Alþýðublaðið - 19.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1927, Blaðsíða 2
ÁLÍ>\tJUt5L..\tJlT) 2 ; alþýðublaðið | < kemur út á hverjum virkum degi. [ } Aigreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; I Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árri. í } tii kl. 7 síðd. t < Skrifstofa á sama stað opin kl. t } 9V's —101;2 árd. og kl. 8 — 9 síðd. t J Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 | } (skriistoian). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á [ J mánuði. Augiýsingarverðkr.0,15 t 1 hver mm. eindálka. ► J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | j (í sama húsi, sömu siniar). > Ráðsm&nskaift á plóðarkálim. Fáeín sýnishorn. Eftir Pétur G. Guðmundsson. I. Kartöfiuræktiir. ----, (Frh.) í skrafi og skrifum um járn- brautarlagning austur Suðurlands- undirlendið hefir jwi löngum ver- ið haldið á.Iofti, hve framleiðsia jarðargróða myndi þá aukast mik- ið i þeim héruðum. Meðal ann- ars hafa kartöflur verið nefndar. Þá á að verða auðvelt að rækta þær í 'svo miklum mæli, að engar kartöflur þurfi að flytja inn frá útlöndum. Sumir hugsa sér jafn- vel, að þá gætum við flutt út karíöflur. Pað er að vísu svo, að akur- lönd eru mikil og góð ti! kart- ’ öfluræktar í Arnessýslu og Hang- 'árvallasýsiu, — svo mikil, að ekki þarf að nota nema lítinn hiuta þeirra, til þess að fulinægja ailri kartöfluþörf landsmanna, jafnvel þótt hún ykist mikið fram yfir það, sem nú er. — En mér þykir •fekki líklegt, að þar verði rækt- aðar kartöfiur til utfiutnings. Og mér þykir ekki líklegt, dð nokk- ur maður ætli það í alvöru, sem nokkuð hefir kynt sér málið. Þess konar rækt yrði að reka sem stóriðju, með dýrum vélum og dýrum vinnukrafti, en flutnings- kostnaður á erlendan markað mikili, sem allur kæmi á reikn- ing framleiðslunnar. Hití er sanni nær, að þetta sé ein af gyll- ingunum, sem formælendur járn- brautar' leggja á það fyrirtæki, til þess að gera það glæsilegt. Og hvaða hagræði er það svo, sem járnbraut myndi færa kart- öflurækt á þessum svæðum? Þar -getur varla verið um ann- að að ræða en Iág flutningsgjöld á framleiöslunni til markaðsstað- ar (í Reykjavjk) og lág flutnings- gjöld á áburði til ræktunarsvæð- anna, sem varla gerði þó mikinn mun á ræktunarreikningnum. 1 áætlunum um rekstur járn- brautar er gert ráð fyrir, að flutningsgjald vérði 30 aur. á ton- kilometer. Samkv. því yrði flutn- ingsgja’d fyrir tonn frá Ölfusár- brú tií Reykjavíkur sem næst 18 Kr. eða 1,8 aur. á kg. Nú flytja biíreiöar vörUr þessa leið fyrir 4 aur. kg, og það eins I fyrir því, þó að þær vsrði að fara tómar aðra leiðina. Væri um veru- legan flutning að ræða og skipu- lagsbundnar ferðir, myndi þetta flutningsgjald lækka að mun. Og væri vegurinn austur geröur góo- ur og haldio oið með hirðusemi, myndu nógar bifreiðar verða til þess að fiytja vörur þessa leið fyrir sama gjald og áætlað er að jámbrautin taki. Nú ganga bifreiðar iðulega háifar og tómar úr Árnessýslu tii Reykjavíkur, af því að þær fá engan flutning. Eru nú nokkrar iíkur til þess, að menn þar eystra'rykju upp til handa og fóta að rækta kartöflur í stórurn stíl, að eins ef flutnings- gjald með bifreiðum iækkaði um 2 aura á kg.? Eða er ástæða til áð ætla, að menn ræktuðu frem- ur kartöflur, ef þær væru fluttar suður á járnbraut, heldur en ef pær væru fluttar í biíreiðum fyrlr sama gjald? Nei; þetta flutningaatriði er fyr- irsiáttur einn og blekking, fund- ið upp og haidið við af þeim mönnum, sem iangar í hagnað af járnbrautarlagningu, sem langar í gróða af stjórn þess fyrirtækis, umsjón og yfirumsjón, járnsölu og sementssölu, hækkun á verði jarðeigna í nónd v.ið brautina o. s. frv. Járnbraut er ekki verið að koma á til stuðnings nauðsyn- Iegri framleiðslu. Hana má. styðja nreð minna kostnaði og meiri árangri. En það er ekki gert. Hitt er heldur, að nauðsynlega fram- leiðslu er verið að nota sem fyrir- slátt til þess að koma á fót nýju stórbraski, nýju sogæðakerfi úr vasa almennings yfir í pyngjur stórbraskaranna. Nú mætti ætia, að þar sem kart- öflurækt er auðveld, markaður fyrir afurðirnar nógur í Iandinu og iand yfrið nóg til ræktunar, þá standi ekki á öðru en viija og framtakssemi fóiksins til rækt- unar. Nokkuð er hæft í þessu. En það er lítii afsökun fyrir þá, semi gerðir eru eða gerst hafa ráðs- rnenn þjóðarirmar, að vitna til viljaleysis fóiksins. Saga iandbún- aðarins á síðustu öld er sömiun þess. Það eru ekki meiri túnsteði í landinu nú, cn var fyrir hálfri öld. Og þó eru túnin meiri. Þá var mikill fjöldi bænda í land- inu, sem höfðu lítil bú og erfiða afkomu, en fyrntu þó ár frá ári, ekki matbjörg, ekki hey, heldur áburð. Fjóshaugarnir við bæjar- veggina gnæfðu yfir tún og tún- stæði, sem lágu í hálfrækt eða fullri órækt vegna áburðarskorts. Síðan hafa komið upp frömuðir í landbúnaði, sem ekki létu sér nægja að búa fyrir eigin hagnað, heldur vildu einnig búa fyrir ai- rce.mi.cgshagnað. Þeir hvöttu bændur til vilja og framtaks, leið- beitidu þeim og öfluðii þeim að- stoðar. Fyrir það hafa túnin stækkað og iandbúnaðurinn tekið miklum framförum, þó að enn sé skamt á ieið komið tii þeirrar fullkomnunar, sem hann gæti náð. Svipað er um kartöfluræktina. Hún tekur ekki almennum fram- förum, nema fyrir hvatir, leið- beiningar og aðstoð ráðsmanna þjóðarinnar. Þess er ekki að vænta, ,að kartöflurækt verði sérátakt áhuga- mál þeirra, sem bújarðir sitja, tjema aiveg sérstaklega standi á. Sumir bændur segjast heldur vilja kaupa að kartöflur, en rækta sjálfir. Það getur verið rétt ráðið stundum. En hitt er ekkert vafa- mál, að þeim bændum er eins hagkvæmt að kaupa ísienzkar kartöflur, eins og útlendar. En þurrabúðarmönnum er kart- öfiurækt sérstaklega hentug. Hún verður því sérstakt hagsmunamái verkalýðsins við sjávarsíðuna og í bæjunum. En það er einmitt stéttin, sem ráðsmenn þjóðarinnar hafa útundan. Á þeim er níðst á allar lundir með föggjöf og lög- gjafarleysi. Og þeir einir allra stétta njóta engrar aðstoðar eða hiunninda frá löggjafarinnar háifu- Hér í Reykjavík eru hundruð verkamanna, sem fegnir vildu stunda kartöfiurækt og hafa til þess ýms skilyrði, að einu undan teknu. Þá vantar land. Landrými tii þessa er nóg umhverfis bæ- inn. En súihpart fæst það alls ekki og sumpart fæst það með ókjörum. Ég nefndi í fyrri hluta þessarar greinar iand í útjaðri bæjarins, margar dagsláttur áð stærð, sem er nálega óræktað. Eigandinn fékk það hjá bænum ökeypis fyrir eitt- hvað 30 árum.- Hann hirðir ekki um að hafa af því ræktunarnytj- ar, — iætur sér nægja 'gróðann, sem feist í því, að landið hækkar í verði ár frá ári. Hann gæti auðveidlega selt það fyrir 60 þús. kr., og myndi þá hafa haft að meðaltali 2000 kr. á ári í þessi 30 ár fyrir alls ekki neitt. En hann þarf ekki að flýta sér að farga landinu. Gróðinn er vís og vax- andi áfram — fyrir ekki neitt. En fólkið í nágrenninu, sem hefir nógan vilja og nógan tíma afiögu til þess að rækta landið, xærður að kaupa kartöflur — frá útlönd- um. Þetta er ekkert einsdæmi, sem hér er sýnt. Það er að eins eitt dæmi af hundruðum. Ef ráðsmennnirnir á þjóðarbú- inu hugsuðu fyrst og fremst um almenningshag og þjóðarheili, þá myndi ein greinin í lagasetning- um þeirra hljóða á þessa leið: „Engínn maður má eiga iand í órækt, ef annar maður er fús og fær til að raekta landið. Slíkt land skal tekið af eiganda, endur- gjaldslaust, og fengið í hendur öðrum til ræktunar, endurgjalds- laust." En það er víst, að þessi grein verður ekki sett i lög hér, meðan brask og kaupmenska ræður hér riki. Hún verður ekki að Iögum fyrr en þeir menn taka við stjórn stórmáianna, sem meta ineira heill og hag alþýðu en fárra fjárdrátt- armanna. Hún verður ekki sett fyrr en jafnaðarstefnan vinnur bug á kaupmenskunni. Menn þrefa á mannfundum, í blöðum og á þingum um ráðstaf- anir nokkurra þúsunda króna, þó ekki sé um annnað að ræða en að flytja þær úr einum stað í annaw innanlands. En menn steinþegja um það, að ausið er hálfri milljón út úr landinu á hverju ári fyrir kartöflur, algerlega að óþörfu. Menn fárast ýfir því, að skuidir við útlönd vaxi, og stjórn er hælt eða niðrað eftir því, hvort hún hefir borgað af lánum ríkissjóðs eða bætt við þau. En það þykir bara eðlilegur h'utur, sem ekki þurfi að eyða orðum að, að millj- ónir króna renna 'út úr Iandinu á hvefju ári og tapast því með öilu fyrir ráðleysi landsmanna Og um- hyggjuleysi ráðsmanna þjóðarinn- ar fyrir almenningsheill. Grasrækt og kvikfjárrækt er styrkt með stórfé úr ríkissjóði til mikilla hagsbóta landi og lýð. Á sama háft þarf að hlynna að kartöfluræktinni. Ríkið á að kaupa bletti, sem hentugir eru fyrir verkamenn og þurrabúðarmenm að rækta, og fá mönnum til rækt- unar afgjaldslítið eða afgjalds- laust, leggja fé til fyrstu girð- inga og til þess að brjóta land- ið. Ef veittar væru til þessa 100 þús. kr. á ári í nokkur ár, er ég ekki í vafa um, að þörf fyrir innfiuttar kartöflur hyrfi með öllu eftir nokkur ár. Þetta mun mörgum þykja gífur- ieg fj-árhæð, sém ég nefni hér. Og vist mætti mikið laga með minni * útlátum. En er það ekki vafaiaus hagnaður, að egða í þetta hálfri milljón kr. á 5 ár- um, ef það verður tii þess, að spora þjóðinni hálfa milljón á:• ári upp frá því? Til samanburðar set ég hér skýrslu um kartöfluverzlun Norð- urlanda árið 1922: Innfl. Útfl. tunnur tunnur Danmörk 33 010 610 640 Sviþjóð 21 160 204060 Noregur 108 030 , 20 960. ísland 23 320 Einokun og „Mgblu. Ekki er „Mgbl“. skynsamara en svo, heldur en vant er, að það ruglar saman einokun og ríkis- reksti, sem, eins og kunnugt er, er öruggasta varnarráðið gegn einokun auðvaldshringanna og bjargráð þjóðanna gegn óþörfum milliliðum í Verzlun. Það er raunar e. t. v. ekki að búast við meiri greind af blaði, sem m. a. hefir flutt þá staðhæfinu, að sumar af setningu'm Krists i guðspjöllunum séu búnar til af núlifandi manni, Ólafi Friðrikssyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.