Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.05.1956, Blaðsíða 7
T í HII N N, fimmtudagurinn 31. maí 1956. 7 ^ Þar trúir 'fótkið á frarntið íslands og feysir : *>W»* ' þá karlmennskuraun, sem þarf íil að sækja guííið í greipar mislyndra íialturuafía ^ Hákarlaskipstjórarnir byggðu sér hús á eyr inni, svo kom ævintýri íivalveiðanoa, siðan togararnir, frystihús og hafnarmánnvirki Flateyri vi ð Önundarfjörð Blómleg byggð með viðburða- ríka athafnasögu að baki KAUPTÚNIÐ á Flateyri stendur á mjóum tanga, sem gengur fram í Ömindarfjöi'ð. Inn af eyrinni er framhald fjarðarins og þar opn- ast ví'ður faðmur grösugrar og blómlegrar byggðar í fjallasal. Utan við eyrina er fjarðarmynn- ið, úthafið skammt undan. Við gistum Flateyri vorkvöld í . maí. Seglin, sem í kvöldkyrrð- inni bera við himinn, upp af slétt- um sjónum, í opnu fjarðarmynn- • inu, minna á huklufólkssiglingu í málverki eftir Kjarval. Seglin eru lífsmarkiS með úthafinu, sem við tekur utan vjrkisdyra þeirra kletta • borga, sem skýla vestfirzkum fjörð um. Sagt er að í hamraborgununi þeim bui víða góðar vœttir og huldufólk, bví er hér mikið sagna- land. En að þessu sinni er huldu- fólkssiglingin Færeyingar á fiski- . skútum síhtim, sem leita inn í kvrr . látt fjarðnrmynnið’, þegar öldurn- ar gerast glettnar um of við kinn- ■ unginn og ekki er fiskilegt á út- ■ hafsmiðum. Það hefir atvikast svo. að á Flat- ’ eyri hafa oft erlend fiskiskip kom- ið af haíi. Kauptúnið á sér langa ' og viðburðarríka atvinnusögu. Út- lendiqgar voru þar umsvifamikllr við atvinnurekstur og sjósókn um ! langt skeið. skipstjórarnir byggðu á mölinni og hugsuðu um þann gráa í hafinu. Enda þótt höfn sé góð innan við sandeyrina, var engin byggð á Flat eyri framan af öldum. Bærinn Eyri, sem var utar með hlíðinni, ■ var fyrsti bærinn í Önundarfirði . og lengi var útræði þaðan og bát- um lagt niður undan bænum, en ekki farið með þá inn á eyrina. . þar sem lending hefir þó verið betri og uppsátur öruggara. Fröðir ■ menn ó Flateyri segja, að í lok 18. aldar hafi engin byggð verið kom- in á eyrina. Verzlun öll var sótt til Þingeyrar, en síðar meir einnig til ísafjarðar, þar til verzlun var reist á eyrinni skömmu fyrir alda- ■ mótin 1800. Komu menn þá íljótt ■*- Götumynd frá Flateyri. auga á hin ágætu hafnarskilyrði á Flateyri. Snemma á síðustu öíd hófst þii- skipaútgerð frá Flateyri og upp úr henni miðri fór byggðin að aukast. Fj'rstu húsin, sem risu á eyrinni voru í sáínbandi við verziunina. Eitt þeirra, sem orðið er 100 ára stendur enn og hefir gegnt hlut- verki sínu fram að þessu. Síðan byggði fyrsti skipstjórinn hús sitt á mölinni og svo komu þeir hver af öðrum, hinir aflasælu Greln og myndir: Guðni Þórðarscn. skipsíjórar hákarlaskipanna. Þeir hugsuðu ekki um gras og byggðu á mölinni. því hugur þeirra var bund inn við þann gráa í hafinu. Hvaíveiðistöð og heimsmenniag. Svo kom nvalurinn tii sögunn- ar á Flateyri. Þá hófst nýtt ííma- bil athafna og veiðiskapar. Flat- eyri varð síórborg á íslenzka vísu. Það var á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Norskur mað ur, Ellefsen að r>afni, reisti þar hvalveiðisiöð, eöa öllu heidur undir hlíöinni, ofan og innan við eyrina. Þá voru viðburðarsamir tímar í Önundarfirði, tímar hinn ar nýju heimsmenningar. Ilinn norski athafnamaður valdi hæki- stöð sinni naín, sem hvorki minnti á grút eða lýsi hvalvinnsl unnar og kaliaði að Sólbakka. Um það leyti fjölgaði mjög fólki á Flateyri, enda munu fáir staðir á íslandi þá hafa þótt vænlegri til blómlegrar búsetu cg góðrar af- komu. Mikinn mannafla þurfti til veiðanna á skipunum og við vinnu í landi. íslendingar störfuðu margir við hvalveiðistöðina að Sólbakka, og er sagt, að hinn norski stórútgerð- armaður liafi í mörgu treyst ís- lendingum betur en löndum sín- um. Sjálfur var hann mikill um- bóta- og athafnamaður. Hann stuöl aði að aukningu byggðarinnar með því að flytja ódýrt byggir.garefni frá Noregi með skipum sínum. Sjálfur byggði hann mikla og skrautlega sumarhöll á Sólbakka. Hús þetta mun þá hafa verið veg- legasta íbúðarhús á íslandi. Nú stendur grunnur þess einn eftir í hlíðinni innan við eyrina, því bús- Frá höfninni. Millilandaskip við bryggju. | ið sjálft stendur r.ú við Tjörnina í Reykjavík og er viðhafnarhús rík isstjórnar, ráðherrabústaður og konungshöll, eftir því sem vcrkast vill. I Enda þótt skrauthýsið sé horfið úr Iiiíðinni, standa enn við önund- arfjörð merki um komu Ellefsens ; þangað. Verksmiðja er á Sólbakka, þótt ekki sé sú sama er þar var á , hvalveiðitímunum. Síldarverksmiði an, sem þar er, hefir ckki verið | notuð um árabii og brýggjurnar; eru að hrynja í sjóinn. j Hvalvinnslustöð Ellefsens brann um aldamótin. Sá norski byrjaði þá i strax að byggja nýja, nokkru inn- ] : ar með firöinum. Stendur þar cnn i ] mikill múrsteina-reykháfur, sem gnæfir við himinn á sléttri gras- flöl á sjávarbakka, og við hlið j hans voldugur gufukctill. Lengra ; komst verksmiðjubyggingin ekki. i Ellefsen hætti þá við hvalveiðarn- j ar frá Önundarfirði og flutti bæki-i stöð sína austur á lar.d og síðan alla leið til Suður-Afríku og fór ís- lenzkur maður með honum þang- að til að starfa þar við hvalveiðar. í nýja kaupfélagshúsinu er saumastofa fyrir húsmæðurnar. Þannig cniaði hvalveiðiævin- týrið mikla viS Önundarfjörð á annan veg en æskilegt er um at- vihnufyrirtæki, sem eiga að vera undirstaða untJir trvggri afkomu fólksins. En þetta er gömul saga, sem oít hefir endurtekVð sig á í> Iandi. Atvinnufyrirtækin hverfa, en fólkiS stendur eftir á etrönd- inni, með tvær hendur tómar. úlenzkur skipstjóri siglir skipi sínu til -Tapans, Enda þótt hvalveiðar Ellefsen1 yrou ekki framtíSaratvinnuvegur við ÖmmdaríjörS, urðu þær byggð- inni til mikils gagns. Fólk kynnt- ist nýjum viðhorfum, duglegir sjó- menn fengu í fyrsta sinn í hendur stór skip og íslenzkur maður varö þar fyrsti skipstjóri á gufuskipi. Var það Ebeneser Ebenesarson skipstjóri ,á Barðanum. Á þessum árum komust Önfirð- ingar í raunverulegri og nánari kynni við heimsmenninguna, en flestir aðrir íslendingar. Heims- borgarabragur þeirra varð rlíkur, að vestfirzkur skipstjóri stjórnaði til dæmis einu af skipum EJlefsen aila leið tii Japan, en þangað var skipið seít. Varð sigling sú fræg Ekki aðeins vegna þess, að þang- að höfðu íslendingar aldrei áður siglt, heldur eirmig vegna hins, að þessi sigling hins vestfirzka sæ- fara varð hin sögulegasta. Áhöfn- in víst ekki eintóra prúðmenni, því hinn íslenzkri skipstjóri sagði, er heim kom, að hann hefði ekki þor- að annað en hafa skammbyssuna undir koddanurn allan tíman, með an siglingin stóð. Kom sér þá vel, að kjarkurinn var nógur, enda Eb- eneser kominn af vestfirzkum sæ- görpum. Öll þessi miklu umsvif í athafna- lífi við Önundarfjörð um aldamót- in hafði mikil áhrif á hugi íölks. Þar uxu upp stórhuga og djarfir menn. Um tíma voru þar uppi ráða gerðir um stórkostlegan atvinnu- rekstur og mannvirki, þar sem koma skyldi á fót með erlendu ijár magni vinnslu á járni og alúrr.in- íumlcir úr nálægum fjöllum. Voru jafnvel þar um gerðar ýtarlegar 4- ætlanæ og teikníngar að mann- virkjum. Utgerð og hafnarmál. Þegar togarar koir.u til sögunnar þótti Flaieyri liggja ve! við tog- veiðum. Stutt var á hin fengsæíur mið út af Vestfjörðam. Fvrst voru Sveinn Gunnlaugsson Æskan ósnert af hinu illa gerðir þaðan út erlcndir togarar, að miklu leyti mannaðir Islend- ingurn, en síðar urðu skipin líka íslenzk. Alltaf öðru hvoru síðan hefir verið togaraútgerð frá Flat- eyri og er svo enn. Nú eru þaðan gerðir út tveir togarar, auk smærri • báta. En útgerð smábáta er erfið- ] leikum bundin þar, eins og annars staðar á VestfjorSum, vegna þess, hve tíregið hefir úr afla á grunn- miðum og ágengni innlendra og er lendra togara er mikil og friðunar- svæðið takmarkað. Fiskurinn kemst ekki inn á firðina. ) Á Flateyri er íullkomin aðstaða , til nútímanýtingar sjávarafia. Þar Framhald á bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.