Tíminn - 15.04.1956, Síða 4
4
Ávarp frá Húsbyggingarsjófö Framsóknarflokksins
Það er metnaðarmál að félagsheim-
ili Framsóknarmanna verði veglegt
Heitið á alla flokksmenn til samvinnu
um lausn húsnæðismáls flokksins
Um langt skeið hefir það verið takmark Framsóknar-
manna að eignast hús hér í höfuðstaðnum, fyrir flokksstarfs-
semi sína. Nú hefir flokkurinn fest kaup á húseigninni Frí-
kirkjuvegur 7, í hjarta bæjarins og á hinum fegursta og
hentugasta stað. Miklar breytingar og endurbætur þarf að
gera á húsinu, til þess að það henti þeirri starfsemi, er þar
á að reka^
Þetta hús á að verða heimili
allra Framsóknarmanna. Þar
eiga að vera skrifstofur flokks
ins, salir til fundahalda, veit-
ingasalur o.s.frv. Húsið á að
vera miðstöð Framsóknar-
flokksins, og ekki sízt fyrir
flokksmenn utan af lands-
byggðinni, sem til bæjarins
komá. Þár eíga þeir að geta
notið hressingar, hitt flokks-
bræður sína og mælt sér mót
við menn, sem þeir eiga erindi
við í Reykjavík.
Ætlunin er, að vinda nú
bráðan bug að því að fullgera
húsið, en það kostar mikið
fé. Til þess að afla þess er á
vantar, hefir flokkurinn nú
efnt til happdrættis fyrir
Húsbyggingarsjóðinn. Vinn-
ur nú fjöldi áhugamanna í
röðum Framsóknarflokksins
að því að gera margra ára
draum að veruleika, með því
að selja, og kaupa sjálfir,
happdrættismiða Húsbygg-
ingarsjóðsins. Er þess vænst,
að allir Framsóknarmenn í
landinu leggi þessu máli lið,
hver og einn eftir sinni getu.
Aðrir stjórnmálaflokkar
landsin, er nokkurn feril eiga
að baki, hafa þegar eignast
hús fyrir starfsemi. gína. Er
það því metnaðarmál . allra
Framsóknarmanna, að' þetta
tilvonandi félagsheimili þeirra
verði sem varidaðást og mynd
arlegast og verðugt tákn þess
stórhugar, er jafnan hpfur ver
ið aðalsmerki Framsóknar-
flokksins í öllum athöfnum.
Þess er fastlega vænst, að
allir Framsóknarmenn styðji
þetta hagsmunamál flokksins,
og um leið þeirra sjálfra, með
því að leggja nokkuð af mörk
um til húsbyggingasjóðsins.
Happdrættismiðarnir eru til
sölu í hverjum hrgppi á land
inu og í öllum kaupstöðum,
kauptúnum og þorpum. Mun
á næstunni verða birt hér í
blaðinu skrá yfir útsolumenn
happdrættisins um allt land,
til glöggvunar fyrir almenn-
ing.
Framsóknarmenn vita, að
með samvinnu og samtökum
er hægt að vinna stórvirki.
Það hefur veriö gert á mörg
um sviðum undanfarin ár
fyrir atbeina Framsóknar
T í M I N N, sunmidaginn 15. apríl 1956.
Hér sést yfir Tjörnina að Fríkirkjuvegi 7, en það var áður ishúsið Herðu-
breið. Þetta er einn fegursti staður í Reykjavík, og þegar nauðsynlegar
breytingar hafa verið gerðar á húsinu, verður þetta hið bezta félagsheim-
ili. Húsið sést hér milli Frikirkjunnar og Kvennaskólans.
flokksins. Nú er heitið á
, Framsóknarmenn til sam-
vinnu og samtaka um
lausn húsnæðismála flokks
þeirra og flokksstarfsemi.
Reynist þeir í því máli sem
ýmsum cðrum, er alþjóð hafa
varðað. mun þess skammt að j
bíða að Framsóknarmenn I
geti gengið inn í sitt eigið hús j
í höfuðs'aðnum, með nokkruj
stolti yfir þ’í að liafa lagtj
fram sinn skerf til þessarar
byggingar.
Stjórn Húsbyggingarsjóðs
Framsóknarflokksins.
Ólafur Jóhannesson., Sigvrjón
Guðmundsson, Eysteinn Jóns-
son, Erlendur Einarsson, Hilm
ar Stefánsson, Guömundvr
Kr. Guðmundsson, Auðunn
Hermannsson, Jóhannes Elías
son.
BRIDG E:
Hörðtir hefir cáð
forustunni
í gærdag hé!t bridgekeppnin
um réttinn t'l.að spila á Evrópu-
meistaramótinu áfram. Spiluð
voru 40 spil, og’er nú sveit Harð-
ar Þórðarscnar með þremur stig-
um meir en íslandsmeistararnir,
en eftir fyrstu 40 spilin voru ís-
landsmeistararnir með 20 stig yfir.
A!ls verða spiluð 120 spil.
Þeir, sem spiluðu í gær fyrir fs-
landsmeistararna voru Eggert Ben
ónýsson og Kristján Kristjánsson
allan leikinn, en Ólafur Haukur
Ólafsson og Stefán J. Guðjohnsen
fyrri 20 spilin, en Gunnlaugur
Kristjánsson og Vilhjálmur Sig-
urðsson síðari 20 sniÞn. Meiri
breytingar voru hjá Herði. Fyrstu
10 spilin spiluðu Gunnar Guð-
mundsson og Kristinn Bergþórs-
son, og Einar Þorfinnsson og Hörð
ur. Næstu 20 spil spiluðu svo Krist
(Framhald á 5 síðu.)
Skemmtileg sýning
í Skemmuglugganum
f skemmuglugga Haraldar eru
nú til sýnis margvíslegir munir,
sem vistfólkið á Elliheimilinu
Grund hefir gert undanfarið, en
þar hefir farið fram kennsla í vefn
aði, bastvinnu og fleiru. Eru þetta
laglegustu munir og ættu bæjar-
búar að skoða í gluggann, þeir
verða þar til sýnir aðeins yfir helg
ina.
j Þáttur kirkjunnar:
JUiu li¥aS talar þú við barnið þitt'
I LAXDÆLU er sagt frá
Melkorku móður Ólafs pá i
Hjarðarholti. • •
Hún talaði leynt við drenginn
Ijsinn. Ófrjáls móðir. En með
jpræðu sinni og hjartans leynd-
armálum gerði hún hann að
einu mesta göíugmenni íslands
fyrr og síðar.
Samtal þéirra í leyndum, oft-
last úti í íegurð náttúrunnar í
morgundýrð eða kvöldkyrrð
Igaf honum móðurmál hinnar
jgöfgu, irsku þjóðar, veitti hjarta
hans guðsloga kærleikans af
kristnum móðurvörum og gaf
’aonum ást til ættjarðar í fjar-
!ægð. Kannske er þarna minnzt
'á hið fyrsta kristilega uppeldi
á íslaridi. Og verður það til fyr-
lirmyndar meðan íslenzk saga er
•'scgð.
Ú ís-lénzkur þrestúr, sem flestir
kamiást við, segir, að mest eigi
hann að þakka þeim þætti í upp
eldi sínu, að mamma hans
spurði hann alltaf um efni pred
ikana, sem hann heyrði í kirkj-
unni á bernsku og æskuskeiði
og lét harin endursegja efnið úr
ræðum og hvaða sálmar voru
sungnir. Þannig æfðist hann í
eftirtekt og frásagnarhæfni.
Allir kannast við kvæði Matth
íasar um móður sina Þóru Ein-
arsdóttur í Skógum. Þar lýsir
hann því, hvernig hún benti
drengjunum sínum á fegurð um
hverfisins, sólina, fjöllin, fjörð-
inn, blómin, fuglana, já, allt
vorsins yndi og sagði:
„Það er Guð, sem horfir svo
hýrt óg bjart,
það er hann, sem andar á
myrkrið svart
og heilaga ásján hneigir“.
Hann segir einnig frá því,
, hvernig hún talar við þá í rökkr
;nu og segir þeim sögur um
helztu menn bíblíunnar og opn-
i ar þeim, drengjum sínum undra
heima ævintýra og þjóðsagna.
Hann lýsir hvernig hún sezt
sjálf við þeirra borð á jólunum,
meðan kertin brunnu björt í
lágum snúð og segir þeim undra
söguna um fæðingu sjálfs guðs-|
sonar.
Og ætli við megum ekki full-
yrða, að einmitt þannig hafi
María guðsmóðir talað við síiíajl
drengi, ekki rizt þann elzta ógjj
kennt þeim alla æðstu spekri-
sinnar einstæðu spámannaþjóð-
ar, og gefið þeim mestu elsku, •
sem nokkur rit herma frá, og
dýpri speki, en áður né síðar
hefir þekkzt. Við þá eida, sem
hún kveikti þannig í lutid sön
arins, sem síðar varð „Meistár- •
inn frá Nazaret" verrnir heímul'
inn sér um aldir.
Móðir eins af helztu ■ braul-
ryðjendum kistinsðóms, hafðilj
þann sið að tala um andleg mái
við bön sín, hvert út af fyrir sigjiij
eitt kvöld í viku. Þannig kveikti
hún áhuga þeirra, hugsun og til-L
finningu og giæddi skilningipi
þeirra á tilverunni ,sjálfum -er
og Guði sínum.
Þetta var móðir Johns Wed-
ey, stofnanda metodism<ins
Hann var einn af, mestu áhrifaiijjj
mönnum kirkjunnar ög mikill
predikari.
Hvað mundi mæðrum dýi ma t
ara en taka þessar konur til i\ í
irmyndar á þessari öld hraðans,
þegar hugsun og íhugun er að
drukkna í hávaða og farast í
hraða atomaldarinnar. Um livað
talar þú við barnið þitt? Talar
þú yfirleitt við það um nokkuð,
sem máli skiptir? Er tal þitt við||
barnið þitt að mestu leyti mein-
ingarlaust nöldur um allt ogjjjj
ekkert?
Hugsaðu þér, að þú mundirjjj
missa það bráðlega, hvað ættiri
þú eftir af sameiginlegum helgi
stundum, sem mundu ilma sem
blómstur og lýsa sem ljós í
sjálfu rökkri dauðans?
Gættu hverrar stundar, sem
þið eigið saman, og helgaðu sem
flestar að dæmi Maríu guðsmóð
ur. Þig mun aldrei iðra þess.
Um hvað talar þú við barnið
þitt?. r
Rvík, Boðunardag Maríu 1956
Árelíus Níelsson.
*
b saa ,
Cinemascope
í Trípólí
Trípolibió hefur tekið upp
sýningar með kvikmyndatjaldi,
semnefnist Cinemascope, nokkurs I
konar bogtjaldi, sem eykur fjar
vídd myndarinnar mikið. Þetta
bogtjald er ein þeirra uppfinn-
inga, sem gerðar hafa verið ú
undanförnum árum og miða að
því að auka ánægju kvikmynda
hússgesta með því að gera kvik
myndina meira lifandi og flytja
hana nær áhorfandanum ef svo
mætti segja.
Myndin sem kvikmyndahúsið
sýnir með þessari nýju aðferð
nefnist Wichita og leikur Joel
McCrea aðalhlutverkið og fjallar
um Wyatt nokkurn Erap, sem
tekur að sér að koma á lögum og
reglu í landnámsbæ og hættir þar
með lífi sínu.
Myndin hlaut svonefndu Henri
etta verðlaun, sem veitt eru af
félagi.. erlendra blaðamanna í
Holjywood sem bezta mynd sinn
ar t.egundar árið 1955.
Jafnframt því að teknar voru
upp sýningar með bogtjaldinu
voru gerðar nokkrar breytingar
á sýningavélunum til samræming
ar. Er þetta góð nýjung og
skemmtileg og eykur mjög ánægj
una af kvikmyndasýningunum.
—0—0—
Falleg músíkmynd
í Nýja bíói
Nýja Bíó sýnir ameríska kvik
mynd, sem þeir kalla „Töframátt
tónanna", og fjallar um ævi rússn
esk-amerísks hijómleika haldar-
ans Sol Huroks. Ævisagan er, eins
og margar Hollywood-ævisögur,
ákaflega væmin, en það gleymist
af því að tónlistin í myndinni er
góð, enda snillingar að verki.
Menn á borð við Ezio Pinsa, sem
leikur Chaliapin, bassasöngvarann
heimsfræga. Þeir eru að vísu
ákaflega ólíkir að útliti, en röddin
í Pinsa er ósvikin, og hann er
allgóður leikari. Þá leikur fiðlu
ieikarinn Isaac Stern í myndinni
en hann er einhver mesti virtous
samtímans. Söngkonan Petri, frá
Metropolitan óperunni, er einnig
afbragð, en svo hafa þeir valið
tenórsöngvara eftir fríðleik en ■
ekki raddgæðum, og spillir það
myndinni verulega á köflum.
E. t. v. er faiiegasti og bezti j
hluti myndarinnar danssýningar
Tamara Toumanova, en hún leik
ur Örnu Pavoíova. Þjóðsögur
ganga um Pavlovu, enginn veit
nú með vissu, hve góð hún var.
En Toumanova er mikil balierína
og dans hennar í þessari mynd
svo fagur, að það borgar sig að
sjá myndina bara hennar vegna.
j
Leikararnir David Wayne
og Anna Baneroft leika
Hurok og konu hans. Ómögulega
getur Hurok hafa verið vitund i
líkur Wayne. Ef svo hefði verið,1
mundi hann aidrei hafa orðið
fremsti impressario Bandaríkj-
anna. Að öiiu samanlögðu er þessi
mjuid þess verð að sjá hana. Tón
Lstin er oft hrífandi og baiiett-
dans framúrskarandi. Þe>s vegna
fyrirgefst aruiað, sem lakara ér. A
skotspónum
Tómas Guðmundsson skáld mun nú vera í þann veg-
inn að flytja búferlum af landi burt. .. . að minnsta kosti
til alllangrar dvalar. . . . Mun hann á næstunn fara vestur
til Ameríku í boðsför, en eftir það halda suður til Spánar
og setjast þar að um skeið. . . . íslenzkum skáldum þykir
gott að búa þar.... Kanaríeyjar þykja nú annars einn eftir-
sóttasti dvalarstaður þeirra íslendinga, sem eiga gjaldeyri..
Þegar dönsku konungshjónin heimsóttu Reykjalund bar það
til tíðinda, að er brottfararstund var upprunnin og konung-
ur kominn að bíl sínum, þeystu hjólríðandi lögregluþjónar
af stað, sem leið liggur í bæinn.... er þeir höfðu ekið um
stund, urðu þeir þess varir, að konungsbifreiðin var alls
ekki á eftir þeim, eins og til stóð, heldur hafði strax snúið
upp til vinnuskálanna ... Vakti Reykjalundur mikinn á»
huga konungs og drottningar og dvaldist þeim lengur þar
en áætlað hafði verið.... Ríkið hefir fest kaup á jarðbor,
sem getur borað á 500—1000 metra dýpi. . . . Vísindamenn
gera sér vonir um að þegar unnt verður að bora á þetta
dýpi í Námaskarði, fáist fullnægjandi sannanir fyrir að unnt
sé að vinna þar 15000—20000 lestir af brennisteini á ári:. ...
Öll íslenzku blöðin tóku dönsku gestunum vel og vinsam-
lega ... Verkfallið í Danmörku stöðvaði blaðaútgáfu þar
og er því fátt um dönsk ummæli. .. . Information, sem .birti
svívirðingar um íslendinga 1954, er forsetinn kom til Dan-
merkur, er enn við sama heygarðshornið ... Vasaútgáfa
blaðsins birti ritstjórnargrein brottfarardag konuhgs í ááma
anda og greinin 1954 .. . Og á forsíðu sama blaðs frétta-
grein, sem byrjaði svona. .. . „íslendingar eru, búnir að
finna gömlu dannebrogsfánana sína og í dag blakta þeir á
hvers manns húsi ... Höfundur þessara skrifa allra, sem
eru merkt með stafnum O, mun verá Börge Outze annar
ritstjóri blaðsins Information var eina blaðið, sem fók
í þennan streng 1954 . . . mundi væntaníega hafa verið eina
blaðið einnig í dag Skyldi einhver íslendingur einhvern
tíman hafa verið eitthvaö ónotalegur við þennan Outze? ...