Tíminn - 05.06.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.06.1956, Blaðsíða 6
G T í M IN N, þrigjudaginn 5. júni 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Sír::_’: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsin?*«r 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. £rtu meS eða móti glundroSanum? AU TÍÐINDI berast nú frá Frakklandi, að pingræðið hafi sjaldan staðið þar valtari fótum. Ástæðan er sú, að flest málefni Frakka eru t ólestri, bæði inn á við og út á við. Orsök þessa er aug- Ijós. Síðan styrjöldinni lauk, befir engin starfshæf ríkis- stjórn farið með völd. Það hef- ir ekki verið hægt að mynda stjórn, nema með stuðningi fleiri flokka. Þessir flokkar hafa verið svo ólíkir, að þeir hafa komið sér sarnan um fátt annað en að gefa viðkomandi stjórn líf í stuttan tíma, en ekki til að koma fram neir.um meiri- háttar endurbótum. Þegar ein- hver stjórnin hefir ætlað að fara að afhafast eitthvað að gagni, hefir hún verið felld jafnharðan. Minnihlutastjórn sú, sem nú fer með völd í Frakklandi, virð ist ætla að verða ný staðfesting þessarar raunasögu. Hún fær meirihluta til að lifa, en ekki til að framfylgja neinni mark- vissri stjórnarstefnu. Mesti á- rangurinn, sem vænta má af störfum hennar, er sá, að hún geti spornað við því, að enn meira sigi á ógæfuhliðina. ÞETTA VIRÐIST engum Ijós- ara en sjálfum forsætisráð- herra Frakklands, Guy Mollet. Hann hefir nýlega látið svo um- mælt, að ekkert geti bjargað Frakklandi, nema róttæk breyt- mg á stjórnarskránni, sem skapi meiri festu í stjórnarháttum en mögulegt sé, eins og nú er .á- statt. Svo sjúkt er ástandið, að með- al ýmsra frjálslyndra manna er nú farið að ræða um að fela de Gaulle einræðisvald í 2—3 ár. Ánnars geti tekið við enn verra. Hið mikla fylgi, er hinn nýi öfgaflokkur Poujades fékk í 5einustu þingkosningum, er glögg sönnun þess, hve vonlaus almenningur er orðinn á þá Stjórnarskipun, sem nú er búið Við. FYRIR ÍSLENDINGA getur þetta upplausnarástand í Frakk landi vissulega verið lærdóms- ríkt. Á ýmsan hátt hefir stefnt hér í sömu ófæruna og þar. Um nær tuttugu ára skeiö liel'ir ekki verið til samstæður meiri- hluti á Alþingi. Afleiðingin hef ír orðið sú, að sambræðslu- stjórnir ólíkra flolcka hafa far- :ið með völd. Þessar stjórrnr hafa ekki getað fylgt neinni markvissri stjórnarstefnu. Flest ar hafa haldið sér á floti með því að eyða um efni fram. eins og nýsköpunarstjórnin gerði og eins og núv. stjórn hefir gert. Eftir eru svo skuldadagarnir. Því hafa framtiðarhorfur í efna hagsmálum íslendinga sjaldan verið óglæsilegri en nú. Það má vera öllum Ijóst, ef sams konar glundroði og flokkaskipan helzt á Alþingi á- fram og verið hefir um skeið, mun engin lækning fást á þessu hættulega ástandi. Þá muni sami glundroðinn haldast á- fram — en hins vegar enn hættulegri en áður vegna þess, að vandamálin verða því örð- ugri viðfangs, sem lengur dregst að leysa þau. ÞAÐ ÆTTI að vera ljóst öllum, er íhuga framangreindar stað- reyndir, hvert er stærsta við- fangsefni íslenzku þjóðarinnar í dag. Það er að sigrast á glund- roðanum og skapa starfhæfan meirihluta á Alþingi. Öðru vísi verða vandamálin ekki leyst. Frá þessu sjónarmiði verða kjósendur að skipa sér í flokka í kosningunum 24. júní næstk. Höfuðspurningin, sem hver kjós andi þarf að svara, er því þessi: Ertu með eða móti glundroðan- um? Það liggur alveg í augum uppi að starfshæfur meirihluti verður ekki skapaður á Alþingi með að kjósa Þjóðvarnarflokk- inn eða kommúnista. Hvorugur þessara flokka getur fengið nema fáa þingmenn og senni- legast er, að Þjóðvarnarflokkur- inn fái engan. Sjálfstæðisflokk- urinn hefir enga möguleika til að fá meirihluta, enda allt ann- að æskilegra. Bandalag umbóta flokkanna hefir hins vegar öll skilyrði til að geta fengið traust an meirihluta. Efling þess er því eina leiðin til að sigrast á glundroðanum. Með því að efla það, er það jafnframt bezt tryggt, að efna- hagsmálin verði leyst með hag alþýðustéttanna fyrir augum og að fylgt verði íslenzkri stefnu í utanríkismálum, en bæði ame rískri og rússneskri leppstefnu hafnað. Hinn 24. júní verður valið um það, hvort sigrast skuli á glund- roðanum eða skapað verði hér stjórnmálalegt öngþveiti að franskri fyrirmynd. Þetta þurfa kjósendur að gera sér ljóst, og það jafnframt, að efling banda- lags umbótaflokkanna er eina leiðin til að vinna bug á glund- roðanum og hindra það öng- þveiti, er elía bíður framundan. Sjálístæðismenn og olmskipið Mc íORGUNBLAÐIÐ ræddi allmikið um aukningu ikipastólsins á sjómannadaginn og fór réttilega mörgum fögr- um orðum um þá endumýjun og aukningu, sem þar hafði átt sér stað. Þó láðist því að minn- ast einu orði að stærsta atburð- inum, er nýlega hefir gerzt á þessu sviði, en það eru kaup samvinnumanna á hinu stóra olíuskipi, er mun bætast í ís- ienzka flotann næsta haust. Þetta er í samræmi við það, að þegar Mbl. sagði í fyrsta skipti frá þessum stóra atburði, gerði það eins lítið úr honum og það gat og valdi frásögninni um hann sem lítilfjörlegasta fyrirsögn. Góðviljaðir menn kunna að vilja afsaka þetta með klaufsku blaðamannanna. Þegar forsaga málsins er athuguð, nægir þó slík afsökun ekki. Sjálfstæðis- menn börðust gegn kaupunum á olíuskipinu eins lengi og þeir gátu og þorðu. Þeir hindruðu, að það væri keypt, meðan verð- lag á slikum skipum var stór- um lægra en nú. Af því leiðir, að þjóðin tapar mörgum millj. króna í erlendum gjaldeyri. Ástæðan fyrir þessari fram- komu Sjálfstæðismanna er sú, að þeir gátu ekki unnt sam- vinnumönnum að hafa forustu í þessu máli, en sjálfa brast þá dug til hennar. Þeir kusu held- ur að skaða þjóðina stórkost- lega en að greiða fyrir framtaki samvinnumanna. Það sýnir vel, hvað samvinnu hreyfingin á 1 vændum, ef völd ■ fcssfrV1*:...; ERLENT YFIRLIT: áöherraskiptin í Sovétríkjunum Hirnii nýju utanríkisstefnu verftur nú fylgt enn fastar fram en áíur OÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld ^ var tilkynnt í Moskvu, að Vjatsjeslof Molotoff hefði látið af istörfum utanríkisráðherra, en við því hefði tekið Dimitri Shepiloff, aðalritstjóri Pravda. Jafnframt var tilkynnt að Molotoff yrði einn af fyrstu varaforsætisráðherrum stjórnarinnar. Margt hefir verið rætt í heims- blöðunum um þessi ráðherraskipti síðan þau urðu kunn. M. a. er blöðunum tíðrætt um, hvort þau muni boða breytingu á stefnu Sovétríkjanna eða aukin völd ein- hvers af þeim ráðamönnum Sovét ríkjanna, sem taldir eru líklegir til að skipa innan tíðar þann sess, er Lenin og Stalín höfðu áður. Verður liér leitast við að rifja það upp, er komið hefir fram í blöðum um þessi mál. ÞAÐ KEMUR yfirleitt ekki á óvart, að Molotoff lætur af embætti utanríkisráðlxerra. Því hefir verið spáð seinustu missirin eða síðan menn þóttust kenna breytinga á utanríkisstefnu Rússa. Molotoff var svo mikið bendlaður við hina ó- vægnu og einangrunarsinnuðu ut- anríkisstefnu á tímum Stalíns, að ekki gat talist klókt frá rússnesku sjónarmiði að láta hann vera á- fram utanríkisráðherra, ef breytt stefna yrði tekin upp. Einkum þótti þetta þó fyrirsjáanlegt eftir að tekin var upp sú „lina“ á flokks þingi kommúnista í vetur að for- dæma Stalín. Molotov hafði um MOLOTOFF langt skeið verið nánari samverka- maður hans en nokkur maður ann ar og það minnti því alltof mikið á stjórnartíma Stalíns að láta hann vera áfram aðalfulltrúa Sovétríkj- anna út á við. Þótt Molotoff láti af störfum sem utanríkisráðherra, þykir það eng- an veginn víst, að áhrif hans verði minni enáður. Allmikið er gisk- að á það, að hann verði gerður að forseta Sovétríkjanna síðar á þessu ári, en talið er líklegt, að Vorosi- loff, sem er orðinn 75 ára gamall,, láti þá af því embætti. Lítil völd fylgja forsetastarfinu í Sovétríkjun um, en hins vegar þykir það mikil virðingarstaða. Molotoff er orðin 66 ára gamall. MJÖG ERU skiptar skoðanir um það, hvort ráðherraskiptin þýði aukin völd fyrir Krustjeff eða ekki. Það er kunnugt, að góður kunningsskapur er milli hans og Sjálfstæðismanna ykjust. Þess vegna getur líka enginn sannur samvinnumaður fylgt Sjálfstæð isflokknum að málum. Af þessum ástæðum reynir Mbl. að vera sem þögulast um olíuskipið. Það veit skömmina upp á flokk sinn. Sú skömm er hins vegar meiri en svo, að henni verði leynt með þögn Mbl. Hennar verður áreiðan- lega minnst af samvinnumönn- um á réttan hátt I kosningun- um. SJEPILOFF hins nýja utanríkisráöherra. Hins vegar liefir líka verið talið, að Molotoff væri fylgismaður þeirra Bulganins og Krustjeffs og hafði átt drjúgan þátt í því á sínum tíma að Malenkoíf var steypt af stóli. Blaðadómar eru annars mjög á reiki um það, hvort aðstaða Krust- jeffs sé að styrkjast eða ekki. Hins vegar fjölgar þeira blaðadómum, er spá því, að áhrif Zukoffs mar- skálks fari vaxandi. Hann er nú yfirleitt talinn helsti keppinautur Krustjeffs um völdin. Það er og einnig fullyrt, að frá hernum megi vænta mestrar mótspyrnu gegn því að einhver einn af flokksforingjun- um hefjist til svipaðra valda og Stalín hafði. Herinn er talinn hafa átt mestan þátt í því að Bería var steypt af stóli, og hann er íalinn fylgjast mjög vel með athöfnum Krutsjeffs. Hershöfðingjarnir eru yfirleitt sagðir því fylgjandi, að stjórnin sé í höndum fleiri manna, en ekki eins manns. Ósennilegt er ekki, að þessi afstaða hersins geti átt drjúgan þátt í því, að nýju ein- veldi verði afstýrt í Sovétríkjun- um. AÐ SJÁLFSÖGÐU skrifa heims blöðin mikið um Molotoff í tilefni þess að hann lætur af embætti ut- anríkisráðherra. Skrif þeirra sýna, að það er mjög umdeilt, hve áhrifa mikill Molotoff hafi verið. Sum blöðin telja, að hann hafi fyrst og fremst verið verkfæri Stalíns og framfylgt vilja lxans og því átt lítinn þátt í að móta stefnu Sovét- ríkjanna. Önnur telja, að Stalin Iiafi metið hann mikils og því farið mjög eftir ráðum hans. Hitt kem- ur blöðunum saman um, að Molo- toff hafi réynst slunginn og harð- skeyttur talsmaður þeirrar stefnu, sem hann var fulltrúi fyrir, og ekki verði því efast um gáfur hans og dugnað. í vestrænum löndum er brott- farar Molotoffs úr utanríkisráð- herraembættinu ekki saknað. Hann hefir verið merkisberi stefnu, sem hefir einkennt af ósáttfýsi og tor- tryggni í þeirra garð. SKOÐANIR eru skiptar um það, hvort umrædd ráðherraskipti muni boða eihverja breytingu á utanríkismálastefnu Sovétríkjanna. Flest blöðin eru þeirrar skoðunar, að svo sé ekki. Hins vegar séu ráð- herraskiptin líkleg til að tákna það, að aukin áherzla verði lögð á hina nýju utanríkisstefnu, sem hafi verið að koma til framkvæmda að undanförnu. Þess vegna megi búast við því, að rússnesku stjórn inni leggi nú á það enn meira kapp en áður að afla sér vinsælda með stjórnmálalegum og viðskiptaleg- um aðgerðum og muni það skapa vesturveldunum aukinn vanda, nema þau mæti þessari sókn Sovét- ríkjanna með breyttri og heppi- legri starfsaðferðum en þau hafa beitt að undanförnu. Það þykir sérlega táknrænt, að Molotoff skyldi láta af ntanríkisráð herraembætinu meðan Tito var á leið til Moskvu. Þetta er talið tákna það, að Rússar vilji sýna Tito sérstaka virðingu og tilíití- semi, því að Molotoff hefir verið talinn andstæðingur hans frá gam alli tíð. Af þessu er dregin sú á- lyktun, að valdamenn Rússa leggi nú ekki aðeins kapp á að fá Júgó slavíu aflur inn í hina kommún- istísku ríkjafylkingu, heldur hugsi þeir sér að nota Toto sem eins konar tengilið milli kommúnista og jafnaðarmanna, en Títo hefir að undanförnu haft allnáið samband við jafnaðarmannaflokkana í Vest- ur-Evrópu. Takmark rússnesku valdhafana sé bersýnilega að reyna að koma á samvinnu milli komm- únista og jafnaðarmanna í lýðræð- isríkjunum. HINN NÝI utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dimitri Sjepiloff, er 51 árs gamall, ættaður frá Krasno dor. Hann hefir.starfað í þjónustu flokksins frá því hann lauk háskóla námi sínu. Fyrst vann hann fyrir fíokkinn í heimahögum sínum, en var síðan kvaddur til Moskvu. Ár- ið 1949 var hann skipaður yfir- maður þeirrar deildar flokksins, er leggur á ráðin um það^ hvernig haga skuli áróðri hans. Árið 1953 var hann svo gerður aðalritstjóri Pravda. Á þessum árum var talið, að hann væri fylgismaður Malen- koffs, enda hafði sá síðarnefndi stutt að frama hans. Það kom því nokkuð á óvart, þegar Pravda réð- ist á þá stefnu Malenkoffs að auka ZUKOFF neysluvöruframleiðsluna á kostnað þungaiðnaðarins. Skömmu eftir þá árás, var Malenkoff steypt úr stóli. Eftir það hefir verið litið meira á Sheppiloff sem fylgismann Krust- jeffs. Shepiloff hefir komið meira og meira við sögu utanríkismála að undanförnu. Hann hefir verið for- maður utanríkismálanefndar þings ins um skeið. Hann hefir fylgt þeim Bulganin og Krustjeff í öll- um þeirra utanferðum. Það var hann, er samdi við Nasser um vopnasöluna til Egypta. Fyrir meira en ári var því farið að tala um hann sem líklegan eftirmann Molotovs. Sheppiloff er að því leyti ólíkur öðrum forvígismönnum Rússa í út liti, að hann er hár vexti. Hann er unglegur og frjálslegur í hreyfing um og mjög dökkur yfirlitum. Hann hefir sig ekki mikið í frammi á mannamótum. Ræðumaður er hann góður. Sheppiloff hefir um skeið ver- ið talinn sá maður, sem hafi ráð- ið einna mestu um „línu“ komm- únistaflokksins og áróðursaðferð- ir. Margir hafa talið hann kreddu- bundinn, en fleira bendir þó til, að hann geti vel fylgt sveigjanlegri og tækifærissinnaðri stefnu. Því verður vissulega mikil athygli veitt hvernig hann muni halda i málunum sem utanríkisráðherra Sovétríkjana. Hann kemur fram á sjónarsviðið, sem fulltrúi nýrrar kynslóðar, sem nú er óðum að (Framhald i % slðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.