Tíminn - 15.04.1956, Side 12
«-■
£
VeSurspá. Faxaflói:
Norðaustan kaldi, léttskýjað.
40. árg.
Sunnudagur 15. aprít.
Hiti á nokkrum stöSum kL 18: 1
Reykjavík 2 stig, Akureyri •
stig, London 6 stig, París 2Q
stig, Kaupmannahöfn 4 stig j
„Að meta menn að verðleikum - líka Stalín”
Svipmynd frá oskuhaugum Reykjavíkur í fyrradag
Þa3 mundi vart hafa þótt trúlegur spádómur fyrir nokkrum árum, a3 sá dagur væri nærri, a3 öskuhaugarnir
í Reykjavík væru skreyttir flekkjum af stórum myndum af félaga Stalin — og það rétt fyrir kosningar. Veg-
faranda, sem leið átti um Grandann í fyrradag mundi helzt hafa getað dottið í hug, að þetta væri nýtt kosn-
ingabragð hjá kommúnistum að breiða myndirnar þarna og þá tilgangurinn helzt sá að reyna að snúa Pétri
Hoffmann til réttrar trúar, þegar hann færi að leita sér að fálkaorðum. En svona voru nú öskuhaugarnir í
Reykjavík útlitandi í fyrradag. Norðankaldinn feykti þar þessum glæsilegu myndum til og frá .Einhver hafði
borið þær út, og varla er hugsandi, að slikt öndvegismyndasafn hafi verið annars staðar til, en í höfuðstöðv-
um kommúnista að Þórsgötu 1 eða í nýja flokkshúsinu. Það rennir og stoðum undir þá skoðun, að þarna var
einnig nokkurt upplag af merkilegu fræðsluriti um kommúnisma eftir Sverri Kristjánsson og fleiri slík rit.
Óneitanlega hefði borið minna á því að brenna þetta safn, en kannske kommar hafi verið smeykir við eldhætt-
una. En hvernig sem þessu er öllu saman varið er sjón sögu ríkari og hér sést nú hvernig öskuhaugarnir í
Reykjavík voru skreyttir tii heiðurs íhaldinu i Reykjavík fyrir þessar kosningar. Stalin er fallinn engill víðar
en i Moskvu, og íslenzkir kommúnistar eru fljótir að læra af rússneskum lærifeðrum að „meta menn að verð-
leikum — lika Stalín".
Nýja stjórnin á Ceyion:
Afþakka orður og
titla drottoiogar. -
Ekki vín í veizlum
Strandferðaskipin anna
varla vöruflutningunum
Nær upppantað í Norðurlandaferíir Heklu í
sumar. — Þyrill í lýsisflutningum til útlanda
London, 13. apríl. — Hið nýja
ráðuneyti Bandarnaike ákvað á
fyrsta fundi sínum í dag, að gera
engar tillögur til Elísabetar
drottningar varðandi nafnbóta
eða orðuveitingar til íbúa Ceylon,
en skv. venju heiðrar drottning
skv. tilnefningu ýmsa menn í
Bretlandi og samveldislöndunuin
í tilefni af afmælisdegi sínum.
Jafnframt var þeim tilmælum
beint til drottningar, að hún léti
vera yfirleitt, að sæma Ceýlon-
búa nokkrum heiðursmerkjum
eða nafnbótum yfirleittt. Hefir
brekza útvarpið eftir fréttaritara
sínum þar eystra, að þessi afstaða
forsætisráðherra og stjórnar hans
sé í samrænii við þá stefnu hans,
að Ceylon segi sig úr brezka sam-
veldinu. — Þá var og samþykkt
á ráðuneytisfundinum, að ráð-
herrum og starfsmönnum utan
ríkisþjónustunnar skyldi bannað
að veita áfenga drykki við opin
berar móttökur eða í veizlum.
Sumarfagnaður
Stúdentaféiagsins
Stúdentafélag Reykjavíkur efnir
til sumarfagnaðar næsta miðviku-
dag í Sjálfstæðishúsinu. Verður
þar góður fagnaður eins og vant
er á hinum vinsælu kvöldvökum
félagsins. Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur, mun skemmta og
Lárus Pálsson, leikari, lesa upp.
Ktukkan 12 á miðnætti verður
sumri fagnað, og flytur Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri, þá ávarp.
Síðar í þessum mánuði efnir fé-
lagið til umræðufundar, og í þetta
sinn er umræðuefnið: Viðhorf ís-
lendinga til framandi stjórnarhátta
Er séra Sigurbjörn Einarsson, pró-
fessor, framsögumaður í því máii.
Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Guðjón Teitsson,
forstjóra Skipaútgerðar ríkisins um strandsiglingarnar og
utanlandssiglingar ríkisskipanna í sumar.
— Er Esja komin úr viðgerð-
inni?
— Nei, en hún er nú senn til-
búin að hefja ferðir á ný. Á henni
hefir nú farið fram 15 ára flokk-
unarviðgerð, og er hún mjög gagn
gerð og er langmesta viðgerð, er
hér hefir farið fram á jafnstóru
skipi. Ráðgert var í upphafi, að við
gerðinni lyki á mánuði, en hún
tók tvo mánuði, og varð því að
haga strandferðum öðru vísi en
ætlað var vegna þess. Nú standa
vonir til, að skipið geti farið í
strandferð 24. apríl.
Miklir flutningar.
Um áramótin voru fólksflutn-
ingar geysimiklir, með strand-
ferðaskipunum, eins og áður hef-
ir verið frá skýrt, en nú þegar
landleiðir ílestar hafa verið opn-
ar í góðviðrunum, er minna um
fólksflutninga með skipunum.
— En eru vöruflutningarnir
miklir?
— Já, þeir eru alltaf mjög mikl
ir, og eru skipin jafnan íullfermd
vörum, einkum frá Reykjavík.
Ilekla verður nú til dæmis að fara
inn til Sauðárkróks með 100 lest
ir af vörum, sem Skjaldbreið gat
elcki tekið. Svo er það bftar, að
skipin geta ekki annað öllum vöru
flutningum frá eða aö öllum við-
komuhöfnum sínum.
Utanlandssiglingarnar.
— En hvað er að frétta af utan-
landssiglingunum?
— Eins og undanfarin sumur
mun Skipaútgerðin halda uppi
ferðum til Norðurlanda þrjá mán
uði sumarsins, og verður H,ekla
í þeim förum og ferðaáætlun- svip
uð og áður. Fer hún í fyrstu för
ina 2. júní, og síðan annan hvern
laugardag, svo að skipaferðir
verða héðan með íslenzkum skip-
um hvern laugardag til Norður-
landa. Mjög mikil aðsókn er að
þessum sumarferðum, og er þeg-
ar fullpantað í sumar ferðirnar
en nær fullt í aðrar. Virðast þess-
ar ferðir mjög vinsælar.
Þyrill í lýsisflutningum.
— En í hvaða flutningum er
olískipið Þyrill núna?
— Hann hefir verið í utanlands
siglingum síðan í haust, aðallega
flutt lýsi til Evrópuhafna og er
búinn að fara 9 slíkar ferðir. vær
ferðir enn eru ákveðnar. Einnig
hefir hann farið tvær ferðir með
olíu milli Oslóar og Hamborgar.
Nú sem stendur er hann að fara
með hvallýsi til Bremerhaven. Áð-
ur hafa erlend skip ætíð verið í
þessum lýsisflutningum, og er
þetta því í þá átt, að þessir flutn
ingar færist á íslenzkar hendur.
Þyrill er mjög heppilegt skip til
þessara flutninga.
Skólabörn á Kýpur
Bretum erfið
Nicosia, 13. apríl. Talsverðar óeirð
ir og hópgöngur voru á Kýpur í
dag, einkum láta börn og unglingar
mikið til sín taka. Lokað var fjór
um skólum í Nicosíu í dag vegna
óspekta skólabarnanna. í Limsoll
kvað mikið að því, að börnin yfir
gæfu kennslustundir og "færu í
hópum um göturnar. Sumstaðar
var þeim dreift af herinönnum,
sem beittu kylfum. Synjað hefir
verið um náðun tvítugs Kýpurbúa,
sem dæmdur var fyrir nokkru til
dauða fyrir að hafa skotið lögreglu
þjón til bana.
Búizt viö að vinna hefjist
víðast í Danmörku á morgun
En verkföl! og átök héldu áfram í gærdag
Kaupmannahöfn, 13. apríl. — Eins og áður hefir verið
frá skýrt, brugðust danskir verkamenn fremur illa við þeirri
ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og þingsins að lögfesta miðl-
unartillögu þá, sem sáttasemjari hafði borið fram í vinnu-
deilunni. Hafði henni áður verið hafnað í verkalýðsfélögun-
um við atkvæðagreiðslu með nokkrum meirihluta. í gær og
dag hefir verkfallið haldið áfram í mörgum borgum og
bæjum landsins, en sums staðar komið til átaka. í Álaborg
var einn lögreglumaður drepinn í ryskingum mijli lögreglu
og verkfallsmanna.
í þeim átökunm meiddust marg
ir og sumir talsvert alvarlega. í
dag hefir yfírleitt verið kyrrlátara,
þótt sumstaðar hafi komið til smá
árekstra.
Danska listsýningin
Danska listsýningin í Listasafni rík-
isins í Þjóðminjasafninu er opin dag
lega til kl. 10 á kvöidin og ‘ er að-
gangur ókeypis. Þarna er úrval mál-
verka og höggmynda og einstakt
tækifæri til að kynnast listaverkum
ágætrar menningarþjóðar. Meðal
höggmynda er þessi fallega stúlku-
mynd eftir Astrid Noack, sem er
mjög kunn listakona (lézt 1954).
Blöð koma víðast ekki út.
Verkalýðsfélögin hafa yfirleitt
ákveðið, að hefja vinnu á mánu
dag, en halda verkföllunum áfram
þangað til í mótmælaskyni við
lögþvingunaraðgerðir þingsins.
Prentarar eru í verkfalli í mörg
um prentsmiðjum og koma mörg
blöð ekki út í dag. Bitnar verk
fallið nú ýafnt á blöðum jafnaðar
manna sem annarra.
Sjómannafélagið er einna ó-
ánægðast allra fagfélaga með
kjörin skv. hinni lögboðnu tillögu.
Samþykktu þeir að halda verkfall
inu áfram, en nú mun unnið að
því að semja við félagið um lag
færingar á þeim atriðum, sem sjó
mönnum þótti verst. Allsherjar
verkfallið, sem efnt var til í Es
bjerg, er kunnugt varð um lögfest
inguna, hélt áfram .í dag. Þá hafa
flugvallarstarfsmenn gert verkfall
og hafa flugsamgöngur að mestu
lagzt niður. Af þessum sökum eru
engar samgöngur hvorki á sjó né
í iofti við Borgundarhólm og
nokkra aðra staði í Danmörku.
Bókauppboð Sigurð-
ar Benediktssonar
Sigurður Benediktsson efnir til
bókauppboðs í Sjálfstæðishúsinu
á morgun, mánudag, kl. 5 síðdeg.
is. Bækurnar verða til sýnis í dag:
kl. 2—7 síðdegis og á morgun kl.
10—4 síðd.
Er þarna á boðstólum allmikið
safn fágætra erlendra ferðabóka.
um ísland, auk fágætra og ganx
alla íslenzkra bóka.
Lélegur afli hjá |
Sandgerðisbátum
Frá fréttaritara Tímans í
Sandgerði.
Afli hefir verið heldur tregur
hjá Sandgerðisbátum að undan-
förnu, en virtist þá með bezta
móti í gær. Þá var vitað um báta,
sem voru með 8—10 lestir, eu
algengastur afli að undanförnu
hefir verið 5—8 lestir. Allir Sand
gerðisbátar róa með línu.
Konurnar „sungu piltinn tii
dauða“ fyrir brot á siðalögum
Asiralícnegri dauðvoaa á sjúkrahúsi í Darwin
London, 13. apríl. í útvarpsfregn
uin frá Ástralíu er skýrt frá því,
að 19 ára gamail piltur, svertingi
úr hópi innborinna Ástralíunegra
liggi hættulega veikur á sjúkra
húsi í borginni Darwin í Ástralíu.
Að því er vitað er, þá er orsök
veikinda hans sú, að ættflokkur
haus framdi yfir honum fyrir
viku síðan magnaða formælinga-
og útskúfunarathöfn, sein er hefð
bundin refsing meðal þessa fólks
fyrir brot á lögum og siðaboðum
ættbálksins. Fórmælingaathöfn
þessi nefnist á máli Ástralíunegra
,,að syngja sákbormnginn
dauða“. Frömdu konur þessa at
höfn og segir Ástralíuútvarpið, aði
slík sé trú hinna innfæddu svert
ingja á mátt formælinganna,' atS
hinu seki ráfi á brott, veslist upjn
og deyi á skömmum tíma.
Líðan unglings þessa, sem lig í
ur á sjúkrahúsinu í Darwin, e -
mjög slæm og líf hans virði ý,
hanga á þræði. Læknar s< 5j ,j
að honum hraki stöðugt, en sar . '
geta þeir ekki fimdið að r^’i
sérstakt sé að honum. Hann .
ekki til að neyta matar né dryi j
ar og læknisaðgerðir virðast eaj
in áhrif hafa á huuu,