Tíminn - 08.05.1956, Síða 8

Tíminn - 08.05.1956, Síða 8
8 ;□ □ O 10 ;□ IO O lO O a O T í MIN N, þriðjudaginn & maí 195fc □ OaOaOoOoOaOaOoOoOoOoDdOaOaOaOoOoOoOoOonoOoQo / slendingafaættir □ u°° □□□aaaD0D0D o o a □ o □ o □ a o □ Minning: Sturla Emil Oddgeirsson F. 13. apríl 1944 — D. 29. apríl 1956 Hann var rúmfastur á Landspít- alanum í allan vetur, og þó nokkru lengur, þessi ungi bjarti og fríði sveinn, því að hann kom þangað 20. ágúst í fyrrasumar og var þar þang að til tiu dagar voru af þessu sumri, jiema hvað hann mun hafa fengið að koma heim til sín sem snöggv- ast á jólunum. Hann var ekki nema á tólfta árinu, þegar hann kom, til að ganga undir sjúkdómsraun, sem jhver og einn, þótt eldri væri, myndi iiðja frá sér tekna. Ástvin- um hans var fljótlega tjáð, af lækn ura, ,að ekki myndi verða um bata að ræða. En stríðið varð lengra en í fyrstu var hugað. Ég haiði ekki séð hann fyrr, en ég þekkti móðurina, sem sat við hvílu hans, frú Önnu Oddgeirsson frá Sauðanesi, og séra Þórð afa hans, sem þar var líka oft við hlið hennar, því að þau eru sveitungar mínir. Sýn af þessu tagi er ekki óalgeng á slíkum stað, þar sem harmi lostnir ástvinir reyna að miðla þeim, sem í striðinu stend- ur, af styrk sálar sinnar, og brosað er, til hugfireystingar í gegnum tár. En fleirum en mér rann til rifja, það, sem þarna var að ger- ast. Sá sem ævilokanna beið, var svo ungur, og þó svo æðrulítill, baráttan svo löng, með skini sínu og skuggum, en þau, sem við hvíl- una sátu, vissu, að vonin er vernd arengill lífsins, og þó var það að þessu sinni aðeins von. Sjálfur átti hann líka þessa von og vissi þó, að hann var alvarlega veikur, en ætla má, að börn skynji ekki ná- vist dauðans á sama hátt og þeir, sem fullorðnir eru. Hann verður kvaddur í dag hinztu kveðju. Þess mun þá minnst af þeim, sem nánastir eru, er móð- ir hans kom með hann heim að iSauðanesi á vordegi fyrir 12 árum, og hve kær sá vorgestur varð afa og ömmu og öllum þar heima. Þar lifði hann sín fyrstu bernskuár, fram til 9 ára aldurs, en var eftir það með móður sinni hér syðra á vetrum, og gekk hér í barnaskóla. Þar og annars staðar kom í Ijós, að hann var efnisbarn og þroskaður eftir aldri. Sagan er stutt af þeim, sem héðan fer fyrir aldur fram, minningin, ljúf og sár, því ríkari í huga þeirra sem eftir eru, móður- innar, sem misst hefir sinn einka- son, aldurshnigins afa, sem misst hefir sinn ,,augastein“, móðurbróð ur og nafna þar heima á bernsku- slóðum og annarra nákominna. En á vegi eilífðarinnar halda kynslóð- irnar væntanlega áfram hinni miklu göngu lífsins, hvort sem þær hverfa seint eða snemma út fyrir sjóndeildarhringinn hérna megin. — Við hin tökum undir það, sem við höfum svo oft heyrt haft yfir við helgar tíðir: „Guð huggi þá, sem hryggðin slær“. G. G. Minning: Lárus Rögnvaldsson Yfir bjartan Breiðafjörð brugðið getur skugga. Heilög vé þó haldi vörð, hlúi sól og blómgist jörð, Bjarkamál og bænagjörð brjóstin reyni að hugga, þegar sorgarhríðin hörð hélar vonaglugga. í 1 Hann var fæddur á Straumi á Skógarströnd 27. júní 1904. For- eldrar voru hjónin Rögnvaldur Lárusson bónda að Nai-feyri Jóns- sonar og Guðrún Kristjánsdóttir, bónda að Straumi Björnssonar á Narfeyri. Ársgamall missti Lárus móður sína og rúmu ári síðar fluttist faðir hans með börnin fimm tals- ins til Stykkishólms og stundaði þar bá rsmíði æ síðan meðan hon- nm entist aldur til. Hagleik átti Lárus langt fram í ættir, enda ólst hann upp við haga hönd föður síns. Þegar rafljósa- stöð var reist í Stykkishólmi, var Lárusi j á 17 ára ásamt fóstbróður hans Sigurði Siggeirssyni falin gæzla vé anna, sem keyptar voru gamlar. Lítil aðstaða var þar til viðgerðc., ef eitthvað bart út af, því að eiigar vélsmiðjur voru fyrir hendi á staðnum. Allt fór þetta þó vel úr hendi. Bærinn óx og aft- ur vorr keyptar stærri vélar. Þær voru Iííce gamlar keyptar. Svo má að orði kveða, að þær væru látnar duga á meðan þær héngu saman. En þai. var list, sem ekki mundi öllum hont að leika. Loks var byggt IÍí s ásamt íbúð fyrir gæzlu- mann o:: nýjar vélar keyptar. Þar bjó Láics til dauðadags og gætti vélanna. Samhliöa hjúkrunarstarfinu við sínar gömlu vélar réðst Lárus í það fyrsiur manna við Breiðafjörö a| kcm&st yfir bíl og tók upp fófðir íi: Borgarness í sambandi vffi feröir þaðan til Reykjavíkur. Perðir þessar rækti hann í nokk- ur ár ásamt póstflutningum. Aðrir tóku svo við af honum. „Göngum til hvíldar með glófagran skjöld glaðir og reifir hið síðasta kvöld“. Þessi orð eiga vel við, þegar Lárusar Rögnvaldssonar er minnzt. Hann var alltaf glaðlegur og broshýr og hvers manns hug- ljúfi. Heimilisvinur var hann í hverju húsi og engum manni var kalt til hans. Þegar eitthvað gekk úr sér, sem við kom ljósunum og olli óþæg- *indum, hvarf öll hryggð og óþæg- indi, þegar sást til Lárusar, því að hann kom ekki aðeins með tæki sín, heldur og með sól gleðinnar. Kyrrlátur var hann og óframur. Tranaði sér aldreri fram. Komst hann með því hjá að lenda í opin- berum störfum, þó að hann hefði betri hæfileika en margir sem það stunda. Brosti jafnan við þeim, sem með öfgar og æsingar fóru. Mildaði með því skap þeirra og laðaði íil sanngirni. Af .öllum þáttum mannlífsins veltur mestu um drenginn í mann- inum. Bernskufélagi Lárusar Torfi; Jóhannsson, nú kaupmaður íj Reykjavík, lýsir honum svo:. „Aldrei kom það fyrir að hann fengist til að taka þátt í- hrekk eða stríðni eða neinu, sem gafl kallazt ljótt, þegar við vorum aðf leika okkur. Þó var hann alltaf' glaðlegasti, skemmtilegasti og bezti leikfélaginn". ^ Þ’éssir góðu eiginleikar döfnuðu með honum. Varla mun það óhapp liafa komið fyrir í Stykkishólmi og þar í grenndinni að það snerti ekki við- kvæman streng í hjarta Lárusar, Rögnvaldssonar. Og mér, sem þetta skrifa, er ljúi't að minnastj: þess að hann var tvíniælalaust: bezti dreiígurinn, sem ég liefí kynnzt á ævinni, Þeir dauðu . . . (Framhald af 6. síðu.) Hann vissi sannleikann, vissi, að Bería var ekki höfuðpaurinn. Hreinsanir í leppríkjunum. Landskjálftinn í leppríkjunum vegna opinberananna um glæpi Stalíns hefir þegar steypt Cherv- enkov, forsætisráðherra í Búlgaríu. Honum er nú kennt um að Kostov var drepinn 1949. Nú er búið að hreinsa nafn Kostovs. Hann var hengdur fyrir „njósnir fyrir Bandaríkjamenn". En hin raun- verulega dauðasök hans var, að hann hafði andmælt því, að Rúss- um leyfðist að mergsjúga efna- hagslíf Búlgara með verzlunar- samningum þeim, sem kúgað var upp á þá. í Ungverjalandi er hinn gamli bolsevikkaleiðtogi, Rakosi, nú gagnrýndur. Hann hefir orðið að viðurkenna að Rajk hafi verið drepinn saklaus, en hefir í bráð-. ina sloppið með því að kenna lög- regluforingjanum Gabor um allt saman. En kyrrð komst ekki á. Ó- kyrrðin er svo mögnuð, að aðal- blað flokksins, „Szabad Nep“, hef ir orðið að játa, að ástandiö sé ekki gott, en harðlega er samt var að við að menn láti „afstalíníser- inguna“ fara með sig í gönur. Er skipað að menn bíði eftir leiðsögu llokksins. Kommúnistar í Póllandi og ítal- íu hafa verið frakkastir að for- dæma Stalín síðan nýja línan kom fram. í Póllandi átti einvaldinn aldrei upp á pallborðið í raun og veru. Pólverjar hafa ekki getað gleymt því, hvernig hann lék pólsku kommúnistaforingjana í stríðsbyrjun (þeir voru kallaðir til Moskvu og drepnir), né heldur skiptingu Póllands, er þeir ffam: kvæmdu Hitler og Stalín. Fall Stalíns vakti svo mikla hrifningu í Póllandi, að stjórnarvöldin urðu að aðvara landslýðinn að láta ekki í ljós andúð sína á Rússum. Tékkar eru bezt menntaðir. í Tékkóslóvakíu hefir afstalín- íseringin farið hægar. Ýmsum þeim, sem dæmdir voru í fangelsi, þegar Slansky-réttarhöldin stóðu yf ir, hefir verið sleppt, en enn hefir Slansky sjálfur ekki verið lýstur Lárus dó 13. apríl 1956. Síðasta ævidaginn gekk hann að vanda glaður og reifur að verki sínu og vissi enginn til að hann kenndi sér meins. Um nóttina, þegar hann var að ganga inn til sín af verðinum, hneig hann niður ör- endur. Við íslendingar erum lítt hneigð ir til dulrænna eða yfirnáttúrlegra viðburða. Þessu veldur lífsbarátta okkar, sem krefst harðneskju í starfi. Ef til vill ættum við að gefa þessu meiri gaum. Jarðarför Lárusar var sú fjöl- mennasta, sem átt hefir sér stað í Stykkishólmi. Meðan á kirkju- athöfninni stóð drjúptu fánarnir á stöngunum. Þó var nokkur vind- ur. Aldagömul venja er á landi voru að flytja búferlum að vor- lagi. Það- átti vel við um bústaða- flutning Lárusar Rögnvaldssonar, honum fylgdi alltaf líf og gróandi hvar sem hann fór. Er það ekki von okkar allra, að svo verði og um ferðina héðan. Oflítið gerum við yfirleitt að því að þakka það, sem menn fórna í þágu annarra. Þegar kona Rögn- valdar dó, tók systir hennar að sér heimilið og rækti það starf í 50 ár þangað til að hún fyrir knöppu ári síðan signdi yfir gröf hans. Það mun fátítt, að ekki dragi saman með persónum í svo langri sambúð, en svo var ekki. Þó fór ávallt vel á með þeim. Þungt var yfir hinni öldruðu konu, þegar hún gekk að gröf fósturson- ar síns, sem hún tók að sér árs- gamlan og annaðist sem móðir, og signdi yfir hann. Vonandi er, að hún þurfi ekki að signa yfir grafir fleiri af fósturbörnum sín- um. Kona Lárusar var Ásta Gests-' dóttir, ættuð af Vestfjörðum. Fjóra syni áttu þau hjón. Þungur harmur er kveðinn að heimilinu eins og jafnan vill verða. Þó má það vera ekkjunni nokkur styrkur, að þar eru mannsefni í uppvexti. Jónas Jóhannsson, Öxney. saklaus, og heldur ekki Clementis utanríkisráðherra, en þeir voru báðir hengdir. Tékkneska stjórnin hefir samt afsakað það við Tító, að þessir menn skyldu vera sak- aðir um „títóisma", og reynt hefir verið að breiða yfir þá ákæru á hendur Slansky, að hann hafi ver- ið „gyðinglegur svikari og njósn- ari“. Nú er fjandskapur við Gyð- inga ekki lengur „lína.“ Skýringin á því, að Tékkar fara sér hægar, er, að Tékkóslóvakía var mikið framfaraland áður en kommúnistar hrifsuðu völdin, al- menn menntun var þar miklu betri en í öðrum leppríkjum og fólki vant því að hugsa sjálfstætt. Ríkisstjórnin kveinkar sér því við að gera játningar frammi fyrir svo upplýstri þjóð. Og blöðin ræða lít ið eða ekki um þessi mál. Þó er nú byrjað að ráðast á Gottwald forseta, sem var harðsvíraður Stal ínisti. Hann fékk lungnabólgu við jarðarför Stalíns og dó skömmu síðar. En þetta er byrjunin í Tékkó slóvakíu. Meira mun á eftir fara. Líka er ókyrrð í Austur-Þýzka- landi. Þessi ókyrrð er jnögnuð af pólskum blöðum, sem ásaka aust- urþýzka kommúnista um skort á „sjálfsgagnrýni". Þetta bendir til þess, að Moskva noti pólsku kom- múnistablöðin til þess að flýta falli austurþýzka stalínistans Ul- brichts. Stalínistarnir eru enn of- an á í austurþýzka flokknum. En hve lengi? Hvers vegna? Áhorfendur spyrja: Hvers vegna hafa rússneskir leiðtogar sett á svið þennan stórkostlega sjónleik, afhjúpun hins blóðuga Stalíns, og þar með hrundið af stað hreyfingu, sem óvíst er að þeir geti stöðvað? Ekkert einfalt svar er til við þessari spurningu. Sennilegt er að ástæðurnar séu bæði innanríkis- og utanríkispólitískar. Dauði Stalíns jafngilti því, að bjargi væri lyft af brjósti núver- andi leiðtoga. Mikill þrýstingur úr ýmsum áttum hlýtur að krefjast þess, að þeir, sem Stalín lét myrða fái uppreisn æru. Vafalaust er þetta atriði áhrifaríkt. Þá er það óskin um að núverandi stjórn fái á sig annan blæ en einvaldsstjórn- in í hugum almennings heima og erlendis, að gerð séu glögg skil í milli hennar óg blóðveldis Stalíns. En það er erfitt verkefni því að ýmsir þeir, sem nú sitja á veldis- stóli voru verkfæri Stalíns og gengu erinda hans. Mennirnir, sem voru drepnir saklausir, reyndu að gera það, sem núverandi valdhafar aldrei þorðu að gera, að stöðva Stalín. Mennirnir, sem eru horfnir, stóðu í vegi fyrir því, að Stalín gæti orðið einvaldur. Hann ruddi þeim úr vegi. Þeir, sem nú lifa, héldu að sér liöndum. Ekki er ó- líklegt, að þessi saga eigi eftir að koma skýrar í ljós. Molotov verður áhrifalaus. Sá, sem næst stendur falli af þessum sökum, er vafalaust Molo- tov. Hann var hægri hönd Stalíns. Hann framkvæmdi utanríkisstefnu Stalíns, sem nú er sögð hafa skað- að Rússland stórlega. Hann er auk þess mjög erfiður í samskiptum. Hin nýja stefna er ekki hans stefna. Hann var á móti sættum við Tító, og á móti friðarsamningn um við Austurríkismenn. En Molotov verður ekki afmáð- ur eins og ýmsir aðrir leiðtogar. Hann hverfur úr valdastöðunni „upp á við“. Þegar Voroshilov dregur sig til baka úr forsetaem- bætti — sem er algerlega valda- laus staða — er líklegt að Molo- tov taki við. Hver, sem arftakinn verður, er ljóst, að eins og nú standa sakir, ráða þeir Krustjeff og Búlganin stefnunni. (Endursagt eftir Politiken). Kenndi Indverjum (Framhald af 7. síðu.) vakti og stýrði mikið af tímanum vegna þess að áhöfnin kunni ekki á áttavita. Eina nótt ætlaði ég að láta þá stýra eftir stjörnu, en þeir komu litlu seinna og sögðu að það væru stjörnur alls staðar! Einn 4- hafnarinnar var ættaður frá stað á ströndinni, sem við fórum fram hjá, og ég hugsa mér að láta hann stýra þarna dálitla stund og sofa á meðan. Þarna hagar svó til, að fljót fellur til sjávar og er straum ur þess langt á haf út. Hins veg- ar er norðurfall með ströndinni og myndast þarna röst. Á svipuðum stað eru gryjiningar sem „Fórnar- grynningar“ nefnast. Eftir að há- setinn hafði tekið við stýrinu, sett- ist ég á vélarhús bátsins, en gat ekki sofnað. Dimmt var af nóttu og þungbúið. Við höfðum segl uppi uppi og ferðin gekk yel. Háset inn, sem stýrði, hafði haldið því fram, að við værum allt of langt frá landi, pg þar sem hann var kunnugur á þéssum slóðum treysti ég honum til að fara rétt. En allt í einu verður mér litið undir seglið og sé stærðar brot, aðeins nokkra metra frá bátnum. Ég þaut að stýrinu og snarbeygði til baka sömu leið og við höfðum komið, en við það missti báturinn ferð, þar sem seglið slóst til í vind inum. Rétt í því að ég hafði snúið bátnum kom annað brot og hálf fyllti bátinn. Vélin, sem var 10 hestafla Dan glóðarhausavél, stöðv- aðist þó ekki. Ég greip hattinn minn skellti yfir hausinn á vélinni, til þess að hún mundi ekki kólna of mikið, enda gekk hún og það bjargaði olckur. Ég kallaði til Ind verjanna að ausa bátinn, en þeir voru allir lagstir á bæn og sinntu engu öðru. Eitt brot kom í viðbót en báturin slapp að mestu. Eftir að báturinn var kominn út úr brimgarðinum fór ég fram í og skipaði mönnunum að ausa, og tóku þeir þá strax til við að létta bátinn. Ferðin gekk vel eftir þetta, en seinna kom ég á sömu slóðir í björtu og athugaði umhverfið og þá sá ég, hve litlu hafði munað, að við færumst þarna allir. Heimferðin. Margt fleira segir Guðjón af starfi sínu og ferðalögum í Ind- landi. Hinum fögru byggingum og siðum þjóðarinnar, sem hann hafði svo óvenju gott tækifæri til að kynnast. Gömlum veiðiaðferðum, sem hafa tíðkast síðan í fornöld, o. s. frv. — Hvernig gekk heímferðin? — Frá Madras til Bombay fór ég í flugvél frá Indverska flug- félaginu. Þeir nota aðallega Dougl- as-flugvélar, eins og hér eru not- aðar. Tafðist einn dag í Bomby, en flaug síðan til Kairo. Það var fagurst að sjá yfir Kairo og Alex andríu og spegilsléttan Súesskurð inn. Og tvær dætur Guðjóns, Loúisa og Björk, sem farið hafa sömuleið fyrir nokkrum mánuðúm, taka undir það, hve þarna sé fag- urt um að litast. — Næstí áfangi var Róm og þar fannst mér kált, enda er ég ekki orðinn góður af kvefinu sem ég fékk þar. Bðið í Róm í fjóra daga. Þaðan til Löndon og síðan til Keflavikuí með P. A. A. flugvél. — Og lívernig finnst þér að vera kominn heim? — Það er gott að vera kominn, heim, en méf finnst nokkuð kalt ennþá. Þetta er.það helzta af því, sem Guðjón Illúgdson skipstjóri, sagði við heimkomúija. Dætur hans tvær, Louisa og.Björk, hafa klæðst ind- verskum „Sari“-búningi, öðrum bláum hírium'' gulum og það er tekinn mynd af þeim þrem saman. ..tJÍ Sv. S. Innilegustu þakkir færum við þeim fiölmöígu fjær og nær, er auðsýndu okkur, með skeytum, minningargíöfum og á annan hátt, í’:íí . »'.• ■ samúð og vinarhug við andlát og útför >. Guðrúnar Magnúsdóttur frá Breiðabólsstað. "'v'Í’' • Sérilagi vottum við hjartans þökk þeim, er glöddu hana með heim- sókrium, vináttu og hjartahlýju í áralöngym sjúkdómi. Guð blessi ykkur. -re- Jón Sumarliðasoh óg fjölskylda. >■'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.