Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, fimmtudagurinn 31. maí 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símnr: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsinf«r 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. SjálfstæSismenn og Bandaríkin T HINNI AGÆTU grein Hermanns Jónassonar, sem birtist hér í blaðinu í gær, er það rakið, að Sjálfstæðis- .menn hafa nú alveg gefist upp við að halda því fram, að her- 'setan sé nauðsynleg áfram af öryggisástæðum eða að íslend- inga bresti réttur til að láta herinn fara. Svo gersamlega hafa þessar mótbárur þeirra verið kveðnar niður. í stað þess hampa þeir því nú orðið sem aðalmótbáru, að hér verði neyð og atvinnuleysi, ef herinn só iátinn fara. Um þetta fórust Hermanni Jónassyni orð á þessa leið: „EN AÐALÁRÓÐURINN í þessu máli byrjaði sumpart á fundum, sem Sjálfstæðismenn héldu, en aðallega þó bak við tjöldin, um leið og verktakar á Keflavíkurflugvelli sögðu mönn um upp vinnu eftir að tillagan um brottför hersins var sam- þykkt á Alþingi. Gilti þetta al- veg sérstaklega um iðnaðar- menn. Um allan bæinn bergmái aði það, að svona mundi það verða, ef Framsók.narflokkurinn fengi að ráða. Öll vinna hætti á Keflavíkurflugvelli og ekkert væri framundan nema atvinnu- leysi og hrun. Ég hefi talað við marga menn, sem hafa hlustað á þennan áróður, og þessum ves ; almannlega áróðri er haldið að þjóð, sem þarf allt sitt vinnu- afl og meira en það, við arð- gæfa framleiðslu — ef rétt er stjórnað. Og það einkennilega ske'ð- ur, að blöð í Bandaríkjunum láta sér það um munn fara, að ekki sé enn vissa fyrir því, að herinn fari frá íslandi, því að í hönd fari kosningar 24. júní og íslendingar séu illa stæðir, vanti gjaldeyri, og þú sé möguleiki á því fyrir Banda ríkjamenn að liafa áhrif á kosningarnar. — Síðan hefir verið skrifað enn þá opin- skárra um málið og er sagt, að á íslandi sé hægt að kaupa allt fyrir dollara. Þegar her- inn stöðyaði ýmsar fyrirhug- aðar franikvæmdir á Kefla- víkurflugvelli, sem leiddi til uppsagnar, var sagt, að engar ákvarðanir yrðu teknar uin fyrirhugaðar framkvæmdir fyrr en 24. júní. Vitanlega er ekkert við það að athuga, nema síður sé, að Bandaríkjamenn hætti hér fram kvæmdum. En þegar tónninn um leið og það er gert, er sömu legundar og í áróðri Sjálfstæð- isflokksins, þá getur naumast talizt óheiðarlegt að álykta, að hér sé um samvirkar aðgerðir að ræða, ekki sízt þegar lesið Hverju svara íslendingar? I ÁÐURNEFNDRI grein Hermanns Jónassonar er vikið að því, hvílík óvirðing íslendingum sé sýnd með þeim áróðri Sjálfstæðismanna og ýmsra amerískra blaða, að hér megi kaupa allt með dollurum og hez-naðarvinnu. Um þetta segir Ifermann m. a.: „Sá hugsunarháttur, sem felst í þessum áróðri, er lágkúru- legur og ósamboðinn frjalsri þjóð. Al|di’ei hefir íslending- um verið sýnd önnur eins ó- vii-ðing og trúin á það, að þessi áróður muni verða sigursæl- astur í dag. Og enginn þarf framar að segja neinum það, að sjálfsvirðing þjóðarinnar sé heilbrigð, ef hún z-ís ekki gegn þessari vanvirðu. Við þurfum ekki að fara í neinar grafgöíur með það, að blöð, sem skrifa þannig um íslendinga eins og amerísk blöð hafa skrifað, hljóta að hafa fullkomna fyrir- litningu á þjóð, sem þeir á- líta að hugsi eins og þeir gera því skóna.“ HERMANN lýsir því síðan, hvernig forseti Indonesíu hafi rætt um svipað mál, er hann ávarpaði Bandaríkjaþing fyrir er og lagt við það, sem amerísk blöð skrifa um þetta mál, senv er vægast sagt óviðeigandi, eins og rakið er hér að framan. Ég dreg það ekki í efa, að Bandaríkin haldi gerða samn- inga og fari héðan, þegar upp- sagnarfresturinn er liðinn. Þau hafa yfirleitt haldið milliríkja- samninga og þau munu eins gera það hér. Hitt er jafnvíst, að þau vilja fá samkomulag um það, að herinn dvelji hér áfram, þó að nú séu friðartímar, og þannig með samningum kom- ast yfir þá markalínu, sem ís- lendingar drógu, er þeir gengu í Atlantshafsbandalagið og leyfðu bandarískum her að koma hingað 1951. NÚ ER SVO ástatt, að Sjálf- stæðisílpkkurinn hefir skorizt úr leik og vill leyfa hér her- setu, þótt friðartímar séu, og þannig brjóta þá reglu, sem lýð- ræðisflokkarnir settu sameigin- lega og þjóðir.ni var lofað að staðið yrði við út í æsar. Það er því alveg augljóst mál, að vonir bandarískra blaða um, að málstaður Banda ríkjanna sigri í kosningunum 24. júní, geta ekki byggzt á öðru en því, að Sjálfstæðis- flokkurinn vinni í kosningun- um. Bandaríkjastjórn hefir því beinlínis hagsmuni af því, eins og bandarísk blöð hafa látið í Ijós hvað eftir annað, að Sjálfstæðisflokkurinn vinni í þessum kosningum. Þegar svona er koniið, er sú hætta alltaf yfirvofandi, að erlend ríkisstjórn reyni með ýmsum ráðum að efla til valda þann fiokk, sem gengur hennar er- inda gegn íslenzkum málstað. Ég skal ekkert um það segja, hvort þessi samvinna á sér stað eða hvernig henni er liáttað, en það er eitt meðal annars nokk- uð einkennilegt, að bandarísk blöð gefa í skyn, að það sé hægt að kaupa hér allt fyrir dollara. Hvaðan hafa þeir þá skoðun? Og Sjálfstæðisflokkurinn virð- ist beinlínis trúa á það sem beztu áróðursaðferðina til þess að vinna í kosningunum að lofa mönnum vinnu hjá hernum og viðskiptum við hann áfram og hóta beinlínis með því, að ef herinn fari, muni verða hér hrun.“ HÉR ER VISSULEGA vakin athygli ó staðreyndum, sem þjóðin vorður að átta sig vel á. Það er auðsýnt af framkomu Bandaríkjamanna, að þeir telja kosningaúrslitin miklu varða, og að þeir líta á Sjzilfstæðis- flokkinn sem flokk sinn hór. Sjálístæðisfiokkurinn gefur líka óspart tilefni til þess. ERLENT YFIRLIT: Christian Pineau Höíundur nýrrar franskrar utanríkisstefnu SIÐAN MENDES-FRANCE gekk úr stjórn Guy Mollet hafa þær spár fengið byr undir vængi, að hún eigi ekki marga lífdaga eftir. Þó telja ýmsir, að tvennt geti orð- ið til þess að lengja líf stjórnar- innar. Annað er það, að íhalds- menn vilii ógjarnan fella hana, því að heppilegast sé að láta jafnaðar- menn hafa forustu um liernaðar- aðgerðirnar í Alsír. Hitt er það, að kommúnistar vilji ekki fella hana af ótta við að fá aðra stjórn, sem verði Rússum andstæðari í utanrík ismálum. Hvoi’t, sem stjórn Mollet situr að völdum lengur eða skemur, hef- ir sá árangur alltaf hlotist af setu hennar, að komið hafa fram á svið alþjóðamála þrír menn, sem ekki hefir borið mikið á áður, en allir virðast líklegir til að eiga eftir að koma þar meira við sögu. Þetta eru aðalleiðtogar jafnaðarmanna- flokksins, Mollet, Lacoste og Pi- neau. Það er sammerkt um alla þessa menn, að þeir hefjast ekki til á- hrifa í flokki jafnaðarmanna fyrr en eftir síðari styrjöldina. Þeir eru því fulltrúar nýrrar kynslóðar í flokknum. Sú staða, sem jafnaö- armannaflokkurinn hefir í írönsk- um stjórnmálum, er líkleg til þéss ,að gera það að verkum, að þessir menn eigi allir eftir að koma veru lega við sögu í framtíðinni, þótt ráðherradómur þeirra verði ekki öliu lengri að þessu sinni. AF ÞESSUM þremur mönnum mönnum hlaut Guy Moliet mesta virðingarstöðu, er það féll í hlut jafnaðai'manna að mynda stjórn eftir kosningarnar á síðastl. vetri. Hann varð forsætisráðherra stjórn- arinnar. Það er erfitt verk að veita forustu minnihlutastjórn í Frakklandi og er enn ekki sýnt, hvoi’t Mollet tekst að leysa þann vanda þannig, að það auki álit hans. Á ýmsan hátt hefir hann þó sýnt lægni og hyggindi. Sá, sem hlaut eríiðasta hlutverk ið af þeim þremenningum, er án efa Lacoste, sem var gerður að ráðherra Alsírmála eftir hina mis- heppnuðu för Mollet til Alsír. Upp haflega hafði Mollet ætlað honum yfirstjórn efnahagsmálanna. La- coste hefir að undanförnu verið PINEAU skömmu. Forsetinn hafnaði í ræðu sinni sérhverri erlendri aðstoð, ef henni fylgdu noklc- ur skilyrði, er takmörkuðu sjálfstæði þjóðai’innar. Um þetta segir Hermann: „Þannig talaði forseti Indó- nesíu, sem er bláfátæk þjóð, sem flest skortir. Og sömu dag- ana og þessi ræða er birt í blöðum vestra, — er um það skrifað þar, að á íslandi sé allt falt fyrir dollara. Við, sem græddum þjóða mest í styrjöld inni, eigum ágæt atvinnutæki, höfum þegið Marshallaðstoð í stórum stíl og höfum óþrotlega möguleika í aukinni og bættri framleiðslu — við eigum að hugsa og tala þannig: Þó að við höfum lýst því yfir, að hér verði aldrei her á friðar- tímum, þá viljum við, ef Banda ríkjunum þóknast, leyfa honum að vera hér áfram um ófyrir- sjáanlegan tíma, því að an þess að vinna hjá hernum og fá þaðan dollai’a, getum við ekki lifað. Þetta á að vera okkar hlut- skipti." ÞETTA ER ÞÓ enn ekki orðið hlutskipti íslendinga. ís- lenzkir kjósendur eiga eítir að segja sitt álit. í kosningunum 24. júní tala þeir fyrir hönd þjóðar sinnar. Ætla þeir að fylgja Sjálfstæðisflokknum og framselja sjálfsákvörðunarrétt sinn og sjálfsvirðingu fyrir doll ara og hernaðarvinnu? Svarið við þessari spurningu muh ráða örlögum og áliti íslendinga urn langa framtíð. talinn hinn „sterki maður“ jafn- aðarmannaflokksins og hefir það álit styrkzt síðan hann tók við stjórn Alsírmálanna. Hann hefir sýnt þar ótvírætt, að hann er stjórnsamur, viljafastur og órag- ur. Álit hans hefir því vaxið og nær nú langt út fyrir raðir flokks bræðra hans. Af þessum þrernenriingum hlaut Pineau auðveldasta hlutverkið. Hann varð utánríkisráðherra. Hann þurfti ekki að leysa nein sérstök vandamál, en fékk hins vegar tæki færi til að láta bera á sér. Það hef ir hann líka hiklaust r.otað. Af því verður þó ekki enn fullkomlega ráðið, hve mikilhæfur stjórnmála- maður hann er, en samt hefir hann þó íryggt sér með íramkomu sinni, að honum vez-ður án efa veitt jrnikil athygli í framtíðinni. i ÞAÐ HEFIR einkennt þá menn, | sem verið hafa utanríkisráðherrar Frakka undanfarin ár, að þeir hafa fylgt eindregið vest- rænni samvinnu. Aðstaðan liefir líka verið slík, að þeir hafa vaz’t getað annað. Þetta hefir hins veg- ar ýtt undir það, að það orð hefir lagzt á, að Frakkland hefði ekki í fullu tré við hin vesturveldin og væru eins konar fylgiríki þeirz’a. Pineau hefir síðan hann vaz’ð ut- anríkisráðherra markað sér tals- vert aðra stefnu. Að vísu má segja, að z grundvallaratriðum hafi hann fylgt stefnu fyrirrennaranna, en hann hefir hins vegar Ieyft sér að gagnrýna miklu ákveðnara ýmsa á- galla, sem hann hefir talið vera á stefnu vesturveldanna. Hann hef ir t. d. talið illa haldið á afvopn- unarmálunum af þeirz-a hálfu og látið í Ijós, að stofnun Bagdad- handalagsins væri vafasöm. Hann héfir talið að of mikið v'æri gert úr striðshættunni og vígbúnaður- inn látinn skipa fyrirrúm um of. Vesturvoldin hefðu hagað áróðri símzm Idauíalega í þessum málum og vegna soinlætis og skilnings- leysis látið Rússa ná frumkvæð- inu sem forvígismenn friðarins, a. m. k. z augum znargra Asíuþjóða. MeSal Frakka hefir þessi mál- flutningur Pineau fundið góðan jarðveg og þótt merki þess, að Frakkland væri að taka i-pp óháð- ari utanríkisstefnu en áður. Slíkt kann að einhverju leyti að vera rátt. en þess ber jafnframt að gæta, að hinar ytri aðstæður hafa yerulega breytzt, zn. a. vegna breyttrar stefnu Rússa, og Pineau getur því leyft sér ýmislegt, er fyrii'rennarar hans gátu ekki. CRISTIAN PINEAU er fædd- ur 1904, sonur háttsetts herf'or- ingja, er kominn var af cfnuðum ættum. Hann missti föður sinn ungur og giftist móðir hans þá rithöfundinum Jean Giraudozzx, er Pineau segir að hafi haft mikil áhrif á skoðanir sínar. Þau áhrif eru m. a. talin hafa valdið því, að Pineau hefur iðkað ritstörf í tómstudnum sínum. Hann hefir t. d. skrifað tvær ævintýrabækur, en þessi ævintýri segist hann fyrst hafa sagt börnum sínum, sem eru I sex að tölu. Pineau hneigðist að skoðun jafn aðarmanna strax á námsárum sín um. Hann var þó ekki neitt knúinn til þess af ytri ástæðum, því nð efnahagur hans var vel rúmur. Eft- ir að hafa lokið háskólaprófi í stjórnmálafræðuzn gerðist hann starfsmaðzir við Frakklandsbanka, en varð að víkja þaðan, er hann reyndi að fá starfsmennina tif'.að mynda stéttarfélag, Skömmu síðar varð hann einkaritari Jouhaux, hins þekkta verkalýðsleiðtoga Frakka. Þeirri stöðu gegndi hann um all- langt skeið. Á þeim árum hafði hann líka náin kynni við Leon Blum. Pineau telur sig eiga þess- um tveimur mönnum mikið að þakka. ÞEGAR heimsstyrjöldin síð- ari braust út, gerðist Pineau starfs maður í upplýsingaráðuneytinu. Eftir ósigur Fraldca, varð lzann starfsmaður í matvælaráðuneytinu í Vichy, en byrjaði samtímis að starfa í andspyrnuhreyfingunni. Hann fór margar leynilegar ferðir til London í þágu hennar. Þegai* hann kom úr seinustu ferðinni, tókst Þjóðverjum að handsama hann rétt eftir að hann hafði lent í fallhlíf. Hann slapp með naum- indum við dauðadóm, og sat síðan í 18 mánziði í hinu illræmda fang elsi í Buchenwald. Hann hlaut mjög gott orð meðfanga sinna fyr ir æðrulausa og lcarlmannlega framgöngu. Ifonum er annars svo lýst, að hann sé maður rólyndur að eðlisfari, flíki ekki mjög skoð- unum sínum, en standi fast við þæz’. Hann er sagður bjartsýnis- maður og hafi fangavistin í Bueli- enwald ekki unnið neinn bug á því viðhoz’fi hans. Þegar de Gaulle myndaði stjórn sína eftir styrjöldina, varð Pineau gerður matvælaráðherra. Honuzn vaz’ð það á að afnema brauð- skömmtunina of fljótt og missti hann því ráðherrasæti sitt eftzr kosningarnar 1945, en sjálfur var liann þá kosinn á þing í fyrsía sinn og hefir setið þar síðan. Árið 1947 varð hann ráðherra samgöngu znála og opinberra mála og gegndi því í flestum stjórnum síðan til 1951, er jafnaðarmenn hættu að taka þátt í ríkisstjórn. Pineau lét þá þingmál meira til sín taka og var helzti talsmaður flokks síns í þinginu, þegar efnahagsmál og nýlendumál voru á dagskrá. Álit hans rná nokkuð marka á því, að 1954 fól forsetinn honum að reyna stjórnarmyridun, en honum mis- tókst það. í vetur voru um skeið talin áhöld um það, hvort forset- inn myndi fremur fela honum eða Mollet stjórnarmyndun eftir kosn- ingarnar. PINEAU hefir jafnan verið jharður andstæðingur kommúnista j og er talinn það enn. Hann telur i gagnrýni sína á stefnu vesturveld- anna síður en svo stafa af undan- látsemi við kommúnista. Hann segist álíta, að vesturveldin ■— og á hann þá einkum við Bandaríkin — mæti ekki kommúnismanum á z’éttan hátt. Það sé eklci hyggilegt að ætla að mæta honum fyrst og fz-emst með varnarsamtökum eða vígbúnaði, þótt þotta hvort tveggja sé nauðsynlegt að vissu markí. Það sé heldur ekki rétt að reyna að draga allar þjóðir sem mést í dilk með vesturveldunum. Þvért á móti vez-ði þær þ'jóðir, sem vilja vera hlutlausar, að finna það, að ekki sé ætlunin að beita þær neinum þvingunum. Þetta skilji Rússar bétu'r en vesturveld- in. Til þess að gez’a þessum þjpð- •um Ijóst, að viðhörf yesturveld- anna sé að breytast að þessu leyti, leggur Pineau til, að öll efnahags- hjálp, sem bágstöddzzm þjóðum sé veitt, sé látin fara fram á vegum S. Þ. Hingað til hefir þetta sætt mikilli andspyrnu Bandaríkjá- manna. Framhald á bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.