Tíminn - 26.04.1956, Side 6
6
T í M IN N, fimmtudaginn 26. apríl 1958.
Ctgefaadi: Fmnaótaiarflokkuriim..
Riíat;{órar: Haukur Snorrasor*
Þórarinn Þórarinssoa
Skrifstofur ! Edduhúsi við Lindargötu.
Simar: 81300. 81301, 81302 (ritstj. og blaðamena),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Preatsmiðjan Edda h.f.
Eigin! idgsmimir íyrst - bráðabirgða-
írr^ði eítir bráSabirgðaórræSi - aí*
sal sjáKsákvörðimarréitariiis
ERLENT YFIRLIT:
LEIKSÝNING sú, sem
Sjálístæðisflokkurinn
iíndi til um seinustu helgi og
kölluð var landsfundur, hefur
gert það stórum gleggra eftir
en áður hver stefna flokksins
er. Þótt leiksýningin væri fyrst
og fremst haldin til að leyna
stefnunni og láta menn álíta
hana allt aðra en hún er, hef
ur útkoman eigi að síður orðið
á þessa leið. Leiksýningin hefur
því í raun og veru heppnast vel
— þótt ætlun sýningarstjór-
anna hafi verið að láta hana
heppnast á annan veg.
EFTIR leiksýninguna er
það ljóst, að stefna Sjálfstæðis
flokksins í aðalmálum þj'öar-
innar, efnahagsmálunum og
itanríkismálunum, er nú þessi:
1 efnaliagsmálunum verður
að beita ,,bráðabirgSaúræði
eftir bráðabirgðarúrræði“ sam
kvæmt orðum varaformaims
flokksins, Bjarna Benedikts-
sonar eða ín. ö. o. að fylgja
áfram sömu verðbólgustefnu-
unni og að undanförnu, sem
óhjákvæmiíega hiýtur aS5 enda
með stöðvun og hruni þá og
þegar. Ftokkurinn er þaanig
stefsiuiaus og úrræðalaus í
stærsta vandamáli þjóðarinn
ar.
í uíanríkis-og varnamtálum
verður fariff eftir því, sem
Bandaríkin og Atlantshafs
ráffiff leggja til eða m. ö, o.
sjálfsákvörðunarrétturiun
verffur látinn af hendi og
ialinn erlendum aðilum.
Það má vera ölium augljóst,
hvert þessi stefna úrræðisleys-
is og réttarafsals muni leiða.
Hún getur ekki haft annað en
uppgjöf frelsisins í för með sér.
ÞESSI UPPGJÖF þióðar-
innar þarf hinsvegar ekki að
leiða til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn geti ekki fram-
fylgt meginstefnuatriði sínu,
sem í setningarræðu flokks-
formannsins var mörkuð þann-
ig á leiksýningunni:
„Við berjumst fyrir hags-
munum okkar sjálfra, flokks
okkar og þjóðar“.
Forkólfar Sjálfstæðisflokks
ins geta haldið áfrara að
tryggja hagsmuni sína og gæð
inga sinna, þótt sjálfsákvörð-
unarrétturinn og frelsið sé
farið, ef amerískt gull heldur
áfram að streyma inn í landið
á þann hátt, að hæfilegur hiuti
þess lendi hjá réttum aðilum,
þ. e. forkóifum og gæðing-
um þeirra.
EFTIR leiksýninguna er
þannig augljóst, hver stefna
Sjálfstæðisflokksins er: Hags-
munir forkólfanna og gæðir.g-
anna framar öllu öðru, úrræða
leysi í efnahagsmálunum, rétt-
arafsal og uppgjöf í utanríkis-
málunum.
Hversu margir verða þeir,
sem bregðast þjóð sinni með
því að efla slíkan flokk til braut
argengis, annaðhvort með því
að styðja hann beint eða
6prengiflokkana, sem eru hon-
um til hjálpar?
Hverjii svarar varaíormaðar
Alfiýðiabaedalagsks?
,AÐ ER kunnara en
frá þurfi að segja, að
ínginn hérlendur maður hef
ar meira lofsungið Stalin og
stjómarfar hans en núverandi
/áraformaður Alþýðubandalags
ins, Einar Olgeirsson.
Aðalmálgagn Einar, Þjóðvtlj
inn, hefur nú játað, að hinir
Shugnanlegustu réttarglæpir
hafi veri'ð framdir undir hand-
léiðslu Stalins, — menn hafa
verið dæmdir til dauða sak-
lausir eftir að hafa verið píndir
til að játa á sig hina verstu
gíæpi.
Þetta er að vísu ekki nema
pað, sem öllum mönnum vestan
.jalds, er ekki vildu loka aug
im og eyrum, hefur verið lengi
runnugt um. Allstórati hóp
tnanna tókst þó að blekkja, til
að trúa þessu ekki. Meðal
beirra, sem mest og bezt stundr
aðu þessa blekkingaiðju hér á
andi, var Einar Olgeirsson.
Þaff er skýlaus krafa kjós-
enda til Einars Olgeirssonar
sem varaformánns hins ný-
stofnaffa Alþýffubandalags, aff
hann geri hreint fyrir dyrum
sinum í þessum efnum: Var
hann sjálfur blekktur og hvers
vegna lét hann þá blekkjast?
Eða hélt hann þessum áróffri
uppi gegn betri viíund? Trúir
hann jafneindregiff og áður á
ágæti hins rússneska skipulags
eftir þær upplýsingar, sem nú
eru komnar í dagsljósiff? Hef
ur traust hans til hinna rússn
esku ráðamanna ekkert bilað
viff þaff, sem nú er komiff á
daginn?
Það er áreiðanlega beðið eft
ir fáu meira en að Einar Olgeirs
son svari þessum spurningum.
Og þeir verða vissulega margir,
sem munu dæma Alþýðubanda
lagið eftir því, hvernig hann
svarar þeim eða hvort hann læt
ur það ógert. Af því verður bezt
ráðið hvort Alþý'ðubandalagið
er aðeins felubandalag kommún
ista eða eitthvað annað slcárra.
Óiafur og glókollarnir hans
IEAFI THORS varð
það orð á munni, þeg
ar hann sá Frjálsa þjóð me'ð
.uyndum af frambjóðendum
Þjóðvarnar í Barðastrandasýslu,
Borgarfjarðarsýslu og á Akur-
eyri, að þetta væru „blessaðir
glókollarnir mínir“. Eftir þetta
gaf hann jafnframt þau fyrir
mæli, að helst engin styggðar-
yrði yrðu sögð urn Þjóðvarnar
menn í blöðum Sjálfstæðis-
flokksins, en í munnlegum á-
róðri skyldu áróðursmenn
flokksins láta mikið af fylgi
Þjóðvarnar. Öllu hefur þessu
verið dyggilega framfylgt síðan.
Jafnhliða þessu er Mbl. nú
Ný viðhorf í Þýzkalandsmálunum
VerlSur Rússum bofiiS, atS Vestur-Þýzkaland fari úr Atlantshafsbandalaginu,
ef þeir fallast á sameiningu Þýzkalands á grundvelli frjálsra kosninga?
UM LANGT skeið hefir ekki
annað viðtal vakið meiri athygli en
það, sem ameríska vikuritið „U. S.
News & World Report“ birti S. þ.
m. við Gay Mollet, forsætisráðherra
Frakka. í viðtali þessu lýsti Mollett
sig eindregið fylgjandi vestrænu
samstarfi og eflingu Atlantshafs-
bandalagsins á þeim grundvelli, að
það láti fleiri mál til sín taka en
hernaðarmál. Jafnframt gagnrýndi
hann svo þá stefnu Vesturveldanna
á síðari Genfarfundinum í fyrra,
að hafa sett sameittingu Þýzka-
lands fram í'yrir afvopnunarmálin.
Móliet taldi, að afvopnunarmálin
ættu að koma í fyrstu röð og sam-
eining Þýzkalands ekki fyrr en á
eftir.
Þessi gagnrýni Mollet vakti
mikla athygli, þar sem hann tók hér
hér undir tillögu Rússa um það,
hvernig þessi mál skyldu rædd.
í Vestur-Þýzkalandi vakti þessi
tillaga Mollet þó mesta athygli og
gagnrýni. Óhætt má segja, að hún
hafi verið harðlega gagnrýnd af
öllum þýzku flokkunum, nema
kommúnistum. Þótt þýzku flokk
ana greini á um margt, eru þeir þó
sammála um, að sameining Þýzka-
lands sé mál málanna og eigi að
setja fyrir öllu öðru. Tillaga Moll-
et vakti því þá tortryggni, að Vest-
urveldin — a. m. k. Frakkar —
væru eitthvað að bila i þeirri við-
leitni að vinna að sameiningu
Þýzkalands, eða væru fús til að
draga það mál á frest. Ef Þjóð-
verjar kæmust almennt á þá skoð-
un, myndi það áreiðanlega verða
til þess að torvelda mjög sambúð
þeirra og Vesturveldanna.
FLJÓTLEGA eftir að þetta
viðtal við Mollet birtist, lét þýzki
utanríkisráðherra, von Bretano,
skýra frá því, að í undirbúningi
væri, að vestur-þýzka stjórnin
sendi nýja orðsendingu til rússn-
esku stjórnarinnar um Þýzkalands-
málin. Ekkert var gert upskátt um
hvert efni hennar væri, en það þó
tekið fram, að viðhorf stjórnarinn-
ar væri í meginatriðum óbreytt. Af
mörgum blaðamönnum hefir þetta
verið túlkað á þann veg, að vestur-
þýzka stjórnin væri með þessu að
aðvara Vesturveldin um að hvika
ekki neitt frá baráttu sinni fyrir
sameiningu Þýzkalands, eins og
ætla mátti af tillögu Mollet. Gerðu
Vesturveltiin það, niyttdi vestuv-
þýzka stjórnin taka til sinna ráða
og hefja beina samninga við rússn
esku stjórnina um þessi mál.
Það er vafalaust þróun, sem Vest
urveldin óska ekki eftir. Af hálfu
Breta og Bandaríkjamanna er það
líka mjög eindregið áréttað eftir
að viðtalið birtist við Mollet, að
þeir telji sameiningu Þýzkalands
eitt aðalmál heimsmálanna, er ekki
megi leggja á minni áherzlu en
sjálf afvopnunarmálin. í samræmi
við þetta var það eitt af þeim mál-
um, er Eden og Selwyn-Lloyd
ræddu um við Bulganin og Krusts-
joff.
ÞESS SJÁST nú ýmis merki, að
Vestur-Þjóðverjar eru að gerast ó-
rólegir vegna þess, að ekkert ger-
ist í sameiningarmálunum. Skoð-
farið að tala vinsamlega um
Hannibal og Ólafur Thors lét
mikið af fylgi hans í landsfund-
arræðu sinni. Hannibal hefði
um þriðjung Alþýðuflokksins á
sínu bandi! Á ísafjarðarfundin
um voru Sjálfstæðismenn líka
bezta klapplið Hannibals.
Allt er þetta ofurskiljanlegt.
Ólafur Thors veit manna bezt,
að Sjálfstæðisflokkurinn eykur
ekki fylgi sitt í kosningunum.
Allar vonir hans eru bundnar
við klofningsstarf Þjóðvarnar og
Hannibals. En öllu frjálslyndu
og vinstri sinnuðu fólki er þetta
líka ljóst. Því mun árangurinn
af sundrungarstarfi glókollanna
reynast margfallt minna en Ólaf
ur gerir sér nú vonir um.
ÐE H LE R,
formaður frjálsra demokrata
anakannanir leiða í Ijús, að per-
sónulegt fylgi Adenauers fer mjög
minnkandi. Við nýlokna skoðana-
könnun lýstu 41% sig honum fylgj
andi í stað 56% fyrir ári síðan.
Fylgistap hans er fyrst og fremst
talið stafa af því, að minnkandi
trú sé á stefnu hans í utanríkismál
Adenauer tókst í vetur aff íá sam
þykkt þingsins fyrir því að mega
stofna 750 þús. manna þýzkan her,
en til þess þurfti % hluta þings-
ins, en þánn þirigmeirihluta hafði
hann ekki eftir að flokkur frjálsra
demókrata sagði skilið við stjórn-
ina. Jafnaðarmenn féliu frá bar-
áttu sinn gegn hernum á seinustu
stundu, því að þeir vildu ekki bera
ábyrgð á að stjórnin gæti ekki
staðið við samninga sína við At-
lantshafsbandaiagið, þótt þeir
hefðu verið á móti þeim. Jafn-
framt tryggðu þeir í leiðinni meiri
íhlutun þingsins um yfirstjórn hers
ins, svo að hann gæti síður orðið
ríki í ríkinu, eins og oft hefir átt
sér stað í Þýzkalandi.
En þótt Adenauer kæmi þessu
fram, er deilunni um herinn ekki
iokið. Adenauer vildi byggja her-
inn á almennri 18 mánaða her-
skyldu.Jafnaðarmenn.frjálsir demo
kratar og flóttamannaflokkurinn
hafa; risiö upp gegn þessu og geta
þeir í sameiningu hindrað herskyld
una, því að hún þarf að samþykkj-
ast með 2/3 meirihluta atkvæða.
Þessir flokkar segjast heldur vilja
hafa atvinnumenn í hernum. Al-
menn herskylda geti ýtt undir
hernaðaranda. Ástandið í alþjóða-
málum sé jafnframt þannig, að það
geti styrkt samningsaðstöðu Þjóð-
verja, ef þeir fara sér rólega í
hermálunum.
FRJÁLSIR demókratar, sem
eru þriðji stærsti stjórnmálaflokk-
ur Vestur-Þýzkalands.héldu flokks-
þing sitt í seinustu viku. Flokkur-
inn rauf samvinnu við Adenauer í
vetur, en ráðherrar hans sátu þó
eftir í stjórninni og örfáir þing-
menn flokksins fylgdu þeim. Á
flokksþinginu var Thomas Dehler
endurkosinn formaður flokksins,
enhanner talinn harðskeyttasti and
stæðingur Adenauers og réði
mestu um samvinnuslitin í vetur.
Ilann deildi mjög hart á Adenau-
er og hafnaði öllu samstarfi við
hann. Hins vegar hafnaði hann
ekki samstarfi við flokk Adenauers
kristilega demókrata, og fór viöur-
kenningarorðum um ýmsa forustu-
menn hans, m.a. von Bretano utan-
ríkisráðherra.
Flokkðrinn mótaði stefnu sína
þannig, að hann getur hvort held-
ur sem er unnið með kristilegum
demókrötum eða jafnaðarmönnum
eftir næstu þingkosningar, er fara
fram á næsta ári. Málefnin eiga að
ráða því, hvort samstarfið verður
heldur valið.
Flokksþingið tók svipaða afstöðu
til utanríkismála og Dehier hefir
áður markað. Stefna Dehlers er í
stuttu má-li sú, að Vesur-Þýzkaiand
verði eins og ástatt er að vera í
Atlantshafsbandalaginu, en í sam-
vinnu við Vesturveldin þurfi að
vera hægt að finna form fyrir því,
að því fyrirkomulagi verði breytt,
ef það gæti auðveldað samkomu-
lag um sameiningu Vestur-Þvzka-
lands. Þá sé rétt að hefja nánari
samskrpti við Rússa.
f STUTTU máli má segja, að
stefna frjálsra demókrata nálgist
nú mjög sjónarmið jafnaðarmanna,
er voru á móti þátttöku í Atlants-
hafsbandalaginu með þeirri for-
sendu, að áður en hún væri affráð-
in þyrfti að gera víðtækari tilraun
ir til að sameina Þýzkaland. Jafn-
aðarmenn berjist nú ekki fyrir
brottgöngu úr Atlantshafsbandalag
inu, en vilja hins vegar fá meira
svigrúm til athafna en þáttakan í
bandalaginu leyfir nú.
Áreiðanlega eiga þessar skoðanir -
hljómgrunn í flokki kristilegra
demokrata, þótt Adenauer standi
einn á móti þeim. Ýmsir af yngri
leiðtogum flokksins, eins og von
Bretano, eru sagðir gera sér Ijóst,
að flokknum sé nauðsynlegt að
hafa frumkvæði um eitthvað nýtt
í þessum málum, ef hann eigl
að halda velli í kosningunum ’á
næsta ári.
MEÐAL vestrænna blaða-
manna, sem hafa ritað um þessi
mál, gætir nú þeirrar skoðunar í
vaxandi mæli, að Vesturveldin
megi ekki halda of einstrengings-
lega við fyrri stefnu sína í þessum
málum. Þau verði að taka tillit til
þess, að tímarnir breytist og al-
menningsálitið breytist. Rússum
hafi tekist að ná frumkvæðinu á
ýmsum sviðum að undanförnu og
það sé jafnan sigurvænlegast. E£
Vesturveldin vilji halda velvilja
Þjóðverja.þurfi þau að sýna saman-
ingavilja í þessum málum og láta
ekki Rússa ná frumkvæðinu í
þeim. Ýmsir blaðamannanna tala
um það sem einn bezta leikinn
í þessum efnum, að Rússum sé
boðið upp á, að Þýzkaland fari úr
Atlantshafsbandalaginu, ef þeir
vilji fallast á sameiningu Þýzka-
lands á grundvelli frjálsra kosn-
inga. Ef Rússar höfnuðu slíku til-
boði, gætu þeir ekki lengur haldið
því fram, a'ð þátttakan í Atlants-
hafsbandalaginu hindraði samein-
ingu Þýzkalands. Það yrði þá enn
augljósara en áður, að sameining
Þýzkalands strandaði á Rússum.
MARGT BENDIR til, að Vest-
urveldin hafi þessi mál nú til gaum
gæfilegrar athugunar og frá þeim
megi því vænta nýs frumkvæðis og
verulegar stefnubreytingar á þessu
sviði. Slíkt er líka óhjákvæmilegt.
f þeirri samkeppni, sem nú á sér
stað á sviði alþjóðamála, getur það
jafngilt ósigri að fylgjast ekki með
breyttum viðhorfum og haga sér í
samræmi við það. Þetta gildir ekki
sízt jafn örlagaríkt og viðkvæmt
mál og Þýzkalandsmálin eru. E£
Vesturveldin sýna þar ekki næga
sveigju, geta þau vel misst Þýzka-
land úr fylkingu vestrænna ríkja.
— Þ.Þ,
Þrymur í Húsavík
vakti hrifningu áheyrenda
Ilúsavík, 24. apríl: Karlakórinn
Þrymur hélt söngskemmtun í Sam
komuhúsinu á laugardagskvöld við
húsfylli og framúrskarandi góðar
viðtökur áheyrenda. Söngstjóri er
Sigurður Sigurjónsson, en píanó-
leikari Björg Friðriksdóttir. Kór-
inn varð að endurtaka mörg lög
og syngja aukalög.