Tíminn - 15.04.1956, Blaðsíða 1
lliðstjcrnarfundur Framsóknar-
manna á morgun kl. 5.
Fundur í Framsóknarfélagi Hafn-
arfjarðar kl. 3 í dag.
Almennur stjórnmálafundur á Sel-
fossi kl. 2 í dag.
£3. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 15. apríl 1956.
12 siður
Skrifað og skrafað, bls. 7.
íslenzkuþáttur Halldórs Halldórs-
sonar, bls. 5.
Rithöfundtirinn Arthur Köstler,
bls. 7.
Munir og minjar, bls. 5.
86. blað.
Austur af Kaidadal og norður að Skjaldbreið er uppi i Geitlandsjökli hinn alkunni Þórisdalur, jöklum luktur á
alla vegu. Dalurinn er hömróttur og hrjóstrugur og gróðurlaus með öllu, segir Þorvaidur Thoroddsen i Islands-
lýsingu. Lengi spunnust útilegumannasögur um dal þennan, og árið 1664 gengu tveir prestar á jökla til að
leita hans og til að kristna útilegumenn í dalnum. Þeir fundu dalinn, en enga útilegumenn. Björn Gunnlaugs-
son kannaði hann sumarið 1835 og ritaði lýsingu á honum, en „síðan hefir þar enginn komið, svo vér vitum,"
segir Þ. Th. í íslandslýsingunni, sem út kom 1911. Nú eru tímar breyttir, margir menn koma árlega í Þórisdal
og flugvélaf fara þar yfir. Myndin er tekin úr flugvél og sér til dalsins.
Aburðarverksmiðjan iiefir þegar sparað þjóð-
inni 47 milljónir króna í erlendum gjaldeyri
Framíeiðsluafköst hafa farið fram úr á-
ætlunum. - Engir erlendir verkfræðingar
við verksmiðjuna lengur
Starfsemi Áburðarverksmiðjunnar gekk vel á s. I. ári.
Skilaði verksmiðjan rúmlega þeim afköstum, sem henni er
setlað. Hún hefir nú þegar sparað þjóðinni gjaldeyri, sem
nemur 47 milj. kr. Nauðsyn að hefja framleiðslu fleiri á-
burðartegunda, en hætta á orkuskorti, ef ekki verður haf-
izt handa um virkjanir bráðlega. !
Áburðarverksmiðjan h. f. hélt
aðalfund sinn fyrir árið 1955 í
Gufunesi, þann 10. apríl s. 1. Fund
arstjóri var formaður verksmiðju-
Stjórnarinnar, Vilhjálmur Þór, og
fundarritari Pétur Gunnarsson, til-
raunastjóri. Var fundurinn vel sótt
Ur af hluthöfum, og mætti land-
búnaðarráðherra, Steingrímur
Steinþórsson, fyrir hönd ríkis-
sjóðs.
Fprpiað.ur flutti vtarlega skýrslu
stjórnarinnar um störf fyrirtækis-
ins í upphafi fundarins,- Skýrði
hann frá því, að rekstur verksmíðj
unnar hefði gengið vel til þessa.
Á fyrstu 9 mánuðum ársins 1954,
meðan tilraunarekstur verksmið-
unnar stóð yfir, voru afköst henn-
ar um 91% miðað við þau 18.000
smálesta ársafköst, sem skipuleggj-
endur verksmiðjunnar höfðu gert
ráð fyrir, en á fyrsta raunverulega
rekstursárinu, sem var árið 1955.
voru ársafköstin 18.340 sniálestir
eða rúmlega það, sem verksmiðjan
Árnesingar, fjölsækið síjórn
máiafondifiii á Selfossi í dag
Frsmsóknar/bkkurinn og Alþýðuflokkurirsn boða sam-
eigirdega fi! almenns stjórnmálafundar að SeSfossi í dag. Er
þetta fyrsfi sameiginlegi fundur þessara flokka fyrir kosn-
ingarnar, en þeir munu vænfanlega verða fleiri, þar sem
um kosningasamstarf milli þessara flokka er að ræða.
Fumíurinn á Selfossi hefst kl. 2 e. h. Aðalræðumenn
verða Eysfeinn Jónsson, ráðherra, og Haraldur Guðmunds-
son, aiþsngismaður. Fundurinn er haldinn í Selfossbíói.
Árnesingar, fjölmennið á þennan fund og ræðið stjórn-
málin fyrir þessar þýðingarmiklu kosningar, sem nú fara
hönd«
er gerð fyrir. Eftir ýmsar smálag-
færingar, sem gerðar voru fyrri
hluta ársins 1955, framleiddi verk-
smiðjan 10.000 smálestir síðari
helming ársins, eða um 11% meira
en uppgefin meðalafköst.
Gat formaður þess, að algengast
Vilhjálmur Þór,
form. stjórnar Áburðarverk-
smiðiunnar.
væri, að það tæki efnaverksmiðj-
ur nokkur ár að ná fullum afköst-
um. Hefði því tekizt hér vonum
framar með góð afköst, og þakkaði
hann það fyrst og fremst vel unnu
starfi hins bandaríska verkfræð-
ingafyrirtækis, sem skipulagði
verksmiðjuna, og góðu starfi unnu
í fyrirtækinu sjálfu.
Engir erlendir verkfræðingar
lengur.
Þá skýrði forrnaður frá því, að
frá því um síðustu áramót væru
engir erlendir mee»r starfandi við
(Framhaid á 2. sfffuj
Friðjón Skarphéðinsson bæj-
arfógeti í framboði á Akureyri
Framsóknarflokkurinn styður framboð
hans - Alþýðuflokksmenn styðja Fram-
sóknarflokkinn í Eyjafjarðarsýslu
Nú í vikunni var samþykkt í Fulltrúaráði Framsóknar-
félaganna á Akureyri, með öllum atkvæðum, að Framsókn-
armenn skjddu styðja framboð Alþýðuflokksins í kaupstaðn-
um. Áður höfðu Alþýðuflokksmenn í Eyjafjarðarsýslu lýst
stuðningi við framboðslista Framsóknarmanna.
í fyrrakvöld afréð fulltrúaráðs-
fundur Alþýðuflokksfélaganna á
Akureyri, að Friðjón Skarpliéðins
son bæjarfógeti á Akureyri og
sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, yrði
í framboði fyrir flokkinn.
Ríkir mikil ánægja á Akureyri
og í Eyjafirði með þessa samvinnu
flokkanna, enda má telja miklar
líkur fyrir, að sigur vinnist í báð
um kjördæmunum.
í kosningummi 1953 hlaut Fram
sóknarflokkurinn 877 atkvæði og
Alþýðufiokkurinn 518 atkvæði,
en Sjálfstæðisflokkuriun 1400 at
kvæði.
Fundur Framsóknar-
manna í Hafnarfirði
Framsóknarfélag Hafnarfjarð-
ar heldur félagsfund í Góðtempl-
arahúsinu kl. 3 í dag. Nauðsyn-
legt að félagsmenn fjölmenni,
því að mjög áríðandi mál er á
dagskrá.
Þakkarskeyti frá
konungshjónunum
Forseta íslands barst í gær eftir
farandi skeyti frá dönsku konungs
hjónunum:
Eftir góða heimkomu færum
vér yður, frú yðar og allri íslenzku
þjóðinni hjartanlegustu og inni-
legustu þakkir fyrir þessa ljóm
andi daga í Reykjavík. Vér mun
um ætíð minnast með þakkiæti
þeirrar alúðar, sem vér nutum
þar, og sendum yður innilegustu
óskir vorar um bjarta og ham-
ingjusama framtíð íslands og ís-
lenzku þjóðarinnar.
Ingrid. Friðrik.
(Frá skrifstofu forseta íslands.)
Brezkur togari
dreginn á flot
Frá fréttaritara Tímans á
Kirkjubæjarklaustri í gær.
í gærkvöldi tókst að ná brezka
togaranum St. Crispin, sem
strandaði á Meðallandsfjöru fyrir
nokkru, út. Að undanförnu hafa
menn frá landhelgisgæziunni og
úr Meðallandi unnið að undir-
búningi björgunarinnar. Fvrir
nokkrum dögum tókst að lireinsa
úr skrúfu togarans vörpuslitur og
sand frá henni,*og nú um stór-
straumsfjöruna fór Þór austur. —
Norðanátt var, stillt við sandinn
og góð aðstaða. Tókst greiðlega
að tengja streng milli Þórs og
togarans, og á háflóði í fyrra-
kvöld fór togarinn á flot. Vél
skipsins var látin vinna og Þór
tók í taugina. Var þegar lagt af
stað með skipið til Vestmanna-
eyja og Reykjavíkur. — VV.
Friðjón Skarphéðinsson
■j uæ'j''rstj./rnal.^snifrgunum í árs
óyrjun 1954, jók Framsóknarflokk
urinn fylgi sitt verulega.
Vinsæll borgari.
Það styrkir mjög aðstöðu banda
lagsflokkanna að Friðjón bæjar-
fógeti er mikilsvirtur og mjög vin-
sæll borgari, þaulreyndur í félags-
og framkvæmdamálum. Áður en
hann fluttist til Akureyrar hafði
m. a. gengt störfum bæjarstjóra
í Hafnarfirði, en nyrðra hefur
hann, auk umfangsmikilla embætt-
i isstarfa, m. a. átt sæti í bæjarstjórn
og margvíslegum öðrum trúnaðar
stöðum fyrir bæ og sýslu.
Framboð í Eyjafirði.
Áður er frá því skýrt hér í blað
inu, að þeir Bernharð Stefánsson
og Jón Jónsson á Böggvisstöðum
skipa efstu sæti á lista Framsóknar
flokksins í héraðinu.
Hefur því svo skipast, að líklegt
má telja, að tvö þingsæti verði
endurheimt frá íhaldinu í Eyjafirði
í sumar og er vel.
Munið miðstjórnar-
fundinn á morgun
Fundur verður haldinn í mið-
stjórn Framsóknarflokksins á
morgun, mánudag kl. 5 e. h. Verð
ur fundurinn í flokksherbergi
Framsóknarflokksins í Alþingis-
húsiiiu.
Pétur Jónsson
óperusöngvari
iátinn !
í gærkveldi lézt hér í Reykja-
vík Pétur Jónsson, óperusöngvari.
Hann var sem kunnugt er meðal
frægustu söngvara landsins un
langt skeið. Hann var rúmlega sjS-
tugor að aldri, ‘ ■ j