Tíminn - 18.04.1956, Side 8

Tíminn - 18.04.1956, Side 8
8 r-----— — ----------—-—- í slendLngaþættir Dánarminning: Guðný Jónasdóitir Alfaðir ræður öldurnar rísa eilífðin breiðir út faðminn sinn djúpa. Sig Eggerz. Hún andaðist á heimili sínu 7. janúar s. 1. Þessi andlátsfregn kom mjög óvart, eins og svo margar fleiri. Hún var frísk þann sjötta, og lauk við sitt venjulega dags verk — en liðin að morgni þess sjöunda. Þetta minnir okkur mjög á það, hvað stutt er brúin, sem við förum öll á milli þessa lífs og annars, og hvað við getum staðið nærri brúarsporðinum, þó hraust séum að loknu dagsverki. Guðný Jónasdóttir var fædd á Hóli í Breiðadal, 30. okt. 1891. Foreldrar hennar voru Jónas Er lendsson bóndi þar, og kona hans Helga Eyjólfína Þorvarðardóttir. Guðný var ung tekin í fóstur af hjónþnum á Dísastaðaseli, Björgu Björnsdóttur og Árna Birni Árna syni, og þar ólst hún upp sem þeirra eigin dóttir væri. Á þessu reglusama heimili, þar sem hver hlutur var á sínum stað, og hverju verki var ætlaður sinn tími. Þau hjón bjuggu litlu en farsælu búi. „Selið“ eins og það var venju- lega kallað er sunnanvert í Norður dalnum. Þaðan er útsýni gott um Norðurdal allan, þennan fjallasal, sem er umgirtur á þrjá vegu háum fjöllum og tindum og djúpum döl- um á milli. Og af „selinu“ blasa við inn til dalsins norðanmegin hinir mörgu og fallegu Þorvalds staðadalir. Og forlögin voru ráðin. Úr þess um dal fór Guðný aldrei. Því árið 1915 fluttist hún að Þorvaldsstöð um og 18. marz 1916 giftist hún eftirlifandi manni sínum Jóni Björgólfssyni sem þar bjó með fósturforeldrum sínum, þeim Sig urði Guðmundssyni, og Björgu Stígsdóttur sem þar höfðu lengi bú ið stóru og góðu búi, og við rausn mikla. Þau Guðný og Jón bjuggu allan sinn búskap á Þorvaldsstöðum, og alltaf stóru búi, og höfðu lengi framan af búskap sínum margt hjúa, áður en börn þeirra komust upp. Oft var þar um 20 manns 1 heímili og ærið að starfa. Og sem að vonum Jætur, var hlutur húsfreyjunnar stór, að hugsa um bú og börn, og hvíldartíminn var oft stuttur: Bóndinn þurfti oft að heiman til opinberra starfa, og þegar það er, þarf húsfreyjan að hafa margt í huganum. Hjá þessari húsmóður þótti fólki gott að vera hún var vinur þess og félagi. Þau Guðný og Jón eignuðust 13 mannmannvænleg börn, sem öll eru á lífi ,og uppkominn. Það er myndarlegur systkinahópur. Þegar ég minnist Guðnýjar á Þorvaldsstöðum, koma mér í hug þessi orð skáldsins: „Og bæri ég heim mín brot, og minn harm, þú brostir af djúpum sefa. Þú vogst upp björg, á þinn veika arm. Þú vissir ei hik eða efa. í alheim ég þekki einn einasta barm sem allt kunni að fyrirgefa". Er það ekki einmitt þetta, sem þessi móðir hefir gert. Hún er bú- in að lyfta mörgu bjarginu án þess að hika eða efa. Það fyrsta sem börnin hennar muna eftir sér er það, að þau höfðu réttinn til að biðja, en hún máttinn til að gefa, og þessi máttur er vold ugur, því hver getur gefið jafnt takmarkalaust, eins og góð móðir. „í alheim ég þekkfeinn einasta barm sem allt kunni að fyrirgefa“. Frá slíkum barmi, eru beztu jarðnesk upptök lífsins sprottin. Dánarminning: Guðmundur Pálsson Þann 20. febrúar síðastl. lézt að heimili sínu Guðmundur Pálsson, Hvarfi í Víðidal. Hann var fæddur að Hvarfi 6 júní 1931 og því aðeins á 25. ald- ursári. Ólst Guðmundur þar upp í hópi systkina og frændsystkina. Hefir það efalaust verið glaðvær hópur, sem hefir átt sína æsku- drauma við vítt og fagurt útsýni, þar sem var leikið sér með legg og skel. Ungur fór Guðmundur að hjálpa foreldrum sínum við heimilisstörf in og nú á seinni árum hvíldi önn heimilisins að verulegu leyti á honum. Snemma kom í Ijós að hann var dugmikill starfsmaður og gekk með áhuga og ósérhlífni að hverju verki. Hann hafði og mikla ánægju af hestum og var meira fyrir að bregða sér á hestbak en að ferðast í bíl. Hann mun líka hafa haft góða stjórn á þeim til vinnu. Á seinni árum vann Guðmundur með foreldrum sínum að ýmsum umbótum á jörðinni, svo sem tún rækt, girðingum og húsabótum. Þó að nóg væri að starfa heima fyrir, var hann þó fús að Ijá öðrum lið, ef til hans var leitað og var þá jafnan reiðubúinn til hjálpar. Guð- mundur var hinn geðþekkasti og viðfeldnasti piltur. Jafnan glaðvær og hress í anda. Mun hann þó allt frá bernsku hafa átt við nokkra vanheilsu að stríða. Guðmundur Pálsson var jarðsett ur að Víðidalstungukirkju 1. marz. Mikið fjölmenni var við útförina. Við hið óvænta fráfall hans tregar sveitin hann. Sér í lagi munu fé- lagar hans úr framanverðum Viði- dal sakna hans úr sínum hópi. Þeir höfðu af honum nánust kynni og áttu oft leiðir saman með honum. En þyngstur harmur er þó kveð- in að foreldrum hans og nánustu ástvinum. Mættu orð frelsarans veita þeim huggun. „Sælir eru syrgjendur því að þeir munu huggaðir verða.“ í gegn um harmanna él sjáum vér ljós Hans sem leið og dó fyrir oss. 25. marz 1956. Gunnbór Guðmundsson. JarSarför móður minnar, Guðrúnar Gísladóttur, fer fram laugardaginn 21. apríl frá heimili hennar, Ásgarði, Gríms- nesi. Hefsf með húskveðju ki. 11,30. — Bílferð frá Bifröst sama dag kl. 10. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Og frá þessum bármi hafa systkin- in á Þorvaldsstöðum fengið góðan arf. Það er þessi góði þáttur í lífi okkar allra, sem svo mikið er undir komið, að ekki bresti, á meðan mest á reynir. Guðný var merk kona um margt. Hún var fróð og minnug, og skáld- mælt vel, og alltaf var gaman við hana að tala, hvort sem það var um hið daglega líf og strit, eða á víðara sviði. Og það sem hún orti bar með sér velvildina til alls og ailra. „Það var afstaðan til lífsins" eins og þessi staka hennar ber með sér: Ég er sátt við allt hvað er þó öldur rísi kaldar. Gæfan hefir gefið mér gjafir þúsundfaldar. Fyrir nokkrum árum hættu þau Þorvaldsstaðahjón að mestu bú- skap, og fengu tveimur yngstu son um sínum jörð og bú, og búa þeir þar félagsbúi síðan. En Guðný stóð að mestu fyrir búi hjá þeim. Enn- fremur flutti þangað heim aftur, þriðji sonur þeirra hjóna, og býr þar einnig og síðan. Þessir bræður eru þeir fyrstu hér í sveit, sem eru búnir að koma upp rafvirkjun. Ég minnist gamla eiginmannsins, sem saknar hennar, sem staðið hef ir við hlið hans í 40 ár. Það er mik- ils að sakna, og margs að minnast, en þær minningar eru honum ljúf- ar og göfugar. Margar vonir hafa rætzt, og margir erfiðleikar hafa verið yfirunnir sameiginlega. Dags verkið er orðið mikið — og mikils- vert. Og góður er sá arfur, sem þessi hjón skila okkar litla þjóð- félagi. Ég sendi eiginmanninum og öll- um ástvinum hinnar látnu beztu samúðarkveðjur. Guðný var jarðsungin í heima- grafreit. Það mun henni hafa verið kært að fá að hvíla í móðurmold- inni heima. Hún sagði eitt sinn, að hún vonaðist eftir, að hún þyrfti aldrei að fara frá Þorvaldsstöðum. Svo þótti henni vænt um þann stað, eins og þessi vísa hennar ber með sér, þar sem hún kveður um Þor- valdsstaði. Þar hef ég átt mitt yndi mest og öðlast lífsins krafta. þar hef ég lifað, lífið bezt lært að græða og tapa. En alfaðir ræður. Nú er hún farin að „heiman heim“ eins og hún orðaði það sjálf í ljóði: Heim til fegri dala — þangað sem eilífð- in breiðir út faðminn sinn djúpa. Með virðingu og þökk fyrir sam- fylgdina. — Þín minning er kær. B. M. Baðstofan (Framhald af 5. siöu.i grein fyrir því, að eitthvað kunni að hafa verið úr fellt og saknar því einskis, en sparar þá drjúg- an tíma. Sama má um flestar aðr ar greinar segja, að þær eru að mestu lausar við málalengingar, sem algengar eru í fjölda rit- verka, án þess að gagna aðal- efninu. Þá hefir ritið einn stóran kost, sem er sá, að fágætt mun að finna þar málvillur eða lélegt málfar, en sem því miður verður ekki með sönnu sagt um öll þýdd ritverk (ritið er nær allt þýðing- ar úr öðrum málum). Með þessum ummælum vildi ég vekja athygli á nefndu tímariti, allra þeirra, sem ekki hafa áður kynnst því, en sækjast eftir fjöl- breyttum fróðleik og alhliða sjón armiðum (hlutdrægni í efnisvali virðist ekki eiga sér stað), en skortir tíma eða getu til að ná því marki með lestri margra og dýrra erlendra tímarita. Má telja illa farið, ef margs konar ómerk blöð og tímarit verða til þess, að skyggja um of á það sem vel er gert á þessu sviði. — Lýkur þar bréfi S. E. og ætti það að vera góð auglýsing fyrir nefnt tímarit og e. t v. grundvöllur til frekari umræðna. — Frosti. íþróttir (Framhald af 4. síðu. Bury 40 15 8 17 82-85 38 West Ham 39 13 10 16 69-65 36 Doncaster 39 12 11 16 69-87 35 Middlesbro 38 13 8 17 64-72 34 Rotherham 37 12 9 16 53-65 33 Barnsley 40 11 11 18 45-80 33 N. County 41 11 9 21 54-79 31 Plymouth 41 10 7 24 52-85 27 Hull City 39 9 6 24 48-86 24 T f MIN N, miSvikudaginn 18. apríl 1956., BÆKUR OG HÖFUNDAR Graham Greene fær kaldar móttökur í Bandaríkjunum - Dansk-amerískur höf- undur „slær í gegn“ - Ný bók um Toscanini AMERÍSK BLÖÐ hafa nú birt rit- dóma um nýjustu bók Grahams Greene, „The Quiet American", sem út kom skömmu fyrir jólin og hefir vakið mikla athygli. Naum- ast verður Greene mjög ánægður með umsögn gagnrýnenda vestan hafs, þótt hún komi honum vafa- laust ekki á óvart. En það er skemmst af að segja, að ritdóm arnir eru ekki „quiet“ heldur há- værir og flestir á eina lund. Blcð- in draga ekki í efa, að Greene sé skáld gott, en telja að hann hafi í þessari bók dregið upp mynd af bandarískri söguhetju sem sé vís- vitandi afskræmd til að svívirða Bandaríkjamenn. ÞAÐ ER SÖGUHETJAN Pyle, sem fer í taugarnar á gagnrýnendun- um. New York Times segir, að bók Greenes sé „pólitísk skáldsaga“, gerð til þess að hæða Bandaríkin og draga úr áhrifum þeirra á al- þjóðavettvangi. Graham Greene, segir gagnrýnandinn í New York Times Book Review, sýnir mynd af Bandaríkjunum, sem er þegar kynnt af frönsku hlutleysisstefn- unni, og afskræmda mynd af Bandaríkjamanni, sem er af svip- aðri gerð og týpur Sartres. Gagnrýnandi í New York Herald Tribune segir Pyle svo afskræmi- lega manngerð, að erfitt sé að trúa því að hann sé skapaður af svo við urkenndum höfundi sem Greene, og enn er sagt, að sá Bandaríkja- maður sé í meira lagi rólegur og skapgóður, sem geti lesið bókina til enda án þess að stökkva upp á nef sér. ORVILLE PRESCOTT minnir á það í New York Times, að Graham Greene var neitað um vegabréfsá- ritun til Bandaríkjanna í Saigon 1952, og telur, að nú sé skáldið að hefna þeirrar móðgunar. Harð- asta gagnrýni er að finna í Time, sem heldur því fram, að bókin muni notadrjúgt vopn fyrir kom- Fimm ár liðin . . . . múnista í áróðri gegn Bandaríkja- mönnum. Þessi bók Greene er nú að koma út á dönsku og heitir „Den stil- færdige Amerikaner". Útgefandi er Hasselbach. Dansk-amerískur höfundur „slær í gegn“. DANSK-AMERÍSKUR höfundur, Frank Thomson, 26 ára gamall, hefir ritað skáldsögu, sem hlýtur mikið lof vestra. Bókin heitir „Your Own Beloved Sons,“ (Rand- om House, 230 bls. $3,50). Þetta er stríðsbók, frá Kóreu, en fjallar þó ekki um stríðið sjálft, heldur menn ina, sem sendir eru til að berjast. Gagnrýnendur líkja Thompson við Remarque og Mailer. „Hér er bók, sem vekur undrun og aðdá- un,“ segir Saturday Review of Lit- erature. Bók um Toscanini. GAMALL VINUR og samstarfsmað ur Toscaninis, Samuel Chitzinoff, hefir skrifað bók um hinn mikla hljómsveitarstjóra. Bókin er meira en ævisaga. Hún er nærmynd af manninum í starfi, bæði á hljóm- leikum og æfingum, og nokkurt mat á músíktúlkun hans. lllliiiilllllllllllllllllllimmiimomimillliiillllllt^Hllini - •* ( Alls konar I | verkfæri: ) Legusköfur Öfuguggar Snittæki f Hamarssköft Kúluhamrar Slaghamrar Sagarbogar Boltaklippur Keðjurörtengur (Framhald af 4. síðu.) Einn í bæjarstjórninni sagði síð ar, að hann hefði séð mann koma hlaupandi kviknakinn út úr húi i einu með plusshatt á höfði og mál- verk af sér í hendinni. Heimsblöðin skrifuðu nokkurs konar minningargreinar um hina fögru borg, en þau vclmeintu og góðu orð voru oí snemma sögð. Eins og fuglinn Fönix reis San Francisco af öskuhaugrmm og ekki liðu nema níu ár þar til borgin bauð heiminum að koma til alþjóð- legrar vörusýningar. Þjalir Skrúf járn Lóðlampar Skiftilyklar Griptengur Vírburstar HEÐINN Sex jarðskjálftar. Þegar borgin var byggð að nýju, var þess gætt að byggja hana þann ig að hún væri vel varin gegn jarð skjálftum og að ekki kæmi til ann- ars eins tjóns af eldi og þann 18. apríl, en það er sannast mála, að eldurinn olli meiru tjóni en jarð- skjálftinn, þótt þar yrðu upphöf skaðans. Vatnsleiðslur eru sveigj- anlegar og á 150 stöðum í borginni eru geymdir til samans fimmtíu milljónir lítrar af vatni. Á þeim fimmtíu árum, sem liðin eru síðan jarðskjálftinn varð í San Francisco, hafa sex meiriháttar jarðskjálftar herjað í Kaiiforníu og eiga þeir rætur að rekja til San Andreas jarðsigsins. Margir létu líf ið í jarðskjálftanum á Long Beach 1933, Santa Barbara varð fyrir á- falli 1925 og Imperial Valley 1940. Síðasti jarðskjálftinn varð 1950 á Tehachapi og Bakersfield svæðinu. Þá létu sextán manns lífið og tjón- ið var metið á 120 milljónir doll- ara. Menn eru sammála um að San Andreas jarðsigið hvíli sig aldrei lengi í einu og sérfræðingar draga ekki í efa að mikill' jarðskjálfti geti skollið á hvenær sem er. = 2 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiitiimiliiiM 14 OG 18 KAUATA TRÚLOFUN ARHRIN G Ali CtJut! Eru skepnurnar og heyið tryggf? aAMvai<rm7nKvna<ain«iaAM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.