Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.04.1956, Blaðsíða 6
'6 Útgefandi: Framsóknarflokkur inn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur i Edduhúsi viS Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ~ Lausn eínahagsmálanna C'YRSTI KAFLI málefna- samnings Framsóknar- iokksins og Alþýðuflokksins, er var birtur í seinasta blaði, [jallar um svonefnd grundvall- aratriði. í þessum kafla er aefnilega fjallað um þær ráð- stafanir, sem talið er nauðsyn tegtlegt að gera, ef koma á efna hagslífi þjóðarinnar í heilbrigt horf og tryggja þannig undir- stöðu þess, að hór geti dafnað blómlegt athafnalíf og framfar ir. i Það grundvallaratriði, sem megináherzla er lögð á, er sam- starf milli ríkisstjórnar og við- komandi stéttarsamtaka um stefnuna í verðlags- og kaup- gjaldsmálunum. Reynslan er bú in að sýna það og sanna, að engar varanlegar ráðstafanir verða gerðar af liálfu þess opin- bera, án sæmilegs samstarfs við þessa aðila. Annars renna allar þær ráðstafanir, sem gerðar eru, fljótiega lít í.sandinn. TIL ÞESS að hið opinbera geti gert kröfur til þess að ná_ sam- komulagi við stéttarsamtökin, verður það að fullnægja vissum skilyrðum. Án þessara skilyrða er ekki hægt að búast við því, að stéttasamtökin fáist til sam- starfs. Þessi skilyrði eru fyrst og fremst þessi: 1. Heilbrigt og strangt eftir- lit með öllu verðlagi í landinu til þess að koma í veg fyrir ó- eðlilegan milliliðagróða. í þess- um tilgangi m. a. verði sam- vinnufélagsskapnum tryggð að- staða til að geta notið sín. 2. Tryggt verði nauðsynlegt aðhald með fjárfestingu og þannig stuðlað að jafnvægi í efnahagsmálunum og jafnvægi milli landshluta. 3. Bankakerfið verði endur- skoðað í því skyni, að komið verði í veg fyrir pólitíska mis- notkun og að framleiðsluat- vinnuvegir og nauðsynlegar framkvæmdir sitji fyrir fjár- magninu. 4. Starfræksla þeirra fyrir- tækja, er vinna úr sjávarafla, verði endurskipulögð ineð lög- gjöf í því skyni, að þau tryggi sjómönnum og útvegsmönnuni rétt \erð. 5. Útflutningsverzlunin með sjávarafurðir verði endurskipu lögð með löggjöf í þeim til- gangi, að sjómenn og útgerð- armenn fái það verð, sem þeim öer. Þá verður jafnframt að vinna að því eins og gert hefir verið rndanfarið, að ríkisbúskapur- nn sé hallalaus, því ella nun allt fjárhagskerfið fara úr löndunum. MEÐ ÞEIM ráðstöfunum ;em nefndar éru hér á undan, ir stefnt að því að koma í veg tyrir þann óeðlilega milliliða- gróða, sem er einn af megin- iáttum dýrtíðarinnar. Meðan þessi gróði er látinn óskertur, er ekki eðlilegt né réttlátt að krefja verkamenn eða bændur um aðgerðir, sem í bili geta eitthvað skert hag þeirra, þótt þær reynist þeim til hagsbóta í framtíðinni, ef rétt er á hald- ið. Fyrsta stig viðreisnarinnar í efnahagsmálunum verður því að gera framannefndar ráð- stafanir. Þær eru lykillinn að samstarfinu við stéttarsamtök- in. Allar viðnámsráðstafanir, er gerðar hafa verið seinustu 17 árin, hafa strandað á því, að ekkert af framannefndum að- gerðum hefir verið hægt að framkvæma í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hef- ir sem fulltrúi milliliða og gróðamanna hindrað að hægt væri að framkvæma heilbrigt verðlags- eða fjárfestingareftir- lit og hann hefir risið önd- verður gegn öllum umbótum í fiskvinnslu- og fisksölumál- um. Á sama liátt heldur hann dauðahaldi í núverandi skipan bankamálanna. Af þessum ástæðum var það óhjákvæmilegt fyrir Framsókn arflokkinn að rjúfa samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, ef hann vildi freista þess að gera raun- hæfa tilraun til að koma efna- hagsmálum þjóðarinnar á rétt- an kjöl. ÞEGAR BÚIÐ er að full- nægja þeim grundvallaratrið- um, sem talin eru upp í fimm liðum hér á undan, hefur ríkis- valdið orðið sterka siðferðislega iðstöðu til að hefja viðræður við stéttarsamtökin um stefnuna í verðlags- og kaupgjaldsmálum að öðru leyti eða um frekari aðgerðir, sem kunna að reynast nauðsynlegar til að tryggja heil- brigt efnahagslíf. Ef stéttarsam- /tökin taka þá ekki upp ábyrgt samstarf, bitnar það fyrst og fremst á þeim aðilum, sem þau eru fulltrúar fyrir, og þeim mun veitast erfitt að réttlæta þá afstöðu. Þess vegna er öll ástæða til að vænta þess, að slíkt samstarf hljóti að nást. Og niðurstaðan verður þá sú, að horfið verður að þeim úrræðum, er stéttarsamtökin munu geta sætt sig bezt við, og hafa því bezt skilyrði til að heppnast. Þeir menn kunna að vera til, sem telja að hér sé ekki bent á nógu ákveðna lausn. Ef menn hinsvegar athuga þessi mál til hlítar, munu þeir kom- ast að fullri raun um, að það er sú samstarfsleið, sem hér er bent á, sem er liin eina leið, sem uú er vænleg til Iausnar á vanda efnahagsmál- anna. Og því meira og traust ara fylgi, sem bandalag Fram sóknarflokksins og Alþýðu flokksins fær í kosningunum, því meiri og betri eru horfurn- ar' fyrir því, að hún muni heppnast. AuSvelt val vinnustéttanna gFNAHAGSMÁLIN er aðalmál kosninganna 24. júní. Ef þau verða ekki leyst á heil- irigðan og varanlegan hátt, vof ir fyllsta hætta yfir sjálfstæði og afkomu þjóðarinnar. Þa<i er ljóst, a,ð þau mál verða ekki leyst af Alþýðu bandalaginu, sem hefir enga möguleika til að fá meirihluta á Alþingi. Þau verða því síður leyst af Þjóðvarnarflokknum, sem allt bendir til að muni deyja í kosningunum. Valið stendur því á milli tveggja höf uð fylkinganna, bandalags Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins annarsvegar, og Sjálf stæðisflokksins hinsvegar. Það val ætti ekki að vera neinum vinnajjdi manni erfitt. Sálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst flokkur milliliðanna. TÍM I NN, laugardaginn 2L aprfl 1956, ERLENT YFIRLIT: Alan Tindal Lennox-Boyd Veríur hann bezti nýlendumálaráííherrann í sögu Bretaveldis ? AÐ UNDANFÖRNU hefir athygli manna um víðan heim beinzt mjög að atburðunum á Kýpur og Bretar hiotið harða dóma fyrir framferði sitt þar. Það hefir þótt sýna, að Bretar haldi enn fast við hina gömlu nýlendustefnu sína. Af hálfu andstæðinga þeirra hefir framferði þeirra á Kýpur lika verið hotað óspart til áróðurs gegn þeim-, einkum þó af kommúnistum. Framferði Breta á Kýpur ber vissulega að harma. í fyrsta lagi ber að gera það vegna þess, að Kýpurbúar eru hér beittir miklu ranglæti. í öðru lagi ber að harma það vegna Breta sjálfra, því að það gefur alranga hugmynd um núv. nýlendustefnu þeirra, sem er í eðli sínu sú, að veita nýlendunum aukna sjálfsstjórn með það fyrir augum, að þær öðlist fullt sjálf- stæði síðar. SÍÐAN SEINNI heimsstyrjöldinni lauk hafa margar brezkar nýlend- ur hlotið fullt sjálfstæði og ber þar fyrst og fremst að nefna Ind- land, Pakistan, Burma, Ceylon og Sudan. Aðrar nýlendur eru nú í þann veginn að öðlast fullt sjálf- stæði eins og Gullströndin og Ma- lajalönd. Enn aðrar eru langt á veg komnar í þeim efnum eins og Nigería, Vestur-Indíur og Rodesía. Þessi þróun er vissulega öfug við það, sem á sér stað í lepprikj- um þeim, er heyra undir Sovétrík- in. Þar er bersýnilega ekki verið að linna á nýlendutökunum. Glöggt dæmi um það má bezt sjá á því, hvernig ríkisstjórnir þessara landa herma nú eftir valdhöfunum í Moskvu og afneita Stalín og játa jafnframt á sig verstu níðingsverk, er þær hafa unnið að undirlagi hans. Það ér vissulega leitt til þess að vita, að Bretar skuli með framferði sínu á Kýpur hjálpa kommúnist- um til þess að geta dregið athygl- ina frá þesesum staðreyndum. SÁ MAÐUR, sem ræður nú einna mestu um nýlendustefnu Breta, er Alan T. Lennox-Boyd nýlendu- málaráðherra. Sú staða, sem hann gegnir, er nú einhver sú allra á- byrgðarmesta innan alls brezka samveldisins. Álit og framtíð brezka heimsveldisins getur mjög oltið á því, hvernig þessi staða verður rækt næstu missirin. Það er og ekki aðeins brezka heims- veldið eitt, sem á mikio undir því, heldur raunar allur hinn vestræni heimur. Staða brezka nýlendumálaráð- herrans hefir sennilega aldrei ver ið þýðingarmeiri eða ábyrgðar- Umhyggja hans fyrir þeim, hef ur átt mestan þátt í því, að ekki hefur tekist að leysa þessi mál á undanförnum árum. Auk in völd sín myndi hann fyrst og fremst nota til að hlynna að hag milliliðanna og gróða- mannanna. Það myndi gera öngþveitið í þessum málum enn meira og þrengja kjör verka- lýðs og bænda stórlega frá því sem nú er. Bandalag Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins á fylgi sitt fyrst og fremst meðal hinna vinandi stétta, bænda og laun þgga. Það telur sér því skylt að vinna að lausn efnahagsmál- anna með hag þessara stétta fyrir augum. Sú stefna, sem bandalagið hefur myndað sér í efnahagsmálum, er byggð á því, að þau verði leyst í sam- vinnu við samtök þessara stétta. Hinar vinnandi stéttir eiga því ekki erfitt val í þess- um kosningum. Þær eiga ekki annað val en eflingu banda- lags Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, ef þær vilja stuðla að því, að meginmál kosninganna, efnahagsmálin, verði leyst með hagsmuni alþýðu fyrst og fremst fyrir aug um. Lennox Boyd meiri en um þessar mundir. Brezki verkamannaflokkurinn liefir árétt- að það augijóslega, hve þýðingar- mikil og örlagarík hann telur ný- lendumálin vera nú, þar sem hann hefir gert einn kunnasta leiðtoga sinn, Bevan, að aðaltalsmanni sín- um á brezka þinginu í öllum þeim málum, er snerta nýlendurnar. ALAN TINDAL LENNOX-BOYD er fæddur 1904. Hann er kominn af þekktum skozkum ættum og voru foreldrar hans vel efnum bún ir. Ilann stundaði laganóm við Ox- ford og hafði sig þar mjög í frammi I félagsmálum. Hann var um skeið formaður í félagi íhalds- stúdenta þar. Á þeim árum var har.n fremur afturhaldssamur í skoðunum og mikill heimsveldis- sinni. Að loknu lagaprófi, fór hann til Bandaríkjanna og flutti á veg- um stúdenta fyrirlestra við ýmsa háskóla þar. Eitt efnið í fyrirlestr- um hans var að deila á Bandarik- in fyrir að hafa skilið við Bretland. Eftir heimkomuna tók hann að stunda málflutning, en gaf sig jafn framt m.ikið að stjórnmálum. Hann bauð sig fyrst fram til þings 1929, cn náði ekki kosningu, enda í von- lausu kjördæmi. Árið 1931 reyndi hann í öðru kjördæmi, sem var tal- ið tvísýnt. Hann náði þá kosningu og hefir verið endurkjörinn þar stöðugt síðan. Á fyrstu þingárum sínum, var Lennox-Boyd talinn standa langt til hægri í íhaldsflokknum og fengu því ræður hans oft misjafn ar undirtektir í þinginu. Hann var hlyntur Franco meðan borgarstyrj- öldin stóð yfir á Spáni. Hann hélt því hiklaust fram, að Bretar ættu að láta það afskiptalaust, þótt Þjóð verjar legðu Tékkóslóvakíu undir sig. Skoðanir Lennox-Boyd á þessum árum, áttu sinn þátt í því, að Ne- ville Chamberlain veitti honum at- hygli og fól lionum trúnaðarstörf. Árið 1938 gerði Chamberlain hann að málsvara verkamálaráðuneytis- ins á þingi, en síðar gegndi hann hliðstæðu starfi fyrir innanríkis- ráðuneytið og matvælaráðuneytið. ÞEGAR CHURCHILL tók við stjórnarforustunni vorið 1940, sótti Lennox-Boyd um inngöngu í flotann og starfaði í honum um þriggja.ára skeið. Afstaða hans. til Þjóðverja hafði þá breytzt allmik- ið og má vera að það hafi m. a. stafað af því að skömmu fyrir styrjöldina, myrti Gestapo einn af þremur bræðrum hans, er hann var að vinna skyldustörf í Þýzka- landi. Hinir bræður hans féllu báð ir í stríðinu. Árið 1943 kvaddi Churchill Len- nox-Boyd úr þjónustu flotans og fól honum starf í ráðuneyti því, sem sá um framleiðslu fiugvéla. Þar gat hann sér gott orð. Á ár- unum 1945—51, þegar íhaldsmenn voru í stjórnarandstöðu, lét Len- nox-Boyd ekki bera mikið á sér á • þingi, en tók sér fyrir hendur, á- samt nokkrutn mönnum öðrum, að ' vinna að því að marka stefnu I- * haldsflokksins til nýlendumála í samræmi við breytt viðhorf. Len- , nox-Boyd og félagar hans unnp . þetta starf mjög vandlega og kynntu sér málefni sérhverrar ný- lendu sérstaklega. Það þótti þá koma í ljós, að Lennox-Boyd væri bæði góður starfsmaðúr og glögg- ! ur á meginatriði. Þá tók hann einn , ig að sér fyrir flokkinn að afla upplýsinga um samgöngumál og , leggja þannig grundvöll að stefnu iflokksins í þeim málum. | j ÞEGAR CHURCHILL tók við ] stjórnarforustu á ný 1951, gerði | hann Lennox-Boyd að aðstoðarráð- j herra nýlendumálaráðherrans, sem ,þá var Oliver Lyttelton (nú Chan- dos lávarður). Eftir skamma stund flutti Churchill hann þaðan og gerði hann að samgöngumálaráð- herra. Það féll þá m. a. í hlut hans að koma rekstri flutningabíla á langleiðum í einkarekstur, en jafn aðarmenn höfðu þjóðnýtt þessa flutninga meðan þeir fóru með völd. Miklar og langar umræður urðu um þetta mál á þingi, og þótti Lennox-Boyd standa sig vel í þeim. Eftir þetta fór stjarna hans mjög hækkandi í íhaldsflokknum, en meðal almennings var hann þá enn lítið þekktur, því að þessi mál . drógu aldrei að sér almenna al- . hygli. SUMARIÐ 1954 flutti ChurchiII Lennox-Boyd enn til og fól honum nú það starf, sem hugur hans stóð mest til, embætti nýlendumálaráð- herra. Meðal brezkra heimsveldis- sinna var því fagnað, því að þeir töldu, að skoðanir hans í þeim mál- um væru enn hin sömu og fyrir styrjöldina. Jafnaðarmenn munu hins vegar hafa vænzt þess, að hann myndi verða þeim gott skot- mark vegna afturhaldssamrar stefnu sinnar. Meðal þeirra, sem hafa gert sér þær vonir um Lennox-Boyd, að hann yrði afturhaldssamur og heimsveldissinnaður nýlendumála- ráðherra, hefir hann áreiðanlega valdið vonbrigðum. Hann hefir ferðast mikið í Asíu og Afríku síð- an hann varð nýlendumálaráð- herra,, rætt við forvígismenn og fulltrúa þjóðernissinna á öllum þessum stöðum og reynt að afla sér sem beztrar þekkingar á hverjum stað. Hann hefir jafnan reynt að ganga sem mest til móts við full- trúa þjóðernissinna og víðast náð góðu samkomulagi við þá. í stuttu máli má líka segja, að síðan hann var nýlendumálaráðherra hafi hvar vetna verið stefnt í sjálfstæðisátt- ina í nýlendum Breta í Asíu -og Af- rílui, og sums staðar mjög veru- lega. Kýpur er eina undantekningin í þeim efnum. Þar blandast líka fleira inn í. Vegna stríðshættunn- ar, sem vofir yfir löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, vilja Bret- ar ekki sleppa bækistöðvum sínum á Kýpur. Þá vilja þeir ekki gera Kýpur að þrætuepli Grikkja og Tyrkja. Mál Kýpurs er erfitt lausn ar, en óhjákvæmilegt er samt, að þar verði tekin upp önnur vinnu- brögð en Bretar beita þar nú. LENNOX-BOYD er maður óvenju- lega hávaxinn (6 fet og 6 þumlung- ar) og mjög brezkur í framgöngu. Hann er góður og glöggur ræðu- maður og er þægilegur og laginn 1 í samræðum. Kona hans er af Gu- 1 inness-ættinni, sem á hinar miklu ölverksmiðjur, og stendur því fjár hagur þeirra traustum fótum. Þau hafa haft mikla risnu á heimili sínu síðan Lennox-Boyd varð nýlendu- málaráðherra og kemur þar margt litaðra manna, m. a. flestir fulltrú- ar þjóðernissamtaka í nýlendun- um, er leggja leið sína til London. Þá hafa þau hjón oft boð fyrir (Framhald ó 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.