Tíminn - 08.05.1956, Page 3

Tíminn - 08.05.1956, Page 3
Samvinnutryggmgar efna hér með' til almennrar hugmyndasamkeppni, og skulu þátttakendur svara spurningunni: Hvoð er hægt sð gera tii að fækka umferðasiysum og áréksírum cg auka umferðamenningu þjóðar- innar? Svörin skulu vera mest 1030 orð og sfculu felast í þeim hugmyndir eða tillögur, er að efninu lúta. svo og helzt einhver rokstuðningur fyrir hug- myndunum. Því eru engin takmörk seít, hvors eðlis hugmyndir og tillögur þessar mega vera, svo framarlega sem framkvæmd þeirra mundi efla um- ferðamenningu þjóðarinnar og draga úr uinferðaslysum — og tjóni. Öllum er heimil þátttaka í samkeppni þessari, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, hvort sem þeir hafa ökuréttindi eða ekki. Undanskilin er aðeins dómnefndin og starfsfólk Samvinnutryggíriga ásamt heimilisfólki þessara aðila. Tvenn verðlaun. verða veitt fyrir beztu svörin við spurningumli, fyrstu verðlaun 7.000.00 krónur og önnur verðlaun 3.000.00 krónur. Þátttakendur skulu merkja svör sín með einhverju dulnefni, setja síðan fullt nafn og heimilisfang í lokað umslag, skrifa sama dulnefni utan á það og láta það fylgja með svarinu. Svörin skal senda til Samvinnutrygginga, Reykjavík, og merkja þau „Samkeppni“. Skulu þau hafa verið póstlögð fyrir 10. júlí næst komandi. í dómnefnd eiga sæfi: Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga. Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnafélags íslands. Aron Guðbrandsson, stjórnarmaður Félags íslenzkra bifreiðaeigenda. Bergsteinn Guðjónsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils. Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður. Ólafur Kristjánsson, deildarstjóri Biíreiðadeildar Samvinnutrygginga, ©iimc&æjk, Reykjavík Sambandshusinu T í M1N N, þrigjudaginn 8. maí 1956.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.