Tíminn - 05.06.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.06.1956, Blaðsíða 7
TÍHIINN, þriðjudaginn 5, júní 1956. 7 Jón Sigurðsson, Yztafelli: Um daginn o Stjórmnálarabb vorið 1956 - Sannvirci vkmnnar og þurltarlaun'-Skattaroggjöld - Að„kunna'að telja fram - Lögbrotaskóli - Prjál í utanríkisþjónustunni r> Margár minnast nú hinna gömlu gó'ðu daga. Á fyrstu áratug unum eftir fengiS fullveldi 1918, sneru bændur og verkamenn bök- um saman í baráttu fyrir þeirri kröfu, aíf öll vinna væri borguð sannvirði, hvort sem væri bónd- ans vinna í búsafurðum, hlutur sjómannsins í fiski eða verka- — Fyrri grein — mannsins í pemingum. Jafnframt varði hin samstæða skjaldborg rétt erfiðismannsins á hverju sviði, og barizt var fyir því að auka afköst vinnunnar og hvers kouar menningu í landinu, and- lega sem verkiega. Á þeim ár- um fundu aliir frjálshuga menn, að „allt er betra en íhaldið“. Hinn austræni asni - En skömmu eftir 1930 var hinn austræni asni kommúnismans leidd ur inn í herbúðirnar. Smám sam an varð hann frekari og frekari. Verkamenn stóðu öndverðir hver gegn öðrum í hverjum bæ og þorpi. Nú var það komði til, sem eigi var betra en íhaldið, svo að iiú gat það dreift og drottnað. . Krafan um sannvirði vinnunnar íéll í gleymsku fyrir þeirri kröfu autanvéra, að hver þjóðfélagsþegn ætti rétt á því frá flkinu að fá öllum sínum þörfum fullnægt. í>að átti að setja alla þjóðina á „þurftarlaun" með ríkisábyi-gð. All ir stjórnmálaflokkar virtust taka þessa kröfu til greina með meira eða minna leyti. Jafnframt hækk- aði þjóðin lífskröfurnar geysilega. Skyndileg erlend innstæðusöfnun seinni stríðsárin gaf kröfunni um há ,,þurftarlaun“ til allra byr und- ir báða vængi. FjármsgniS hemtar ríkisábyrgS Áður fyrr hafði hver útgerðar maður, smár eða stór, borið ábyrgð á sinni starfsemi eins og bóndinn á búskap sínum. Nú tók fjármagn ið einnig að heimta sín „þurftar- laun“. Útgerðarmenn heimtuðu ríkisábyrgð á útgerð sinni. Fjár magn útgerðarinnar var tekið á ,‘,þurftarlaun“. Ríkið borgar nú styrki, sem nema hundruð milljóna upp í komið eðá væntanlegt „tap“ á sjávai’útvegi. En er aftur kæmi veltuár, t. d. á síldveiðum, mættu einstaklingar hirða gróðann. Þægiíegir vasapeningar Togararnir fá nú styrk, sem nem ur öllu kaupi hásetanna. Bátar og hraðfrystihús fá einnig stórfé í styrki. Nú er vitað, að sum útgerð er rekin með hangandi hendi,skrif stofu- og stjórnarkostnaður verður að drápsklyfjum. Önnur útgerð er rekin með hagsýni og fyrirhyggju. Sumir skipstjórar og bátsformenn eru liinar mest.u aflaklær, aðrir hinar verstu fiskifælur. Suma elt- ir óheppnin, öðrum fylgir hagsæld in. Haft er eftir togaraeiganda nokkrum, að fimm þúsundirnar daglegu séu sér þægilegir vasapen ingar. Svo hlýtur að verða, þegar bezt gengur, ef útgerðarmenn fá að reikna sjálfir fyrir fram, hvað tap jð muni verða. Þá er auðvitað mið að við hinn lakasta útgerðarrekst ur og minnsta afla. í vetur, meðan bátar við Faxa- flóa og Vestmannaeyjar biðu við land eftir ríkisstyrk til róðra, reru bátar við Skjálfanda allt tii Rauðu- núpa á Melrakkasléttu, þótt afla- vonir væru 5—6 sinnum minni en! upp við landsteina í verstöðvum! syðra. Með þessu lagi eru menn1 fúsir að kaupa skip o^báta. Áhætt-1 an virðist engin. Ríkið ber tapið og áhættuna, en útvegsmaðurinn fær að hirða ágóðan ,ef vel gengur. En með hinum miklu styrkjum og ábyrgðum er höfuðkostur hins „frjálsa framtaks" að engu gerð- ur. Með þessu virðist stefnt með ríkisbúskapinn allan út á flug'náian svellbunka, þar sem undir gín botn laust hyldýpi ríkisgjaldþrota. Að sinna kröfum fjármagnsins um „þurftarlaun" getur verið enn háskalegra en að sinna þurftar- launakröfum einstaklinganna. Skaitfiungmn Allar stéttir gera kröfur um þurftarlaun, án þess að skeyta um getu þjóðfélagsins. Allir, nema bændur og opinberir starfsmenn hafa verkfalls- eða verbanns-sverð- ið á lofti og láfa högg falla, ef eigi er óðara við kröfunum orðið. Opinberir starfsmenn sigla síðan í kjölfar annarra lanuastétta um kaupkröfur og fá. þeim jafnan full nægt. iimiiiiiiiiiiiiiim n iim 11111111111111111111111111111 Til þéss að verða við allra ósk- um verðúr ríkið ao seilast æ dýpra niður í vása þegnanna. Beinir skatt; I ar hvíla með ofurþunga á öllum,' sem laun taka, eða hafa aðrar tekj [ ur, sem ekki verða faldar. Margur í veigarar sér við því að nýta til fulls starfskrafta sína, vegna þess, að ný tekjuaukning af nýju starfi JON SIGURÐSSON fari nær öll í skattahítina. Hins vegar er opinbert leyndarmál, að stórfé er falið skattheimtunni. Það þykir enginn skömm lengur að draga undan, en hitt vinsæl íþrótt að „kunna að telja fram“. Byrði beinna skatta fer ekki einvörðu eftir eignum og fekjum, heldur eft ir ástæðum manna og kuúnáttu við það að halda krónum sínum unlan við skattskýrslurnar. Nokkur hluti ríkistekna er feng inn með hátollum á óhófsvörur. Öiíum ætti að vera sjálfrátt, hve mikils þeir ney.fa af áfengi, tóbaki, gosdrykkjum, munngæti o. s. frv. Þetta eru ‘ef til vill réttlátustu og vinsælustu gjöldin til ríkisins, og mætti lengra ganga í því að skatta óhófið, .hvort sem heima er aflað eða aðflutt, og setja fleira undir hátollana. StofnaUur lögregluskóli Skinhelgi óg biint kapp í svo- kölluöum áfengisvörnum hefir kom ið miklu illú til leiðar. Frjálst i áfengi er oftast hægt að fá í hverri höfn. En hijj frjálsa og löglega áfengi verður flestum torgætt, nema þeim sein búa í nágrenni við vínbúðirnar. Þarna hefir að kröfu templara og þeirra fylgi- f bréfi til blaösins segir 1 = Jón Sigurðsson svo m. a.: = \ „ . . . Eg hefi ekki ritað \ I stjórnmálagreinar nú um skcið. 5 \ Skoöanir mínar eru oft sér- I | stæðar, svo að ég liefi ekki | | fyllilega getað feilt mig við = \ neina flokkafjölina, og þá óvíst § H að blöð flokkanna vilji birta = \ mitt skraf. — En samt hygg ég | i að Tíminn sé óskemmdur af að § 1 birta það, sem með fylgir. Ég i | hygg að þar séu nokkur rök i i fyrir nauðsyn þess að miðflokk i i arnir sigri og að stöku menn 1 E gætu sannfærzt einmitt af því I i að hér er ekki talað frá flokks- i í sjónarmiði ..." Illlililillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll fiska verið stofnaður lögbrota- skóli. Þá er næsta hlægilegt að leyfa eigi í landinu bruggun á léttu, áfengu öli. Nær allar menn- ingarþjóðir munu leyfa slíkt ,en flestir, sem kynnt hafa sér það telja, að mikinn ágóða mætti hafa af.því, að ríkið bruggaöi og seldi öl úr landi. Meiri hluti opinberra gjalda mun nú vera beinir eða óbeinir nefskattar. Eru það fyrst trygginga gjöld allskonar. Gjöld til útvarps og allmargir aðrir skattar leggj- ast jafnt á alla. En mcstu munar þó um söluskatt, vörutolla og aðra tolla af óhjákvæmilcgum neyzlu- vörum, eða vörum, sem framleiðsl an þarfnast. Þessi hluti ríkistekna á mestan hlut í að auka dýrtíðina, því innheimtan verður óhemjudýr. Bæði smásalinn og heildsalinn mega taka verzlunarálag af tollin- um, og hækka því vörur í verði miklu meira en tollinum nemur. En auk þess hefir ríkið mjög fjöl- mennt starfslið til að heimta toll- inn aftur af verzlunum, reikna tolla og endurskoða tollreikninga, og að síðustu til tollgæzlu, sem allir vita að þó er mjög óíullkomin. AI.lt lendir á fram- leiðslunni Ekki mun of mælt, að öll opinber gjöld íslendinga séu fullar þúsund milljónir og ef til vill nokkru meira, þegar allt er með reiknað, sem iandslög og samþykktir sveitar íélaga og bæja leggja á. Þetta skipt ir tugþúsundum árlega á meðal- fjölskýldu. Nú segja þeir, sem bæk urnar hafa, að þetta komi létt við fátækan erfiðismann, mestar byrgð ar séu lagðar á breiðustu bökin og sótt ofan í hina djúpu vasa há- tekjumanna. En þegar betur er að gáð, sést að engin auðævi eiga upp haf annars staðar en í erfiðinu, einkum hérlendis af erfiði bónd- ans, sjómannsins, iðnaðarmanns- ins og verkamannsins á „eyrinni“ i eða ,,vellinum“. Hátekjumaðurinn I lieildsalinn eða braskarinn hafa j náð sínum krónum á einhvern hátt ,af erfiði fjöldans. Hin miklu opin beru gjöld hvila að lokum öll á herðum framleiðslunnar, atvinnu- vegunum. Þau eru ein stærsta or- sökin að þeirri ægilegu staðreynd, að islenzk framleiðsla er ekki sam- keppnishæf. Við höldum okkur sem milljóna þjóðirnar á flestum vettvangi, þó að við allir séum ekki fleiri en íbúar eins úthverfis í stórborg. Ekki má draga úr þjóðarmetnað- inum ,en mörg þessi togstreyta er vonlaus. Það er t. d. broslegt, að íslendingar skuli hafa forystu um að skíra „am-bassa-þóra“, sem mér skilst að muni vera skraut- legri og dýrari páfuglar en sendi- herrar, en hátignarlausir umboðs- menn í jakkafötum mundu hvar- vetna vinna jafnt gagn. Á ráð- stefnur þjóðanna smærri og stærri víðavangi Höfundur Banda- mannasögu I rökræðum um það, hver sé liöfundur Njálu er einkum beitt röksemdum staðfræði. Við horfið til sögustaða er mælt frá einhverjum ákveðnum stað eðá landshluta. Þessari rann- sóknaraðferð má líka beita viö könnun þess, hver sé höfundur Bandamannasögu Morgunblaðs- ins. Að vísu er það ekki við- horf til staða, sem þar ræður úrslitum, heldur viðhorf til manna, í þessu tilfelli kjósenda. Höfundur sögunnar sér kjós- endur í líki sauðskepna, sem eru reknar í kvíar. Þær eru ýmist hyrndar eða kollóttar, og eru á fóðrum hjá þessum eða hinum frambjóðanda. Þær eru metnar til kúgilda í sögunni. Staðfræðileg rök eru svo þau, að þessi sortéring er einkum gerð í þeim kjördæmum, sem líkieg eru talin til að velta af sér íhaldsþingmönnum í kosn- ingum í sumar. Þessar athug- anir sýna, að miklu sterkari rök eru fyrir því að Bjarni Bene- diktsson hafi skrifað Banda- mannasögu en Þorvaldur Þór- arinsson hafi ritað Njálu. Sýn- ishorn hinnar epísku frásagn- ar Bjarna: „Framsókn hafði léð þeim (Alþýðufl.) NOKKUR KÚGILDI . . . Gröndal hafði aukið fylgi sitt um 95 atkv. af þeim 11% er sloppið höfðu UR KVÍUNUM . . . Honum (fram- bjóðanda Alþfl., A-Hún.) höfðu áskotnazt 5 GEMLINGAR . . . Þrír væri eðlileg AUKNING BÚSTOFNSINS, en TVEÍM KOLLÓTTUM hafði Pétur hnuplað frá Hannesi, sem hafði FÆKKAÐ Á FÓÐRUNUM . . .“ (Mbl. 31. maí s. 1.) Nú geta þeir, sem einkum eiga þessar nafngiftir, kjósendur í Austur- Húnavatnssýslu og Borgarfirði, reynt að staðsetja frásögn Bjarna nánar og gera stað- fræðina að lokasönnun þess, hver heldur á pennanum. Ovæntir fuglar Fyrir kemur að fuglar, sem ciga heima í suðrænum lönd- um, villast hingað út til ís- lands og flækjast hér um sum- arlangt. Fuglafræðingar og áhugamenn veita þeim athygli. skrá þá á bók, en vænta ekki að þeir hefji neitt landnám. Þetta eru farandfuglar, sem mundu krókna hér í bretum. Að undanförnu hafa þeir, sem að jafnaði sækja Landsbóka- safnið, haft ástæðu til að taka eftir sjaldséðum fuglum þar á safninu. Pabbadrengir úr Heim dalli hafa gert sér nokkrar ferð ir í safnið og hafa sézt þar við lestur, einkum hefir þeim orðið tíðlitið í Alþýðublaðið og Tím- ann frá fyrri tíð. Þetta hefir liaft svipuð áhrif á gesti safns- ins og það mundi hafa á fugla- fræðing að sjá gauksunga í ís- lenzku hreiðri. Nú er upplýst, hvers konar menningaráhugi það var, sem rak Heimdellinga af kókakóla- sjoppunum og fundunum í Val- höll í bókasafn: Þeim var sagt að lesa blöð andstæðinganna, ekki til að kryfja til mergjar rök og sögu lieldur til að tína upp úr þeim einstök ummæli úr fyrri kosningabardögum. Það á að vera „dásamleg sönn- un“ um ágæti íhaldsins að and stæðingar þess hafi deilt hvor- ir á aðra á fyrri tíð. Og árang- urinn af heimsókn Heimdell- inga á bókasafn ætlar íhaldið svo að gefa út og gefa kjósend- um. Skyldi menn ekki falla í stafi yfir pródúktinu? Merkileg ust mundi útgáfan verða ef á titilblaði væri prentað: „Heim- dellingar gerðu kverið“. En það mundi jafngilda þv!„ að upplýst væri, að gauksungi hefði komið úr hrafnseggi. Danssamkomur og kjörfylgi Morgunblaðið lýsti nýlega þeirri skoðun í fyrirsögn, að héraðsmót Sjálfstæðisflokksins, sem haldin hafa verið að undan förnu, beri vott um aukið fylgi flokksins úti um land. Með þessu minnti blaðið á þá staðreynd, að foringjarnir eru orðnir uppgefnir á stjórnmála- fundunum, eru í þess stað farn- ir að ríða um landið á „héraðs- mót“ og liafa með sér hljóm- listarmenn og leikara til að hressa upp á aðsóknina. Upp á þau býti hefir ungt fólk, sem gjarnan vill skemmta sér, kom- ið á „héraðsmótin". Það ber vott um alveg sérstaklega bág- legar horfur, er menn eru að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að danssamkom- ur séu einhver mælikvarði á kjörfylgi. Nemendatcnl. Tónlistarskóia Akureyrar 7 manna strengjahljómsveit nemenda skólans lék vit5 mikla hriíningu Akureyri í gær. — Tónlistarskóli Akureyrar efndi á sunnu- daginn til nemendatónleika í Samkomuhúsi Akureyrar. 12 nemendur skólans komu fram og léku þeir flestir á píanó. Þessir komu fram: Aðalbjörg Jónsdóttir, Herdís Oddsdóttir, Margrét Anna Schiöth, Guðrún Kristjánsdóttir, Sigríður J. Hannesdóttir, Hlöðver Áskelsson, Þorvaldur Magnússon, Jó- hannes Sigfússon, Jóhanna Hólmgeirsdóttir, Ingimar Eydal, Daníel Jónsson (lék á orgel) og Nanna Jakobsdóttir (fiðla). Síðan lék 7 manna strokhljómsveit nemenda skólans og vakti það mikla hrifningu. Skólastjórinn, Jakob Tryggva- son sagði nokkur orð og skýrði frá starfsemi skólans. Mikill fjöldi sótti þessa tónleika og þóttu þeir takast mjög vel. E. D. mundi ætíð nægja einn fulltrúi frá íslandi í stað fjölmennra sendi sveit. Utanríkisþjónustan er gleggsta dæmið um það, hvernig við eyðum kröftunum í það að sýnast, í stað þess að vera miklir fyrir okkur í reyndinni. En prjálið og manna- lætin eru engu minni innan lands. Allar ríkisstofanir eru sniðnar eft- ir erlendum fyrirmyndum frá millj- ónaþjóðum, fjarskornir stakkar með óðs manns ermum meir en við okkar vöxt, enda ætlaðir 4il að sýna gestum, að við séum meiin eins og hinir. Þetta prjál hins opinbera leggur ofurþunga á okkar framleiðslu- störf og heldur föstum starfskröft unum frá þjóðnýtum störfum. Á það ber að deila. En í vetur deildi stjórnarandstaðan á Eystein Jóns son fyrir að safna fé árlega í hand raða ríkisins og á bankana trygg- ingafélögin, _ Eimskipafélagið og skipadeild SÍS fyrir að safna fé í varasjóði. Þar var lastað það, sem lofa skal. Þetta verður raunar allt að skyldusparnaði, fé er skotið undan frá hinni almennu eyðslu- hít og gert að starfsfé. Fjársöfnun ríkisins og bankanna bætir úr hinni miklu lánsfjárþörf, en skipafélag- anna gerir okkur færari um að sigla okkar eigin sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.