Tíminn - 08.05.1956, Side 5

Tíminn - 08.05.1956, Side 5
T Í'M IN N^ þrigjudaginn 8. maí 1956. 5 Sjálfstæðisflokkurinn fiefir lifað sitt fegursta Hann víldi gjarnan gera „hræðslubandalag“ við einhvern - en hver vill gera bandalag við Sjálfstæðisflokkinn? Enginn. Menn greinir á um margt í kosningunum, sem í hönd fara En um eitt virðast allir Vera sammála í þessum kosningum: Að Siálfstæðisflokkurinn fái færri þingsæti en hann hefir haft. Og aðrir talá um það sem stað- reynd. Lækkandj hlutfallstala Sjálfstæðisílokkurinn hlaut hlut fallslega minna atkvæðamagn sam- tals í landinu 1953 en 1949 (37,1% móti 39,5%). Sumir flokksmenn segja að þetta muni eitthvað lagast, af því áð Lýðveldisflokkurinn bjóði ekki fram riii. Su ágizkun er hæpin. Því fer fjarri, að allir þeir, sem kusu með Lýðveldisflokknum síð- ast, kjósi nú með Sjálfstæðisflokkn um. Suhjií' þ'eirra manna sitja heima eða ‘skíla auðu, sumir kjósa með öðrnm. Forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins óttast bscði fylgistap og fækkun þingsæta. Þeir vita, að flokkurinn var „heppinn“ í síðustu kosning- um — hlaut aukna þingmannatölu á minnkandi fylgi. Vinstra banda- lag Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins kemur í veg fyrir, að slíkt gefi; endurtekið sig. Nú liggur það' hinsvegar fyrir, að vinstra bandalagið fær meirihluta á Alþingi, ef atkvæði falla eins og 1953 hlutfallslega. Sú staðreynd eykur sigurvonir þeirra. Því að þeir eru nókkuð margir kjósend- urnir, sem fyrst og fremst hafa á- huga á því að skapa samstæðan meirihluta á Alþingi. Hefir liía'S sitt fegursta Forvígismenn Sjálfstæðisflokks ins hafa mjög gjarnan viljað eiga þann kost að gera bandalag í kosn- ingunum við einhvern annan flokk. En nú vill enginn gera bandalag við Sjálfstæðisflokkinn. Það er al- menn skoðun, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi nú lifað sitt fegursta, og muni á næstu kjörtímabilum verða minnkandi flokkur. Hann hefir undanfarið haft óeðlilega mikið fylgi, meira en íhaldsflokkar á Norðurlöndum. Til þess liggja á- stæður, sem ekki er tími til að ræða að þessu sinni. Þetta hlýtur að breytast og breytingin er hafin. Þessi breyting getur orðið meiri og örari en margan grunar. Hann skarst úr leik Sérstaða Sjálfstæðisflokksins í herverndarmálinu hefir komið illa við marga. Að hann skyldi einn allra ílokka skerast úr leik, þegar ástand í alþjóðamálum hafði breytzt á þann veg,að tími var kom inn til að vinna að brottför hersins. Að hann skyldi grípa til þess ör- þrifaráðs að draga í efa sjálfsá- kvörðunarrétt íslendinga í þessu máli — og gera þannig sitt til að veikja málstað íslands. Það er ekki þjóðhollusta að fara þannig að, og ýmsir hefðu ekki trúað því á Sjálf stæðisflokkinn að óreyndu. En þótt þetta hefði ekki komið fyrir, eru þeir samt margir, sem orðnir eru þreyttir á Sjálfstæðis- flokknum, gorti hans annars vegar og úrræðaleysi hinsvegar. Sjálf- stæðisráðherrar eru búnir að sitja í stjórnarráðinu í 17 ár samfleytt, og mörgum þykir það meira en nóg. Mörgum finnst, að bættur sé skað- inn, þótt þeir hverfi þaðan um Þekking bætir sambúð. LESANDJ,.|ÍTI ,Á LANDI skrifar blaðinu;, — „Mér þykir gott að fá surinudagsblað Tímans. Þar rita að jafnaði ágætir höfundar um efni, sem ég hefi gaman af, • svo sem' íuú muni og minjar, ís- ■ lenzkt. mál bg okkar íslenzku náttúr.u. Þættirnir um íslenzka fugla eru ágætir. Þeir örva áhuga fyrir náttúrulífinu. Aukin almenn þekking er-líklegasta leiðin til að hæta sarhbúð mannsins og nátt- úrunnár“ Én þess er mikil þörf.“ Alvöruorð' dr. Finns. „í SÍÐUSTU TVEIMUR greinum sínum hefir dr. Finnur Guðmunds son rætt um húsöndina á Mývatni og haförninn og þar komið að vandamáli, sem ekki er nægur gaumur gefinn. Hann fullyrðir, að Mývatri sé ein mesta náttúru- prýði þessa; hjara heims, og ein- stæð fuglabyggð. Leita þurfi til sléttumýranna í Ameríku til að finna eins, fjölskrúðugt fugialíf. Og þarná' er náttúrufegurð ekk- ert Svipað því eins mikil og við Mývatri: Ilvað er svo gert til að vernda 'þessa náttúru? Mývetn- ingar sjáifir hafa umgengist liana með prýði. Fuglarnir eiga friðland á vatninu. Og þar fara aðkomumenn ekki um í vígahug. En nú er minkurinn kominn að vatninu. Það er eins og lands- menn geri. sér ekki grein- fyrir því, hver tíðindi þetta eru. Yfir- . leitt hefir.landsfólkið — og eink- um alþingismenn — verið allt of sofandí í rcúnkaplágumálinu. Nátt úrufræðingurinn telur, að brátt rhuni sjáát merki minksins í Mý- vantssveit, og er tímar iíða verði þau æ stórfelldari. Jafnvel svo, að eftirkomendur okkar hafi á- stæðu til að álasa okkur fyrir dæmalausan slóðaskap og skiln- ingsleysi, er fuglalífið verður aðeins svjpur hjá sjón.“ „í ANNARRI GREIN ræðir nátt- úrufræöingurinn um haförninn, sem er nær því útdauður liér, þótt nokkur hjón hjari enn á af- skekktum stöðum. Hann bendir á, að síðan farið var að eitra fyrir refi hafi erninum fækkað, og spáir því, að nú, eftir að refa- eitrun hefir verið lögboðin, muni dagar þeirra, sem eftir lifa, senn taidir. Hvert verður eftirmæli það, sem við fáum, ef við reyn- um ekki að fyrirbyggja eyðingu arnarins meðan fært er? Eitthvað svipað og það eftirmæli, sem þeir, er drápu síðustu geirfugl- ana, hafa fengið hjá okkur.“ Stærra mál en mörg hagsmunastreitan. „ALÞINGI ÁKVEÐUR að flytja inn minka og það ákveður að lög- bjóða refaeitrun, en virðist ekki hafa samráð við þá menn, sem bezt þekkja íslenzka náttúru. Nú er rætt um að fá einhverja út- lenda sérfræðinga til að leggja á ráðin um að bana minkinum, en er ekki þörf á að athuga jafn- framt, hvernig vernda á annað náttúrulíf? Útlendingar, sem e. t. v. eru sérfræðingar I minka- drápi, þekkja ekki annað dýralíf hér. Stórvirkar ráðagerðir um minkaeyðingu án tillits til ann- arrar náttúru, gætu orðið örlaga- ríkar. Allar útrýmingaraðferðir, hvort heldur eiga við refi eða minka, verða að taka tillit til ann ars dýralífs. Ljóst er, að það hef ir ekki verið gert, þegar Alþingi ákveður með lögum að eitra skuli fyrir refi. Það verður líklega ís- lenzka haferninum til óbætanlegs tjóns. Hér átti að vera samráð í milii þeirra, sem vilja eyða ref- um, og þeirra, sem vilja stuðla að náttúruvernd. Mönnum finnst þetta e. t. v. vera lítilsvert mál. En ég segi þeim það satt, að prýði íslenzkrar náttúru er miklu stærra mál en hagsmunastreita samtímihs og sum þau niál önn- ur, sem barist er um á pólitísk- um fundum." — Lýkur hér bréfi lesanda. — Frosti. ávarútvegs I! Norðmenn telja Færeyinga hættuleg- ustu keppinautana á fiskmarkaðinum stund, og væri þá e.t.v. ekki von- laust, að hin leiða fylgja þeirra, verðbólgudraugurinn, hyrfi með þeim. Vonir tengdar „gló- kollum“. Þessvegna vill nú enginn gera bandalag við Sjálfstæðisflokkinn. Hann getur ekki einu sinni fengið minnihluta í einu málfundafélagi til liðs við sig, eins og kommún- istar. Eini vonarneistinn utan frá eru sprengiframboð þjóðvarnar- rnanna í nokkrum kjördæmum, sem Sjálfstæðismenn telja hugsanlegt, að geti orðið sér í vil. En gæfu- leysi Sjálfstæðisflokksins nú er of mikið til þess að svo lítill neisti megi lífi halda. Menn spyrja, sem svo; Hvað þýðir að veita þeim flokki brautargengi, sem enginn vill mynda stjórn með eftir kosn- ingar? Og það er von að menn spyrji. Tívoíí var opnað 1. maí HÉR Á LANDI mun það út breidd skoðun, að við séum hörð- ustu keppinautar Norðmanna á fiskmörkuðum heimsins. En Norð- menn sjálfir eru á annarri skoð; un og er það lærdómsríkt. í norska blaðihu Handels- og sjö- fartstidende. 26. apríl er grein um þessi mál, sem minnir á, að ekki er vanþörf á að hér sé vakað á verðinum í öjlu er varðar útflutn- ing á sjávarafurðum. Greinin er á þessa leið: — FYRRUM VORU íslending- ar hættulegustu keppinautar okk- ar þegar um var að ræða sölu sjáv- arafurða á erlendum markaði, en nú virðast tímar breyttir og rík ástæða til að ætla að Færeying- ar séu að verða sterkasti keppi- nauturinn á þessum markaði. Fiskiðnaðurinn í Færeyjum er nú í örum vexti og sömuleiðis end urnýjun fiskiflotans, m. a. með nýtízku togurum. Færeyskt sam- vinnufélag, sem að standa fjögur stærstu fyrirtæki landsins, er að gera áætlanir um kaup á fjórum nýtízku togurum, olíukyntum, og mun hver togari kosta 2,3 millj. króna (danskra). Með þessari við- bót ætti færeyski fiskiflotinn að geta veitt sínum sjómönum sam- bærileg tækifæri og gefast á er- lendum skipum, en ráðningar Fær- eyinga á erlend skip er eitt af þeim vandamálum, sem Færey- ingar hafa átt við að glíma að undanförnu. ) TVEIR STÓRIR TOGARAR voru í fyrra keyptir frá Bretlandi og einn frá Noregi. Nú er ný- búið að kaupa nýjan brezkan tog- ara (Lammer Muir frá Hull) og kostaði hann um 4 milj. d. kr. Færeyingar stefna að því að eign- ast skip, sem geta sótt á fjarlæg mið og hafa mikla aflamöguleika. Árangurinn af þessari endur- nýjunarstefnu er þegar að koma í ljós. Af heildaraflamagni Fær- eyinga á s. 1. ári var 52% togara- fiskur. Og reiknað er með því, að þessi hlutfallstala hækki verulega á yfirstandandi ári. Á SAMA TÍMA sem fiskiflot- inn vex og fiskiðnaður eflist, eru Færeyingar athafnasamir á fiski- markaðinum. Þeir hafa m. a. sent fulltrúa til Svíþjóðar til þess að selja hraðfrystan fisk og keppa við norska fiskinn. Til þess að fullnægja óskum sænskra hús- mæðra eru Færeyingar að gera tilraunir með pakkningar á flök- um, og virðist ætla að gefa góða raun. Eins og sakir standa er ekki mikið magn selt til Svíþjóðar, en útflutningurinn er í vexti og ef að líkum lætur, verður innan tíð- ar hætta á ferðum fyrir norska fiskinn á sænska markaðinum. Tívolígarðurinn var opnaður 1. maí. Nafnið eitt kemur manni í hátíðaskap, minnir á vor og sum- ar, hvað sem veðurguðirnir segja. Tívolígarðurinn hér í Kaup- mannahöfn er frægur langt út fyr ir landamæri Danmerkur. Hann er einstakur í sinni röð, liggur falinn í hjarta stórborgarinnar. Þar er maður allt í einu horfinn inn í ævintýraheima. Þessi sérstæðu ævintýrahughrif, sem eru bundin í Tívolí, þekkja fullorðnir ekki síður en börn. Tí volígarðurinn hefir varðveitt töfra sína og vald sitt yfir hvers- dagsmanninum í öll þau 113 ár, sem hann hefir verið opinn almeun ingi. Saga hans er orðin svona löng. Garðurinn er gamall og þó síungur. Á hverju ári er einhverju breytt, skipt um blóm, eitthvaö byggt, en allt er gert með fullu tilliti til hins sérstæða svipmóts, sem garðurinn ber. TlVULi ER íjöibreytilegur staöur þar er svo ótal margt að sjá. Drepa má á nokkur atriði um leið og gengið er um garðinn. Blómaangan berst að vitum veg- farenda, við augum blasa marglit auglýsingaspjöld, söluturnar og búðir. Þá er hið sérstæða panto- min-leikhús með páfuglafortjald- inu og leiksviðið — plænen — þar sem fjölleikamennirnir koma fram undir berum himni, og svo öll skemmtitækin, sem of langt yrði að telja, hljómsveitin og Tí- volí-vörðurinn, skrautklæddu drengirnir, sem ganga fyrir her- göngulagi. Svona má lengi telja. í ár verður meira og fleira um að vera í Tívolí en nokkru sinni fyrr. Nefna má 3500 nýja rósa- runna, 25 nýja gosbrunna og eru nú 41 í allt, nýtt leikhús, og til þess að kóróna allt saman, nýja hljómleikasalinn, sem er stærsti hljómleikasalur á Norðurlöndum og tekur 2000 manns í sæti. Þessi bygging kostaði 10 millj. danskra króna. Þessi nýji og fallegi salur var vígður með hátíðarhljpmleikum 1. Nýju togararnir eru stærri Nýju togarnir, sem verið er að byggja í Bretlandi og víðar, verða stærri en eldri gerðir. Þetta staf- ar m. a. af því, að nú er gert ráð fyrir því, að í hverjum togara sé hraðfrystihús. í „Fishing News“ er nýlega skýrt frá slíkum tog- ara, sem er í smíðum í Bretlandi fyrir útgerðarfyrirtækið Letten Brothers í Grimsby. Þessi togari er smíðaður hjá skipasmíðastnð Cook, Welton & Gemmel í Bever- ley og verður honum hleypt af stokkunum í haust. Hann er 205 fet á lengd og 32 fet á breidd. Tonnastærð er ekki uppgefin, en hins vegar frá því skýrt, að á skip- inu verði 44 menn. Sumir þeirra eiga að vinna við hraðfrystingu. Skipið á að heita „Velinda" og verður einhver nýtízkulegasti tog- ari, sem smíðaður hefir verið. Ríkir ekki helzt til mikil þögn um togarasmíðar og endurnýjun flotans hér hjá okkur? Byggðasafn Vestur-Skaftfell- inga flytur í ný húsakynni Leitaí til Sunnlendinga um fjárstuSning Byggðasafn Vestur-Skaft- fellinga og Rangæinga hefur nú eignazt viðunandi sama- stað. Til þessa hefur það ver- ið varðveitt í þröngu húsnæði í Skógaskóla, þar sem það hefur alls ekki notið sín. Úr þessu hefur verið bætt og er nú risið í Skógum mikið hús og vandað, sem bæði rúmar skipið „Pétursey“ og safn- gripina, er innan skamms verða fluttir í það. Er það vel, að þetta sér- stæða og merka safn skuli hafa eignazt svo myndarlegt hús, sem raun ber vitni og muxi þetta vera eina húsið, sem reist hefur verið yfir byggðasafn hér á landi. Fjársöfnun. En þótt sýslufélögin og flélri aðilar hafi veitt þessu menningarfyrirtæki góða fjár styrki nokkur umliðin ár, er þvi ekki að neita, sakir þess, hve verkinu hefur verið hrað- að, að miklar skuldir hvíla á safiiinu, og er það því að von- um illa statt fjárhagslega. Byggðasafnið er heldur maí og voi’u konungshjónin og prinsessurnar meðal áheyrenda, á- sámt mörgum öðrum tignum gest urii. Á MIÐNÆTTI var hátindur hátíð- arinnar og var þá allt svæðið upp- ljómað með skrautljósum og flug- eldum og heiðursskot af fallbyss- um bergmáluðu um garðinn. — Aðils. ekki líklegt til að verða sér- lega arðgefandi fremur en mörg málefni af skyldum. toga. Byggðafjársöfnunin sér því ekki önnur ráð, er duga megi, en að snúa sér til Skaftfell- inga, Rangæinga og annarra, er áhuga kunna að hafa á velferð þessa sérstæða safns, einstaklinga og félagssam- taka og biðja þá aö leggja málinu lið með fjárframlög- um. Ekki er þörf á stórum upphæðum frá hverjum, ef margir láta eitthvað af hendi rakna. Nefndin skírskotar til velvilja manna og skilnings á rnerku málefni og væntir góðra undirtekta. 1 Reykjavík tekur Berg- steinn Kristjánsson, Baldurs- götu 15, við gjöfum til safns- ins og heima í sýslunum snúi menn sér með fi-amlög sín til meðlima byggðasafnsnefnd- ar, sem eru: Jón R. Hjálmars- - son, Skógaskóla, Jón Þor- steinsson, Vík í Mýrdal, Ósk- ar Jónsson, Vík í Mýrdal, Þórður Tómasson, Vallnatúní' og ísak Eiríksson, Ási. Leiðrétting Þau mistök urðu í blaðinu í fyrrad. að undir mynd Magnúsar V. Á- gústssonar af slysinu í Holtum, lenti nafn Sveins Sæmundssonar, sem átti að vera undir mynd neð- ar á síðunni, af M.s. Gullfossi. .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.