Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 8
®st{gá»ii6§fe *5' ' 8 / siendingajpættir Minning: Þórdís Stefánsdótíir Laugardaginn 7. apríl s. 1. lézt í Sjúkrahúsi Akureyrar merkiskon an Þórdís Stefánsdótlir, ekkja Davíðs Sigurðssonar trésmíða- meistara á Akureyri. Frú Þórdís Stefánsdóttir var fædd að Valþjófsstað í Fljótsd d 27. okt. árið 1869 og var þvi á 87. árinu, er húij lézt. Frú Þór- dís var af merkum ættum aust- firzkum og raunar einnig norð- lenzkum, því að móðir hennar var af hinni fjölmennu og merku Kjarnaætt í Eyjafirði. Foreldrar Þórdísar voru þau Stefán Péturs- sort, síðar prestur á Desjamýri og Hjallastað og Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir frá Möðrudal. En séx-a Stefán var af hinni al- kunnu „Vefaraætt“, sem er fjöl- menn um allt Austurland og víð- ar. Þórdís var elzt af 12 systkin- um, sem upp komust, en tvö munu hafa látizt í bernsku. Meðal hinna mörgu og merku systkina hennar má nefna þá Halldór Stef- ánsson, fyrrverandi alþingismann og Metúsalem Stefánsson búnað- armálastjóra. Þórdís ólst upp hjá afa sínum, séra Pétri að Valþjófs- stað til 14 ára aldurs, en þá flutt- ist hún til foreldra sinna að Hjalta stað. Frú Þórdís var óvenjulega vel menntuð kona, enda hafði hún bæði gáfur og atgervi til að ganga menntaveginn. Veturinn 1890—91 stundaði hún nám við skólann á Ytri-Ey, en veturinn 1895—96 var hún við hannyrða- og tungumála- nám í Reykjavík. Veturinn 1898— 99 stundaði hún hússtjórnarnám í Bretlandi, og veturinn eftir var lrún einnig við hússtjórnarnám í Noregi. En frú Þórdís las og lærði ekki aðeins tilskyldar námsgrein- ar í hinum erlendu slcólum. Hún drakk einnig í sig menningu þess- ara þjóða, sem þá var komin langt á undan okkar íslenzku frumstæðu menningu. Hún tileinkaði sér þarna víð- sýni, sem hún glataði aldrei, þótt það ætti fyrir henni að liggja að lifa og starfa í þrengra umhverfi. Hún drakk í sig hinar sígildu bók- menntir þessara þjóða og bjó að því alla sína löngu ævi. Veturinn 1896—98 var hún kenn ari við kvennaskólann á Akur- eyri og skólastjóri annað árið. Vet urinn 1900—1901 var hún kenn- ari við hússtjórnarskófann í Reykjavík og aftur kennari við kvennaskólann á Akureyri 1901— 1902. En þá urðu tímamót í ævi þessarar ungu, glaesilegu og vel menntuðu stúlku. Á vegi hennar varð ungur og gjörvilegur maður, sem hún valdi sér að lífsförunaut. Hún giftist Davíð Sigurðssyni tré- smíðameistara 12. júlí árið 1901, og varð hjónaband þeirra hið far- sælasta. Eina dóttur eignuðust þau, Sigríði, sem erfði marga af beztu kostum beggja foreldra sinna. Hún er gift Zophóníasl Árnasyni, yfirtollverði á Akureyri, og eignuðust þau einn son. Ég kynntist frú Þórdísi fyrst haustið 1930, er ég kom hingað til Ak- ureyrar. En þá var hún handa- vinnukennari stúlkna við Barna- skóla Akureyrar. Við hjónin höf- um átt því láni að fagna að vera heimilisvinir hennar og fjölskyldu hennar alla stund síðan, og hef ég alltaf lært be.tur og betur að kynnast mannkostum þessarar merku konu. Frú Þórdís kenndi við skólann í 15 ár, en lét af því starfi árið 1935 fyrir aldurs sakir. En prófdómari var hún við skól- ann fram á síðustu ár. Starf sitt við skólann rækti frú Þórdís af frábærri skyldurækni og myndar- skap. Hér að framan hefir verið stikl- að á stóru í ævi frú Þördísar, og er þá harla lítið sagt frá henni sjálfri. En kannski verður það hvorki sagt né skrifað, sem mest er um vert í ævi hvers manns. Þar verður aðeins sýnt ytra borðið. En um hana má segja í sem stytztu máli, að hún var merk höfðingskona í sjón og raun. Hún var fríð sýnum, sviplirein, ein- beittleg og drengileg, og þessum fríðleika og heiða svip hélt hún til elliára. Ég held, að þau hjón hafi bú- ið allan sinn búskap, eða nálega það, í Aðalstræti 54. Það er inn- arlega á hinni gömlu og virðulegu Akureyri, og nokkuð úr alfaraleið í bænum. En þangað rötuðu þó margir, og alltaf var þar mikill gestagangur, og taldi enginn eftir sér að ganga inn í Fjöruna til að njóta alúðar og gestrisni þeirra hjóna. Frú Þórdís var bæði írænd mörg og vinamörg og var oft glatt á hjalla í Aðalstræti 54. En sú gleði var þó jafnan hóglát og hávaðalaus, því að bæði voru þau hjón þannig skapi farin, að þau kunnu bezt kyrrlátri og fágaðri gleði. Og bæði kunnu þau vel að taka á móti gestum. Eftir að ég kynntist þcim, kom það þó frekar í hlut húsfreyjunnar að halda uppi samræðum, og kunni hún vel þá list. Hún hafði meðal ann- ars unun af því að tala um bók- menntir, enda las hún mikið. En aðeins góðar bækur. Ég man eftir því, hvað hún sá mikið eftir þeim tíma, sem fór í það að lesa bækur, sem henni þóttu lélegar. Meðal annars las hún mikið af sígildum norrænum bókmenntum, og einn- ig enskum. Já, það var oft gaman að koma til hennar um jólin, þeg- ar mikið hafði komið út af góð- um bókum. En þá höfðu þau hjón jafnan fjölmenn boð. Frú Þórdís var trúuð kona og Dreifing grænmetis (Framhald af 5. síðu.r d. viðkomandi sölufélagi er boðið upp í stærri og smærri skömmtum, daglega, en kaupendur eru kaup- menn og aðrir smásalar. Á þennan hátt verður verðlagið fyrst og fremst háð lögmálinu um framboð og eftirspurn. í stuttri blaðagrein eru ekki tök á að koma nánar inn á ýms atriði viðvíkjandi þessu fyr irkomulagi, sem segja má að hafi markað tímamót í garðyrkjumálum ýmissa landa. Hollendingar munu hafa orðið fyrstir til að taka upp grænmetisuppboðin í þeirri mynd sem þau nú eru víðast á Norður- löndum. Þangað sóttu Danir íyrir- myndina að fyrstu uppboðshöll, sem tók til starfa í Odense vorið 1929. Danir tóku þetta fyrir- komulag upp með hálfum huga og af illri nauðsyn, en nú halda þeir því fram að það hafi víða þar í landi orðið garðyrkjunni hin mesta lyftistöng. Af Norðmönnum gæt- um við þó án efa lært mest um þetta fyrirkomulag, enda skilyrði | líkust. I Þess má geta að kaupmenn fögn- j uðu mjög uppboðsfyrirkomulag- inu og bar margt til. Til dæmis varð nú eingöngu um nýja og góða vöru að ræða komna-beint frá garð yrkjustöðvunum. Þá gátu þeir og ráðið nokkru urn það við hvaða garðyrkjustöðvar þeir skiptu. — Allar líkur benda til þess að upp- boðsfyrirkomulagið mundi reyn- ast vel í Reykjavík og a.m.k. er sjálfsagt að gerð verði tilraun með það áður langt líður. ÞVÍ ER OFT HALDIÐ FRAM við hátíðleg tækifæri að jarðhit- inn sé ómetanlegur, þó mun fæsta ennþá óra fyrir því hve mikla möguleika jarðhitinn skapar gróð- urhúsaræktinni og ýmislegt bend- ir til að það muni bíða næstu kyn- slóðar að kryfja það mál til mergj ar, svo sem vert er. Samþykkt „kartöflufrumvarps- ins“ er þó án efa spor í rétta átt, sem ætti að geta komið mildu góðu til leiðar ef vel og skynsamlega er á málum lialdið. Stóra-Fljóti í apríl 1956. Stefán Þorsteinsson. , W : ill’. 1U* 'l:’ i I il' TIMINN, laugardaginn 21. aprfl 195®, Myndin sýnir þau Valdimar Helgason og Emelíu Jónasdóttur á æfingu nýju revíunnar. Leikstjóri er Rúrik Haraldsson. Ný íslenzk revía í uppsiglingu Eftir margra ára hlé, gefst nú Reykvíkingum kostur á að sjá nýja revíu, alveg á næstunni. Aðstandendur þessarar revíu láta hvorki nafns síns, né hennar getið að sinni, og láta ekkert upp- skátt um efni hennar, en þessir leikarar fara þar með hlutverk: kirkjurækin, en ekki íiampaði hún mikið skoðunum sínum í þeim efnum. Aðalstræti 54 var næsta hús við gömlu kirkjuna í Fjörunni. Og kannski hefir það verið tilvilj- un, að þau hjón sáu um kirkjuna að öllu leyti og létu sér mjög annt um hana. En þangað áttu þau mörg spor. Og þar hlýddu þau á helgar tíðir flesta eða alla helgi- daga ársins, þegar messað var. Þeim hjónum var því mikill sjón- arsviptir að því, þegar gamla kirkj an var rifin. Kirkjan var um marga áratugi óskabarn þeirra, og ég held að það sé einnig óhætt að fullyrða, að þau voru óskabörn hennar. Frú Þórdís var frábærlega skrumlaus kona, en fastlynd og trygglynd. Hún var mjög sjálfstæð í skoðunum og var sjaldan myrk í máli. Hún gat deilt á menn og málefni, þegar efni stóðu til að hennar dómi, en hún tók einnig drengilega svari þeirra, er henni fannst órétti beittir. Hún missti mann sinn árið 1945 og síðast liðið ár hefir hún legið í sjúkrahúsi eftir slys, sem hún varð fyrir. Jarðarförin fór fram laugardag- inn 14. apríl. Hún var látlaus og íburðarlaus. Hún hafði mælt svo fyrir, að engin ræða yrði flutt yfir sér, hvorki í heimahúsum né í kirkju, aðeins bæn og þökk. Það var henni líkt. Hún vildi ekki eiga það á hættu, að neitt það yrði um sig sagt, er hún ætti ekki skilið. Svona var Þórdís Stefáns- dóttir. Ég þakka henni að lokum alla vináttu við okkur hjónin. Hún dó inn í páskafögnuðinn, þreytt og þjáð. Hún trúði örugglega á annað líf. Henni hefir nú orðið að trú sinni. Hannes J. Magnússon. (þróttir Lárus Ingólfsson, Nína Sveinsdótt- ir, Bessi Bjarnason, Steinunn Bjarnadóttir, Emilía Jónasdóttir, Valdemar Helgason, Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, Hjálmar Gíslason, Benedikt Árnason, Karl Guðmundsson o. fl., en auk þess koma fram fagrar dansmeyjar, og ekki mun skorta á snglistina. Eftir þessu stórskotaliði að dæma, er hér meira en lítið gaman í aðsigi, og ekki að efa, að margir revíuunn- endur fara að hlakka til að sýning- ar hefjist, en æfingar standa nú yfir af fullum krafti, og verður frumsýning væntanlega um miðja næstu viku. Revían verður sýnd í Austurbæj- arbíó, en þar sem flestir leikend- anna eru einnig í ‘ðrum leikritum, munu sýningar alla jafna ekki hefj ast fyrr en kl. 11,30. — En á björt- um vorkvöldurn munu engir telja það eftir sér að fara upp í Austur- bæjarbíó o gstytta þar nóttina með rúmlega tveggja stunda hressandi hlátri. Bréfkorn frá Monaco (Framhald af 4. síðu.) ungsfjölskyldunnar og furstanúss- ins, mundi það draga mjög úr við- sjám í milli Breta og íbúa fursta- dæmisins. Á MEÐAN ÞESSU fer fram, hefir Olíver verið lokaður inni í höll- inni og hefir ekki sézt utan dyra meðan allt tilstandið hefir gengið yfir. Hins vegar var haldin alþjóðleg hundasýning í Monte Carlo í til- efni brúðkaupsins á sjálfan brúð- kaupsdaginn* og þar voru 330 hundas mættir. Talsmenn fursta- hirðarinnar hafa ekki fengizt til að segja neitt um það, hvort Olíver fær að koma þar fram eða ekki. Og ólíklegt má það teljast, þar sem hann er meðal gesta á skemmti- snekkjunni í brúðkaupsferðinni, svo að tíminn er naumur. Hins veg ar verður að benda á, að ætla má að Ólíver hafi miklu meiri áhuga fyrir hundunum á sýningunni en nokkgp því, sem fram fer á snekkj- unni, eða í höllinni að loknu brúð- kaupi. (Einkar. NY Herald Tribune). Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.) breytingar munu liafa orðið frá því í fyrra. Þetta er síðasta umferð ensku deildakeppninnar, en einnig er eft- ir nokkuð af leikjum, sem frestað hefir verið og fara þeir fram flestir í næstu viku. í þessari viku fóruj fram þessir leikir: Sunderland- Birmingham 1:0, Wolves-Totten- ham 5:1, Middlesbro-Lincoln 4:2, Nottingham F.-West Ham 0:0, Stoke-Bury 0:2. Valur-Fram 1 Cardiff-Arsenal lx Chelsea-Blackpool 2 IIuddersfield-Bolton , 1 Luton-Burnley x Portsmouth-Manch. City 1 TotteMram-Sheff.Utd. 1 Wolves-Sunderland 1 Bristol Rov-Liverpool 1 2 Hull-Leeds 1 2 Nottm Forest-Blackburn 1x2 West Ilam-Bristol City 1 2 Kerfi 48 raðir. Dulles leggur áherzlu á sameiningu Þýzkal. Washington, 18. apríl. — í sam- bandi við þá tpisklíð, sem virðist vera komin upp á milli Frakka og Þjóðverja, hefir John Foster Dull- es lýst því ýfir, að hann telji sam- einingu Þýzkalands ætti að ganga fyrir afvopnun, Dulles sagðist ekki hafa neina”trú á þýí, að Þýzkaland myndí snúa sér til RúsSa til samn- inga um sameiningu landsins. — Hann minnti á, að Van Brettano lýsti því yfir, að Þjóðverjar myndu ekkert gera í málinu, nema í sam- ráði við stjórnir annarra vest- rænna lýðræðisþjóða. flugtýAii í Twanutn (Framhald af 6. síðu.) stúdenta frá Afríku og Asíu. Yfir- leitt gerir Lennox-Boyd sér mikið far um að umgangast sem mest fólk frá nýlenduþjóðunum, og má vera að þar megi finna eina helztu ástæðuna fyrir því, að hann er í nýlendunum talinn vinsælasti ný- lendumálaráðherra, er Bretar hafa átt. Kunningjar Lennox-Boyd segja að það hafi lengi verið ósk hans að verða nýlendumálaráðherra og metnaður hans stefni ekki hærra. Takihark hans sé að verða bezti nýlendumálaráðherra í sögu Breta- veldis. Fáar óskir er hægt að bera fram betri í garð Bretaveldis og vestrænna þjóða yfirleitt en að Lennox-Boyd auðnist að ná því marki. — Þ.Þ. A víðavangi (Framhald af 7. síðu.) upp þegar þeir skírðu sjálfa sig Sjálfstæðisinenn. Um skeiff hétu þeir líka „breiðfylking“. Nú hefir Vísir það eftir Ólafi Thors á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær, að réttnefni á flokknuin í þessum kosningum væri „þjóðflokkur“. Færi vitan- lega ekki illa á því að skipta um nafn nú og yfirgefa „sjálfstæff- ið‘ síðan forustulið flokksins gerðist ainerískara en sjálfur Dulles. Auk þess munu fleiri en einn þjóðflokkur í „þjóðflokkn- „ . . . og gengið vel." Enn hefir Vísir það eftir ÓI- afi, að allt hafi „gengið vel“ í efnahagsmálum landsins þar til efnt var til verkfallanna. Undir þetta „allt-gekk-vel“ heyrir því öll hin stórfellda fjárfesting, sem fremur en' flest annað hef- ir sett efnaliagskerfið úr skorff- um — „frelsið“, sem íhaldiff sagðist standa undir, en er nú svo hrætt við, að Mbl. segir nú að Framsóknarmenn hafi mestu um það ráðið. Það sem Ólafur átti við með „allt-gekk-vel“- skrafinu mun vera, að fjárafla- klíkan, sem mestu ræður í flokknum hafi verið ánægð meff sitt hlutskipti. Valdatíð Ólafs liefir verið sumartíð peninga- kónganna. Fyrir það á að kvitta á landsfundinum. i Orð og eiðar. . Vísir hefir það enn eftir Ól- afi, að „varnarmálunum hafi verið varpað inn í þingið . . .“ (rétt eins og þau liafi verið ut- an og ofan við Alþingi) til at- kvæðaveiða og er þar aftur kom in „kosningabrelIan“, sem liffs- menn Ólafs bjuggu til og sím- uðu út um öll lönd, og notuðu síðan aftur liér heima í áróðri og báru fyrir sig „erlendar heimildir". Eru nú glevmd orð og eiffar frá 1949, er Ólafur Thors und- irritaði nefndarálit á Alþingi um inngöngu íslands í Atlants- liafsbandalagið og lét uppi þetta álit: „ . . Nefndin lítur svo á, að ljóst sé . . . að hver aðili hafi sjálfur úrskurðarvald um það, hvert framlag lians verði, ef til kemur. í samningnum felst ekkert, sem skyldi neinn samningsaðila til að liafa erlend an lier eða lierstöðvar í landi sínu á friðartímum, enda hefir því verið lýst yfir af hálfu ís- Iendinga svo sem fleiri samn- ingsaðila, að þeir muni ekki •samþykkja slíkt . .“ Vísir getur ekki um að Ólaf- ur liafi rifjað upp þetta álit í liásætisrjeðunni í gær. Dregið í Skólatúnshappdrættinu í byrjun apríl var dregið um einn vinninginn í Skálatúnshapp- drættinu, en vinningurinn var Volkswagen-bifreið. Kom hann upp á miða nr. 56769. Hefir eig- andi miðans nú gefið sig fram, og er sá hamingjusami, Guðmundur Halldórss'on, Barónstíg 10 hér í bæ. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.