Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 4
4 T f M I N N, miðvikudaginn 30. maf 1956. Samtal við Aksel Larsen, form. danska kommúnistaífokksins: Persónulega trúi ég Því að afhjúpanirnar í austri séu sannleikanum samkvæmar Hontmi varð órótt innanbrjósts þegar blæjunni var sviptfrá - kommúnistar komast ekki hjá að leggja íiokkrar samvizkuspurningar fyrir sig Danska Ekstrabladet hefir birt samlal við formann danska kommúuistaflokksins, Aksel Lar- sen fóiksþingmann, um efni, sem íslenzkir . kommúnistaforingjar þora helzt ekki að tala um: Fall Stalíns .og réttarglæpina í komm únistaríkjunum og áhrif hinna nýju opinberana á sálarró rétt- Iínukommúnista. Hér hjá okkur eru litlir spámenn á borð við Jóhannes úr Kötlum og Þórberg Iátnir vitna, en „stóru bræðurn- ir“, Erynjólfur og Einar, esgja ekki orð um þessi mál. Voru þó báðir ákafir dýrkendur Stalíns og stjórnuðu grátsamkomunni í Austurbæjarbíói, þegar Stalín dó. Þótt Aksel Larsen reyni að klóra í bakkann, er viðhorf hans í alla staði drengilegra en kommún- istaforingjanna hér, sem ætla að standa af sér stormana með því að þegja.. Viðtalið við Larsen er svohljóðandi: Óróleiki í sálinni — Hv’ernig er formanni komm- únistafTókks innanbrjósts, þegar honum er íyrirvaralaust tjáð, að gamlir félagar í Rússlandi og „al- þýðulýðveldunum“ voru hengdir | eða útlæ'gir gerðir fyrir alls konar 1 npplognár ásakanir, eftir játning- j ar, sem voru fram kallaðar með ; pyntingum? spyrjum vér Aksel Larsen. Hann svarar: Manni verður ó- neitanlega órótt innanbrjósts, þegar maður hafði áður, út frá ærlegri sannfæringu, grundvall- aðri á þeirri þekkingu, sem mað- ur taldi sig hafa, ætlað að lýð- ræði og réttarfar væri i bezta lagi í alþýðulýðveldunum. Það verður að sjálfsögðu að iaka með í reikninginn, að það, sem við nú teljum okkur vita, er .kom- ið frá kommúnistaflokkum eða rík isstjórnum í þessum löndum. En ég get ekki neitað því, að þessar afhjúpanir eru mjög sennilegar, og persónulega trúi ég því, að þær séu réttar! — En því trúðuð þér lika, þegar „Slansky-klíkan“ í Prag var hengd, eða var það ekki? — Jú, ég játa það. En þér verð- ið að athuga, að í fyrsta lagi er ekki rétt að Slansky-klíkan hafi veríð hengd, því að þá hefði ekki verið unnt að sleppa nokkrum með limúm úr haldi, og í öðru lagi er því' enn haldið fram, að Slansky hafi: véríð sekur. Þegar afhjúpun Stalíns hófst, birti teiknarinn „Vicky" þessa mynd í Daiiy Mirror í London: Hörfað frá Moskvu. Nokkrar samvizku- spurningar — „Hverjar teljið þér að niuni verða afleiðingar afhjúpana þess- ara? — Hinarnýju upplýsingar knýja alla sósíalistá til að svara nokkr- um spurningum: Hvernig gat það orðið, að þessir Ijótu skuggar hafa fallið á leiðina til sósíal- isma? Er ekki nauðsýn fyrir okk- ur, að gera allshérjar endurskoð- un á hlutunum? Og hvernig má tryggja, að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur? — Hver varð útkoman á þeirri endurskoðun, sem þér sjálfir gerð- uð? Varð hún sú, að öll yðar póli- tíska tilvera hafi verið reist á sandi? — Nei, grundvöllur sósíalism- ans er traustur, og þau grundvall- aratriði snertir ekki sú pólitík, sem rússneski kommúnistaflokkurinn hefir rekið. Það má t. d. marka af því, að þrátt fyrir öll þau mis- tök, sem gerð hafa verið, var samt unnt að sigra Hitler. Það má líka sjá af því, að menn treysta sér til að lagfæra það, sem miður hefir farið, og fyrirbyggja það, sem nefnt er persónudýrkun. Persónudýrkunin heima og erlendis — En ef útkoman hefði nú orðið öfug við það, sem þér haldið fram? — Þá hefði ég ekki átt annars úrkosta en draga mig alveg út úr stjórnmálabaráttunni. Ég cr ckki atvinnupólitíkus. En þannig íór þctta nú ekki .. . — Mun hið nýja ástand draga dilk á eftir sér fyrir leiðandi nenn innan danska kommúnistaflokks- ins? — Ekki tel ég að svo :nuni fara, en það verður aíráðið af nieðlimum flokksins. — Hafið þér, hr. Aksel Larsen, nokkru sinni fundið íil þess, að þér sjálfur væruð dýrka'ður? — Mér er það vitaskuld Ijóst, að margir meta mikils störf mín og treysta mór. En spurningu yð- ar má skilja á ívennan hátt: Ef maður með persónudýrkun á við, að vald eins manns verði svo ynik- ið — eins og Stalíns, — að orð hans séu lög, þá er persónudýrk- un ckki íil í danska kommúnista- flokknum og hefir aldrei verið til. — En hafið þér ekki sjálfir tekið þátt í persónudýrkun, ti! dæmis gagnvart Stalín? — Ég hefi litið á Stalín sem tákn fólksins og hins sigursæla sósíalisma í Sovétríkjuunm, og hyllingunni hefi ég stundum beint til Stalíns í því hlutverki. Grunafti, ekki væri allt meft felldu — Leggið nú hönd á hjarta Aksel Larsen, og svarið samvizku- samíega: Höfðuð þér það aldrei á tilfinningunni, að ekki væri allt með felldu og höfðuð þér ekki tækifæri til að láta það í Ijós á einn eða annan hátt? — Ef svo hefir verið, að mér hafi fundizt eitthvað slíkt, varð ég vitaskuld að yfirvega, hvort ég gengi ekki erinda óvinanna með því að koma opinberlega fram með gagnrýni. Jafnvel hin minnsta gagnrýni í einstökum atriðum, frá mér, mundi af óvinum okkar hafa orðið að stórfelldri yfirlýsingu og þar með hefði hún haft allt önnur áhrif en til var ætlazt. — Gerðuð þér yður persónulega grein fyrir að Stalín væri harð- stjóri, sem ekki þýddi að and- mæla í neinu? — Ég hefi aldrei talað við Stal- ín, aldrei verið með honum í þröng um hring, og um það, sem nú er upplýst um þetta efni, hafði ég enga vitneskju. Brúðhjónin Anita og Anthony Steel. Þriggja iíma verk a3 komast í brúðarkjólinn! Söguleg gifting Anitu Ekberg í Flórensborg Borgarstjórinn neitaíi aí gifta hana og Anthony Steel. Þriggja tíma verk a<S komast í bruðarkjói Florens. — í síðustu viku var sænska kvikmyridástjarnan Anita Ekberg og enski leikarinn Anthony Steel gefin saman í heilagt hjónaband í ráðhúsinu í Flórens. Ekki gekk það samt þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Munaði minnstu að bað færist fyrir með öllu, en er athöfnin hófst var slíkur atgangur í blaðamönnum og ljósmyndurum, að ekki heyrðist mannsins mál og varð maður sá, sem framkvæmdi hina borgaralegu vígsluathöfn að gefast upp tvisvar sinnum í miðju kafi og byrja lesturinn á nýjan leik, því að brúðhjónin gátu ekki fylgst með. Leikkonan hefir verið mjög um- töluð upp á síðkastið og þykir freniur eiga frama sinn að þakka útliti og kvenlegu sköpulagi, en leikarahæfileikum. Aldrei er hún klædd óþarflega miklúm fatnaði og brá ekki þeim vanda sínum í þetta sinn. Borgarstjórinn neitaði. Um tíma leit út fvrir að ekkert yrði úr vígslunni. La Pira borgar- stjóri í Florens liatði lofað að framkvæma vígsluna sjálfur i hin- um sögufræga sal Palazzo Veechi- os: „ Það myndi ekki sæma heiðri ráðhúss vors, sem ar 650 ára gam- alt, né borginni sjálfri, að athöfn siík sem þessi væri framkvæmd þar, sagði gamli borgarstjórinn. Það ver þó ekki fyrr en aðeins tveim tímum fyrir vígsluna, að hann tók þessa ákvörðun. Brúð- guminn hamaðist eins og óður mað ur, og tókst loks að fá einn af starfsmönnum borgarstjóra til að framkvæma vígsluna í öðrum sai ráðhússins, sal Leos páfa 10., sem er næstum eins glæsilegur og sá er áður var nefndur. Þrjú íslenzk met sett é Sundmeistaramóti íslands Aksel Larsen: Ég talaði aldrei við hann ... og um það, sem nú er upp- lýst hafði ég enga vitneskju. Sundmeistaramót íslands var háð í Sundhöll Hafnarfjarðar á sunnu- dae og mánudagskvöld. Formaður ÍBH setti mótið með ræðu, en á- horfcndur voru nokkuð margir báða dagana. Ágætur árangur náð- ist á mótinu, einkum síðari dag- inn, en þá voru sett þrjú íslenzk met. Árangurinn í 100 m. skrið- sundi kvenna er mjög athyglisverð ur, en bæði Ágústa og Inga syntu undir gamla metinu. Keppni milli þeirra var mjög hörð. Þær voru jafnar allt sundið en Ágústu íóksí að snerta bakkann aðeins á undan. Pétur hefir breytt um aðferð í flug sundinu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Sigurður Sigurðsson frá Akra- nesi náði athyglisverðum árangri í bringusundi, einkum 200 m., en aðeins Sigurðarnir Jónssynir eiga betri tíma á þeirri vegalengd. Ann ars urðu úrslit sem hér segir: 100 m. skriðsund. Pétur Kristjánsson ÍBR 1.02,7 Gylfi Guðmundsson ÍBR 1.04,6 Guðjón Sigurbjörnsson ÍBR 1.04,7 400 m. bringusund Sigurður Sigurðsson ÍA Torfi Tómasson ÍBR Björn Óskarsson ÍBR 100 m. skriðsunú drengja. Guðmundur Gíslascn ÍBR Guðlaugur Gíslason ÍBII Sólon Sigurðsson ÍBR 50 m. bringusund telpna. Sigr. Sigurbjörnsdóttir ÍBR Ágústa Þorsteinsdóttir ÍBR Sólrún Björnsdóttir ÍBR 100 m. baksund kvenna. Helga Þórðardóttir ÍBR Hjörný Friðriksdóttir ÍBR 100 m. bringusund drengja. Einar Kristjánsson ÍBR Birgir Dagbjartsson ÍBH Guðmundúr Gíslason ÍBR 200 m. bringusund kvenna. Ágústa Þorsteinsdóttir ÍBR Dagný Hauksdóttir ÍA Björg Sigurvinsdóttir ÍBR 6,06,1 6.13,8 7.20,3 1.09,1 1.11,2 1.15,2 42.5 43.6 45,1 1.31,9 1.47,2 Fjórsund 4x100 A-sveit ÍBR B-sveit.TBR m. Oskaplega þröngur kjóll. Lögreglan varð að ryðja brúð- hjónunum leið að húsinu. Anita var klædd afar flegnum kjól úr organdi-efni, sem aðeins var tyllt saman yfir aðra öxlina. Hann virt ist óskaplega þröngur, en hún hafði líka þurft 3 klst. til að komast í hann! Hávaðinn var svo mikill að ekki heyrðist mannsins mál í salnum. Embættismaðurinn ruglaðist hvað eftir annað í textanum og loks missti brúðguminn vald á skaps- munum sínum og hrópaði að blaða mönnum: „Hverskonar háttalag er þetta eiginlega í ykkur?“ Loks tókst þó að koma hjúunum í hjóna bandið og svo kyssti embættis- maðurinn, Riccioli, brúðina á enn ið og klappaði henni á kinnarnar og brúðguminn fékk einnig koss á ennið. Þegar út kom urðu þau nýgiítu að troðast í gegn um þvögu mörg hundruð manna, bæði ferðamanna og bæjarbúa, sem höfðu komið af forvitni til að sjá þetta kynlega listafólk. í A-sveit ÍBR voru þessir sund- menn: Ari Guðmundsson, Þorgeir Ólafsson, Pétur Kristjánsson og Magnús Thoroddsen. ÚRSLIT SÍÐARI DAGINN: 100 m. flugsund karla. Pétur Kristjánsson ÍBR 1.15,3 (nýtt íslenzkt met) Elías Guðmundsson ÍBR 1.20,0 Guðjón Sigurbjörnsson ÍBR 1.23,4 100 ni. skriðsund kvenna. Ágústa Þorsteinsdóttir ÍBR 1.12.7 (nýtt ísl. met. Eldra metið var 1.13.0 og átti Helga Haralds- dóttir það). Inga Árnadóttir, Keflavik 1.12,8 400 m. skriðsund karla. Helgi Sigurðsson, ÍBR 5.05,0 Ari Guðmundsson ÍBR 5.22,7 100 ni. baksund karla. Ólafur Guðmundsson ÍH 1.17,1 Jón Helgason ÍA 1.17,7 50 m. skriðsund telpna. Ágústa Þorsteinsdóttir, ÍBR 32,9 Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ÍBR 35,0 200 m. bringustmd karla. Sigurður Sigurðsson, ÍA 2.47,5 Þorgeir Ólafsson, ÍBR 2.51,4 Torfi Tómasson, ÍBR 2.56,7 3x50 ni. þrísund kvenna. A-sveit ÍBR 1.58,6 (nýtt landssveitarmet) B-sveit ÍBR 2.09,2 Sveit Akraness 2.10,0 í sveit Reykjavíkur voru Helga Þórðardóttir, Sjöfn Sigurbjörns-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.