Tíminn - 05.06.1956, Page 5
Sí MINN, þriðjudaginn 5. júní 1956.
Fjðlþætt safnaðarstarf
hjá óháða söfnuðinum
Ætla atS byggja kirkju í Reykjavík strax og nauð-
synleg leyfi fást til aS hefja framkvæmdir
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn hér í bæ hélt aðalfund sinn
nýlega óg var hann fjölsóttur eins og allar samkomur þessa
safnaðar eru. Söfnuðurinn var stofnaður árið 1950. Andrés
Andrésson hefir verið formaður hans frá upphafi og safnaðar-
prestur séra Emil Björnsson og voru þeim færðar þakkir á
fundinum fyrir mikil og gifturík störf í þágu safnaðarfólks-
ins.
Á7ÍVENP4U/
99
ira er matur en feitt kjöt“
Fundurinn hófst með því að
safnaðarpresturinn minntist lát-
inna safnaðarmanna og heiðruðu
allir viðstaddir minningu þeirra
með því að rísa úr sætum. Þá
skýrði formaður frá starfseminni.
Mikið safnaðarlíf.
Fólki hefir fjölgað í söfnuðinum
með ári hverju og tvö síðustu ár-
in hafa fleiri gengið í hann en
nokkru sinni fyrr. Enda stendur
starfsemin með miklum blóma,
bæði safnaðarlíf og félagslíf, og
guðsþjónustur eru með afbrigð-
um vel sóttar. Guðsþjónustur eru
haldnar annan hvern sunnudag í
Aðventkirkjunni, safnaðarprestur-
inn hefir sunnudagaskóla fyrir
börn í Austurbæjarskólanum alla
sunnudaga að vetrinum, fundir og
kvöldvökur eru reglulega í ýms-
um fundarsölum, kirkjudagur er ár
lega haldinn, farin hópferð að
sumrinu og kvenfélag og bræðra-
félag starfa auk þess innan safn-
aðárins að eflingu safnaðarlífsins
og kirkjubyggingarsjóðs safnaðar-
ins. Formaður kvenfélagsins er Álf
heiður Guðmundsdóttir en formað-
ur Bræðafélagsins Jón Arason. —
Þakkaði safnaðarformaður fyrr-
nefndum félögum ómetanlegt starf
sem þau hefðu lagt til uppbygging
ar safnaðarins frá upphafi.
Kirkj ubyggingarmál.
Þá minntist formaður á kirkju-
byggingarmál safnaðarins, sem er
mesta áhugamál alls safnaðarins
og brýnasta nauðsynjamál. Þótt ó-
trúlegt sé hefir þessum söfnuði
verið synjað um leyfi ár eftir ár
til að byrja á kirkjubyggingu sinni
og reynir þessi ítrekaða tálmun
mjög á þolinmæði þessa fólks, sem
heldur uppi margþættri starfsemi
við hinar erfiðustu aðstæður. Það
er skoðun-þorra safnaðarmanna að
þeir gætu verið búnir að koma sér
upp kirkju ef ekki hefði verið synj
að um byggingarleyfi ár eftir ár.
Aðalfundur ítrekaði mjög eindreg
ið áskorun til innflutningsyfirvald
anna um að þau neituðu nú ekki
enn einu sinni heldur veittu leyfi
til að byrja á kirkjubyggingunni
nú þegar. Söfnuðurinn fékk lóð
undir lcirkjuna skammt fyrir sunn
an Sjómannaskólann fyrir nokkr-
um árum. Gunnar Hansson, ungur
arkitekt, hefir teiknað kirkjuna,
og teikningin verið tekin gild af
byggingarnefnd. Safnaðarfólkið er
reiðubúið að leggja fram vinnu
sína og hefir lofað mörg hundruð
dagsverkum í sjáifboðaliðsvinnu,
en allt stöðvast þetta ár eftir ár
vegna þess eins að synjað er um
fjárfestingarleyfi. Þykir mörgum
það illa og ómaklega gert að neita
fólki um leyfi til að byggja kirkj-
ur en veita leyfi til allra annarra
bygginga að því er virðist. Er þess
að vænta að Innflutningsnefnd láti I
það ekki lengur um sig spyrjast
að hún synji um leyfi til að byggja
kirkjur í landinu. í kirkjubygging-
arsjóði, og öðrum tiltækum sjóð-
um innan vébanda safnaðarins, eru
nú á þriöja hundra ðþúsund krón-
ur og sótt hefir verið um fjárfest
ingu úri Kirikjubyggingarsjóði R-
víkúr í sámræmi vfð reglur þéss
sjóðs.
Kosningar.
- Bogi Sigurðsson, gjáldkeri safn-
aðarins, las upp reikninga, sem
voru samþykktir einróma. Hagur
safnaðarins er góður og fer batn-l
andi, og voru gjaldkeranum þökk-.
uð mikll og gagnleg störf í þágu I
safnaðarlns á undanförnum árum. |
Auk pre'sts, formanns og gjaldkera I
lölu á fundinum Guðmundur Þórð
arson, ísleikur Þorsteinsson, Krist
inn Ág. Eiríksson og Jón Arason,
en fundarstjóri var Loftur Bjarna-
son. Andrés Andrésson var ein-
róma endurkjörinn safnaðarformað
ur, með honum í stjórn eru Jó-
hann Ármann Jónasson varafor-
maður, Tryggvi Gíslasön ritari,
Ingibjörg ísaksdóttir, Rannveig
Einarsdóttir, Einar Einarsson, ís-
leikur Þorsteinsson, Sigurjón Guð-
mundsson og Stefán Árnason. •
Endurskoðendur voru endurkjörn-
ir Ásgeir Ólafsson skrifstofustjóri
og Kristján Benediktsson kennari.
Vestmannaeyjum, 28. maí 1956.
Undanfarna viku hefir fátt verið
meira rætt í Eyjum en hin árlega
Eyjaferð hinna ungu „Sjálfstæðis-
manna“ (!) í Heimdalli. Ef segja
ætti þá sögu óhlutdrægt, mundi
frásögnin naumast prenthæf. Við
vildum aðeins mælast til þess,
Eyjamenn, að Jóhann þingmaður
reyndi að stuðla að því, að þess-
um mannfélagssora verði ekki of-
ar dembt yfir okkur Vestmanna-
eyinga. Við gizkum á, að rúmlega
helmingur þessa fólks megi teljast
gott fólk og vel siðað, en hinn
helmingurinn svo óskaplegt úr-
hrak, að við Eyjamenn finnum sár
an til, að slíkt fólk skuli eiga sér
stað á þessu landi. Hvað á maður
að hugsa annað, en að þessi skríll
muni verða svo sem hálf undir-
staða Sjálfstæðisflokksins í Reykja
vík, þá tímar líða? Við viljum ekki
særa hinn aldna þingmann kjör-
dæmisins með því að ræða meira
um allan þennan ófögnuð, því að
við fundum, að hann sárskammað-
ist sín fyrir hópinn sinn, ekki sízt
þar sem hanh kom með honum ög
kynntist sjálfur háttum hans og
lífi á ferðaláginu.
Baðstofa. —
Bileigandi skrifar:
„UM ÞAÐ var skrifað í blöð-
unum um daginn, að hér hefðu
verið slegin öll met í árekstrum
og bílaskemmdum um hvítasunn-
una. Mér kom í hug, er ég las
þetta: Hvernig mundi metið líta
út, ef allir árekstrar og allar bíla-
skemmdir væru skráðar? En því
fer nú víðsfjarri. Á bílnum mín-
um eru margar skéllur, sem sam-
anlagt mun kosta fleiri hundruð
krónur — ef ekki þúsund — að
gera við. Þessar skellur eru allar
komnar á bilinn meðan hann hef-
ir staðið mannlaus á bílastæði. Og
enginn hefir gert vart við sig af
þeim, sem hafa orsakað þetta. Eg
hefi lengi haldið, að til
undantekninga heyrði að menn
vildu ekki standa reikningsskap
gerða sinna. En nú er mér ljóst,
eftir að 4—5 aðiiar hafa valdið
einhverjum skemmdum á bíl mín
um og enginn þeirra hefir gefið
sig íram, að þetta er ekki undan-
tekning heldur almenn regla. Hér
er vissulega orðin þörf á að
spyrna við fótum.“
Hvað veldur?
„EG Á BÁGT með að skilja
það kæruleysi, sem þarna er und
irrót. Eg hefi verið að spyrja
ýmsa, hverjar mundu orsakirnar.
Fingurmein
Á fundi íhaldsins í Ólafsvík
skeði ntargt skrítið. Bjarni Ben.
tapaði jafnvæginu oftar en einu
sinni, og kvaðst helzt vilja senda
tvo andinælendur sína á Litla-
Hraun. Jóhann Hafstein lýsti
efnahagsntálunum og kvað allt
í lagi þar, sjór sléttur, nenta
svolitlar bárur sem kæmu af
kosningaóLgunnh Raunar væri
það, sem að væri í efnahags-
málununt núna, ekki nema siná-
fingurmein, sem góður læknir
gæti læknað tafarlaust, eða
læknaðist kannske af sjálfu sér.
Kallaði þá einn fund;jrmanna:
„Já, en fingurmein getur samt
drepið mann“. Varð Jóhanni þá
orðfall.
Gjafir til Barðskirkju
Nú fyrir nokkru afhenti kven-
félagið Framtíðin í Fljótum nokkr-
ar veglegar gjafir til Barðskirkju.
Gjafir þessar voru altarisklæði,
altarisdúkur, gólfdregill og ferm-
ingarkyrtlar. Síðastliðinn sunnu-
dag var svo ferming í Barðskirkju
og notuðu fermingarbörn kyrtlana
í fyrsta sinn við það tækifæri.
Það eru ómenguð ósannindi hjá
morgunblaðinu, að einhverjir aðrir
en skrillinn reykvíski úr Heimdalli
hafi haldið uppi bauii og ræsking-
um, svo að kvað við í Samkomu-
húsinu, meðan Ingólfur gjaldeyris-
ráðherra var að tala. Enda vissi
Jóhann þingmaður, hverjir voru
að verki, og ávítaði þá með þunga
og þykkju að loknu máli ráðherr-
ans. Beindi hann orðum sínum til
skrílsins í nafni sjálfs Heimdallar.
Margir, sem stunda vertíðar-
störf í Eyjum og lesa Tímann,
hafa eflaust gaman að því, að vita
hinar rétlu tölur um afla bátanna,
þegar loks hefir verið gert upp ná-
kvæmlega. Hér birtum við afla
þeirra báta, sem öfluðu 600 lestir
eða meira miðað við slægðan fisk
með haus:
Gullborg 951,483; Snæfugl frá
Reyðarf. 715,724; Ófeigur III. 696.
722; Freyja 668,790; Reynir 662,
737; Gullfaxi frá Norðfirði 630,991;
Björg VE 5 628,439; Bergur 609,
345; Leó 604,468; ísleifur III. 604,
001; Björg SU 9 601,373. — 25 bát-
ar 1 Eyjum með þeim aðkomubát-
um, sem hér eru taldir, hafa afl-
Framhald á bls. 8
Eg heyri, að sumir vilja kenna af
slætti tryggingarfélaganna um
þennan ófarnað. Samkvæmt því
ættu menn að vilja vinna það til
fyrir nokkurra króna afslátt, að
ganga á bak gerða sinna, valda
öðrum tjóni án þess að þora að
gangast við því. Slíkt er blátt á-
fram lítimennska, sem ég vænti
að fáir séu haldnir af. En hverj-
ar sem orsakirnar kunna að vera,
er það staðreynd, sem oft heyrist
um töluð, að á degi hverjum eru
fleiri og færri skemmdir á bíl-
um á stæðum víðs vegar um borg I
ina, sem enginn gengst við. Eig-
endur bílanna bera kostnaðinn,
en ættu í rauninni að fá hann
bættan. Þetta er mál, sem þarfn-
ast betri athugunar. Ef afsláttur-
inn hvetur til flótta frá eigin verk !
um, á að aínema hann með öllu.“ ,
Einn þáttur vandamáls
ÞANNIG FARAST bíleiganda 1
orð. Þetta er vandamál, sem iengi
hefir verið á dagskrá, en ekki
rætt til fullnustu. Gott væri að
lieyra álit tryggingafélaga og
annarra, hvað hér er helzt til
ráða. Þetta er einn þáttur um-
ferðavandamálsins, sem sífellt er
rætt í blöðum og á mannfundum,
en ekki tekin nægilega föstum
tökum af yfirvöldum. Frosti.
Menn notfæra sér ákaflega mis-
munandi fæðutegundir í hinum
ýmsu löndum og er dálítið gaman
að heyra hvaða hlutir þykja eftir-
sóknarverðir hér og hvar. Ame-
ríkumaður að nafni, Joséph AIsop,
sem víða hefir farið,.hefir skrifað
blaðagrein um þetta efni og nefnir
þar meðal annars, sem hann hafi
etið: Fílsrana, nýgotna únga frum
skógarottunnar, steikta silkiorma
og steiktar býflugur. Misjafnlega
Iætur hann af þessu, segir þó flest
bragðsgött, nem'a filsrana, þeir séu
logandi . se'igir." Rottugrislingana
borðaði hann í Sikiang við austur-
landamæri Tíbet, fílsrana í Burma,
én þar fékk hánn líka; bjarnar-
hramma, saridmaðka og nokkra
fleiri rétti, sem Kínverjar segja,
að hafi það til'síns ágaétis að örva
karlmennsku neytendanna. Silki-
ormana.bauð hann sjálfur sem for
rétt í veizlu, sem hann hélt í -Síam.
Býflugurnar eru falar í frægum
matstað í Tokyo, en annars kvað
það vera algengur réttur meðal
japanskra bænda. Flestir munu
hafa heyrt getið um svöluhreiðrin,
sem Kínverjar kaupa dýrum dóm-
um til átu.
En svo að við snúum okkur að
algengari fæðutegundum, þá fékk
ég fyrir skömmú bréf frá spænskri
stúlku, og lét hún fylgja nokkrar
mataruppskriftir handa lesendum
þessa þáttar. Hér eru þær fyrstu:
Bakaðir bananar
8 bananar
20 gr. smjör
eplamauk, sykur og sítrónu-
safi eftir smekk.
Bananarnir eru- afhýddir og
klofnir eftir endilöngu, lagðir í
mót, sem smurt er með smjörinu.
Ofan á bahanána er breitt epla-
mauk og mótið Iátið í heitan ofn.
Þegar það er örðið heitt, er mót-
ið tekið úr ófninum, sýkri stráð
yfir og nokkrúm dropum af sítrónu
safa.-Borið heitt eða kalt eftir vild.
Madridsaftfiskur
' ,, , ÍEFTIR SÉTT-U R)
Soðinn saltfiskur er hreinsaður,
bitunum Meit upp úr hveiti og
steikfir í olíu,- Lagt í mótv hellt yf-
ir hann soði, svo aöeins fljóti yfir
fiskinn. Stráð yfir siixuðum lauk,
saxaðri steinselju, rauðum pipar,
múskati og ■ 9Ítrónusafa. Hitað í
ofni þar til fiskurinn hefir drukk-
ið í sig helminginn af soðinu.
r
Avaxtakaka
30 gr. smjör
30 gr. púðursykur
1 dós ananas
6 stk. sykruð kirsuber
þrír halhnetukjarnar
200 gr. hveiti
2 tesk. gerduft
salt á hnífsoddi
Vátesk. steyttur kánill
x/2 tesk. blandað kökukrydd
120 gr. smjörliki i
150 gr. strásykur
2 egg
5 matsk. mjólk.
Smjörið og púðursykurinn hrært
saman og jafnað í botninn á víðu
kökumóti. Ofan á það er ananas-
sneiðunum raðað. Áður verður að
láta safann renna vel af þeim. Fal
legast er að hafa kirsuber til að
stinga í miðjuna á ananassneiðun-
um og raða hnetukjörnunum á
milli þeirra, en hvorugt er nauð-
synlegt.
Sykur og smjörlíki hrært saman,
þar til það er létt í sér. Hinum
þurru efnunum blandað saman.
Eggjum hrært út í smjörhræruna,
síðan þurru efnunum og mjólk-
inni. Rennt í mótið ofan á ávext-
ina. Bakað í meðalheitum opni í
um það bil 40 mínúlur. Látið kólna
ögn í mótinu, svo hvolft á fat. Éinn
ig má nota aðra ávexti í þéssa
köku, svo sem apríkósur eða ferskj
ur. —
Kona j
í ábyrgðarstarfi
Kona hefir í þrettán ár
starfað á járnbrautarstöð í Eng-
landi. Á stríðsárunum var mikill, '
fólksskortur til slíkra starfa. Hún
var þá orðin ekkja og bauðst til
þess að sinna starfi sporskipti-
stjóra og hefir gert síðan. Átta
tíma á dag er hún alein í klefa
sínum og fylgist með áætlunum
lestanna. Stórslys hafa orðið fyrir '
vanrækslu í svona staríi, -en aldr-
ei hafa henni orðið mistök á: En
vegna þess að hún er koná, þá er
hún ekki fastráðin, fær fjórum
shillingum lægri laun á vikú en
karlmaður myndi fá og hefir ekki
rétt til eftirlauna. Svona ei nú'þaðt
Merkileg bók
Anne Frank hét hollenzk. gýð- .
ingastúlka. Hún varð þrettán. ára.v
14. júní 1942 og fékk þáidagMfcw
í afmælisgjöf. í þá bók' skrifa'ði
hún ýmislegt næstu lv.ö,.árin, en !
þá var hún, ásamt fjölskyldu sinni,
lengst af í felum vegna ofsókna
nazista. Tveimur mánuðum* úiður
en Holland varð aftúr frjálst, dó
hún í fangabúðum og vantaði þá
þrjá mánuði til að verða sextán
ára. Vinir hennar fundu dagbók-
ina innan um blaðarusl, eftir að
Þjóðverjar höfðu tekið Önnu og
fólk hennar til fanga. Nýlega las
ég þessa bók í danskri þýðingu.
Hún er kölluð „En ung Piges Dag-
bog“. Þetta er einstök bók og ræð
ég öllum, sem kost eiga á að lesa
hana. Er langt síðan ég hefi orðið
jafn snortin af bók og þessari.
S. Th.
Vestmaenaeyjabréf:
Aðfarir Heimdelliega í Vestmannaeyjum
naumast prenthæfar - Aflabrögðin á ver-
tíðinni - Orgel keypt fyrir byggðasafn
'BAÐSTOEAA/