Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 4
T ,í M IX N, laugardaaifuv 21;! áprfl- Í856, Faðlr ríkustu stúlku Ítalíu myrti vegfarendur um nætur Níu ára gömul varð hún sjónarvottur að því er faðirj hennar framdi morð. Hin dökkhærða ítalska fegurðardís, sem heitir Ka.rólína og er nú ríkasta ungfrú Ítalíu, segir þannig frá æskuminningu sinni: „Faðir minn var að þjarka við ó- kunnugan mann í eldhúsinu eitt kvöldið. Ég heyrði tíl'þeirra og fór að huga að þeim. Á eldhúsgólfinu sá ég mann, sem var skorinn á háls með höfuðið atað í blóði. Ég flýtti mér aftur í rúmið.“ Nokkrum mánuðum eftir þetta var Ernesto Picchioni faðir Karó- línu orðinn frægur um alla Ítalíu undir nafninu „Skrímslið í Ner- ola“. Hann bjó ásamt konu sinni, tveimur dætrum og syni,- í sagga- fullum steinkofa í hæðunum aust- ur af Rómaborg. Maðurinn er sagð- ur hafa verið hænsnaþjófur og, monthani og í fyrstu gerzt fasisti og síðan kommúnisti. Karólína segir að hann hafi hrellt íjölskyldu sína á alla lund og í einn ííma neyddi hann konu sína og börn til að grafa fjölskyldugröf að baki hússins til þess „hún verði íilbú- in, þegar ég þarf að losna við ykkur.“ í slóð Axlar-Bjarnar. Það var eitt kvöld árið 1944 eftir að farið var að skyggja, að lögfræðingur nokkur, Pietro Monni, stanzaði skammt frá kofa Picchioni og bað um aðstoð við að gera við sprunginn hjólbarða á reiðhjóli sínu. Það varð úr að Monni afréð að gista um nóttina. Móðir Karólínu vaknaði við skot- hvell um nóttina og sá mann sinn bera eitthvað vafið inn í lök út úr húsinu, en mannsfætur sáust undan földunum. Þremur árum síðar gisti annar vegfarandi á reiðhjóli, en lifði nóttina ekki af. Þrátt fyrir það, þótt móðir Karó- línu lifði í stöðugum ótta um líf sitt og barna sinna ef hún léti nokkuð uppskátt um athafnir manns síns, setti hún í sig kjark við þetta síðasta morð og gerði lögreglunni aðvart. Picchioni ját- aði við yfirheyrzlur að hafa íram- ið tvö morð til viðbótar þeim, sem hér er getið og jafnframt var hann sakaður um að hafa íramið nokkur til viðbótar, sem hann þó neitaði. Picchioni var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Svipar glæpaferli þessa manns mjög til ferils Axlar- Bjarnar, sem einnig íók vegmóða menn af lífi og rændi þá. Eins og kunnugt er, voru glæpir Axlar- Bjarnar orðnir svo miklir, að sagt var hann hefði ekki séð sólina. Er frægt^ þegar hann va>r staddur við kirkj"u í heiðskíru veðri og sagði: „Nú eru sólarlitlir dagar, piltar.“ Fékk gott uppeldi. Þótt æska Karólínu væri með þeim ósköpum sem áður getur, fékk hún gott uppeldi áður en lauk. Eftir að faðir hennar var kominn í fangelsi, tók móðir henn ar að sér þvott fyrir aðra, en Karó- lína og systur hennar voru send- ar á munaðarleysingjahæli Cala- sanziane systurreglunnar í Róm. Þarna voru Karólínu kenndar hannyrðir, en hún fór aldrei út úr húsi öðruvísi en í hópi ann- arra, sá engar kvikmyndir og las aðeins trúfræðilegar bækur. Hún varð að rísa úr rekkju klukkan: hálfsex á hverjum morgni og hlýða ' messu klukkan sex. Síðan beið: hennar daglöng vinna. Síðast liðið haust, þegar Karó- lína var seytján ára, hávaxin, grönn og dökkeyg stúlka, varð mikil breyting á högum hennar. | P’orstöðukonur hælisins sögðu hin-; um 157 viststúlkum að raða sér upp vegna þess að könnun stæði fyrir dyrum. Síðan gekk gráhærð- ur, vel klæddur maður meðfram röðinni og sagði: „Ég vil taka hana“, og benti á Karólínu. Syst- ur hælisins gripu frammí í skynd- ingu og sögðu manninum frá íöð- ur hennar. „Það er því meiri á- stæða til að velja hana“, sagði maðurinn, „hún á skilið tækifæri," Vildi enska hefðarmey. Góðgjörðamaður Karólínu nefnd ist Robert Wilbraham Fitz Aucher og var Englendingur. Aucher var nýríkur, hafði græðzt óhemju fé á að selja ryðvarnarefni íil belg- ísks stálframleiðslufyrirtækis íyrir um eina miljón dollara. Með hag- sýni og dugnaði tókst að auka mjög við þessa fjárhæð. Hann gift ist ekki, en aftur á móti var hann einmana og ákvað meðal annars að taka fátæka ítalska stúlku til fósturs og gera hana að enskri hefðarmey. ítalskir vinir hans bentu honum á að fara til hælis Calasanziane systranna. Aucher lét síðan ganga löglega frá öllu sem viðkom fóstrun hans á Karólínu og yngri systur henn- ar, Gabríelu. Að því búnu fór hann í ferðalag til að sinna ýmsum fyrir tækjum, sem hann hafði stofnað í mörgum löndum, en hafði áður kolnið Karólínu fyrir hjá eldri hjónum í einu af beztu hverfum llómar. Konunglegir tímar fóru nú í hönd fyrir Karólínu og einu sinni í viku fór hún akandi í Rolls Royce heim til þorpsins Nerola, þar sem hún hafði verið í barnæSku. Auch- er lét kenna henni ensku, tennis og bifreiðarakstur og hafði gert áætlun um að flytja hana til Lund- úna. Ríkasta stúlka Ítalíu. Það varð þó aldrei af því, að Bréfkorn frá Monaco Eftir Art Euchwald Vandamál að loknu brúðkaupi Art Buchwald KAROLINA PICCHIONI hús handa móSur sinni Aucher yrði viðstaddur komu Karólínu til Lundúna. Nú nýlega lézt hann úr hjartasl'agi. Öll dag- blöð í Róm fluttu þá forsíðufregn- ina af La Ceneréntola, öskubusku, sem haíði erft um það bil ívær miljónir dollara samkvæmt erfða- skrá góðgjörðamanns síns. Og á svipstundu varð dóttir fjöldamorð- ingjans frá Nerola ríkasta seytján ára stúlka í Ítalíu. Hún sagði blaða mönnum að hún myndi byggja hús yfir móður sína og biðja fyrir sálu signors Fitz Auchers, þess góða manns. Eins og skýrt hefir verið frá í fréttum blaösins hefir að undan- förnu staðið yfir bridgekeppni um réttinn til að spila fyrir íslands hönd á Evrópumeistaramótinu, sem háð verður í Stokkhólmi í sumar. Sjálfkjörin til að að spila í keppninni var sú sveit, sem sigr- aði á síðasta íslandsmóti, en það var sveit Brynjólfs Stefánssonar. Hins vegar dró Brynjólfur sjálf- ur sig til baka, og voru þá valdir í sveitina þeir Gunnlaugur Krist- jánsson og Vilhjálmur Sigurðsson, en fyrir voru Eggert Benónýsson, Kristján Kristjánsson, Ólafur Haukur Ólafsson og Stefán J. Guðjohnsen. Bridgesamband ís- lands valdi sveit gegn íslandsmeist urunum, og varð sveit Harðar Þórðarsonar fyrir valinu, en hún varð í öðru sæti á íslandsmótinu, með sömu stigatölu og sigurvegar- arnir. í sveit Harðar eru auk hans Einar Þorfinnsson, Gunnar Guð- mundsson, Kristinn Bergþórsson og Lárus Karlsson, en fyrir val- inu sem sjötti maður varð Stefán Stefánsson. Ákveðið var, að sveitirnar spil- uðu 120 spil og ef munurinn yrði þá innan við 15 stig skildu þær spila 60 spil til viðbótar og sú sveitin, sem þá hefir stig yfir reiknast sem sigurvegari. Undirbúningur af hálfu Bridge- sambandsins fyrir þessa keppni hefir verið með ágætum. Hvert einstakt spil hefir verið skrifað niður; sagnir og fyrstu úrspil, og fæst á þann hátt nokkur mæli- kvarði á getu einstakra manna í sveitunum, þótt sá mælikvarði sé hins vegar engan veginn einhlít- ur, eða eftir honum verði farið með endanlegt val á landsliðinu. Leikar fóru svo, að eftir 120 spil skildu sveitirnar jafnar — eða Hörður hefir fjögur stig yfir. Keppninni lýkur í dag og verða þá 60 spil, og hefst hún kl. 1,30 eftir hádegi, og á Hörður þessi fjögur stig til góða. Yfirleitt er hægt að segja, að keppnin hafi verið mjög jöfn, og þeir, sem hafa haft aðstöðu til að fylgjast með henni, segja, að hún hafi verið sízt spiluð í fyrstu, en síðan lagazt mjög. Eftir fyrstu 40 spilin hafði sveit Islandsmeistaranna 20 stig y£ir, en í næstu lotu tókst Herði ab v:nna þann mun upp, og komst þremur stigum yfir, og í síðustu 40 spil- unum urðu engar breytingar, sem heitið getur, og sveiflur minni en áður. Nánar verður skýrt frá keppninni er endanleg úrslit hafa fengizt í dag. Að lokum fer hér eitt spil úr keppninni: á 10 4 2 V D 5 * G 8 7 5 4 * 9 6 4 á K 7 5 3 A D G 9 8 ¥ Á 6 3 ^ K 7 4 ♦ 10 632 ♦ Á D 4> 10 8 « KDG7 * Á6 V G 10 9 3 2 * K 9 * Á 5 3 2 Á borði 1, en þar sátu Vilhjálm- ur og Gunnlaugur sem vestur/ austur, gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 1(?, pass 1A Pass 3 4i pass 4A Norður spilaði út hjarta D, sem Vilhjálmur tók á Á heima. Hann spilaði því næst laufa 10, sem suð- ur tók á Á, og spilaði hjarta, sem tekið var á K í blindum. Vilhjálm- ur spilaði nú laufa K og D og kastaði niður hjarta heima, og spil ; aði síðan spaða. Suður tók á Á og spilaði síðasta laufinu, sem var trompað með spaða K, en síðan . voru trompin tekin og þá var stað- , an þannig: A------ V ----- ♦ G 8 7 * ---- A — — A--- V------ V 7 ♦ 10 6 3 ♦ Á D ♦ --- * ---- A------ V 10 ♦ K 9 * ---- Nú spilaði Vilhjálmur suður inn á hjarta og fékk því ívo síð- ustu slagina á tígul og vann því sögnina. Á borði 2. spiluðu aust- ur/vestur þrjú grönd, sem töp- uðust eftir hjartaútspil hjá suðri. Monte Carlo í apríl: Grace Kelly verður amerískur borgari eftir sem áður enda þótt hún sé hér eftir prinsessa af Mo- naco. Ameríski aðalræðismað- urinn í Nissa hefir skýrt mér frá því,að Grace Kelly standi að þessu leyti í sömu sporum og sérhver önn- ur amerísk kona sem giftist út- lendingi erlend- is. Hún getur afneitað ríkisD-_-rgararétti slnum ef hún viIL en mér er kunnugt um það, sagði hann ennfremur, að Grace Kelly ætlar ekki að gera það. Þá er það fyrst ef hún notar atkvæðisrétt sinn í Monaco, sem hún missir borgararéttinn, eða ef hún tekur við opinberu embætti þar, sagði konsállinn. — En jafngildir það ekki emb- ætti að vera prinsessa af Monaco? — Ekki tel ég að svo sé, sagði konsúllinn. Við lítum á hana sem eiginkonu ríkiandi fursta. Ef prinsessan eignast börn þá hafa þau borgararétt í báðum lönd- um, unz þau verða 21 árs, þá verða þau að segja af eða á, hvorum meg in þau vilja vera. Ef börnin verða j skráð í útlendan her, glata þau | jafnskjótt amerískum borgararétti. i Það er ekkert því til fyrirstöðu að Grace Kelly geti fengið vega- bréfið sitt áritað og stimplað í kon ' súlsskrifstofunni í Nissa, en oss var þó fortalið, að hún mundi ekki þurfa að koma sjálf þangað, heldur mundi hægt að ganga frá málinu í höllinni í Monte Carlo. — Hafið þér nokkrar opinberar tilskipanir um hvernig þér eigið að umgangast hennar tign prinsess- una? — Ónei, en þetta er í fyrsta sinn ‘sem amerískur borgari situr í há- sæti, og við verðum að búa okkur til reglurnar jafnótt og nauðsyn krefur. ÞETTA ER NÓ ALLT saman gott og blessað, en staða Ólívers Kelly í ríkinu — kjölturakka prinsess- unnar — er ekki jafn augljós. Ólí- ver er fæddur af frönsku foreldri Bandaríkjunum og er tveggja ára. Ættin er góð. Gary Grant átti móð , urina og prinsessan ætti að geta j fengið Ólíver skrásettan í hunda- ræktarklúbbnum í Monaco ef hún getur lagt fram ættartölu, sem 1 sannar, að hann sé hæfur til að umgangast háeðalborna kjöltu- j rakka furstadæmisins. !' Það eru aðeins 534 skráðir hund ar í hundaræktarklúbbnum og þar af aðeins 66 franskir kjöltúrakkar. Og samkvæmt gamla - -sáttmála i Frakklands og Monaco, sfendur I málið þannig, að ef Ólíver eígnast i ekki erfingja,. þá göngur klúbbur- j inn sjálfkrafa andú--franska Stjórn j og verður skattskyldur 1 Frakk- ; landi. I Athugun á þeim 66 frönsku l kjölturökkum, sem . skráðir eru í ’klúbbnum, hefir leitt í Ijós; að eng- inn þeirra er verðlaunahundur. Þarna fær prinsessan ærin vanda að glíma við, svo að. maður ekki nefni Ólíver. Er ráðlegt fyrir hund úr furstahöllinni að geta afkvæmi við tík af almennu frönsku kyni? Það er til nóg af verðlaunarökkum af frönsku kyni, en ef Ólíver tæki saman við einhverja, er ekki að vita nema slíkt kynni að auka frönsk áhrif innan furstadæmisins meira en góðu hófi gegnir, og íbúar furstadæmisins eru í sífelldri varn araðstöðu gagnvart Frökkum. Evrópsk sambönd. Vafalaust gætu ítalir vel þegið að sjá ítalska tík í furstahöllinni, j en ef Olíver legði lag sitt við hana, þá er ekki að vita nema Frakkar notuðu það sem átyllu.til að senda her inn í furstadæmið til þess að vernda hagsmuni sina. Nú hefir verið lagt til, að leysa þrautina með því að flytja inn verðlaunaíík frá Bandaríkjunum. Á yfirborðinu sýriist þetta ákjós- anlegt úrræði, en þá kerriur það á daginn ,að Ólíver, sem er búinn að lifa alla sína hundstíð í Banda- ríkjunum, hefir aldrei virzt hafa snefil af áhuga á amerísku kyni. Hann vill evrópsk sambönd, á því leikur ekki vafi. Nú hafa talsmenn, sem standa nærri hundahúsum furstahallarinn ar, látið vitnast, að nokkrir mögu- leikar séu á að verðlaunatík, sem tilheyrir meðlim brezku konungs- fjölskyldunnar, mundi fáanleg fyr ir Ólíver. Þarna er auðvitað i'aun- hæfasta lausnin á máliriu. Ef hægt væri að koma á hjúskap í milli kon (Framh. á 8. síðu.) Píanótónleikar Þórunnar Jóhannsdóttur ÞÓRUNN Jóhannsdóttir hefir nú slitið barnsskónum. Saga undra barnsins er liðin, nútíð og fram- tíð tilheyra ungri listakonu. Á-' heyrendur eru hættir að stara agn dofa á litla fingur þeytast yfir hljómborðið. Nú leggja menn hlustir við túlkun ungrar lista- konu á verkum meistaranna. En fortíðin vekur nokkra tortryggni. Það er það gjald, seiri undrabörn verða að greiða, er árin færast yfir. ÞÓRUNN HÉLT hljómleika í Austurbæjarbíói nú í vikunni, og lék verk eftir Scarlatti, Bach- Busoni, Grieg, Henselt, Fauré, Liszt og Chopin, og svo eft.ir föð- ur sinn, Jóhann Tryggvason. Henni var ágætlega fagnað af fjölmenn- um áheyrendahóp. Margir þeirra munu hafa fylgzt með þroskaferli hennar langa hríð, allt frá því hún kom fyrst opinberlega fram. Að loknum hljómleikunum máttu þeir hugsa sem svo: Tortryggnin var ástæðulaus. Saga undrabarns- ins er liðin. Við er tekin skapandi listakona, sem ætla -má að eigi fyrir sér mikla framtíð. EKKI SVO að skilja, að hin unga stúlka hafi þegar það vald á hljóðfæri og verkefnum, sem ætlazt má til af fullþroskaðri list konu. En hún hefir ])egar mikl kunnáttu og ágæta tækni til a bera, og hún leggur andagift flutning verkanna, stundum sv hrífandi er. Hér skal ekki fari út í að ræða flutning éinstakr verkefna að neinu ráði. En bend má á, að hún lék shilldarlega In promptu í F eftir Fauré, aftur móti virtist manni húri tæpleg valda Chaconne í d-moll éftir Bac Busoni, enda þótt undravert væi það hljómmagn, sem þessi granr vaxna stólka töfraði fram úr hljó færinu. KANNSKE VAR efnisskrái fullþung í vöfum fyrir svo korr unga stúlku. Ég saknaði þes, a hún lék ekkert eftir Mozart eð Debussy. Slíkt er þó ávallt smekk atriði, og sízt er að lasta efni; skrána, sem var vissulega smekl lega saman sett. ; , ; , ÞÓRUNN Jóhannsdóttir e enn við nám og mun ætla sér lan; an námsferil enn. Líf hennar e helgað músík fremur en flestr landa hennar. Rökstudd ástæða € til að ætla, að það beri ríkulega ávöxt, og hún nái því takmarl á þroskabrautinni, sem hún stefni að. — Ai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.