Alþýðublaðið - 19.08.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Svar við greinirmi „Á viiligöium“. Herra ritstjóri! Ég óska, að þér Ijáiö mér rúm fyrir eftir farandi iinur í yðar heiðraöa blaði. Mér finst það mjög óviðfeldin isiamlíkiing í greininni „ Á villigöt- um“ í blaði yðar 13. þ. m. um veitingahú'sið á Geithálsi og verstu veitingastaði erlendis. Verð -ég því að svara greinarhöfundin- um nokkrum orðum, þar sem mér 'finst margi ve:a; i lienni mjög vill- andi og gagnstætt tilganginum með stofnun og rekstri á þessu veitingahúsi. Tilgangur minn með kaup á þessari jörð og stofnun veitingastaðar á henni var sá, að reka á jörðinni landbúnað eftir ' því, sem efni mín og ástæður Ieyfa, ásamt því, að bæta úr við- urkendri þörf á hentugum stað, hæfilega langt frá Reykjavík, þar sem Reykjavíkurbúar gætu haft frjálst landsvæði til umferða og skemtana, þegar þeim bezt líkar. Pað hefir éinnig verið nieining mín að halda uppi veitingum og skemtunum á Geithálsi fyrir þá, sem þess ðska, en alls ekki tih þess að verða vaídur að neinni siðspillingu þeirra, sem þangað kunna að leita, og ég mótmæli því harðlega, að slíkt hafi átt sér stað. Það er alls. ekki rétt hjá greinarhöfundi, að veitingar á Geithálsi liafi farið fram í tjöld- um. Þær hafa einungis farið fram í húsinu heirna. Það hefir minst að segja, hvort veitt var í tjöld- um eða annars staðar. En hvað drykkjuskaj) snertir, sem höf. minnist á, er það mér með öllu óviðkomandi og mér mjög á móti skapi, að hann sé þar um hönd hafður. Ég hygg, að einhverjir, sem þangað hafa komið, séu valdir að honum. En ég hefi í hyggju að leita í þessu aðstoöar lögreglustjóra héraðsins, til þess að verja veijingastað minn frá slíkri vansæmd sem drykkju- skapur er á v'eitinga- og skemti- stað. Og ég vona, aö nienn fái að sjá einhvern árangur af þeirri viðleitni minni. Sigvaldi Júnasson. Það er vel, aö höf. greinar þess- arar taki upp það ráð að bægja drykkjuskap frá skemtistað sín- um. Hann er ,,Þrym“ saminála um, að drykkjuskapur ha.fi átt sér stað þar, en tekur fram, að hann sé ekki af sínum völdum. ,Þrymur“ sagði heldur ekki, að greinarhöf. hefði veitt vin. Hvort veitingar fara fram í tjöldum eða húsi er aukaatriði. Hitt er áðalatriði, að skemtanir og skemtistaðir séu laus við ölæði og íylgifiska þess, og sjálfsagt að leita þl þess lög- regluaðátoðar, þegar á þarf áð halda. Gæti svo farið, að gestgjaf- inn yrði þvi síðar fegnastur, að ,,Þrymur“ hefir gert sitt til að losa veitingastað hans við þá vandræðamenn, sem hann sjálfur segir, að valdir hafi verið að drykkjuskapnum; og þegar það er fengið, er tilgangi beggja beggja greinahöfundanna náð, að því, er virðist. ösm áagism ogf wegiaan. Næturlæknir er i nótt Níels P. Dungal, Sól- eyjargötu 3, simi 1518. \ Þenua dag árið 1662 andaðist Blaise Pas- cal, er talinn er mesti stærðfræð- ingur þeirra tíma. Kornungur hafði hann lært ti! hlitar alla þá stærðfræði. er þá var kunn. Hann gerði merkar uppgötvanir í stærð- fræði. Þar á meðal er Pascalsetn- ingin, sem er á þessa leið: „Ef sexhyrningur er innritaður í hring og gagnstæðar hliðar hans eru lengdar, þar til þær skerast, þá liggja skurðarpunktarnir í beinni línu.“ Pascal var einnig eðlisfræð- ingur mikill. Hann fann hvernig þrýstingur vökva hagar sér, sömu- leiðis að loftvogin stígur því meir, sem hærra kemur. Fyrir því er loftvog riotuð að hæðarmæli. — Pascal var franskur. Rannsóknir sinar gerði hann einkum á yngri árum sínum. Hann sökti sér snemma æfinnar niður í guðfræði- leg efni og gaf sig eftir það minna að visindilegum rannsóknum. Á ísfiskveiðar er búist við að þessir togarar fari í nótt og á morgun: „Bel- gaum,“ r„April“ og „Karfsefni". Tvö fisktökuskip komu hingað í gær, annað til Guðmundar Al- bertssonar kaupmanns. Hitt var „Thordenskjold". Þýzkur togari kom kingað í morgun með vélina litilsháttar bilaða. Niels Bukh. Myndir frá fimleikum í skóla hans, eru til sýnis í sýniskáp Alþýðublaðsins. Þar geta menn fengið forsmekk þess, hvernig sýn- ingar hans muni verða hér eftir helgina, . Veðrið. Hiti 13-—8 stig. Kyrrlátt veður og þurt. Grunn loftvægislægð yfir Suðvesturlandinu. Útlit: Hér um slóðir hæg norðaustanátt. Skúrir á Suðurlandi og í nótt dálitið regn á útsveitum á Norður- iandi og á Vestfjörðum. Leynivínsalan í Örtröð. Fyrri sunnudagsnótt gaf bæj- arfógetinn í Hafnarfirði út skip- un um húsrannsókn í svo nefndri „Örtröð“ við Elliðaár, hjá hin- um alræmda leynivínsala Ólafi Lárussyni Fjeldsted. Var xann- sóknin framin þá um nóttina og fanst þar ólöglegt áfengi. Löggiltur rafmagmsvirki. Rafmagnssljórn Reykjavíkur hef- ir löggilt Kristmund Gíslason að rafmagnsvirkja. f e igi erlendra mynta íJdag: Sterlingspund.......kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 122,07 100 kr. sænskar .... — 122,38 100 kr. norskar .... — 118.35 Dollar................— 4.56V2 100 frankar franskir. . . — 18,07 100 gyllini hollenzk . . — 182,99 100 gullmörk öýzk. . . — 108,46 Húsasmiður. Byggingarnefnd Reykjavíkur hefir viðurkent Guðmund Brynj- ólfsson trésmið, Vegamóíastig 3, tii að standa fyrir húsasmíði í borginni. Prestskosningar. Séra HáJfdan Helgason var kos- innn prestur að Mosfelli í Mos- fellssveitt með 136 atkvæðum. Greidd voru alls 165 atkvæði. Séra Jón Jóhannessen hefir verið endurkosinn prestur á Breiðaból- stað á Skógarströnd með 70 at- kvæðum af 77 greiddum. Þeir voru báðir einir í kjöri. Hræsni „Mgbl“. „Mgbl.“ segir í dag í einni af sínum vanalegu slúðurgreinum, að „þar sem þingið hafði samþykt breyting á stjórnarskránni, varð að rjúfa þing og láta kosningar fara fram fyrr en á hinum lög- boðna kjördegi.“ Er blaðritarinn þá búinn að gleyma þvi, að stjórnarskrárbreytingin var fyrst og fremst eða jafnvel eingöngu samþykt til þess að láta sumar- kosningar fara fram í bióra við hana? Hann ætti þá að lesa ræð- una, sem ingibjörg H. Bjarnason flutti á alþingi um þessa svivirði- legu blekkingaraðferð, sem höfð var við kjósendurna og sem '1- haldsflokkurinn átti Jangmesta sök á, þótt ekki tækist honum að svíkja sér út meiri hiuta þing- sætanna á því belli-bragði. Merkjasala. Rikisstjórnin hefir gefið Hjálp- ræðishernum leyfi til að selja merki þann l. og 2. september til ágóða fyrir starfsemi sina, og þá aðallega til afborgunar á lán- um, sem hvíla á gesta- og sjó- manna-heimilum hersins. Hástuðlun. Fullkomið rím. III. Hlýja. Yfir jrað, sem æskan brá aldrei’ Ijóma sínum, bjartir geislar breiðast frá brúðkaupsdegi mínum. G. G. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, preutar smekklegast og ódýr- ast kranzahorða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Mikil verðlækkun á Ryk- frökkum á karla og konur. Kvennkjólar og blússur selt fyrir hálfvirði, góðudrengja- fötin eru enn lækkuð; alls- konar mjög ódýrir nærfatn- aðir á karla og konur, bæjarins lægsta verð og m. fl. Munið að verzla þar, sem ódýrast er. Komið i KLÖPP, Laugavegí 28. Bestu rafgeymar fyrir bíla, sem unt er að fá. Willard hefir 25 ára reynslu. Willard smiðar geyma fyr- ir alls konar bila, margar stærðir. Kaupið pað bezta, kaupið Willard. Fást hjá Eiriki Hjaríarsyni,Laugav. 20 B, Klapparstígsmegin. BE6NHLÍFAB ódýrastar VÖRUHUSINU. VersltC vid Vikar! Þad oerdur notadrýgat. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Trésmiður, sem einnig er vanur við múrverk, óskar eftir atvinnu, A. v. á. Veggmyndir, fallegar og ódýT- ar, Freyjugðtu 11. Inorömmun á sama stað. Steinolía (sólarljós) bezt í verzi- un Þórðar frá Hjalla. Ágætar gulrófur. Kjöt & Fiskur, Laugavegi 48, simi 828. Ágætt smjör og Reyktur lax. Kjöt & Fiskur Laugavegi 48, simi 828. Rltstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjðrn, Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.