framleiðsluna, höfum víð i hvert sinn bætt upp með auknum inn- flutningi. Nema árið 1921, þá kaupunr við að eins 16 þús. tunn- ur frá útlöndum, enda þótt inn- lenda framleiðslan yrði ekki nema 16 þús. tunnur það ár. Árið eftir er innflutningurinn 2 000 tunnum . meiri en innlenda framleiðslan. Hvað kostar svo þetta ráðlag þjóðina? Því svara hagskýrsl- urnar.Það kostar síðustu árin fulla Vs milljón króna á ári að meðal- tali. Árið 1924 gátum við snar- að út úr landinu 626 396 krón- um fyrir kartöflur. Það er helm- ingi hærri upphæð en varið var það sama ár eftir berklavarnalög- unum. Það er tneira en þriðjungur þeirrar fjárhæðar, sem varið er úr ríkissjóði á ári til allra menta- mála. Okkur gengur afar-tregt að koma upp Iandsspítala, sem á þó ekki að kosta meira en sem svarar þvj, sem við borgum á 4 árum fyrir útlendar kartöflur. Á hverju ári sker alþingi niður tugi til- lagna um fjárveitingar til nauð- synlegustu framkvæmda, jafnvel þó að þær nemi ekki nema fáum þúsundum eða fáum tugum þús- unda, með þeirri greinargerð, að ríltíssjóður þoli ekki þáu útgjöld. En hálf milljón króna streymir á hverju ári athugasemdalaust út úr landinu fyrir kartöflur. Hér er svo' Ijót mynd dregin af ráðlagi þjóðarinnar, að fáir munu trúa að hún sé sönn. Fleiri munu hugsa sem svo, að hér muni þag- að yfir málsbótum. Hér gætú ver- ið málsbætur, og það er rétt, að leita þeirra og meta þær. Við getum hugsáð okkur þessar málsbætur: 1. Það vantar akurland á fslandi fyrir kartöflurækt. 2. Það vantar vinnukraft til að rækta kartöflur. 3. Útlendar kartöflur eru betri fæða en islenzkar kartöflur. 4. íslenzkar kartöflur verða ekki ræktaðar til sölu fyrir sama verð og útlendar kartöflur. Fleiri málsbætur eru hugsanleg- ar. En þessar, sem nú voru taldar, eru svo veigamiklar, að hver ein þeirra væri einhlýt til að fegra málið, ef hún reyndist sönn. Nú er á það að líta. 1. Ef við svipumst um eftir kartöflugörðum, munum við sjá, að þeir eru lagðir mjög af handa- hófi. Þeir virðast geta verið hvar sem þurr jarðvegur er, og jafn- vel í talsverðu raklendi. Óvíða hefi ég séð þann kartöflugarðr að ekki væri umhverfis hann tí- falt eða hundraðfalt stærra land af sömu gerð og í garðinum. I vesturhluta Reykjavíkur þekki ég garð, sem gefur ágæta uppskeru á hverju ári. Út frá honum er land með sama moldarlagi, margar dagsláttur að stærð, nálega alveg óræktað. í Reykjavíkurlandi einu saman mætti vissulega rækta tugi ■þúsunda tunna af kartöflum. Og þó er hér hrjósturland. En valin akurlönd fyrir kartöflur þekja ó- talda tugi ferkílómetra hér á landi. Það mun hver maður sann- færast um, sem nokkuð reynir að kynna sér málið. 2. Við ræktum nú rúml. helm- ínginn af þeim kartöflum, sem við borðum. Þessi rækt er nálega öll ,,hjáverk“, sem ekki tekur vinnu- kraft svo að teljandi sé frá aðal- atvinnuvegum þjóðárinnar. Hún er stunduð að langmestu leyti af kvenfólki, sem verður að vera við heimili sín hvort eð er, unglingum og gamalmennum, sem lítt eru fær til annara verka. Á Akranesi er kartöflurækt mikil, sem kunnugt er. Mér er sagt, að nálega eng- inn „verkfær“ karlmaður, sem kallað er, vinni að henni. Akra- nes hefir um 1200 ibúa. Hvað myndi ekki Reykjavík með sína 22 000 íbúa geta lagt til þessa af vinnukrafti, sem ella nýttist lítt eða ekki? Nei, það er ekki of- hlaðið á vinnukraftinn í þessu landi. Hitt mun beldur, að hann eyðist til ónýtis fyrir skort á við- fangsefnum. Við gætum vissulega ræktað þrisvar sinnum 25 þús. tn. af kartöflum án þess að taka svo mikið sem 100 dagsverk frá öðrum atvinnuvegum. 3. Kartöflur eru misjafnar að gæðum, hvort sem ræktaðar eru hér á landi eða erlendis. Ekkert er hægara en að rækta hér kart- öflnr af beztu tegund, ef leitað er til sérfróðra manna um val á út- sæði. Ég hafði síðast liðinn vet- ur kartöflur af Suðurnesjum, svo- góðar, að ég hefi engar bragðað betri útlendar. Þær héldust al- gerlega óskemdar fram á vor. Em ég hefi ekki sjaldan fengið hér útlendar kartöfiur, sem naumast voru boðlegur svína niatur, hvað þá manna. 4. Utlendar kartöfiur, sem flut- ar voru til landsins 1924, kostúðu að meðaltali 31 eyri hvert kíló- gramm í innkaupi. Smásöluverð i Reykjavjk var það ár að meðal- tali 48 aur. hvert kg. Verðið er að visu mikið lægra nú. "ÍÆun það .hafa verið fyrra helming þessa árs að meðaltali 32 aur. kg. í Rvík. Miðað við verð á öðrum fæðuteg- undum, sem framleiddar eru r landinu, er þetta fráleitt mjög lágt verð, allra sízt þegar reiknað er með ódýrum vinnukrafti, sem lítt yrði að notum ella. Ég get ekki séð, að neitt af þeim atriðum, sem ég nefndi, sé málsbót, eða réttlæti það ráðlag að farga hálfri milljón króna á

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.