Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 5
TÍMIN^, latigarflagiiiii 21. apn'l 195^., „
Stefán Þersteinsson, StórœFljóti:
Orðið er frjáJst
reiíiná árænraetis
Er hægt aS lækka dreifiegarkostnaS
með nýjum aSferSnm
FYRIR RÚMU ári síðan ræddi
einn af fréttamönnum Ríkisút-
varpsins við okkur Ingim. Sigurðs
son í Fagrahvammi um ástand og
horfur í garðyrkjumálunum, eins
og hann nefndi það. Viðtalið, sem
stóð hálfa klukkustund var tekið
á stálþráð. Tók síðan fréttamaður
inn úrdrátt úr því og gerði úr
því 12 mínútna fréttaauka. Er ekki
að orðlengja það að hann lagði
mesta áherzlu á þau ummæli Ingi-
mars að gróðurhúsaræktin hefði
vart slitið barnsskónum hér á
landi ennþá, en líklega væru skil-
yrðin hvergi í heiminum betri, væri
litlum takmörkum háð hvaða suð-
rænar nytjajurtir væri hægt að
rækta í ísh gróðurhúsum. Bæri því
að setja markmiðið hátt, afla mark
aða erlendis fyrir ísl, blóm og inn-
anlands þyrfti að leggja áherzlu
á fjölbreyttari ræktun og fram-
leiðslu í gróðurhúsunum og taldi
hann að ræktun ýmiskonar ávaxta
ætti þar rétt á sér. Nefndi hann í
því sambandi epli, perur, plómur,
ferskjur, fíkjur og ananas, miðaði
að nokkru við eigin reynslu, að
nokkru við reynslu garðyrkju-
manna á Skandinavíu.
Þessi ummæli elsta og reynd-
asta garðyrkjubóndans og stærsta
blómasalans í landinu voru stór-
lega athyglisverð og þau mega ekki
gleymast. Það er svo önnur saga
að ummælin imeyksluðu suma
garðyrkjumenn og töldu þeir t. d.,
að nær hefði verið að ræða um j
afurðasölumál garðyrkjubænda og;
erfiðleikana, sem þeir ættu við
að stríða í þeim efnum. En um-1
mæli mín um þau mál í greindu j
viðtali felldi fréttamaðurinn að i
mestu niður, lét ummæli Ingimars j
sitja fyrir og var ég honum al-|
gjörlega sammála. Afurðasölumál f
garðyrkjubænda voru þá og eru.
enn of umfangsmikil málefni svo,
þeim verði nokkur skil gerð nokkr
ar mínútur í útvarpi, engu að síð
ur eru þau of lítið rædd á opin-
berum vettvangi.
L,<- ’rTÍ'5T?|í,'|l^fgJS
GARÐYRKJAN hefur stærra
hlutverki að gegna í búskap lands
manna en margur hyggur við skjóta
yfirvegun. Gróðurhúsaræktin er
þar veigamikill þáttur en í % hlut
um gróðurhúsanna munu vera
ræktaðar matjurtir, einkum tómat
ar og gúrkur. Þó er verðmæti þess
gróðurhúsagrænmetis sem fer til
neytenda ekki eins mikið og ætla
mætti. Sölufélag garðyrkjumanna
annast dreifingu þessa grænmetis
til verzlana að lang mestu leyti.
S. 1. ár seldi það alls grænmeti
fyrir 4V2 milljón krónur og er
hér miðað við heildsöluverð. Þar
af keyptu Reykvíkingar grænmeti
fyrir 3.8 milljónir króna. Að vísu
er framleiðslumagnið all mikið, en
það er mál út af fyrir sig. Þetta
er ekki stór upphæð á þeirri öld,
sem máltækið er að verða,, hvað er
ein milljón", og þegar litið er á
innflutningsskýrslur þessara sömu
afurða, niðursoðnum gúrkum og
tómötum, tómatsósum og súpum
frá hinum ólíklegustu löndum gef-
ur framleiðslunni í landinu lítið
eftir nema síður sé og er það enn
eitt mál út af fyrir sig.
Því er oft haldið fram að verð
lag á gróðurhúsagrænmetinu sé
of hátt. Um þetta hlá lengi deila,
en einu er þó óhætt að slá föstu,
óvíða í heiminum fá garðyrkju-
bændur lægra verð fyrir afurðir
sínar én þeir >fá hér á landi fyrir
tómata og gúrkur. Hitt er svo ann
að mál að í fæstum tilfellum fær
framleiðandinn helminginn af því
verði fyrir hvert kíló eða hvert
stykki framleiðslunnar, sem hús
móðirinn greiðir við búðarborðið.
í fljótu bragði munu menn ætla
að álagningu kaupmannsins sé hér
um að kenna fyrst og fremst. Svo
er þó ekki, hún er að vísu rífleg
enda tiltölulega dýrt að dreifa þess
ari vöru fyrir venjulegar matvöru
verzlanir. En hér koma fleiri leiðir
til greina og þá fyrst og fremst
sá sem í daglegu tali nefnist „af-
föll“ og er sá hluti framleiðslunn
ar, sem ekki selst en hann getur
orðið stór hluti framleiðslunnar
og verður mörgum framleiðand
anum á að líta á hann sem óum-
flýjanlegan lið, sem ekki verði hjá
komist.
Breytingar á lögunum um græn
metisverzlun er án efa stórt spor
í framfara átt. Hin 20 ára gömlu
lög um Grænmetisverzlun ríkisins
voru á sínum tíma miðuð við að
auka og efla kartöflu- og græn-
metisræktun í landinu og hafa
þau án efa átt sinn góða þátt í
aukinni og betri ræktun. En nú
er viðhorfið breytt frá því sem
þá var. Kjörorðið er ekki lengur
fyrst og fremst aukin ræktun, heíd
ur betra og fullkomnara fyrirkomu-
lag á dréifingu og sölu afurðanna.
Það er í samræmi við þessi breyttu
viðhorf sem lögunum er breytt og
mega bæði framleiðendur og neyt
endur vænta góðs af þeim breyting
um.
HÉR AÐ FRAMAN hefur ver-
ið gefið í skin að lítils samræmis
gæti á útsöluverði gróðurhúsa
grænmetisins og þess, sem framleið
andinn fær fyrir vöru sína. Meðal
annarrá þjóða er þetta vandamál
mjög vel þekkt og orsakir hinár
sömu hjá okkur, dreifingin frá
framleiðslustað til neytenda dýr
og óþjál í vöfum. Hollendingar,
Danir og Norðmenn hafa t. d. haft
við sömu erfiðleika að stríða og
við eigum nú en hjá öllum þess-
um þjóðum eru þessi mál nú
komin í það horf að til fyrirmynd
ar má telja og gaátum við margt
af þeim lært en samþykkt „kartöflu
frumvarpsins" gefur einmitt fyrir
heit um að svo verði.
Að lokum skal hér drepið á
þrjár leiðir sem allar eru vel kunn
ar í flestum menningarlöndum, þeg
ar um dreifingu grænmetis er að
ræða' en lítt eða ekkert þekktar
hér á landi:
TORGSALA: í Reykjavík
þekkja menn aðeins torgsölu í sinni
I einföldustu og ófullkomnustu mynd
og er rétt að taka fram að þetta
er ekki þeim mönnum að kenna,
sem torgsöluna hafa haft með hönd
um, nema þá að litlu leyti. Skipu-
lagsleysi og erfiðar aðstæður hafa
hér riðið baggamuninn. Sumir
halda því fram að torgsala sé úr-
elt fyrirkomulag. Þetta er ekki rétt
nema að litlu leyti. Má í því sam-
bandi benda á að árið 1954 voru
j seld blóm og grænmeti fyrir hálf-
I an milljarð eða 500 milljónir um-
j reiknað í ísl. krónur á Grænatorg-
J inu í Kaupmannahöfn og er það
j meira en nokkru sinni áður. Torg-
sala í Reykjavík gæti verið til stór-
! felldrar hagsbóta og hagræðis bæði
fyrir neytendur og framleiðendur
en þá þyrfti að reka hana á sérstak-
an hátt.
GRÆNMETISBÚÐIR: Það er
leitt til þess að vita að garðyrkju-
samtökin skuli ekki hafa sett upp
2—3 grænmetisbúðir í Reykjavík.
Þeir, sem til þekkja vita þó að til
þess liggja að nokkru leyti eðlileg-
ar orsakir. Nú hafa samtökin kom-
ið sér upp myndarlegum húsa-
kynnum, og því þá ekki að gera
tilraunina? Slíkar búðir ættu að
geta verið öðrum verzlunum til fyr-
irmyndar hvað allri meðferð og
sölu á grænmeti viðvíkur. Þá ættu
þær að gegna öðru ekki veiga-
minna hlutverki. Það er að annast
einskonar kynningu á nýjum af-
urðum garðyrkjustöðvanna og ýms
um nýjungum sem stöðvarnar
hefðu upp á að bjóða.
UPPBOÐ Á GRÆNMETI er
með öllu óþekkt hér á landi. Fyr-
irkomulagið gengur í stuttu máli
út á að allt grænmeti sem berst t.
(Framh. á 8. síðu.)
Gálauslegar aöfarir.
VEQFARANDI skrifar blaðinu og
segir frá ökuferð austur í sveitir
um helgi nú fyrir skömmu. Það
var góðviðri og fagurt um að lit-
ast, segir hann, og maður 1 léttu
skapi þótt vegurinn væri ekki
sem beztur og bíllinn virtist
stundum ætla að liðast sundur i
höndunum á naanni. „... . Þegar
komið var nokkuð hér upp fyrir
bæinn, kom á móti mér vörubill
og fór allgreitt. Þetta var vöru-
bíll af gamalli gerð með opnum
palii og engu grindverki til hlífð-
ar. Uppi á pallinum var hestur,
bundinn í stýrishúsið, en enginn
maður hjá honum til gæzlu. Og
bíllinn þaut yfir holóttan veginn
með þennan flutning. Ég stanzaði
og horfði á eftir bílnum. Hestur-
inn hrataði ekki út af á meðan
ég sá til, en gálauslegt ferðalag
var þetta og óforsvaranlegt. Þann
ig má ekki flytja skepnur. Vildi
ég ógjarnan þurfa að mæta fleiri
bílum, sem þannig fara“ segir veg
farandi að lokum. Og undir það
vil ég taka. Slíkt nær engri átt.
Liggur svona mikið á?
MIKIL LIFANDI skelfing liggur
fólki mikið á. Ég kom þar að á
sumardaginn fyrsta, sem bílar
höfðu rekizt á, til stórtjóns fyrir
báða, ekki einu sinni heldur tvisv-
ar. Ástæðan yirtist mér vera eink
um, að öðrum hvorum ökumanni
eða báðum hefir legið þessi ósköp
á. Hver sekúndan svo dýrmæt,
að réttmætt væri að hætta eign-
um og limum til að glata henni
ekki. Staldra ökumenn nokkurn
tíman við til að íhuga, hvort þeim
liggi í rauninni þessi ósköp á?
Ef þeir gerðu það, mundu e. t. v.
verða færri slysin.
Timi til að ástunda mannasiði.
ANNARS ER blöskrunarlegt, að
horfa á ökuhraða og þjösnaskap
í umferð höfuðstaðarins. Teflt er
á tvær hættur til að komast fram
fyrir bíl, og svo situr ökuþórln
faslur í umferðinni næstu 10 mi
úturnar, og er ekki hóti sk;
settur en fyrr. Aðrir gefa s<
ekki tíma til að bíða eftir græn
ljósi, heldur böðlast áfram þeg;
gult ljós er, jafnvel þótt gan
andi fólk sé á götunni, eða bi
úr hliðargötu. Og sá, sem bíði
síns tíma við gatnamót, fær hljc
í eyra frá bílnum fyrir afta:
Þegar margir bílar bíða í hal
rófu við götuvita, heyrist stun
um öskur í bílflautu langt afti
í rófunni. Þá er einhver ökuþó
inn að minna á, að hann ha
hvorki tíma til að bíða síns tírr
né til að ástunda mannasif
Skyldu þessir menn halda, s
jörðin standi ekki nema me
þeirra aðstoð? Ætli að „busines
inn“ bjargist ekki, þótt þeir kon
fáum mínútum seinna á skrifsú
una eða á stöðina?
Tillit til annarra.
LÖGREGLAN gengur stundum
um og skrifar upp bílnúmer, þeg-
ar bílar hafa staðið lengur en
leyfilegt er, og er ekki að lasta
það. Reglur ber að halda og regl-
um ber að framfylgja. Ella eru
þær verri en ekki neitt. En ekki
hefi ég séð lögreglumenn gera at
hugasemdir, hvernig menn liggja
bílum á stæði. En oft er það held
ur ófagurt og óskynsamlegt að
auki í bæjarhverfum, sem eru
þéttsetin. Tími er áreiðanlega
kominn til þess hér í höfuðstaðn-
um, að láta menn taka próf í að
leggja bíl ekki síður en að aka
bíl, og verúleg bragarbót mætti
verða á öllu því fyrirkomulagi.
Yfirleitt virðist manni mest
skorta í alla umferð hér, að menn
taki tillit til annarra í akstrinum
sjálfum, í því hvernig bílum er
lagt og yfirleitt í allri umgengni
á götum úti. Tillitssemi skaðar á-
reiðanlega engan, heldur gagnar
öllum þegar til lengdar lætur. —
Frosti.
Norræn samvinna
Mótmæli Ténskáidaféiags ísiands
Aðalfundur Tónskáldafélags ís-
lands hefir nýlega sent einróma
mótmæli til tónskáldafélaga hinna
Norðurlandanna, þ. e. Danmerkur,
Finnlands, Noreg$>'Og Svíþjóðar.
Samkvæmt framkomnum óskum
birtist hér útdráttur úr þeim, og
segir þar m. a.:
„Aðalfundurinn harmar mjög að
fundur Norræna íónskáldaráðsins
í Stokkhólmi hefur farið með ís-
land og tónskáldafélag þess á mið
ur heppilegan hátt og vísar fundur
inn í því sambandi til ályktunar
frá fundi hinnar íslenzku dómnefnd
ar 14. 3. 1956, en í henni eru tón
listarmenn utan Tónskáldafélags
Islands, er tóku sínar ákvarðanir
eingöngu eftir listrænum sjónar
miðum og án tillits til innanfélags
mála. Sérstaklega harmar Tón-
skáldafélag íslands að Norræna
tónskáldaráðið hefir eins og dóm
nefndin í ályktun sinni bendir á,
stytt dagskrártíma íslands á fundi
sínum 18.—19. febrúar einu sinni
til um nærri því helming eftir að
hafa áður á fundi sínum 17. 9.
1955 stytt íslenzka dagskrártímann
um nærri helming af þeim dag-
skrártíma, sem ætlaður var hinum
Norðurlöndunum, og að Norræna
tónskáldaráðið hefir gert þetta með
þeim hætti að vinna hinnar ís
lenzku dómnefndar virðist þann
ig hafa lítið gildi fyrir hina end
anlegu dagskrá næsta norræna tón
listarmóts.
Aðalfundur Tónskáldafélags ís-
lands óskar að benda á, að vegna
sinna þúsund ára menningarerfða
getur ísland með engu móti komið
fram sem skandinavis,k hjáleiga
(provins) og leyfir félagið sér í
því sambandi einnig að minna á,
að ísland hefur til forna fyrst allra
Norðurlanda skapað listrænar bók
menntir á heimsmælikvarða, og
verður slíkt að skoðast sem sönn
un fyir því að fólksfjöldi ætti ekki
að hafa áhrif á mat og iheðferð
lista. Ekki ákveður heldur fjöldi
íbúa eða listamanna endanlegan
fjölda verkanna eða tímalengd
þeirra eða listgildi. Norræna tón
skáldaráðið hefir einmitt vegna
framkominnar gagnrýni 1952 lýst
því yfir að störf þess miðast við
listagildið eitt án tillits til innan
félagsmála.
í þessu samhengi vill Tónskálda
| félag íslands minna á að innan hins
i Norræna tónskáldaráðs hefir félag
ið uppfyllt allar skyldur sínar ekki
síður en hin tónskáldafélögin á
Norðurlöndum og að félagið hefir
með atkvæðarétti sínum óskertum
stutt tónskáldafélög Norðurlanda
á alþjóðafundum tónmenntaráðs
UNESCO, Alþjóðasambands nútíma
tónlistar (I.S.C.M.), Alþjóðaráðs
tónskálda (C.I.C.) og Alþjóðasam
bands „Stefjanna“ (C.I.S.A.C.)
Sérstaklega harmar aðalfundur
Tónskáldafélags íslands og undrast
mjög að fundur Norræna tónskálda
ráðsins 18.—19. febrúar 1956 virð
ist ekki að fullu viðurkenna fram
lag íslands og Tónskáldafélags ís-
lands og formanna þess við stofn
un „Alþjóðaráðs tónskálda“ á Þing
völlum 17. júní 1954.
Aðalfundurinn leyfir sér að
benda á, að ef ekki verða breyt-
ingar á því ástandi, sem nú var
lýst, þá er hætt við að afleiðing
arnar kunni fyrr eða síðar að verða
þær
1. að Tónskáldafélag íslands
telji það ekki lengur hafa
neitt úrskurðargildi að vera
í Norræna tónskáldaráðinu
eða
2. að Tónskáldafélag íslands
telji sig framvegis ekki lengur
hafa sömu skyldum að gegna
innan hins Norræna tónskálda
ráðs og hin tónskáldafélögin
á Norðurlöndum.“
Stef án Árnason sigraði í 41.
Víðavangshlaupi í. R.
41. Víðavangshlaup ÍR fór fram
á sumardaginn fyrsta. Keppendur
voru 13 frá fimm félögum og hér-
aðssainböndum og var hlaupið hið
skemmtilegasta. Sigurvegari varð
Stefán Árnason frá Ungmenna
sambandi Eyjafjarðar og hljóp
hann vegalengdina, rúma þrjá kíló
metra á 9:45,4 mín, sem er ágæt-
ur árangur.
Hlaupið hófst í Hljómskálagarð-
inum og tók sigurvegarinn frá í
fyrra, Svavar Markússon, þegar
forustuna og hljóp greitt. Stefán
fylgdi fast á eftir, og þegar hlaup-
ararnir komu á Háskólavöllinn fór
hann fram úr Svavari og hafði náð
góðu forskoti, er komið var í Hljóm
skálagarðinn aftur. Hljóp hann
mjög léttilega og sigraði með yfir-
Drengjahlaup
Ármanns
Hið árlega drengjahlaup Ár-
manns fer fram á morgun, sunnu-
daginn 22. apríl, og hefst kl. 10,30
árd. í Vonarstræti fyrir framan
Iðnskólann, þaðan hlaupið Vonar-
stræti, suður-Tjarnargötu að syðra
horni Háskólans, yfir túnin og lýk-
ur hlaupinu í Hljómskálagarðinum.
Keppendur í hlaupinu eru 27
frá 5 íþróttaaðiljum, 8 frá ÍR, 8 frá
Ungmennafélagi Keflavíkur, 7 frá
KR, 3 frá Ármanni og 1 frá Ung-
mennasambandi Eyjafjarðar.
Keppt er í þriggja og fimm
manna sveitum um bikara sem
Eggert Kristjánsson stórkaupm. og
Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns
hafa gefið.
burðum. Svavar gaf sig hins vegar
mjög og tókst 17 ára dreng frá Sel-
fossi, Kristleifi Guðbjörnssyni, sem
nú keppir fyrir KR, einnig að kom-
ast í mark á undan Svavari.
Tími sjö fyrstu manna var þessi:
1. Stefán Árnason, UMSE, 9:45,4
mín. 2. Kristleifur Guðbjörnsson,
KR, 10:00,0. 3. Svavar Markússon,
KR, 10:08,0. 4. Jón Gíslason, UMSE
10:10,0. 5. Hafsteinn Sveinsson, KR
10:17,0. 6. Sveinn Jónsson UMSE
10:19,0. 7. Kristján Jóhannsson ÍR
10:30,0.
Sveitakeppni, þriggja manna,
var afar tvísýn, en Hafsteini tókst
að tryggja KR sigurinn á síðustu
100 metrunum, en þá fór hann
fram úr 2—3 mönnum. KR hlaut
10 stig, átti 2.. 3. og 5. mann, en
Eyfirðingar hlutu 11 stig, áttu 1.,
4. og 6. mann, svo keppnin gat ekki
verið jafnari. í fimm manna sveita
keppni sigraði ÍR, en það var eina
félagið sem átti fimm menn í
hlaupinu. í sveitinni voru Kristján
Jóhannsson, Ingimar Jónsson, Ól-
afur Gíslason, Hilmar Guðbjörns-
son og Gunnlaugur Hjálmarsson.
Getraunirnar
Um sama leyti og enska knatt-
spyrnuleiktímabilinu lýkur hefjast
íslenzku knattspyrnumótin. Á 17.
getraunaseðlinum, sem verður síð-
asti seðillinn með enskum leikjum
að uppistöðu, er einn leikur úr
Reykjavíkurmóti meistaraflokks,
Valur—Fram. Enn er lítið vitað
um hvernig liðin eru fram gengin
undan vetrinum og einhverjar
(Framh. á 8. síðu.)