Tíminn - 08.06.1956, Blaðsíða 12
Veðrið í dag:
Veðrið í dag: Suðaustan kaldi og
síðar stinningskaldi. Skýjað.
AO. árg.
Glæsiiegur sigur íhaldsins í húsnæðismálum:
Fyrsta fjölskyldan flutt inn í smáí-
búðahverfi Morgunblaðsbailarinnar
Morgunblaðið hafði miklar sigurfréftir að færa
hérna á dögunum í húsnæðismálum þjóðarinnar, og
| fregninni fylgdi mynd sú, sem hér birtist. Þau stór-
^ merku tíðindi höfðu sem sé garzt, að fyrsta fjölskyld-
án var flutt í íbúð sína
í smáíbúðahverfi Mora-
unblaðshallarinnar við
Aðafstræti, þar sem
heimæSapípur hitaveit-
unnar eru jafnvíðar
götuæðum, Að vísu var
þessi „íbúð*' úti á
vinnupölium haliarinn-
ar, en góð samt, og
hérna sést húsmóðirin
gefa börnum sínum.
Hjónin, sem fyrstu íbúðina fengu, voru nefnilega
þrastahjón.
★ ★ ★
Hitinn á nokkrum stöðum: Reykja*
vík stig, Akureyri 3, Kaupmanna
höfn 17, London 14, París 12, New
York 25.
Miðvikud. 6. júní 1956.
Frá ’þingi Samb. ísl. barnakennara
T
r
En þegar mikill sigur vinnst sæmir vel að rifja
upp baráttu þá og aðdraganda allan, sem til sigursins
hefir leitt. Á síðasta ári var svo komið, að fjárfesting-
arleyfi voru þrotin til þess að halda áfram byggingu
Morgunblaðshallarinnar. Ríkisstjórnin hafði þá að skil-
yrði Framsóknarmanna ákveðið að veita engin ný leyfi
um sinn til byggingar sltkra húsa, og þeir voru ófáan-
legir til að veita íhaldinu þessa undanþágu, hversu
sem það hamaðist.
En þegar neyðin er stærst ér hjálpin næst. Sjálf-
stæðismenn héldu áfram að byggja, þótt fjárfestingar-
leyfi vantaði, ein hæðin reis af annarri, og þegar þeir
voru spurðir, hvernig á því stæði, að haldið væri á-
fram, svöruðu þeir hinir roggnustu: Við breyttum þessu
öiht í íbúðarhúsnæði, þetta eru allt íbúðir, sem við
erum að byggja, og til þess að byggja íbúðir þarf eng-
in ?fjárfestingarieyfi. Þetta var því almennt kallað nýj-
asta smáíbúðahverfið, eða smáíbúðahyerfi Morgun-
biaðshailarinnar.
★ ★ ★
Og nú er fyrsta f jöiskyitía'n sem sagt flutt inn, fall-
egustu þrastahjón með stóran barnahóp. Það sr ákaf-
léga virðingarvert að láta srriælingjana ganga fyrir, og
æfti næsta fjölskyldan að fara að komá, og væri við-
éigandi, að það yrði örninri -eðá íálkinn.
" Sem sagt, smáíbúðahverfi MorgOnblaðshallarinnar
éir tekið í notkun. ','i
Nýjasta kosmogabrelian:
Sjálfstæðisflokkurinn skipar frambjóð-
endum sínum að þegja á kjörd.fundum
Jón á ReynistatS sat tvo fundi SjálfstætSis-
manna í Skagafiríi án þess a<$ taka til máls,
metSan Gunnar Thoroddsen og Magnús frá
Mel létu mó'ðan mása
Sjálfstæðismenn efndu til stjórnmálafundar á Hofsósi í
fyrrakvöld, en frummælendur voru Gunnar Thoroddsen og
Magriús Jónsson frá Mel. Fundur þessi stóð í einar sjö klukku
stundir, enda fengu þeir Gunnar og Magnús harðan mót-
byr, þár sem Ólafur Jóhannesson, prófessor, mætti á fund-
inum ásamt Magnúsi Bjarnasyni, Kristjáni Karlssyni, skóla-
stjóri á Hólum og Magnúsi Gíslasyni, bónda á Frostastöð-
um. Það sem einkum vakti undrun manna á þessum fundi
og öð;-pm fundi Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki kvöldið
áðúh, Vár það, að Jón Sigurðsson, alþingismaður á Reyni-
stað sat báða fundina, án þess að taka til máls.
Jori »i§urðsson á Reynistað er
gildur bóndi og vinsæll raaður af
þeim . geijl, ,þekkja til hans. Þetta
vita fol-ráðámenn Sjálfstæðisflokks
ins og eru því fegnir að hafa hann
í framboði í Skagafirði. Aftur á
jnótj er'þeim kærast að hann taki
ekki nema sem allra sjaldnast til
máls á þingi og í héraði, eins
og fundirnir í Skagafirði sýna.
Kunna kjósendur því að vonum
’ Slla^að frámbjóðandi þeirra ræði
ekki sínar skoðanir, en verða í
þess stað að hlýða glamuryrðum
©g sléttmælgi pólitískra atvinnu-
] mannh eins 'og þeirra Gunnars og
| Magnúsar. Mun forstöðumönnum
1 flokksins þykja málflutningu mála
liðsmanna sinna öruggari í suinum
kjöfdæmum og er því allt útlit
fyrir að nýjasta . kosningabrella
Sjálfstæðismanna sé að skipa gam
algrónum frmhjóðendum sínum að
þegja á kjördæmafundum, þar sem
þeir treysta þeim ekki til blekkinga
þvaðursins, þótt handjárna megf
þá á þingi.
Eins og er vani atvinnumanna
Sjálfstæðisflokksins, töluðu þeir
(Framhald á 2. síðu)
; Liósm.: Sveinn Sœmundaaon
Um þessar mundir er 14. þing Sambands íslenzkra barnakennara háð í Reykjavík. Myndin hér að ofan var
tekin á fundi í gær.
Fjórtánda þing Sambands íslenzkra
barnakennara hóíst í Rvík í gær
Fjórtánda fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara
var sett klukkan tvö í gær í Melaskólanum. Formaður sam-
bandsins, Pálmi Jósepsson, skólastjóri, setti þingiS og bauð
fulltrúa velkomna.
Þingforsetar voru kjörnir skóla-
stjórarnir Halldór Guðjónsson,
Hannes J. Magnússon og Sigfús
Jóelsson. Þingritarar voru kjörnir
Teitur Þorleifsson, skólastjóri,
Auður Ejríksdóttir kennari, Jónas
Þorvaldsson, skólastjóri og Gunnar
Guðröðsson, kennari. Að því loknu
var kosið í nokkrar fastar þing
nefndir.
Eftir það var tekið fyrir fyrsta
aðalmál þingsins, framsöguerindi
Aðalsteins Eiríkssonar, eftirlits-
manns með fjármálum skóla. Drap
hann þar á ýmis merk mál, sem
nauðsynlegt er að taka til athug-
unar við rekstur og starf skóla á
næstunni. Var málinu vísað til
nefndar.
Næst flutti formaður sambands
Erlendar fréttir
ífáumorðum
□ Tilkynnt var í Moskva í gær, að
Malenkoff, raforkumálaráðherra
Rússa, kæmi bráðlega í opinberá
heimsókn til Frakklands. Mþn
hann fara til Frakklands nokkru
á undan þeim Bulganin og Krus-
tjeff.
□ Tilkynnt var í Washington í gær,
að Bulganin, forsætisráðherra
Ráðstjórnarríkjanna, hefði ritað
Eisenhower forseta bréf, sem
sendiherra Rússa í Washington
hefði afhent síðdegis í dag. Efni
bréfsins hefir enn ekki verið
birt.
□ Dr. Adenauer, kanzlari V-Þýzka-
lands, heldur í dag til Washing-
ton, þar sem hann mun ræða við
þá Eisenhower og Dulles um al-
þjóðamál og þá einkum málefni
Þýzkalands og afstöðuna til
mögulegrar stefnubreytingar
Rússa.
□ Samkomuiag hefir náðst á milli
Bandaríkjamanna og v-þýzku
stjórnarinnar um greiðslu vegna
kostnaðar við dvöl bandarísks
herliðs í Þýzkalandi.
□ Tyrkneska þingið hefir samþykkt
lög, sem heimilar stjórnarvöld-
unum að dæm-i blaðamenn í
langa fangelsisvist, ef þeir hafa
farið með rangt mál að dómi
stjórnarinnar.
Happdrætíi
Háskóla Islands
Dregið verður í 6. flokki á mánu-
dag. Vinningar eru 900 og 2 auka
vinningar, samtals 43'5.300 kr.
Menn ættu að athuga, að á morgun,
sem er síðasti söiudagur, er lokað
á hádegi.
ins, Pálmi Jósefsson, skýrslu stjórn
arinnar. Var hún mjög ýtarleg,
enda hefir stjónin unnið ötullega
að ýmsum málum, bæði að því er
snertir launamál kennara og ýmis
menningarmál. Lítils háttar umræð
ur urðu um skýrsluná.
Næsti fundur þingsins hefst kl.
9.30 árdegis í dag í Melaskólanum.
Eisenhower baðst fyrir
Á Memorial Day í Bandaríkjun
um fór Eisenhower forseti ásamt
3 hátísettum embættismönnum til
lítillar kirkju nálægt Hvíta Hús*
inu. Auk prestsins var aðeins eia
gömul kona í kirkjunni, þegar
forsetinn kom með þrem sam*
starfsmönnum sírium, þeim Wil-
son landýátöamálaráðherra,
Humprey, fjármálaráðhetrra og
Donald Quarles, yfirmanni bauda
ríska flughersins. Lagðist forset-
inn einn á bæn í þessari ’ litlil
kirkju og baðst fyrir í 8 mín-
útur. Þegar b'eéninni vár lokið
hvarf forsetinn eins hljótt og
hann hafði komið.
Það fauk í Bjarna á Hvammstanga
SjálfstæSisflokkurinn boSaði til .fu5j||r ^lívammÞ
tanga fyrir nokkrum dögum. Meðal ræðumanna var
Bjarni Benediktsson. iin.::;: ■ om..,
Rétt áður en fundinum lauk um kvöldið, var SkúJ£
Guðmundsson alþingismaður á ferð á HVaVnmstanga.
Kom hann á fundinn og sagði þar nokkúr'orð úm stefnií
Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins,. meðal annars
í varnárrháiinu. Einnig fór hann með vísu eftir Jón-é
Akri og heimfærði skáldskapinn upp á SjáifstæSiíflökk-
inn.
UíGti
Bjarni varð vondur og þótti fundarmönnum jáá næsta
eftirtektarvert orðbragðið hjá menntamáiéráSherranum-
' i " :.■ 'J'\' ' t ' ''
Verkfæri og tæki á haíialistanum
VerzSunarfrelsi Sjálfstæðlsmanna í framkvæmd:
Verkstæði, sem þarf að kaupa sér verkfæri eða smávél,
smiðir og iðnaðarmenn, sem þurfa að fá tæki, ganga bón-
leiðir til búðar frá þeim, sem framkvæma „frelsisstefnu"
Sjálfstæðisflokksins i verzlunarmálum. Engin leyfi til slíkra
kaupa eru veitt, gjaldeyrir ekki til. Þessar nauðsynlegu
vörur eru á haftalista íhaldsins, á miðri „frelsistíðinni",
sem þeir segja að ríki undir handarjaðri Ingólfs Jónssonar.
Höftin og bönnin eru ekki hjá okkur, þau tilheyra bara hin-
um flokkunum, segja íhaldsblöðin. Þeir, sem reyna að kaupa
vélar og verkfæri, og fjölda margar aðrar vörutegundir,
læra af reynslunni, hvert er sannleiksgildi þessara fullyrð-
inga íhaldsblaðanna.
Framsélmarffiemi!
er
★ MuniS a'ð kjósa hjá næsta hreppstjóra eða bæjarfógeta, ef
þið dveljið fjarri heimili ykkar.
★★ Ef þið ætlið ao heiman til dvalar, munið þá að kjósa áður
en þið farið.
kkk 1 Reykjavík eru upplýsingar um utankjörstaðakosningu gefn-
ar á skrifstofu Framsóknarfiokksins, Lindargötju 9 /\, sínijir
8-2613, 6562 og 6066. , , m? j , -
ickick Komið á skrifstofuna og gefið upplýsingar. Víuumio «U að
sigri Framsóknar- og Alþýðuflokksins í aæstu kosmagnm.