Tíminn - 08.06.1956, Blaðsíða 4
TIMINN, föstudaginn 8. júní 1956,
Bréfkorn Frá París
Efíir Art Buchwald
Þrautin að fá vegabréfsáritun
tiIRósslands
í FJ ÍGUR ár samfleytt hefi
ég reyr,t aé komast til Rússlands
Og béitt ýmsum ráðum. En allt
hefir komið fyrir ekki. Ógerlegt
hefir.reynst óö O vegabréfsáritun.
í hvert sinn, sem
ég hefi komið á
> , rússnesku ræðis-
II mannsskrifstof-
i una hér í París,
í þá er mér vel tek
ið, fylgt inn í
skrifstofu ræðis-
' .ÁgL mannsins og vís-
’ ikað til sætis í þægi
llegum stól. Kons-
! úllinn er viðkunn
anlegasti náungi.
Hann býður ævinlega upp á sígar-
ettu, annað tveggja franska eða
rússngska, spjallar um veðrið og
spyr, hvaða vandi oss sé á hönd-
um.
Þá minnum vér hann á, að nú
höfum vér í fjögur ár samfleytt
reynt að fá vegabréfsáritun til að
ferðast til Rússlands, og höfum
litið inn til hans mánaðarlega að
kalla og spurt, hvað líði umsókn-
inni. En þá bjóði hann bara upp
á sígárettu, og segi, að ef hann
mætti ráða, skyldum vér eiga
kost. á að fara strax á morgun,
en nú séu mál þannig vaxin, að
þeir í ‘Moskvu ráði þessu, og við
þvi sé ekkert að gera óg þaðan
heyrist ekki orð um mín málefni.
„Háfið þér nokkru sinni skrifað
nokkúð misjafnt um Rússlands?"
spyr' hann nú um leið og hann
réttif OSs öskubakka.
„Néi, ekkert fremur en margir
aðrir“, flýtum vér oss að segja.
„Jæj’a, kanske fáum við eitthvað
að heýira i næstu viku.“ Og svo
bætir hann við: „En þér þurfið
ekki að hringja til okkar. Við skul
um hringja til yðar, ef eitthvað
gerist."
VÉR DREPUM í hálfreyktri
sígarettunni, kveðjum konsúlinn
með handabandi og hann fylgir oss
til dyra.
Þanhig gengur þetta ætíð, og er
alltaf sama sagan, sömu orðin og
sama útsýnið. Það fór loksins að
renna upp fyrir oss, að líklega
kærðu Rússar sig ekkert um nær-
veru vora. Gaman væri að vita,
hvers vegna.í rauninni höfðum vér
fulla ástæðu til að ætla að oss
mundi tekið opnum örmum af
hinni nýju stjórn. Því að oss var
ljós öll glæpastarfsemi Stalíns
löngu á undan þeim.
ÞAÐ RIFJAST upp fyrir oss,
að árið 1937, þegar Stalín lét taka
milljón manns af lífi, nefndum vér
við Molly frænku, sem á heima í
Brooklyn, að þarna væri eitthvað
sóðalegt að gerast. „Eg veit ekki
nákvæmlega, hvað það er,“ sagði
ég í þá daga, „en það er eitthvað
við þennah náunga, Stalín, sem
vekur grunsemdir um að ekki sé
allt éins og það á að vera.“
Og Molly^ frænka sagði: „Já,
sama segir Óskar frændi þinn, en
hann gétur ekki nefnt neitt sér-
stakt heldur“.
Seinria, þegar Stalín var að gera
út af við kúlakkana og senda mill-
jónir manna í þrælabúðir, nefnd-
um vér þetta aftur við Molly:
„Mér er sama hvað hver segir,
það ér einhver fjandinn á seiði í
Rússlandi, sem mér líkar ekki“.
Vér vorum svo sannfærðir um
þetfa, að vér sendum Krústjeff
bréfkorn um það, en hann var þá
í Ukrainu. í bréfinu tókum vér svo
til orða, að Krústjeff skyldi vara
sig á Stalín, því að hann væri á-
reiðanlega lúmskur.
Þegar svo Stalín gerði samning-
inn við Hitler 1939, sendum við
honum ’símskeyti svohljóðandi:
Áttum við ekki á von?
EFTIR ÞETTA fylgdumst vér
vel með því, sem Stalín aðhafðist
og vorum sífellt að senda, varn-
aðarorð til Krústjeffs og Búlgan-
ins og bentum á alls konar mis
tök Stalíns. Óskar fráindi reyndi
að króa Molotov af úti í horni á
stofnþingi Sameinuðu þjóðanná i
San Fransisco 1945, til þess að
vara hann við hættunni heima fyr
ir. En Molotóv vildi ekki liíusta á
hann, sagðist hafa þekkt Stalin
árum saman og engu misjöfnu um
hann trúa.
En sífellt var maður að rekast á
nýjar sannanir. Þegar maður för
að skoða ýmis misindisverk niður
í kjölinn, var Stalínu ævinléga
potturinn og pannan i öllu saman.
Ef til vill hefir Krústjeff ekki trú
að okkur af því við vorum Banda-
ríkjamenn. Vér fengum aldrei svar
við bréfum vorum. En það latti
okkur ekki í starfinu. Vér vissum,
að Stalín var fantur. Sönnunar-
gögnin hrúguðust upp.
Þegar Stalín hrökk svó upp af,
sendum vér öll gögn vor þegar
til Moskvu, svo að þeir bætu séð
svart á hvítu, hvernig hann var.
Það má því gera sér í hugar-
lund hve glöð við Molly írænka
urðum þegar loksins rak að því,
á síðasta flokksþingi kommúnista,
að Krústjeff stóð á fætur og sagöi
allt það, sem vér höfðum lengi
vitað: Að Stalín hefði verið blóð-
hundur og einvaldsseggur og fas-
isti og ckki hæfur til að hafa mynd
af sér hangandi uppi á nokkrum
vcgg.
Nú töldum vér sjálfsagt, að ekki
mundu líða nema fáir dagar únz
oss væri boðið til Moskvu í við-
urkenningarskyni fyrir allt vort
rannsóknarstarf á liðnum árum.
En vér fengum ekki einu sinni
póstkort. Ekki einu sinni þegar
þeir B og K voru í London.
SAMT HÖFUM vér ekki gef-
ist upp við að fá vegabréfið áritað.
Vér lifúm enn í voninni að gú
stund renni upp, að einhver spyrji
rússnesku foringjana að því, hvern
ig þeir hafi farið að því að upp-
götva hvernig Stalín var, og þá
opinberi þeir allt saman og segi
frænka skrifuðum í gamla daga.
Vér höldum því áfram að koma í
rússneska konsúlatið í París og
lifum í beirri trú, að sá dagur
renni upp að áritunarleyfi komi áð
ur en vér fáum lungnakrabba af
að reykja sígarettur, sem konsúll
inn býður þeim, sem bíða.
(NY Herald Tribune).
Samsöngur „Fóstbræðra“
Lengur hefir dregizt en góðu
hófi gegnir að geta um samsöng
Karlakórsins Fóstbræðra, er hald-
inn var í Austurbæjarbíó 23. f.m.
í tilefni af 40 ára afmæli kórsins.
Stafar drátturinn af öðrum ástæð
um en þeim, að ekki hafi hér ver-
ið um frásagnarverðan hljómlist-
aratburð að ræða. Söngskráin var
umfangsmikil og vönduð og gerði
kórinn henni ágæt skil. Er hann
í ágætri þjálfun og í liöndum
góðs söngstjóra.
í upphafi tónleikanna stjórnuðu
fyrri söngstjórar sínu laginu hvor:
Jón Halldórsson „Yfir öllum íjöll-
um er ró“ eftir Kuhlau og Jón
Þórarinsson „Ár vas alda“ eftir
Þórarin Jónsson.
Síðan söng kórinn undir stjórn
núverandi söngstjóra, Ragnars
Björnssonar, umfangsmikla og
vandaða söngskrá. Þar af má
nefna: Jón Nordal: Þrjú lög við
gamlar ísl. þjóðvísur og viðlög.
Lögin eru mjög vel samin, en
nokkuð nýtízkuleg og afar vand-
sungin. Voru þau flutt af hinni
mestu prýði. Flutningurinn bar
gott vitni dugnaði söngmannanna
og nákvæmni og elju söngstjórans.
Páll ísólfsson: Brim, við kvæði
Einars Benediktssonar. Rismikið
lag, sem gerir ýtrustu kröfur til
kórs og stjórnanda. Um flutning
þess má segja svipað og um lög
J. N. Eru þessi lög öll merkileg
viðbót við ísl. tónbókmenntir fyr-
ir karlakór, þótt því miður séu
þau fárra kóra meðfæri, • sökum
þess, hve erfið þau eru.
Síðari hluti efnisskrárinnar
hafði að geyma þætti úr þrem
óperum: Verdi: Upphaf 1. þáttar
óp. II Trovatore (eins.: Kristinn
Hallsson) og upphaf 4. þáttar (tví-
söngur Þuríður Pálsdóttir og Ein-
ar Kristjánsson). Wagner: Tvöfald
ur kór úr óperunni „Hollendingn-
um fljúgandi". Mozart: Terzett,
kór og dúett úr óp. Töfraflautunni
(einsöngvarar Þuríður Pálsdóttir,
Kristinn Hallsson og Sigurður
Björnsson) og loks Prestakórinn
(O Isis und Osiris) úr sömu óperu.
Einsöngvararnir fóru allir vel
með hlutverk sín, en mest kvað
þó að þeim Þuríði og Kristni. Hjá
Einari virtist kenna nokkurrar
þreytu að þessu sinni. Sigurður
virðist vera mjög efnilegur söngv-
ari, sem mikils mun mega vænta
af í framtíðinni.
Meðferð kórsins á þessum óperu
þáttum var sem og öðrum við-
fangsefnum þrauthugsuð og þaul-
æfð, söngurinn blæbrigðaríkur,
stundum kannske nærri um of, og
oft mcð miklum tilþrifum. Ragnar
Björnsson er vel menntur tónlist-
armaður og sérstaklega lærður
stjórnandi. Hann hefir náð ágæt-
um tökum á kórnum, enda var
söngurinn svo samstilltur sem
bezt verður á kosið, bæði um
hljóðfall og styrkbreytingar.
Samsöngvar kórsins urðu þrír
að þessu sinni. Voru áheyrendur
mjög margir á þeim öllum og fögn
uðu kórnum óspart.
Áheyrandi.
155 nemendur í 8 deildum í Gagn-
fræðaskóla Akraness í vetur
Gagnfræðaskólanum á Akranesi var sagt upp fimmtu-
daginn 3. maí s. 1. Skólastjóri flutti skólaslitaræðu, afhenti
gagnfræðaprófsskírteini og verðlaun. Kirkjukór Akraness
söng með undirleik Bjarna Bjarnasonar. 20 gagnfræðingar
brautskráðust.
155 nemendur voru innritaðir á
s. 1. vetri, í 8 deildum. Undir árs-
próf 1. bekkjar gengu 65 nemend-
ur, og stóðust það 62, árspróf 2.
bekkjar (unglingapróf) 45 nem-
endur, og stóðust 41. Þriðja bekkj-
arpróf þreyttu 22 nemendur, og
stóðust allir. 3 nemendur gengu
undir landspróf miðskóla.
Hæstu einkunn í skólanum hlaut
Hörður Þórleifsson: Ágætisein-
kunn, 7,17.
Gagnfræðapróf þreyttu 20 nem-
er.dur, 12 í bóknámsdeild og 8 ,í
verknámsdeild. Hæstu einkuþn í
gagnfræðaprófi hlaut Sigríður
Kristjánsdóttir I. 8,58 og hlaut fyr
ir verðlaun Stúdentafélagsins á
Akranesi. Auk þess hlaut hún móð
urmálsverðlaun Rotaryklúbbsins og
handavinnuverðlaun frú Þóru
Hjartar. Verðlaun Rotaryklúbbsins
fyrir mestu hækkun á skólaárinu
hlaut Sveinbjörn Guðbjarnarson.
Verðlaun sóknarprestsins fyrir sið-
prýði hlaut Ilagnheiður Bára Ste-
fánsdóttir. Viðurkenningu fyrir fc-
lagsstörf: Hafsteinn Elíasson.
í vetur var stofnaður nýr sjóður
við skólann, Menningarsjóður, og
skal honum varið til að prýða skól-
Þjóðverjar sýndu mesta yfir-
burði gegn „landsliðinu^
Landsliísnefnd engu nær eftir leikinn me«J
endanlegt val á landslifönu
í síSasta Ieik sínum hér sýndi
úrvalsliðið frá Vestur-Berlín
mesta yfirburði og sigraði úr-
vaíslið Suð-vesturlands, sem
raunverulega má telja „lands-
lið“ — keppti í Iandsliðsbúningn
um og valið af landsliðsnefnd —
með fimm mörkum gegn tveim-
ur og gefur sú markatala nokk-
uð glögga mynd af leiknum, því
yfirburðir Þjóðverja voru ótví-
ræðir, enda féll „landsliðið"
illa saman og átti fremur léleg-
an Ieik í heild.
Yfir því hvíldi einhver þungi;
leikmennirnir sýndu enga leik-
gleði eða vilja til að sigra, sam-
leikurinn var í molum, og vörnin
afar opin og illa staðsett. Mörg-
um kom val liðsins spánskt fyrir
sjónir og ekki bætti það úr, er
fréttist, að Einar Halldórsson gat
ekki leikið með vegna meiðsla,
og Haukur Bjarnason, sem hefir
átt ágæta leiki gegn þýzka lið-
inu, var ekki einu sinni valinn
sem varamaður. í stað Einars kom
Kristinn Gunnlaugsson sém mið-
vörður og stóð hann engan veg-
inn í stöðunni. Landsliðsnefnd
sýndi engar jákvæðar tilraunir í
vali liðsins og eftir leikinn hefir
nefndin ekkert meira að byggja
á en fyrir hann. Ekki hefði verið
úr vegi að reyna hvernig Sigurði
Bergssyni tækist upp með Gunn-
ari félaga sínum í Akranesfram-
línunni, og sjálfsagt hefði verið
að reyna annan framvörð en Jón
Leósson, því ef Sveinn Teitsson
verður ekki búinn að ná sér fyrir
landsleikinn við Finna síðast í þess
um mánuði, virðist val í hægri
framvarðarstöðuna miklum vand-
kvæðum bundið. Eina ,,tilraunin“
sem landsliðsnefnd gerði var að
velja Magnús Snæbjörnsson sem
vinstri bakvörð — og þó það mis-
heppnaðist var það ekki eingöngu
Magnúsi að kenna, því vörnin sem
heild var misheppnuð, og á Krist-
inn þar aðalsökina.
Leikurinn.
Fyrst í leiknum sýndi „lands-
liðið“ sæmileg tilþrif, og á 2.
mín. hefði það átt að skora. Hall-
dór gaf vel fyrir, en Ríkarður og
Þórður Jónsson „kiksuðu" báðir
fyrir opnú marki, en það jafnað-
ist fljótlega og á 7. mín. átti Fead-
er skot í stöng. Fyrsta markið í
leiknum var skorað á 17. mín. og
kom það eftir hornspyrnu, sem
Þórður Jónsson tók. Halldór náði
knettinum og fékk nægan tíma
til að leggja hann fyrir sig og
skora. Vörn Þjóðverja var þá illa
staðsett. Rétt á eftir náði lands-
liðið sínu bezta upphlaupi, Gunn-
ar, Ríkarður og Þórður Þ. léku
í gegn með hröðum skiptingum,
og að lokum fékk Ríkarður knött-
inn í góðu skotfæri, en spyrnti
framhjá. Yíirburðir Þjóðverja fóru
nú að koma í ljós, og Kristni
urðu tvívegis á mistök, sem hæg-
lega hefðu getað endað með
marki, en Taube, miðherji
spyrnti yfir og framhjá af stuttu
færi. Þjóðverjum tókst að jafna
síðast í hálfleiknum, en Klein
skallaði í markið af stuttu færi,
ann, enn fremur til hljóðfæra-
kaupa.
Skólinn býr við mikla örðugleika
vegna þrengsla og húsnæðisvand-
ræða. Ber bráða nauðsyn til að
hefja hið fyrsta byggingu nýs skóla
húss.
í skólaslitaræðu ræddi skóla-
stjóri, Ragnar Jóhannesson, eink-
um um undirbúning ungs fólks
undir lííið, og þörfina á því, að
unglingsárin væru vel notuð til
náms og skyrisamlegra ferðalaga.
Guðjón Finnbogason
óvaldaður af vörninni.
í síðari hálfleik náðú Þjóðverjar
enn belÉi leik og voru mikinn
hluta leiksins í sókn. Fyrsta rnark
ið skoruðu þeiri á 12;' mín.' éftir
gott upphlaup og var Kléiri þar
aftur að verki. Mikil þröng var
við markið, og mun knötturinn
aðeins hafa farið inn fyrir íhárk-
línuna, áður en Jóni tókst að
spyrna frá. „Landsliðið' jafnaði
á 18. mín. er Ríkarður brauzt í
gegn og átti gott skot á markið,
en markmaður varði en hélt ékki
knettinum, og náði Ríkarður hon
um aftur og skoraði. Tveimur mín.
síðar skoraði Feader þriðja mark
Þjóðverja með föstum jarðar-
knetti í bláhornið af 20 m. færi,
en Ólafur hefði átt að verja. Þann-
ig stóð þar til tvær mín. voru eftir,
að Keiser fékk knöttinn á iriark-
teig, Ólafur kastaði sér á fætur
hans, en var aðeins of seinn og
tókst Keiser að renna knettinum
í mark. Staðsetningar varnarinnar
voru afar slæmar þarna, því Keis-
er var algjörlega óvaldaður, er
hann fékk knöttinn. Á síðustu mín.
kórónaði Magnús svo verkið með
því að skora sjálísmark, í alger-
lega hættulausri stöðu.
Liðin.
Þýzka liðið fer ósigrað héðan,
en það vann tvo leiki og gerði
tvö jafntefli, og sýndi yfirleitt góð
an og skemmtilegan leik. Leik-
mennirnir eru mjög jafnlr, en
þess má geta, að vinstri bakvörð-
urinn Rudolph, var einn af 15
mönnum, sem valdir voru í þýzka
landsliðið, sem leika á við Noreg
í næstu viku. Af öðrum leikmönn-
um, sem verða minnistæðir má
nefna markmanninn Wolf og inn-
herjana Feader og Klein.
Eins og áður segir átti íslenzka
liðið frekar lélegan leik. Ólafur
varði mjög vel í fyrri hálfleik, en
síðari hálfleik átti hann bæði í
höggi við erfiða andstæðinga — og
sterka sólargeisla, og beið lægri
hlut. Árni Njálsson gerði margt
vel, en átti oft í höggi við tvo
menn, því Klein lék mjög léttilega
í gegn hjá Jóni. Guðjón Finnboga-
son var langbezti maður liðsins
og án hans hefði mun verr íarið.
Hann hafði góð tök á Feader, og
auk þess varð hann iðulega að að
stoða Kristin, en Kristinn hafði
engin tök á Tatlbe, sem
fékk að leika laus og byggja upp
spilið á skemmtilegan hátt. í fram
línunni var Ríkarður eini maður-
inn sem eitthvað hvað að. Hann
hélt þó knettinum yfirleitt of lengi
og gekk það yfir samleikinn, sem
var í molum hjá framlínunni. Gunn
ar og Halldór áttu sæmilega kafla,
en Þórður Þórðarson og Þórður
Jónsson lentu alveg utan garðs,
og kom sú framistaða Þ. J. mjög
á óvart, því hann hefir átt afbragðs
leiki fyrr í sumar.