Tíminn - 08.06.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1956, Blaðsíða 8
B m. DoQDQnOaQDDDnaOaOaDoOaQcOcOGDcDanaDaOaOaOcOoDoD ] íslendingakættir j pabonaqapbDDnop Q[1ooDaDDQaoona0g Minning: Jónina S. Davíðsdóttir Jónína Soffía Davíðsdóttir, hús- freyja að Veiðilæk í Norðurárdal, lézt 25. maí s. 1. j sjúkrahúsi Akra- ness eftir langt/og erfitt sjúkdóms- stríð.-'Síðastl. ,'riiánudag var hún kvödd af fjölskyfdu sinni, frænd- um og vinum áð Norðtungu í Þver- árhlíð, þar sem hún var jarðsung- in. Jónína var fædd 22. febrúar 1888 í Borgarfirði og ól þar allan aldur. Faðir hennar var Davíð bóndi Davíðssqn, frá Þorgautsstöð- um, sonur Daidðs bónda þar Þor- bjarnarsonar'' fi;á Lundum í Staf- holtstungum'' *ög Málfríðar Þor- steinsdóttur frá Hurðarbaki í Reyk lioltsdal (Klíngénbergsætt). Föður bræður Jónínu voru meðal ann- arra: Þorsteinn bóndi á Arnbjarg- arlæk og Ólafur bóndi á Hvítár- völlum. Móðir Jónínu og kona Davíðs var Guðrún Magnúsdóttir, prests Sigurðssonar á Gilsbakka, Sigurðssónar pfests að Auðkúlu, en móðir Guðrúnar og kona séra Magnúsar var Guðrún, dóttir Pét- urs hreppstjóra í Miðhópi og Soffíu Júlíönu, konu hans, sem var systir Guðrúnar, konu Björns Blöndals, sýslumanns í Hvammi, en þær voru systurdætur Björns Olsens á Þingeyrum og; ólust upp hjá honum. Þær mæðgurriar á Gilsbakka voru orðlagðar fyr'ir fríðleik og glæsileik og óvenju listfengar um allar hannyrðir. Var því Jónína komin af kunnum borg- firzkum ættum og norðlenzkum og erfði margt af ágætum einkenn- um ætta sinna. Hún þótti mjög lagleg ung stúlka, hispurslaus í framkomu og skemmtileg. Var hún þvi -vinsæl af þeim, sem henni kynntust. Ung missti hún föður sinn, og tveggja ára að aldri var henni komið í fóstur að Sleggju- læk í Borgarfirði til hjónanna Guðlaugs Guðmundssonar og Hall- fríðar Bjarnadóttur, sem reyndust henni riem—beztu foreldrar. Á Sleggjulæk var Jónína til tvítugs- aldurs, en þá var hún heitbundin Ásbirni Magnússyni, írésmið, og eignuðust þau einn son, Skeggja, sem nú er kennari við Laugarnes- skólann í Reykjavík. Síðar giftist hún Guðmundi Gíslasyni, sem nú er bóndi að Veiðilæk, og stóð hún þar við hlið manns síns sem dug- leg og myndarleg húsmóðir. Þau hjórnn voru gestrisin mjög og vildu öllum gott gera. Börn þeirra cru þrjú: Ragnheiður, gift Magn- úsi Kristinssyni, forstjóra, Rvík, Guðlaugur, starfsmaður verzlunar- félagsins Borg í Borgarnesi, kvænt ur Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Guðbjörg, gift Sæmundi Helgá syni, en þau búa með Guðmundi á Veiðilæk. Mikið ástríki var með Jónínu og fjölskyldu hennar, enda var hún góð eiginkona, móðir,'tengda- mamma og amma, heilsteypt í kær leika sínum og umhyggju, og nutu þess í rikum mæli litlu dóttursyn- irnir heima á Veiðilæk. Jónína naut líka mikillar umhyggju af fjölskyldri smni í hinni þungu sjúk dómslegu sinni s. 1. ár, og var það henni mikifl stxrkur. Síðasta. mlss- erið varð hún að dveíjasi; ’fjarri heimili sínri í sjúkráhúsi Akraness. Þar naut hún hinnar ágætustu að- hlynningar og ' hjúkruriar, enda var hún mjög þakklát þeim, sem þar áttu hlut að máli: Einnig öll- um þeim, sem Isýndu. heijni tryggð og vináttu og heimsóttu hana í sjúkrahúsið. Mér er minnisstætt, er ég kom til þessarar konu s. 1. sumar í Landspítalann. Hafði hún þá geng- ið undir holskurð, sem hún vissi sjálf, að tvísýnt var um, hvernig tækist. Ég bjóst við að sjá beygða konu, en svo var ekki*. Hún tók mér brosandi og af hressileik og sagði: „Sjáðu, hvað ég er orðin dugLeg. Hvað sem þetta dugar, er dásamlegt að hugsa sér, hvað mikið er orðið hægt að gera til að sefa þrautir svo margra, sem líða, og ekki vantar viljann hjá blessuðu fólkinu hér að gera allt fyrir mann, sem það getur. Það hlýjar manni um hjartaræturnar, hve mikið er til af góðu og óeigin- gjörnu fólki, sem leggur sig fram til að líkna, og það dásamlega er, að nú eru það ekki fáir, sem íá að njóta ávaxtanna af þekking- unni og tækninni, heldur gengur þetta jíjfnt yfir alla“. Þessi voru orð hinnar góðu konu og finnst mér, að þau lýsi henni sjálfri einkar vel. Frá þeim andar hressileik hennar, sem ekki brást, þó að á móti blési. Þau bera vitni samúð hennar með þeim, sem bágt eiga, hlýhug í garð samferðafólks- ins, þakklátu hjarta og bjartsýni á lífið og mennina. Við, sem þekkt- um Jónínu, vitum, að hér er geng- in ein af þessum góðu og gegnu sveitakonum þessa lands, sem háð hafa baráttu sína í kyrrþey, oft við óblíð örlög, sem ekki eru á spjöld sögunnar skráð. En við, sem trú- um því, að líf sé eftir þetta líf, trúum því einnig, að þar sé skráð sumt það, sem lítt er á loft hald- ið hérna megin grafar. Guð blessi minningu þessarar góðu konu. K. M. Minning: Sigurbjörg Þ. Kérúlf „Það syrtir að er sumir kveðja“. Mér komu þau orð skáldsins í hug, er ég frétti, að Sigurbjörg á Arn- heiðarstöðum væri dáin. Það er all/taf jafnsvipLegh, er maður fréttir fráfall þeiri’a, sem maður hefir þekkt og átt samleið með um lengri eða skemmri tíma. Auða sætið og hinn sérkennilegi tónjleiki dauðans, sem fyllir huga mahns við burtför þeirra hefir ætíp sömu sáru áhrifin á þá, sem eftjr lifa. En björt og fögur minn- ing"um góða og göfuga sál veitir frið og blessun, svo að smám sam- an minnkar skuggi dauðans og hinn sári söknuður mildast, en eft- ir er aðeíns bjarta minningarmynd in. Sigurbjörg andaðist í sjúkrahús inu í Egilsstaðaþorpi á hvítasunnu- nótt 20. maí s. 1. Hún var fædd að Bæ í Lóni 30. des. 1895. Þar bjuggu foreldrar hennar, Kristín Jónsdóttir og Þorsteinn Vigfússon. Á unglingsaldri fluttist hún að Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal til Guðrúnar Jónsdóttur Kérulf og marins hennar Metúsalems bónda þar. Þær voru bræðradætur. Foreldrar Sigurbjargar fluttust jEÍnnig þangað og nókkrum árum seinna og síðar til Vesturheims með börn sín. Árið 1915 giftist hún Eiríki Jóns syni Kérulf bróður Metúsalems á Hrafnkelsstöðum. Þeir voru synir hjónanna Aðalbjargar Metúsalems dóttur og Jóns Andréssonar Kér- ulf, er bjuggu að Melum í Fljóts- dal. Þau Sigurbjörg og Eiríkur voru á Hrafnkelsstöðum þar til órið 1921 að þau fluttu að Hamborg í Fljótsdal. Keyptu þá jörð og bjuggu þar ágætu búi þar til 1945, að þau fluttu að Arnheiðarstöðum í sömu sveit. Þau eignuðust 5 börn og lifa 4 þeirra: Kristín gift Stefání Jóns- syni frá Torfastöðum í Jökulsár- hlíð, Unnur, gift Halldóri Sigmars syni Þormar frá Skriðuklaustri. Þau eru búsett í Reykjavík. Aðal- björn og Jón eru heima á Arn- heiðarstöðum. Þorsteinn dó 7 ára gamall. Sigurbjörg var mjög mæt kona, hún var góðum gáfum gædd, glað- lynd og hlý í viðmóti og vildi hvers manns veg greiða. Hún vann með óskiptri ástúð og umhyggju að því heimili, sem hún hafði búið manni sínum og böfn- „Erlend vmna og ís- lenzk framleiðsla44 Vegna þess, að þrjár línur féllu niður í prentun úr einum kafla úr grein Jóns í Yztafelli hér í blaðinu í gær, svo að mál brenglaðist, skal sá kafli birtur hér aftur í heild: „Alls staðar hefir verið leitazt við að skipuleggja og kerfisbinda hvað eina með ærnum kostnaði. Alls kyns opinberar stofnanir starfa að þessu. Nú virðist svo langt komið allri þessari ofstjórn, að-fólk vantar til sjálfra starfanr.a. Mikill hluti af kostnaði við ,,ís- lenzka framleiðslu“ eru greiðslur fyrir erlenda vinnu. Skipin, eldsneyti þcirra, vélar og veiðarfæri og allt efni til við- balds kostar erlendar greiðslur. Iðnaðurinn er með sama marki brenpdur. Fram til skamms tíma mátti hið sama segja um búiiað- inn meðan allur áburður var að- keyptur. Nú er hann heimafeng- irtn meira en að hálfu. Enn kaup- um við frá útlöndum fóðurbæti í vaxandi mæli. Búvélar allar eru erlendar og þeirra eldsneyti og viðhald með varahlutum. En þetta nægir ekki. Nú eru háset- arnir, sem aflann sækja á sjó- inn líka sóttir til útlanda hundr- uðum saman. Iðnaðurinn þarf rl sækja sér fjölda erlendra fag manna. Hundruð bænda vantar fólk og biðja um það frá útlönd- um til þess að vinna fjósvérkin. Ég hygg, að flestum muni ljóst að flótti fólksins frá framleiðsl- unni sé meginorsök þess hve örð- uglega horfir nú. Höfuðviðfangs- efni næstu ára þyrfti að verða að hverfa af þessum brautum í stjórn málum. En hversu horfir þetta þá við okkur kjósendum, þegar við eigum að ganga að kjörborðinu í sláttar byrjun?" BaSstofan (Framhald af 5. síðu.) eisi, góð þjónusta og hóflegt verð lag, er undirstaða menningarlegs ástands. Því miður skortir mjög á allt þetta. Og því miður bólar lít- ið á endurbótum. Árin líóa, sam- göngurnar batna, en flest situr í . sama farinu í hótelmálunum. — Sami sóðaskapur í snyrtiherbergj um, sama ónærgætnin við af- greiðslu, sama sinnuleysið gagn- vart því ytra borði þjóðlífsins er gsitihús og greiðasölur er. Verð- lag breytist. Þar er mestur mun- ur. En aðrar breytingar eru nauð synlegri frá almennu sjónarmiði. Frosti. Kappreiíar (Framhald af 6. siðu.) ur náði tilskildum tíma. Önnur verðlaun hlaut Frosti, Árnesingur að ætt. Eigandi Hreinn Tómasson. Einnig var keppt á 350 m. velli og bar Neisti, skagfirzkur, eign A1 freðs Arnljótssonar þar sigur úr býtum. í góðhestakeppni sigraði Jarpur, fjögurra vetra, eign Aðalgeirs Ax- elssonar, og voru honum veitt verð laun, silfurbikar, sém hjónin Guð- björg Brynjólfsdóttir og Albert Sig urðsson höfðu gefið. Beztur klár hestur var dæmdur Silfri, skagfirzk ur. Eigandi Ingólfur Magnússon, Akureyri. um, enda sambúð hjónanna svo góð, að aldrei bar skugga á. í rúm 40 ár var heimili þeirra og barnanna sá friðsæli unaðsreitur, sem þau undu glöð og farsæl við. Um nærri 15 ár átti hún við sjúkdóm að stríða, sem hún bar með þreki og stillingu — gekk hún á því tímabili tvisvar undir uppskurð. Állir, sem þekktu Sigurbjörgu, munu sakna hennar og minnast hennar með þeirri hugsuif, að hún var sú kona, sem alls staðar kom fram til góðs og vildi hvergi vamm sitt vita. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og dllt“. Vmkona, T í M I N N, föstudaginn 8. jþíní 1956u Bálför mannsins míns, Guðmundar Jónssonar, bónda í Galtarholti, sem lézt 5. b. m., fer fram frá kapellunni í Fossvogi þriðjbdaginn 12. þ. m. kl. 1,30 síðdegis. Blóm afbeðin. Gróa Jóhannsdóttir. KIÚKLINGA eÚPUTENING («za Biojn n m frlte a«B BB tmiwgiM*. ItaynM Mi KjÚltllnff&jseyM nð mylj* *lnn I glaa af HEITÚ ratnk uppáhaidi £já allrl tjölik>'lduaa4 ............................................ Héraðsraót Ungmennasambands | Kjalarnessþings | 1 verður haldið 9.—10. júní á íþróttasvæði U.M.F. Aftur j§ | eldingar í Mosfellssveit. s 1 Á laugardag kl. 3 e. h. fer fram íþróttakeppni kvenna = | og drengja, auk þess þrístökk, spjótkast og 400 m. hlaup 1 I karla. i | Sunnudag kl. 2 e. h. heldur mótið áfram. | Héraðsbúar fjölmennið. Stjórnin. 3 = a iiiniiiiiiiiiiininininiiiiraiiiniiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiimniniiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiliniiiiiimM 585 nemendur voru í Gagnfræða- skóla Áusturbæjar Skólaslit 1. júní sít5ast liðinn. Gagnfræðaskóla Austurbæjar var slitið 1. júní. Innritaðir nemend- ur voru 585. Var þeim kennt í 22 bekkjardeildum, 11 árdegis og 11 síðdegis. Undir vorpróf gengu 563 nemendur, þar af 416 í skyldunáms bekkjum. Gagnfræðapróf úr 4. bekk tóku 67 nemendur, og stöðust allir próf. Hæstu einkunn hlaut Svanhildur Hilmarsdóttir, 8,47 í aðaleinkunn. Próf úr 3. bekk stóðust 66 nem- endur. Hæsta einkunn hlutu Ásdís Þorsteinsdóttir og Eggert Sigurðs- son 7,97. dóttir og Þorkell Helgason 9,60. Þeir nemendur hvers aldurs- flokks, sem hæstir urðu, fengu verðlaunabækur frá skólanum fyr- ir ástundun og góðan riámsárang- ur. Ennfremur hlutu þeir Glafur Jonsson í 4. B. og Arni Egilsson i 4. A. verðlaun fyrir góða forustu í félagsmálum nemenda, og loks fengu hringjarar skólans, Harald- ur L. Haraldsson 2. B. og Sigurð- ur Guðmundsson 2. H. verðlauna- bækur fyrir skyldurækni og ná« kvæmni í starfi. Undir unglingapróf gengu 159 nemendur og stóðust það 124. — Hætu einkunn í því prófi hlutu Agla Marta Marteinsdóttir og Ragnheiður ísaksdóttir 9,46. Er það hæsta einkunn, sem tekin hef ir verið á unglingaprófi í skólan- um. Próf upp úr 1. bekk þreyttu 257 nemendur. Hæsta: einkunn í þeim aldursflokki hlutu Helga Ingólfs- Er úrslitum prófa hafði verið lýst og verðlaun afhent, ávarpaði skólastjóri, Sveinbjörn Sigurjóns- son, brautskráða nemcndur. Bað hann þá ganga heils hugar að hverju starfi, hvar sem leiðir lægju vera stundvís og skyldurækna við dagleg störf, en temja; sér jafn- framt að verja tómstundum til einhvers, sem verða mætti þeim til þroska og velfarnaðar. Sjómannadagshátíðahöldin á Akur- eyri fóru fram með myndarbrag Akureyri í gær. — Hátíðahöld Sjómannadagsins á Akur- eyri fóru mjög vel fram og einkum setti það svip á daginn, hve mörg skip voru í höfninni. M. a. voru allir togarar Út- gerðarfélags Akureyringa h. f. inni og er slíkt sjaldgæft. Þátttaka var góð í íþróttakeppn- um dagsins og meðal annars var geysitvísýnn kappróður háður. Kvenfólkið tók þátt í róðrinum og var keppt milli bæjarhluta. Úr- slit urðu þau, að sveit Oddeyrar sigraði. Stýrimaður var Þórdís Aðalbjörnsdóttir. Önnur varð sveit Glerárþorps. Vegalengdin var 400 metrar. í 500 metra kappróðri drengja átti Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju fyrstu og- aðra sveit. Skipshafnir kepptu einnig í róðri á 500 metra vegalengd og varð róðrarsveit Snæfvlls þar fyrst. Stakkasundskeppnin fór þannig, að Magnús Lórentsson sigraði og Kristján Valdimarsson varð ann- ar. Atlastöngina vann Eiður Sig- þórsson, en hún er veitt þeim, sem hefir flest stig í íþróttakeppni dagsins. Þá voru tveir gamlir sægarpat heiðraðir. Þeir Eiður Benedikts- son og Stefán Magnússon. Þorsteinn Stefánssoi), liafnar- vörður, var sæmdur guUmerki dagsins fyrir mikil og góð störf í þágu sjómanria.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.