Tíminn - 08.05.1956, Síða 1

Tíminn - 08.05.1956, Síða 1
Fundurinn í Keflavík er kl. 8,30 í kvöld. Ræðumenn: Eysteinn Jónsson og Guðmundur í. Guó- mundssen. Fundurinn á Blönduósi á fimmtu- daginn, ræðumenn Þórarinn Þór arinsson og Haraldur Guðmunds . spn. Fundurinn á Hólmavík á sunnudag inn. Ræðumenn: Halldór Sigurðs son og Emil Jónsson. 40. árg. f blaSinu I dag: Rætt um efling útgerðar í Færeyj- um — og nýtízku togara í þætt- inum um sjávarútvegsmál, bls. 5 íslenzkur skipstjóri kenndi Ind- verjum sjósókn í 27 mánuði, bls. 7. Stalínistar falla í leppríkjunum, bls. 6. — 103. blag. „Bjargráð” íhaldsins er niður- greiðsla vísitölu til júníloka En það er skammgóður vermir - innan tiar yrði uppbóta- og niðurgreiðslukerfi eins um- fangsmikið og allur ríkisbúskapurinn nú Fjármálaráðlierra gerir grein fyrir ráunveru- iegu innihaldi niíurgreiíslutillagna Sjálfstfl. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra hefir í ræðum, sem hann hefir haldið að undanförnu, gert grein fyrir raunveru- legu innihaldi tillagna Sjálfstæðisflokksins um að mæta vanda vaxandi dýrtíðar með auknum niðurgreiðslum úr rík- issjóði. Ráðherrann hefir sýnt fram á, að þessar tillögur eru algert kosninganúmer. Þær eru miðaðar við að láta fljóta fram yfir kosningar, en þá tæki við annað tveggja stórfelld skattahækkun eða niðurfelling verklegra framkvæmda rík- isins fvrir tugi miljóna. Og innan tíðar yrði niðurgreiðslu- og uppbóíarkerfið allt orðið ríkisbúskapurinn er nú. í ræðum sínum hefir ráðherr- ann m. a. komist að orði á þessa leið: „BráSabirgSaúrræði eftir bráSabirgðaúrræSi." Ekkert sýnir e. t. v. betur úr- ræðaleysi Sjálfstæðismanna í efna hagsmálunum en einmitt tillögurn- ar um niðurgreiðslu á nokkrum vörutegundum til bráðabirgða, til þess að halda niðri vísitölunni cil bráðabirgða. Þegar Sjálfstæðismönnum varð það endanlega ljóst, að kosningar hlytu að verða í vor, köstuðu þeir af munni frsm þessum tillögum í ríkisstjórninni. Það mun. svo hafa verið daginn, sem flokksþing Framsóknarmanna kom. saman, að titllögurnar voru eins umfangsmikið og allur birtar í Morgunblaðinu með miklu yfirlæti. Voru þær skjalfestar í Morgun- blaðinu áður en ráðherrar Fram-Í sóknarflokksins sáu þær á pappír. Eru það óvenjuleg vinnubrögð innan ríkisstjórnar eins og nærri má geta, en gefur strax dálitla hug mynd um, hvers eðlis þessar til- lögur eru. Fátt um svör. Sagt var um þessar mundir, að það þyrfti að borga niður sem svar aði 8 vísitölustigum, til þess að halda vísitölunni í skefjum fram á haustið, en 12 stigum, ef ætti að halda henni niðri út árið. Var svo reiknað og reiknað, að með nokkrum tugum milljón króna mætti takast að halda vísitölunni niðri. Framsóknarmenn og Sjálfstæðis- Áiiægjulegir íuudir bandalagsílokk- anna í Dalasýslu um síSustu helgi Framboð Ásgeirs í Ásgarði tilkyamt á Nesoddafundinum Á laugardag og sunnudag s. 1. efndu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn til tveggja kjós- endafundá i Dalasýslu. Voru irnir vel sóttir og mjög legir. Fvrri fundurinn var haldinn Kirkjuhóli í Saurbæ á laugardag- inn. Ræðumenn voru Jónsson ráðherra, Ragnar Jóhann- esson skólastjóri á Akranesi og Ásgeir Bjarnason alþingismaður í Ásgarði. Fundarstjóri var Þórólf- ur Guðjónsson, bóndi í Fagradal. — Seinni fundurinn var að Nes- odda á sunnudaginn og voru þar sömu frummælendur. Fundarstj. þar var Hjörtur Einarsson, bóndi í Neðri-Hundadal. Á báðum fundum komu fram ýmsar fyrirspurnir frá áheyrend- um, sem frummælendur svöruðu. Var ræðum þeirra og stefnu banda lagsflokkanna, ágætlega tetkið. Frantboð Ásgeirs í Ásgarði. Á Nesoddafundijium var til- kynnt sú ákvörðun fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Dalasýslu að skora á Ásgeir Bjarnason al- þingismann í Ásgarði, að verða í Ásgeir Bjarnason í ÁsgarSi — framboði hans var fagnað á Nesodda-fundinum. kjöri fyrir flokkinn.í kosningunum ií sumar, og jafnframt, að þingmað- urinn hefði ákveðið að verða við þeirri áskorun. Var þessum tíðind- um mjög fagnað á fundinum. menn voru sameiginlega nýbúnir að ganga frá fjárlögum, og fundu þá enga leið til þess að hafa þau lægri en þau voru lögfest. Ennfremúr voru flokkarnir ný- búnir að hamra í gegnum þingið nýja tekjuöflun fyrir ríkissjóð, til þess að reyna að tryggja hallalaus- an búskap á þessu ári, og voru trúnaðarmenn flokkanna sammála um tekjuáætlunina, að hún mætti ekki hærri vera og nýjar tekjur væri óumflýjanlega nauðsynlegar til þess að forðast greiðsluhalla. Við spurðum Sjálfstæðísmenn, hvar ætti að taka peningana, til þess að greiða niður vísitöluna, og sögðum þeim, að við tækjum þessar tillögur tæpast alvarlega, nema þeir gerðu grein fyrir, hvar ætti að afla fjár til þess að borga niður. Heyrðist þá eitthvað talað um, að það hlyti að vera hægt að fresta ýmsum verklegum' framkvæmdum, en þegar nánar var spurt, hverju, fékkst ekkert svar. Það hefir því aldrei fengist nein vitneskja um það frá tillögumönn- um, hvaðan ætti að taka fé til þess að auka gífurlega niðurborgun á vísitölunni. 50% umfram „það mesta, sem tii mála kom". í plaggi, sem okkur var afhent um þetta mál var ráðgert að borga niður 8 vísitölustig fyrst. Var svo til orða tekið, að það væri það mesta, sem hægt væri að auka nið- urgreiðslur, og að þá væri gert ráð fyrir eins miklum niðurgreiðslum og frekast virtist unnt, án þess að raska framleiðslu og dreifingar- kerfinu um of. Við kröfðumst, að útreikningar þessir yrðu endurskoðaðir. Var Hagstofan látin endurskoða þetta Plagg. Kom þá í ljós, að greiða þurfti jsiður sem svaraði 12 stigum, en ekki 8 sligum, til þess að halda vísi töiunni óbreyttri íram á haustið. og samtals sem svaraði 16 stig en ckki 12 stigum, til þess að hstlda v;-itölunni óbreyttri fram undir áramót, og þá auðvitað kostnaður aliur að sama skapi meiri. Var þá svo komið að niðurbcrg- úii þurfti að vera 50% rneiri en nýbúið var að lýsa yfir að væri það mesta, sem yfirleitt gæti kom- ið til mála. Ekkert hefir orðið vart við, að þetta hafi verið tekið til greina í því, sem frá Sjálfstæðis- mönnum hefir komið um þetta mál síðan. í þessum plönum var ráðgert að stórauka niðurgreiðslur á smjör- líki t. d. og jafnvel setja það niður í % verðs. Ennfremur ráðgert að stórauka niðurgreiðslur á saltfiski, sem er tiltölulega ódýr á hvert vísitölustig, en vafalaust ekki að sama skapi vinsælt meðal launþega að velja þannig úr vörutegundir, sem ódýrt er að borga niður vegna þess, að þær vega meira í vísitöl- unni en neyzla þeirra virðist rétt- læta. Að komast fram yfir kosningarnar! Þessar tillögur Sjálfstæðismanna ef tillögur skyldi kalia, eins og að þessu hefir verið staðið, eru náu- ast um það að borga niður vísitöl- una frant yfir kosningarnar og taka til þess yfirdráttarlán í Lands bankanum, eða átti að taka af fram laginu til verklegra frainkvæmda? Bara að lialda vísitölunni í skefj- (Eramhald á 2. síðu.) Krían er komin! Teikning eftir Falke Bang. Krían kom til Reykjavíkur í gærmorgun og settist a3 á hólmanum í Tjörn- inni, en þar hefir verið búið í haginn fyrir hana, sandur borinn yfir gróður, sem háði kríuvarpinu. Hún er komin til landsins fyrir nokkru, sást í Eyjafirði fyrir mánaðamót, og á Reykjanesi litlu síðar. Krían kemur lengst að allra íslenzkra farfugla. Hún dvelur á veturna á suðurhveli jarðar Funáur Átlantshaísráðsins í París: Tillögur um efnahagssam- vinnu tilbúnar fyrir haustiö Utanríkisráðherrunum Lange, Pearson og Mar- tino falið að vinna að undirbúningi málsins París og Lundúnum, 7. apríl. — Fundi Atlantshafsráðs- ins lauk á sunnudagsnóttina eins og ráðgert hafði verið. Samþykkt var að skipa þrjá ráðherra í nefnd, sem undir- búa skaLtiliögur um aukna samvinnu aðildarríkjanna á sviði efnahags-, félags- og stjórnmála, skv. 2. gr. sáttmálans. í þessa nefnd voru valdir, að tillögu Selwyns Lloyd, þeir Hal- vard Lange utanríkisráðherra Noregs, Lester Pearson, utan- ríkisráðherra Kanada og Martino utanríkisráðherra Ítalíu. Hafa menn þessir fengið heitið „hinir þrír vísu menn“. Eiga þeir að skila áliti sínu fyrir næsta haust. Sumir frétta- ritarar hafa það fyrir satt, að nefndarmennirnir muni allir í sam einingu heimsækja hvert einstakt aðildarríki I sumar og kynna sér viðhorf þeirra og vandamál og leggja, þannig grundvöll að tillög- um sínum. Stríðsfaættan liðin hjá. • Hinn kunni stjórnmálafréttarit- ari Sven T. Rasmusen skrifar í blað sitt, ,,Politiken“, fréttir af fundinum og segir þar m. a.: „Tvenut er óhætt að fullyrða. Utanríkisráðlierrarnir viður- kenna, að breyting sú, sent orðið faefir á stjórnarstefnu Rússa, sé rneiri og víðtækari en breyting á „taktik“ eða starfsaðferðum. Það sé utn raunverulega stefnu- breytingu að ræða. Þetta merki ekki, að Rússar muni í minna mæli en áður láta til sín taka hvarvetna í heiminum. Þeir munu aðeins neyta áhrifa sinna með öðrum aðferðum en áður. En það mikiivsegasta sé að ætla verði, að styrjöld — heimsstyrj- öld — sé nú ekki lengur þáttur í hinurn nýju áformum og breyttu _ starfsaðferðum rúss- nesku leiðtoganna.“ MikiíL rannsóknarstarf á Grænlandi í sumar Einkaskeyti til Tímans. Kaup- mannahöfn, 7. maí. — Danir hyggja á mikið rannsóknarstarf á Grænlandi í sumar og á m. a. að athuga allsherjarendurbætur og- framfarir í landinu. Margir sér- fræðingar, undir forustu Franz From prófessors, munu fara til Grænlands í næsta mánuði í þess- um erindagerðum. Ætlunin er að gera ýmis konar tilraunir á Vestur -Grænlandi og gera áætlanir um samræmt framfarastarf meðal í- búanna um land allt. Líf og heilsa fólksins verður til sérstakrar at- hugunar, svo og efnahagsleg mál- efni. Mannfræðilegar rannsóknir á Grænlendingum verða og gerðar, bæði í Grænlandi og Kaupmanna- höfn og að ári verður rannsóktv- um þessum haldið áfram

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.