Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 9
T í M I N N, miðvikudaginn 30. maí 1956. 9 .... óróiegur vegna Andrésar, sem hann hafð'i álltaf talið. hið mesta mannsefni. Hann lofaði að hyrja að rannsaka málið alveg á stundinm ðg éf 'Elsa væri að leika ást sína á Andr ési, skyldi hami komast að því og sanna á hana sVikin. Óðalseigándinn dró andann léttara þegar., Íann lagði; sím ann frá sér, ; ■ 18. KAFLI Elsu fannst samband.sitt við Andrés ekki vera eins innilegt og það ætti ' að vera. Þegar bréfin hans komu yarö hún alltaf fyrir vonbriééúm. Þar var aldrei neiná .ást' ádá|-inná. Aðeins vináttu og umhyggju. Engar ástarjátningar• dg hún var ekki lengur vis um að hún hefði skiliö Andrés rétt og kannske var hann iíka orð inn kaldari en áÖur. En hafði hann ekki alltaf vérið kald- ur? Andrés mundi ekki láta taka sig neinu kverkataki. Hann, eins og fólkið í sVeit inni yfirleitt, þurfti að hugsa sig um. Áður en hún áttaði sig á var hún farin að naga lindar pennann. Hún var að skrifa Andrési. Það var erfitt að skrifa Andrési. Það var erfitt að skrifa skemmtilegt bréf, þegar maður var miður sín yfir seinlæti hans. En Elsa vildi ekki gefast upp og hún vissi að þó að Andrés væri seinlátur var hann ákveðinn þegar hann hafði einu sinni ákveðið sig. Hún henti frá sér pennan- um reiðilega, og snéri bréfinu við þegar móðir hennar kom inn. — Hver er það sem þú skrif ar á hverjum degi, góða mín? spurði Karlotta. — Enginn, mamma, svaraöi dóttir hennar óþolinmóð. — Hér er bréf til þín. Hún hentist upp af stólnum. Það hlaut að vera frá Andrési. — Hvar er það, spurði hún. Móðir hennar rétti henni umslag. Það var ekki frá Andrési. Bréfið var frá Hjelm hæsta réttarlögmanni. Hann vildi ræða við hana um einkámál. Helzt þegar í stað. Hvað i ó- sköpunum gat það verið? Þac hlaut að vera eitthvað í sam- bandi við Borchholm, hugs- aði hún. Um einkamál? An- drés hlaut að hafa talaö viö föður sinn. En hvers vegna að kalla á lögfræðing'?;Elsa hugs aði svo mikiðy-áð'heilinn var að springa. Það gat þó ekki verið.... til áð ‘kdma papp- írunum í lag? Hún var í mikl- um vafa um, að svo væri. Móðir henpar, sem hafði fylgt andlit'sdráttum hennar með áhuga, leit spyrjandi á hana. En Elsa var ekki í skapi til að koma með skýringar. Hún leit inn í dagstofuna, og sá, að klukkan var ekki orðin tólf ennþá. Hjelm hafði beöið um viðtal klukkan 3. — Kemur pabbi heim til miðdegisverðar? spurði hún. Karlotta Vöfí KlþþhTg hristi höfuðið. — Nei, pabbi ætlaöi að hitta einhvern í viðskiptaerindum, tautaði hún. Elsa herpti saman varirnar. Hún þekkti viðskiptaerindi föðurins. í öllu falli var aldrei neinn gróði að þeim „viðskipt um“. Elsa hætti við að fullgera bréfið til Andrésar. Hún myndi ræða við lögfræðinginn fyrst. Hún var næstum viss með sjálfri sér, um að lögfræð ingurinn vildi tala við hana um Andrés. Þær mæðgur snæddu fá- breyttan málsverð þegjandi. Nei, hugsaði Elsa, hún gat ekki hætt við Andrés. Hún gat heldur ekki lifað lengur í fátækt. Hún hataði það — þessa innihaldslausu tilveru. Henni kom alls ekki í hug, að fá sér eitthvað starf, til þess að lifa innihaldsríkara lífi. Hún hét Elsa von Kipping, og hún gat ekki stritað fyrir brauði sínu, hugsaði hún. — Vilt þú kaffisopa, Elsa mín, spurði móðir hennar. — Nei, þakk. — Æ, jú, Elsa, þá gæti ég fengið mér smásopa líka. Kaffiþorsti móðurinnar gerði Elsu gramt í geöi. — Þú getur þó vel fengið þér kaffisopa, þó að ég fái mér hann ekki, sagði hún með þjósti. — Það er ekki eins skemmtilegt. Elsa yppti öxlum. — Jæja, jæja, mamma, sagði hún. — Við skulum þá fá okkur bolla. Það var lang- ur tími til klukkan þrjú og jafnvel þótt lögfræðingurinn byggi á Hábrúartorgi, voru þvi takmörk sett, hve lengi hún gæti verið á leiðinni, enda þótt hún færi í verzlanir á leiðinni. Klukkuna vantaði nokkrar mínútur í þrjú, þegar Elsa kom á tröppurnar á húsinu, þar sem Hjelm hæstaréttarlög maður hafði skrifstofur sín- ar. Þær voru á fyrstu hæð. „Hurðin er opin“ stóð á dá- íitlu látúnsskilti á hurðinni. Elsa gekk inn án þess að hringja bjöllunni. Frá and- dyrinu gat hún séð inn í fremri skrifstofuna. Þar sat ung stúlka og skrifaöi á rit- vél. Elsa sagði til nafns síns. Unga stúlkan bauö henni sæti cg gekk síðan inn á innri skrif stofuna. Hún kom skömmu síð ar aftur og sagði: — Gjörið vvo vel að koma þessa leið. Maður hefði ekki getið upp á því, að Hjelm væri lögmað- ur. Hann var hár og þrekinn, með góðlátlegt, næstum kímn islegt, andlit. Augun voru grá og greindarleg og gátu oröið hvöss, ef eitthvað féll honum ekki að skapi. Hann stóö upp frá skrifborð inu og gekk á móti EIsu. Hann rétti henni höndina. — Góöan dag, ungfrú Kipp- ing, sagði hann og brosti. — Þakka yöur fyrir komuna. Gjörið svo vel aö fá yður sæti. Elsa settist hikandi á leð- urstólinn, sem lögmaðurinn benti á. Andartak horfði hann rannsakandi á ungu stúlkuna. Hjelm var mannþekkjari. Elsa hefði orðið undrandi, ef hún hefði vitað, hve mörg merki fátæktar hann sá á henni við fyrsta tillit. Það er alls ekki svo undarlegt, að hún skuli vilja giftast til Borchholm, hugsaði hann. Hann blaðaði í skjalabunka á skrifborðinu. Svo leit hann hvasst á Elsu, og sagði: — Þér viljið gjarna giftast? Elsu brá. Hún færði sig til á stólnum. — Hvað eigið þér viö? spurði hún. — Það vitið þér ósköp vel, ungfrú Kipping. — Geri ég það? — Já, það gerið þér. En hef ir þessi hugmynd ekki komiö nokkuð hastarlega? El'su hafði fyrst fundizt hann góðlátlegur, en nú breyttist sú skoðun hennar. Hvað var hann annars að fara? — Hvað viljið þér mér’ spurði hún. — Tala dálítið við yður um framtíðina. Hann horfir á mig eins og köttur á kanarífugl, hugsaði Elsa. Líklega er hann ekki góður maöur. — Hver hefir beðið yður um það? Hæstaréttarlögmaðurinn hló. — Hver annar en áhyggju- fullir foreldrar? Elsa roðnaði af vonzku. — Ég er ef til vill ekki nógu fín, hrökk upp úr henni. — Þaö hefir enginn sagt það. En það er svo ákaflega eðlilegt, að foreldar láti sig skipta framtíð sonar síns. — Ivlaður gæti haldiö, að hann væri ung stúlka. Rödd Elsu var hvöss. — Já, það liggur við, svar- aði lögfræöingurinn, — að minnsta kosti, þegar tekið er tillit til þess, að hans var beðið, en ekki öfugt, eins og annars er vani. Elsa roðnaði enn meira. Nú var hún oröin fokreið. — Hver hefir talað um bón orð? — Hafið þér ekki gert það? Andrés hefir ekki gert það, að því er ég fæ skilið. En þér viljið kannske alls ekki gift- ast honum? — Jú, víst vil ég það. — Nú, sjáum til. Hann hef- ir ekki beðið yðar, en þér viljið gjarna giftast honum, þá eruð það líklega þér, sem hafið beðið hans, ekki rétt? Elsa beit á vörina. — Eigum við ekki heldur að orða það þannig, að þér hafið orðið ásátt við sjálfa yöur um þetta mál? sagði Hjelm rólega. Elsa þagði. Hún hafði ekki hugmynd um, hverju hún átti að svara. Þetta yrði víst ekki þægilegt samtal, hugs- aði hún. (Ullarverksmiðjan GEFJUNJ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiíiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiim: Á Ira LÆÐII FJUNll 1 Allar beztu húsgagnaverzlanir þjóðarinnar hafa áklæði p § frá Gefjuni. Nýjar gerðir koma fram reglulega og hald- §j | ast hönd í hönd við tízkusveiflur okkar og annarra þjóða. fj HUMWUb no&Á, PERLU þvottaduft Húsgögn írá Axel Eyjólfssyni, Grettisgötu 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.