Tíminn - 08.05.1956, Síða 12

Tíminn - 08.05.1956, Síða 12
Veðrio í dag: Allhvass austan og dálítil rign* ; ing. 40. árg.___________________________ Hestar verða ósjálfbjarga mann Dráttarvél valt í brattri HlíS og íótbraut stjórnandann, svo hann lá ósjálíbjarga í stórgrýitri gilbrán Ovíst hvernig farið hefði, ef mnðurinn hefði fundizt öllu síðar Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmi. Fyrra laugardag varð það slys inn á Skógarströnd, að öráttarvél 'valt með þeim afleiðingum, að stjórnandi henn- ar, Ólafur Eysteinsson, bóndi að Klungurbrekku, fótbrotn- aði og lá ósjálfbjarga í eina og hálfa klukkustund, eða þar til einn nágranna hans kom að og bjargaði honum til bæja. Það var fyrir nokkurs konar tilviljun, að Ólafur fannst svo snemma, enda varð slysið nokkuð frá bæ, en óvíst er nema þarna hefðu alvarlegri hlufir gerzt, ef hann hefði beðið lengur hjálpar. Þriðjudagur 8. maí 1956. Hiti á nokkrum stöðum klukkan 18: Reykjavík 10 st., Akureyri 3 st., Kaupmannahöfn 13 st., Stokkhólmur 10 st., New York 9 st., London 14 st. visa a Ólafur var að aka girðingar- staurum á dráttarvélinni upp í hlíðina fyrir ofan bæinn, þegar slysið vildi til. Fór hann eins langt upp í hiíðina og hann komst. Var þá brattinn orðinn svo mikill, að ekki var vogandi fyrir hann að snúa vélinni þar á staðnum. Stökk af vélinni. Ólafur ók vélinni því aftur á bak niður úr mestu brekkunni. En þegar haim ætlaði að snúa, spól- aði vélin með þeim afleiðingum að hún rann til liliðar. Þetta gerð ist á gilbrún, en gil þetta er ekki mjög djúpt. Rann vélin að gil- brúninni og þegar Ólafur sá að vélin myndi renna fram af brún- irini, kastaði liann sér af henni. Þár sem hann gat ekki stokkið upp í brekkuna vegna liallans, varð liann að taka verri kostinn, þann að stökkva undan brekkunni og veltu vélarinnar. Fór því vél- in yfir annan fót hans á leiðinni niður í gilið' og hefur Ólafur vik ið sér snarlega til hliðar að sleppa þó það vel. Hestarnir fælast. Fóturinn skaddaðist mikið, þegar vélin fór yfir hann, brotnaði um öklann og leggbeinið klofnaði. Gat Ólafur enga björg sér veitt og nokkuð langt til bæja. Lá hann innanum stórgrýti í gilbrúninni og kallaði öðru hverju ef verða mætti að einhver heyrði til hans. Dráttarvélin hafði oltið og enda- stungizt alla leið niður í gilbotn. Skammt frá þeim stað sem vél- in valt, voru nokkrir hestar á beit og fældust þeir við skarkal- ann. Hlupu þeir í tryllingi frám dalinn. Bóndinn í Stóra-Langadal, sem er annar bær frá Klungur- brekku, sá tii hestanna og gat liandsamað þá. Hélt hann með þá til baka að Klungurbrekku. En á leiðinni þangað, heyrði hann köllin í Ólafi og kom honum til hjálpar. Var Ólafur búinn að liggja í hálfa aðra klukkustund í urðinni. Er óvíst live Ólafur hefði þurft að liggja þarna lengi, ef hestarnir með fælni sinni, hefðu ekki óbeint vísað á hann, eða orðið til þess að hann fannst þetta fljótt. Fluttur í sjúkrahús. Ólafur var mjög marinn og lerk- aður, enda hefur niðurkoman úr stökkinu ekki verið þægileg, þar sem þarna er mjög óslétt og grýtt. Og fyrir utan þetta vonda fótbrot fékk hann slæma lungnabólgu upp úr þessu. Var hann fluttur í sjúkra húsið í Stykkishólmi og liggur þar nú og er á góðum batavegi. Er mikil mildi að ekki hlauzt verra af þessu. K. G. iiðjan staríar að nýju og framleiðir 12 smái. af rúðugleri á sóiariirii H E I 3 A íslenzk stúlka vinnur verðlaun íslenzk stúlka vann nýlega verð laun í getraunaþætti sjónvarpsh stöðvar í New York. Þátturinn heitir „Nefndu lagið“ og er þannig að lag er spilað fyrir viðkomandi, sem svo á að nefna heiti þess og höfund. Stúlkan heitir Álfheiður Blöndal og vann þarna 500 dollara. Hún er ættuð frá Sauðárkróki og hefir dvalið um tveggja ára skeið í Bandaríkjunum. Áður en Álfheið- ur fór vestui*, var hún flugfreyja hjá Flugfélagi íslands. og Alþýðuflokksmanna í Vestur-ísafjarðarsýslu Fundina sótti fólk úr öllum hreppum sýslunnar og sýndu þeir eindreginn samhug og sigurvilja Alþýðuflokkui'inn og Framsóknarflokkurinn efnöu til þriggjá stjörnmálafunda í Vestur-ísafjarðársýslu um síðustu helgi. Voru fundirnir allir mjög vel sóttir og kom fram ein- dreginn og almennur sóknarvilji fólksins gegn íhaldinu og er auðséð, að Vestur-ísfirðingar ætla ekki að láta sinn hlut eftir liggja í þeirri almennu sókn um land allt. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða Glerverksmiðj- nna, en hún hefir nú tekið aftur til starfa og er framleiðsía þar með eðlilegum hætti síðustu tvo mánuðina. Ingvar Ingv arssoh forstjóri fyrirtækisins- skýrði nokkuð frá sögu fyrir- tækisins, sem varð að hætta starfrækslu um sinn vegna f j árhagsvandræða. Gat Ingvar þess, að skömmu eftir að verksmiðjan tók til starfa hefðu ýmsar sögur og margar fár- ánlegar komizt á kreik um fyrir- tækið og myndu margar þeirra hafa verið búnar til af mönnum, sem eiga hagsmuna að gæta, ef farið verður að framleiða gler á íslandi. Framleiðsla verksmiðjunnar hefði þegar í upphafi gengið vel, eftir því sem búizt var við um nýja efnaframleiðslu og varan far- ið batnandi. Að vísu hefði glerið ekki verið gallalaust í byrjun, en fólki hefði verið gefinn kostur á að kaupa gallaða glerið fyrir mjög lágt verð, eða 20 kr. skorinn fer- metra, en geta má þess, að gler- salar taka 15 kr. fyrir að skera það magn af gleri. Fyrir tveimur mánuðum fór verksmiðjan aftur í gang að lok- inni Sföðvun. FramkVæmdabank- inn gekkst fyrir því að stofnað var sérstakt fyrirtæki til að reka verk smiðjuna, sem tók hana síðan á leigu bókhaldslega séð, en starfs- fólk og stjófnendur eru íiinir sömu og áður. Verksmiðjan framleiðir nú um 12 smálestir af einföldu rúðugleri á sólarhring, en síðar meir er áformað að verksmiðjan fram- leiði flöskur og aðrar umbúðir. Ef glerverksmiðjan hefði starf- að hér á landi á liðnu ári, hefði verið hægt að spara hálfa níundu miljón króna í gjaldeyri. Um það bil helmingur framleiðsluverðsins CFramhald á 2. stðu.j Erlendar fréttir í fáum orðum □ Hammarskjöld kom tii New York á sunnudaginn eftir viðræður við ráðamenn þjóðanna við botn Miðjarðarhafsins. Sagði hann, að framtíðin ein myndi skera úr um það, hvort tilraunir hans til að koma á öruggum friði, hefðu borið árangur. □ Danska sjómannasambandið hef- ákveðið að greiða í afborgunum einnar milljón krónu sekt, setn það' verður að borga vegna ólög- legs verkfalls. Mun það greiða 100 þús. kr. á mánuði upp í sekt- ina. □ Tító, einvaldsherra Júgóslavíu, kom í opinbera heimsókn til Frakklands í gær ásamt utanrík- isráðherra sínum. Tóku þeir Pi- nau og Mollet á móti honum og föruneyti hans á flugvellinum við París. Er þetta fyrsta heim- sókn Tító til Vesturlanda, eftir heimsókn hans til Bretlands fyr- ir nokkrum árum. Mun hann dveljast 5 daga í París. Miklar ráðstafanir voru gerðar til að forðast uppþot í Parísarborg, — m. a. voru allir flóttamenn frá Júgóslavíu, búsettir í París, sendir til Korsíku, á meðan heim- sóknin stendur yfir. □ Miklir bardagar geísa í Alsír. — Hafa margir bóndabæir verið brenndir til kaldra kola. All- margir hafa fallið í bardögum þessum. □ Brezka utanríkisráðuneytið hefir borið þá fregn til baka, að NATO utanríkisráðherrarnir hafi ákveð- ið að leyfa aukna vopnasölu til ísraels. Á fundinum í Vestur-ísafjarðar- sýslu voru frummælendur alþingis- mennirnir, Hermann Jónasson, Gylfi Þ. Gíslason og Eiríkur Þor- steinsson. Fyrsti fundurinn í sýslunni var haldinn á Þingeyri á laugardags- kvöldið. Er það glæsilegasti stjórn- málafundur, sem hefir verið hald- inn á síðari árum. Fundarstjóri var Ólafur Kristjánsson. Fundurinn á Flateyri var haldinn á sunnudag. Fundarstjóri var Hjört ur Hjálmarsson, en auk frummæl- enda tóku til máls Guðmundur Ingi Kristjánsson, Hinrik Guð- mundsson, Halldór Kristjánsson, Jón Hjartar, Gunnlaugur Finnsson, Hjörtur Hjálmarsson og Halldór Stefánsson. Fundurinn á Suðureyri var einn ig haldinn á sunnudaginn. Fund- arstjóri var Hermann Guðmirnds- son. Auk hans og frummælenda tóku þar til máls Kristján Þor- valdsson og Ásgrímur Jónsson. Allir voru fundirnir mjög vel sóttir, og sótti þá fólk úr öllum hreppum sýslunnar. Hvarvetna var gerður hinn bezti rómur að máli frummælenda og sýndu fundirnir ljóslega algjöra einingu og sam- stilltan vilja fylgismanna beggja flokkanna í Vestur-ísafjarðarsýslu um baráttuna gegn íhaldinu. Er mikill áhugi allra íhaldsand- stæðinga í sýslunni fyrir því að gera sigur Eiríks Þorstéinssonar sem allra glæsilegastan og sýna íhaldinu að andstæðingar þess standa saman. Hafa þessir glæsilegu fundir orðið fólki mikil hvatnig til auk- innar baráttu. Góður fagnaður stódenta í Kaupmannatiöfn Halldór Ksljan Laxness kjörinn heiðursfé- lagi Fél. ísl. stúdenta i Kaupmannahöfn Einkaskeyti til Tímans frá Kaup mannahöfn. — í gær hélt Félag íslenzkra stúdenta púnsgildi til heiðurs Halldóri Kiljan Laxness. Kom mikili fjöldi tii þessa sam- sætis, aðallega ísienzkir stúdent- ar og gestir þeirra. Ilelgi Þór'ð- arson, formaður félagsins, setti hófið og baað heiðursgestinn vel kominn og tilkynnti, að stúdenia félagið hefði ákveðið að gera Laxness að heiðursfélaga, vegna þess, að hann hefir nú í 20 ár veitt stúdentum þá ánægju að lesa upp úr verkum sinuni, en Halldór hefir meira að segja Jes- ið stundum fyrir stúdentana hluta úr sumum verkum sínum, áður en þau komu út, Formaðurinn las því næst upp heiðursskjal, sem ritað var á latínu Kjósendafundur í Hólmavík á srnmudaginn kemur Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn efna til kjósendafundar í Hólmavík á sunnudaginn kemur k! 2 síðdegis. Á fundinum mæta þeir Halldór E. Sig- urðsson sveitarstjóri í Borgarnesi, frambjóðandi Fram sóknarflokksins í Mýrasýslu, og Emil Jónsson alþingis- maður, og flytja framsöguræður Fundur bandalagsflokkanna í KEFLAVÍK er í kvöld. Þar tala Eysteinn Jónsson og Guðm. í Guðmundsson. Fundurinn á BLÖNDUÓSI er á fimmtudaginn. Þar tala Þórarinn Þórarinsson og Haraldur Guðmundsson. Bað hann Laxness að veita því við- töku og þakkaði skáldið þafin mikla heiður, sem honum hafði verið sýndur. Flutti Halldór Lax- ness því næst stutta ræðu. Rakti hann sögu íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn og þann þátt, sem þeir hefðu átt í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Laxness lauk ræðu sinni með að færa félaginu innilegustu þakkir fyrir velvild í sinn garð. Skáldið les úr verkum sínum. Síðan söng Stefán íslandi nokk- ur lög með texta eftir ! skáldið. Söngnum var tekið með dynjandi lófaklappi. Halldór Kiljan Laxness las síðan úr verkum sínum — Heimsókn á þorra. Vakti lestur hans mikla hrifningu tilheyrenda. Síðan voru borð tekin niður og púnsbolla borin fram. Sigurð- ur Nordal, sendiherra, var skip- aður magister bibendi. Nordal þakkaði heiðurinn og bað menn að lyfta glösum Laxness til heið- urs og hrópa ferfalt húrra. Síð- an sungu menn „Hvað er svo> glatt“ og fleiri söngva fram eft- ir nóttu og varð af þessu bezta skemmtun. í lok liófsins þakkaði Laxness fyrir ánægjulega kvöld- stund með stúdentum og gestum þeirra. Lofaði hann að koma aft- ur í heimsókn í haust og lesa upp úr verki því, er hann hefði í smið um. Kvöld þetta var hið ánægju- legasta í alla staði og hið sögu- ríkasta í mörg ár. —Aðils.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.