Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í M IN N, miðvikudaginn 30. maí 1956. 9 Rfr"- Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Ckrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. : 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsing«r 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Sjálfstæðisflokkuriim grímulaus F'ORKÓLFAR Sjálf- stæðisflokksins hafa með kærunni til landkjörstjórn ar enn á ný sannað hið suður- ameríska eðli sitt. Með kær- unni kröfðust þeir þess, að bók- stafur kosningalaga og stjórn- arskrár yrði ekki hafður að neinu, heldur felldi landkjör- .stjórn í algeru heimildarleysi úrskurð, sem vel gæti svipt Alþýðuflokkinn 5—6 þingsæt- um og gerbreytt þannig valda- hlutföilum á Alþingi. Flokkur, sem slíka kröfu gerir, sýnir það vissulega, að hann svífst einskis. Hann telur sér hvers konar lögleysur og ofbeldi leyfilegt, ef það er gert í þeim tilgangi að tryggja honum valdastöðu. Öll ólög og bolabrögð eru þá talin leyfi- leg. Það siðleysi Sjálfstæðis- flokksins, sem hér birtist, sést ef til vill bezt, þegar það er athugað, að 1937 hafði flokk- urinn svipað bandalag við Bændaflokkinn og Framsóknar- flokkurinn hefir nu við Alþýðu flokkinn. Þá var slíkt banda- lag algerlega lögmætt að dómi flokksins. Þegar andstæðingarn- ir hafa hins vegar með sér sam- vinnu á sama hátt, er það tal- ið ólögmætt. Þannig íúlkar Sjálfstæðisflokkurinn iögin sitt á hvað eftir því, sem honum hentar bezt hverju sinni. Hvaða heiðarlegur maður get ur borið traust til slíkrar flokks forustu? ÞEIM, SEM þekkja til sögu íslenzkra stjórnmála, koma slík bolabrögð forkólfa Sjálfstæðis- flokksins ekki neitt á óvart. Flokkurinn hefir beitt slíkum starfsháttum, þegar hann hefir talið það heppilegt. Allir muna enn eftir Kleppsmálinu 1930, þegar flbkksforustan fékk ó- vandaðan og framhleypinn lækni til að fella þann dóm, að áhriíamesti andstæðingur í- haldsins væri geðveikur og ætti að lokast inni á Kleppii Skömmu seinna reyndu sömu 'orustumenn Sjálfstæðisflokks- ins með ljúgvitnum (Kollumál- ið)að hafa æruna af þeim manni sem þá þótti vænlegastur til skeleggrar forustu gegn íhald- inu. Þannig mætti lengi telja. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafa aldrei vikizt undan að nota lögleysur og ofbeldi, þegar þeir hafa álitið það álitlegustu leiö- ina til að ná sér niðri á and- stæðingunum og óttinn við að missa völd og gróðamöguleika hefir leitt þá til örþrifaverka. EF MENN athuguðu, hvern ig Sjálfstæðisflokkurinn er byggður upp, þurfa þeim ekki að koma þessi vinnubrögö neitt á óvart. Sjálfstæðisflokk- urinn er ekki íhaldsflokkur í evrópskri merkingu. Hann hef- ir enga ákveðna þjóðmála- slefnu. Forusta hans er í hönd um fámenns hóps gróðamanna og valdabraskara, sem hafa ekk ert annað takmark en að halda í völdin og gróðaaðstöðuna. Með takmarkalausum blekking- um hefir þeim tekizt að villa á sér heimildir og fengið alltof margt manna til að álíta flokk- inn annan og betri en hann er. Þegar völdin eru í hættu, kemur hins vegar hið rétta í ljós. Þá geta forustumennirnir ekki dulið, að völdin eru þeirra eina markmið og að þeir svíf- ast einskis, er getur gert þeim mögulegt að halda þeim. Þá kemur skyldleikinn við ein- ræðisflokka auðmannastéttar- innar í Suður-Ameriku skýrt í tjós. ÞAÐ ÆTTI vissulega að vera hollt fyrir kjósendur að fá rétt fyrir kosningar jafn glöggt sýnishorn af því hvers konar ofbeldisflokkur Sjálf- stæðisflokkurinn er og kæran til landkjörstjórnar ber vott um. Hún er órækt merki þess, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi haga sér, ef hann ætti eftir að fá völdin einsamall. Þá myndi framkvæmd kosninga- laga hagrætt á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði und- ir öllum kringumstæðum tryggð ur meirihluti. Þegar ekki væri hægt að rökstyðja slíkt ofbeldi með bókstaf laganna, yrði farið inn á Vilmundarrökin og því haldið fram, að verið væri að framfylgja „anda“ þeirra! Þeir einir, sem vilja stuðla að slíkum stjórnarháttum lög'- leysis og ofbeldis, geta x þess- um kosningum fylgt Sjálfstæð- isflokknum að málum eða sprengiflokkunum tveimur, kommúnistum og Þjóðvörn, sem viljandi og óviljandi ganga erinda hans. Þeir, sem vilja tryggja lögin og lýðræðið, hafa ekki annað val en að efla banda lag umbótaflokkanna. Vissulega ætti það og að vera öllu alþýðufólki aukin hvatning til að efla bandalagið, að flokkur auðmanna og milli- liða beinir nú jafnt ólögleg- um sem löglegum vopnum gegn því. Það er ný sönnun þess, að gróðamennirnir telja sér stafa mesta hættu af sigri bandalagsins, því að það muni tryggja hlut alþýðustéttanna bezt. „Lagabókstafurinn réð“ AÐ ER VISSULEGA lærdómsríkt að lesa fyrirsagnir íhaldsblaðanna um úrskurð landkjörstjórnar. Fyrirsögn Mbl. er á þessa leið: Hræðslubandalagið lafir á lagabókstafnum. Er í and- stöðu við anda stjórnarskrár og kosningalaga. Fyrirsögn Vísis er: Lagabók- stafurinn réð. Og Alþýðublað- ið talar um sigur lýðræðis, laga og mannréttinda. . ÞESSAR FYRIRSAGNIR sýna vissulega ekki mikla virð- ingu fyrir lagabókstafnum. í þeim speglast hin fullkomnasta gremja yfir því, að meirihluti Jandkjörstjórnar skuli hafa far- ið eftir lagabókstafnum í stað þess að víkja frá honum og fara eftir því, sem hún hefði getað kallað anda hans. En hvar væru menn yfirleitt staddir, ef dómararnir hættu að hirða nokkuð um lagabók- stafinn, heldur færu eftir því, sem þeir þættust geta kallað anda hans? Það þýddi það, að lögin væru raunverulega numin úr gildi, — menn gætu ekki leng- ur treyst ákvæðum þeirra, hve skýlaus sem þau væru, því að dómararnir hefðu vald til að túlka „anda“ þeiri-a eins og þeim sýndist. Það þýddi það, að ekki væri lengur búið 1 réttarríki. r a starf s e m l S. Þ. Milljónir manna búa í hreysum—þótt meira sé byggt en nokkru sinni fyrr Alþjóðavinnnmálaskrifstofan rannsakar húsnætSismálin. — Norímenn fá lán hjá Aljijóliabankamim. — Bókasöfn fyrir blinda. — Sérstæí kvikmynd af skipi, er hefir legitS 22 aldir á hafsbotni. Það vantar mikið á, að hús- næðisvandamálin í heiminum séu leyst. Það ríkja húsnæðisvandræði í hverju einasta landi. Jafnvel þar sem framfarir hafa orðið mestar og fólk hefir það gott að öðru leyti. Alþj óðavinnumálaskrifstofan í Genf (ILO), sem hefir látið fara fram ýtarlega rannsókn á húsnæð- isvandamálunum í heiminum, kemst að þessari niðurstöðu í skýrslu, sem stofnunin hefir birt og sem heitii- á ensku „National Housing Programmes and Full Employment". Skýrsla þessi hefir verið til umræðu í húsbyggingar- nefnd ILO, sem setið hefir á fund- um undanfarið í Genf. í nefnd- inni eiga sæti fulltrúar frá 21 landi. Ástand, sem ekki er mann- sæmandi. Það er erfitt að gera samanburð á húsnæðisvandamálum einstakra landa vegna þess að veðrátta og önnur skilyrði eru svo ólík frá einu landi til annars og kröfur til íbúða þar af leiðandi mismunandi. í skýrslunni segir, að 45% af öll- um íbúum Suður-Ameríku búi í hreysum, sem ekki séu mannsæm- andi. í Asíu, þar sem húsnæðis- vandræðin eru hvað mest, búa 100 -—150 miljónir manna í heilsuspill andi íbúðum. Skrifstofa Samein- uðu þjóðanna hefir reiknað út, að það skox-ti um 30 miljónir íbúða í iðnaðarlöndunum, þar sem lífs- skilyrði almennings eru annars talin sæmileg. Ástæðurnar fyrir húsnæðisskortinum eru m. a., að hús hafa hrunið í jarðskjálftum, eða öðrum náttúruhamförum, í- búðir hafa verið lagðar í rúst í styrjöldum og loks er það flótt- inn úr sveitunum á mölina, sem húsnæðisskortinum veldur. Aldrei byggt meira en nú. Þó er það staðreynd, að aldrei hefir verið byggt meira í heim- inum en einmitt nú. Og það eru ekki eingöngu íbúðir, sem byggð- ar eru, heldur er og byggt meira af sjúkrahúsum, skólabyggingum, hafnarmannvirkjum og raforkuvei'- um en áður í sögunni. Aukningin í byggingariðnað- inum sést m. a. á hinni gífurlegu sementsframleiðslu, sem hefir aukizt úr 85 miljónum smálesta 1938 í 192 milljónir smálesta 1954. Ekki hefir byggingum fjölgað í öllum löndum. Um vandamál byggingaiðnaðar- ins í heiminum segir í skýrslu ILC, að aðalástæðurnar fyrir því, að ekki er hægt að fullnægja eftir- spurninni sé t. d. skortur á fag- lærðum byggingavei'kamönnum, ' skortur á arkitektum og öðrum sérfræðingum og að víða séu lögð I höft á nýbyggingar. Múrarar í Nevv York vinxia 135 klst. á viku. | I skýrslunni kernur m. a. fram, að 25% af byggingaverkamönnum í Indlandi eru konur. í saman- , burði, sem gerður er á vinnuviku j byggingavei'kamanna í ýmsum jlöndum segir m. a.: I í Hogn Kong og Malaya er 56 ; klst. vinnuvika algeng í bygging- ariðnaði. í Sviss vinna flestir bygg ingavei'krvmenn 50 klst. á viku. Á nokkrum stöðum í Alpafjöllum, þar sem aðeins er hægt að stunda húsbyggingar að sumarlagi getur j vinnuvikan komizt upp í 85 klst. á viku. j Hins vegar vinna t. d, múrarar í New York ekki nerna 35 klst. á |Viku og í nokkrum byggingaiðn- ígreinum í Bandaríkjunum er yinnuyikan ekki nema 30 klsf., segir í skýrslu ILO. FYRIRSAGNIR Mbl. og Vísis gefa glöggt til kynna, að það er slíkt þjóðfélag, sem for- kólfar Sjálfstæðisflokksins vilja skapa á íslandi. Vissulega mætti betta vera kjósendum lærdómsríkt. Það ætti líka að vera þeim minnisstætt, að í þessu máli sem flestum öðrum, naut Sjálf stæðisflokkurinn fulltingis bæði kommúnista og Þjóðvarnai'- manna. Það sýnir bezt, að úr þeim herbúðum er ekki ao vænta andstöðu gegn íhaldinu, þegar mest ríður á. Þar er vii'ð ingin fyrir því, sem réttur og lýðræði byggjast á, þ. e. laga- DÓkstafnum, ekki meiri en hjá í- haldinu. Þeir einir, sem vilja upp- hefja lögin og leyfa valdhöfum að stjórna eftir því, sem þeim finnst hentugast að kalla „anda“ þeirra hverju sinni, — þeir einir geta stutt íhaldið og sprengiflpkkana. En bezt er fyrir þá að gera sér ljóst, að með því eru þeir að upphefja rétt og lýðræði í landinu, því að skammt er til eini'æðis, þeg ar hætt er að fara eftir laga- bókstafnum. Alþjóðabankinn lánar 25 milj. dollara til raforkuvera í Noregi. j Norðmenn tóku fyrir skömmu 25 miljón dollara lán hjá Alþjóða- j bankanum. Lánið verður notað til byggingar hinna sx'onefndu Tokke- x-aforkuvera, sem munu auka raf- orku í Suðaustur-Noregi um 400. 000 kílóvött. Héruðin, sem hér um ræðir nota nú 55% af allri raf- orku, sem framleidd er í Noregi. Höfuðborgin er á því svæði, sem kemur til að njóta góðs af þess- ari auknu raforkuframleiðslu. Orkuaukningin verður fyrst og fremst notuð til iðnaðar. Tokke-virkjunin er fyrsta skref- ið í stórfelldum raforkufram- j kvæmdum, sem fyrirhugaðar eru við Tokke og Vinje árnar og er | áætlað að hægt verði að fá 800.000 kv. frá þessum virkjunum. Árnar eiga upptök sín á Harð- angursheiðum í um 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Þær renna um Þelamörk til suðausturs. Fjöldi fjallavatna er við árnar og til að byi-ja með er ráðgert að stífla sjö þessai-a vatna. Gerð verða jarð- göng og stíflur, þannig að hægt verði að stjói’na vatnsrennslinu á öllum tímum árs. Búizt er við að fyrsta virkjun- in. sem mun framleiða 100.000 kv. taki til starfa árið 1961, en fyrra hluta verksins í heild verður ekki lokið fyrr en sumarið 1963. Kostnaðurinn við virkjunina er áætlaður 500 miljónir norskar kx-ónur og nemur lánið frá Al- þjóðabankanum 175 miljónum króna. Til þessa hefir aðeins 20% af vatnsafli Noregs verið virkjað. — ★ — Bókasöfn með „talandi“ bókum. í Bandaríkjunum fjölgar stöð- ugt bókasöfnum, sem lána úí „tal- andi“ bækur. Það er blint fólk, sem fær „bækurnar“ að láni og er nú víða hægt að velja úr aóðu safni af bókmenntum, bæðí létt- um og sígildum, sem eru fyrir- liggjandi á grammófónplötum eða segulbandi. Nýlega komu 15 sérfræðingar frá Evrópulöndum á fund í París til að ræða um að sett verði slík bókasöfn á fót í Evrópu. — ★ — x 7000 vínkerum náð úr skipi, sem hefir legið 22 aldir á hafsbotni. „Hinn þögli heimur" heitir ein- hver sérstæðasta kvikmynd. sem nokkru sinni hefir verið gerð. Það er litmynd og sýnir lífið í sjón- um. Fyrir utan fiska- og jurtalíf sýnir myndin grískt kaupskip. sem legið hefir 22 aldir á hafsbotni, skammt frá Marseilles. Aðalkvikmyndatökumaðurinn er Frakki, sem heitir Jacques Yves Costeau. Hánn hefir fundið upp sérstakan kafai'abúning. sem hann getur kafað í, án loftslöngu. í allt að 50 metra dýpi. Dag nokkurn hitti Costeau atvinnukafara í Mar- seilles, sem sagði honum, að á hafsbotni, skammt fi'á óbyggðri eyju, sem Grand Congloué heitir og er 18 km frá Marseilles. væru krabbar, sem héldu til í gömlum leirkrukkum. Costeau hafði ekki neinn sérstakan áhuga fyrir kröbb um, en krukkurnar vildi hann sjá. I Costeau og félagar hans köfúðu 3500 sinnum til botns á þessum slóðum og komust að því, að þarna lá ga'malt grískt kaupskip, sem sokkið hafði fyrir rúmlega 2000 árum. í 4 ár hafa kafarar unnið við að bjargá úr skipinu og hafa m. a. sótt 7000 leirkrukkur í skip- ið. Krukkurnar voru upphaflega gerðar í Gi'ikklandi, Ítalíu og á Rhodos. Margar af krukkunum voru lokaðar. f þeim fundust vín- leyfar. Fornfræðingar hafa með ná- kvæmum rannsóknum komist að því að eigandi skipsins hét Marcus Sestius, rómverskur kaupmaður, sem hafði setzt að á eyjunni Del- os. Nafn hans stendur á mörgum af krukkunum. Með því að rann- saka farm skipsins og hvernig það var hlaðið hafa fornfræðingar get- að slegið föstu um áætlun skips- ins. Það var í förum milli Delos og Messaglía, þ. e. Marseilles, sem eitt sinn var grísk nýlenda. Fréttaþjónusta UNESCO segir að bj örgunarstarfið hafi gengið betur en búizt hafði verið við í fyrstu vegna þess, að hægt var að fylgjast með því í sjónvarpi, hvern ig umhorfs var á hafsbotni og í skipinu. (Frá upplýsingaþjónustu S. Þ. I Kaupmannahöf n.) • • Nýr heimavistarbarnaskóli í Hoiti, Onundarfirði í Holti í Önundarfirði er í smíð- um heimavistarbarnaskóli. Byrjað var á byggingunni 1946 og fyrst kennt í húsinu veturinn 1952—3, en þann vetur og tvo þá næstu fór kennslan fram með íarskólasnið- inu gamla. í vetur var heimavist í skólan- um í fyrsta sinn. Skólastjóri var Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, en ráðskona Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði. Alls voru í skólanum í vetur 17 börn og var þeim skipt i tvo hópa eftir aldri og þroska og kennt hálfan mánuð í einu, en alls fékk hvor hópur 12 vikna kennslu. I vetur var búið að öllu leyti í skólastjóraíbúðinni með því að smíði íbúðarherbei’gja barnanna er ekki lokið. í sveitinni er almenn ánægja með hið nýja skólafyrirkomulag. Þykir vel hafa ráðizt með starfs- fólk skólans þennan fyrsta vetur heimavistarinnar. Skólabörnin láta hið bezta af vistinni og þá eru vandamenn þeirra líka ánægðir. Gera má ráð fyrir því, að eitt- hvað af utansveitarbörnum stundi nám í skólanum síðar, þegar hana er fullbúinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.