Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, miðvikudaginn 30. maí 1SS6, Sjötugur maður, mállaus og heyrnar- laus, drepur tófu með stafpriki Var á gangi í fjöru í OfeigsfirÖi, er liann sá dýriÖ og tókst honum aí vinna það Frá fréttaritara Tímans í Tréityliisvik. Fyrir nokkrum dögum var Jóhannes Benjamínsson í Ófeigs- firði á Ströndum á gangi um rekafjöru ÓfeigsfjarSar einn síns liSs. Hann hefir þann sið aS ganga oft meðíram sjónnmj að forvitnast um hvort nokkuð fágætt hafi á fjörur boríð Á þessum gönguferðum gengur hann við stafprik sér til| stuðnings, því að hann er farinn að verða heldur vaitur á: fótum. Á þessurn slóðum eru smávíkur og klettahöfðar. Kristslíkneskið stóð eitt eítir Þegar Jóhannes kom úr þessari .imræddu gönguför, kom hann heim með iófu, sem hann hafði jnnið á með stafpriki sínu. — Ekki er fullljóst hvernig atvik hafa orð- ið að þessum einstæða atburði. En að því sem næst verður komist, segist Jóhannesi svo frá: Að þeg- ar hann var þarna á gangi, haíi haun séð tófu læðast fram í fjöru og fram á þarabunka í leit að æti. Tók hann þá til fótanna í átt til tæfu og gat komið höggi á hana með stafpriki sínu og víst er um það, að hann hefir greitt henni fleiri en eitt högg til að vera viss um sigur sinn. Segir svo ekki af því meir, nema Jóhannes kom heim með tæfu, sem þá var ekki með öllu líflaus. Jóhannes varð 70 ára 5. marz s. I. Hann er sonur Benjamíns Jó- hannessonar frá Ófeigsfírði, sem um eitt skeið bjó á Krossnesi og konu hans, Sólveigu Daníelsdóttur og Sigríðar dóttur Vatnsenda-Rósu og Ólafs. Hann hefir verið mállaus og heyrnarlaus frá barnæsku, en Togliaíti biður Tító gerir sig skiljanlegan meo fingra- máli, er hann lærði ungur á Mál leysingjaskólar.um að Stórahrauni í Arnessýslu. í Ófeigsfirði hefir liann dvalið samfellt í 40 ár hjá þeim Pétri Guðmundssyni og Ingi- björgu Ketilsdóttur. Jóhannes er listhagur og á mikið safn ýmis kon ! ar smíðisgripa, sem sýnir listfengi hans. —- Þessum mállausa vini mín j um sendi ég nú árnaðaróskir mín- ' ar með sjötugsafmælið og hið ein- ! stæða afreksverk, er honurn tókst j nú að vinna vopnlausum á gam- 1 als aldri í viðureign við siunginn fjallarefinn. Guðm. P. Valgeirsson. fyrirgefningar Belgrad, 29. maí. — Togliatti, foringi ítalskra kommúnista kom í heimsókn til Júgóslavíu í dag. Ræddi hann mestan hluta dags við Tító forseta. Togliatti var einn af kommúnistaleiðtogum sem hvað harðast útskúfuðu Tító, þegar Stalin lét reka hann og júgósla’/- neska kommúnistaflokkinn úr Kominform á sínum tíma. Þetta er því eins konar iðrunar og yfir- bótaheimsókn af hálí'u Togliattis. Er sagt, að nú eigi að taka upp náið samstarf milli kommúnista- fiokkanna í Júgóslavíu og Ítalíu. Raunar hafa fréttaritarar það fyrir satt, að Tító hafi viljað fá Togli- atti í heimsókn einmitt nú til að styrkja samningsaðstöðu sína áður en hann fer í Moskvuheimsóknina í næsta mánuði. Hefir þess orðið greinilega vart, að Tító hefir rætt við marga kommúnistaleiðtoga og raunar jafnaðarmannaforingja und anfarið og geri hann það til þess að standa betur að vígi, þegar hann ræðir við félaga Krustjoff og Bulganin. Aukin samskipti V-Þjóð verja við Norðmenn og Dani NTB-Osló, 29. maí. Von Brentano utanríkisráðherra V-Þýzkalands hefir lokið opinberri heimsókn sinni til Danmerkur og Noregs. Við brottförina frá Noregi lét hann svo ummælt að hann vonað- ist til, að för sín hefði orðið til að greiða fyrir vinsamlegum sam- skiptum þessara þjóða í framtíð- inni við V-Þýzkaland. Viðræður fóru fram í báðum löndunum um skaðabætur til fanga, sem voru í fangabúðum í Þýzkalandi á stríðs j árunum. Einnig var rætt um lofl- íerðasamninga milli þessara landa og V-Þýzkalands. Gerður var samn ingur um aukin menningartengsl milli V-Þýzkalands og Noregs. Blaðamenn í Tívoií (Framhald af 1. síðu). um, Baldur og Konni sýna töfra- brögð. Einnig mun flugvél f.'júga yfir garðinn og varpa niður gjafa- pökkum, en í einum þeirra verður farmiði til Kaupmannahafnar. Að lokum verður dansað á palli fram á nótt og verður þetta fyrsti úti- dansleikur ársins. Ferðir verða að Tívolí frá Bún- aðarfélagshúsinu á 15 mín. fresti. Aðgangseyri er mjög í hóf stillt. Ekki er að efa, að mikill marin- fjöldi verður í Tívolí á þessari glæsilegu útiskemmtun á laugar- dagskvöldið . Mikil þátttaka í fegurðarsamkeppninni Glæsileg ver^laun veitt sigurvegurunum Þátttaka virðist ætla að verða mikil í fegurðarsamkeppn- inni, sem fram á að fara í Tívolí dagana 9. og 10. júní n. k. Forráðamönnum keppninnar hafa borizt fjölda margar ábend- ingar um stúlkur, sem ætla má, að til greina komi, bæði héðan úr bænum og eins utan af landi, svo sem frá Akureyri, Keflavík, Borgarfirði og víðar. laun dragt og fimmtu verðlaun Enn er þó tími til stefnu að benda á stúlkur, sem væntanlega þátttakendur og rétt að ítreka, að þátttakendur geta orðið stúlkur á aldrinum 17—30 ára, giftar sem ógiftar. Glæsileg verðlaun. Verðlaunin, sem veitt eru hór heima, eru fimm, eins og áður hefir verið sagt, í fyrsta lagi ferð til Kaliforníu og þátttaka þar í keppninni um „Miss Universe1'- titilinn, tveir kjólar og skotsilfur. Þetta er kunnasta fegurðarsam- keppni heims, og er búizt við þátt- takendum þangað frá 50—60 lönd- um. í öðru lagi er radíógrammó- fónn, þriðju verðlaun er flugferð til Hafnar og til baka, fjórðu verð guilúr. Sigurvegarinn í keppninni hér flýgur héðan vestur um haf þann 6. júlí n. k., en frá New York fara allir Evrópuþátttakendur í Constellationflugvél íil Kaliforníu þann 12. júlí, og verður tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn í Long Beach í Kaliforníu. Verður sjónvarpað frá móttökuhátíðinni þar um fjölmargar sjónvarpsstöðv- ar Bandaríkjanna, og kvikmyndir teknar, sem við eigum ef til vill eftir að sjá hér heima. Þeir, sem vita um stúlkur, sem geta komið til greina sem vænt- anlegir þátttakendur, ættu að láta vita í síma 81685 (ld. 7—8) og 6056 (allan daginn) einnig í póst- hólf 13, Reykjavík. Fyrir skömmo hrapaSi þrýcíiloftsflogvél niSur á nonnuklaustur í Ottav/a, HöfOoborg Kanada. Munnoklaustí i3 giöreySilagSist af sprengingunni, sem varð er flugvéiin rakst á það og 12 nunnur ásamt abbadísinni, biíu bana í þessu hryllilegs slysi. í>að vekur mikla athygli, að Kristslíkneski í kiaustr inu stsnáur eitt eftir, þegar allt annað iortimdist. Eæjarstióríiarkosningar á Italín Kommánistar töpuðu allmiklu atkvæðamagni í kosningunum Vmstri iafna^armeTin undir íorystu Nenni unmi á Rómaborg, 29. maí. — Talningu er enn ekki lokið í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum þeim, sem fram fóru á Ítalíu um helgina, en þó er ljóst, að kommúnistar hafa tapað nokkru íylgi, en þó ekki meira en búizt hafði verið við. Hins vegar liefir flokkur Nennis, sem er flokkur vinstri jafnaðar- manna og hefir verið talinn standa nærri kommúnistum, bætt verulega við fyigi sitt. Telja fréttaritarar rrtargir þetta markverðasta þátt kosningaúrslitanna. Heildarúrslit verða ekki kunn fyrr en á morgun síðdegis. Kjésendafunsfiirinis (Framhald af 12. síðu). bótafiokkarnir fái hreinan meirihluta í landinu og !áta þar me3 lokið tuítugu ára valdaferli íhaldsins. Hann sýndi, að óttinn, sem gagn- tekið hefir íhaldið og sprengi flokkana og ært ti! óhæfu- verka og tilrauna til vafd- níðsiu með lögbrotum er ekki ástæðulaus. Fundurinn var ný söfinun þess, að „hrasðslubandalag- i8" er stærsta og öflugasta sigurbandalag, sem stofnað hefir verið tii í kosningum hér á landi. Sú örugga vissa setti mark sítt á þennan fund og í krafti hennar er kosningabaráttan hafin. ÞJóáháfíðarnefná (Framhald af 1. síðu). Jens Guðbjörnsson tilnefndir af íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þjóðhátíðarnefndin hefir skrif- stofu í Iðnskólanum við Skóla- vörðuholt, sími 82235. Fram- kvæmdastjóri nefndarinnar er Sig urður Magnússon. Þjóðhátíðarnefndin óskar eftir samstarfi við almenning um há- tíðahöldin og biður þá, er hafa kynnu í liuga atriði, sem verða mættu til að auka á ánægiu og tilbreytni hátíðahaldanna, að hafa samband við skrifstofu nefndar- innar hið fyrsta. Kristilegi de'mokrataflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn hafa að því er virðist heldur aukið at- kvæðamagn sitt frá seinustu kosn- ingum, en sökum þess að kosn- ingalögunum hefir verið breytt ný- lega, er líklegt að þeir fái sízt fleiri fulltrúa en síðast, þar eð fulltrúatalan er nú meir í sam- ræmi við raunverulegt atkvæða magn flokkanna en áður. í Rómaborg er tálið að mið- fiokkarnir, sem farið hafa með vöid í borginni muni ekki að þosu sinni fá nema 35 fulltrúa af 80. Hefir páfi látið í ijós miklar j áhyggjur að því er sagt er, ef j svo skyidi fara að kommúnistar og vinsiri jafnaðarmenn tækju að sér stjórn borgarinnar og líklegt tali'ð að kommúnisti yrði þá borg- arstjóri. Su niikla fylgisaukning, sem koir.ið liefir fram hjá flokki Nenn- is, er lalin líkleg til þess, að hann hefji nú baráttu með bað fyrir augum að hann og flokkur hans íái forustuhlutverk, sem I vxnstri flokkur í landinu og taki | bar við af kommúnistum. ítalski kommúnistaflokkurinn hefir verið stærsti kommúnistaflokkur á vest- uriöndum." Mikil aðsokn aS HiísmæSraskóla SiiSnrlands aS Laugarvatni HúsmæSraskóla Suðurlands að Laugarvatni var sagt upp þriðjudaginn 15. maí. Forstöðukonan, Jensína Halldórsdóttir, ávarpaði neniendur, þakkaði þeim dvölina og árnaði þeim heilla. Formaður skóianefndar, Bjarni Bjarnason, ávarpaði einnig nemendur, kennara og gesti. Urn síðustu helgi hófst svo í skólanum vornámskeið fyrir ung- ar slúlkur og húsmæður í mat- reiðslu og handavinnu, og annast j kennarar skólans þar kennslu. ! Fastir kennarar eru, auk forstöðu ; konunnar, Gerður Jónasdóttir, er kennir matreiðslu, og Sigurbjörg Valmundsdóttir, sem kennir hann- yrðir. Skólinn var fullskipaður í vet- ur. Hir.n 10. maí var sýning á handavinnu námsmeyja í skólan- um, og sótti hana fjöldi fólks, nokk ur hundruð gesta. Á vorþrófi hlaut hæsta einkunn Kristín Skaftadóttir frá Sauðárkróki 9,34. Margar umsóknir hafa borizt um skólavist næsta vetur. Bílaiest í Austurbænum Þe5si bílalest var á ferðinni i Austurbænum fyrir nokkrum dögum. Sækist ferðin heldur seint, enda heldur upp í inóti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.