Tíminn - 08.08.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.08.1956, Blaðsíða 4
% T í M1 N N, miðvikudaginn 8. . ágúst-1956." i' r~ Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Heilbrigt verzlunarfrelsi A HATIÐISDEGI verzlun arstéttarinnar tala blöð Sjálf stæðisflokksins ætíð af fjálg- leik um verzlunarfrelsi og segjast vilja hafa það sem mest. En þegar til raunveru- leikans kemur, og foringja- klíka flokksins hefir völd í höndum, þá á frelsið ekki upp á pallborðið. Þá eru völd i innflutningsstofnunum og þó einkum bönkum og fjármála stofnunum óspart notuð til að heftá frjálsa samkeppni, en hlynna að gœðingum og þeim fyrirtœkjum, sem eru i náðinni. Þá er með hvers konar bolabrögðum reynt að bregða fœti fyrir samvinnu- félög og fyrirbyggja, að sam tök fólksins fái eðlilega að- stöðu til að fœra út kviarn- ar og skila félagsmörinum sem beztum árangri. Allt þetta var óspart gert á síð- asta kjörtímabili, hvar sem því var við komið. Samvinnu reksturirin í landinu hlaut skarðan hlut af því fjármagni sem til er i landinu. Uppbygg ing atvinnulífs á mörgum stöðum stöðvaðist vegna fjár magnsskorts. Þar sem að- staða var fyrir hendi, var brugðið fæti fyrir fram- kvæmdir með því að neita um leyfi, neita um lán, neita um lóðir og byggingaleyfi, standa þversum í vegi framfaranna eins lengi og unnt var. Viðhorf ráðamanna íhalds ins til frjálsrar samkeppni er vel lýst með aðgerðum þeirra í tryggingamálum. Þegar samkeppni samvinnu manna hafði opnað leið til stórum hagstœðari trygg- ingakjara fyrir almenning en áður giltu, tóku foringj- arnir það til bragðs, að leggja tryggingarnar undir bæjarfélagið - þjóðnýta þœr í nokkrum skilningi — frem ur en leyfa hinni frjálsu samkeppni að njóta sín. Þetta sama viðhorf er uppi gagnvart allri framsókn sam vinnufélaganna til þess að bæta kjör og aðstöðu alménn ins. Þetta er einna ljósast hér í Reykjavík þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn stjórnar bæjarmálum að sínum geð- þótta. Hér er reynt að tor- velda að " samvinnuverzlun nái fótfestu í borginni. Sú samkeppni, sem hún efnir til, má ekki notast fólkinu. Hve nær sem samvinnumenn hyggjast reisa hús yfir starf semi sína eða fá nauðsynlega aðstöðu, er brugðið fæti fyr ir. Ár eftir ár hindra bæjar- yfirvöldin í Reykjavík t. d. að samvinnuféiögin geti kom ið upp fyrirhugaðri kjötiðn aðarmiðstöð í borginni, sem mundi til mikilla hagsbóta og þæginda fyrir borgarbúa og fyrir framleiðendur um land allt. ÞANNIG MÆTTI lengi rekja dæmi. Þegar Morgun- blaðið birtir hátíðlegar grein ar um ágæti frjálsrar sam- lceppni þá á það ekki við heilbrigða samkeppni um góða þjónustu og lágt verð. Það á við að haldið sé í þá aðstöðu, sem klíkur og gróða brallsmenn hafa undir vernd arvæng Sjálfstæðisflokksins. Það á við þá aðstöðu er Sjálf stæðisflokkurinn hefir til að skammta gjaldeyri og fjár- magn, lóðir og leyfi með til- liti til fiokkshagsmuna. Það á við aðstöðu, sem ríkt hefir að undanförnu. Á meðan í- haldið hefir þótzt verða að auka athafna og verzlunar- frelsi með afnámi opinberra ráðstafana, hefir það hert því betur ólina að hálsi heil brigðs frelsis og réttlátrar samkeppni á bak við tjöldin. í skjóli haftanna, sem íhald ið hefir stjórnað í leyndum, hafa klíkur og gróðabralls- menn fengið að leika lausum hala. Þaö er því ekki ein smá ræðis hræsni, sem kemur fram í Mbl. á sunnudaginn, er það þykist þurfa að kvarta' um erfiðleika fyrir hönd einkafyrirtækja þeirra, sem verið hafa í náðinni. Þau skrif eru til þess gerð að leiða athygiina frá hvernig um hnútana er búið. Þau eru list ungamóðurinnar, sem reynir að leiða athyglina frá hreiðrinu með vængjablaki og kveinstöfum. ÞAÐ ER verkefni kom- andi tíma að losa um höft íhaldsins, er lama raunveru- legt frelsi í athöfn og verzlun, skapa réttlæti þar sem áður var klíkúskapur og óréttlæti. Það er hagsmunamál heil- brigðrar verzlunarstéttar, að þessi sókn gegn ófrelsinu gangi sem greiðast. Að þeirri leið á hún að sækja fram til meiri athafna og aukinnar þjónustu við fólkið í landinu. Vaxandí óvissa um forsetakjör í USA Heilsa Eisenhovers veldur áhyggjam meSal kjcsenda - Nixon mætir andbyr | Fangelsi og betrunarhæli Forvígismenn Republikana í Bandaríkjunum eru ekki eins j öruggir um sigur Eisenhov/ers í forsetakosningunum í haust og þeir voru um skeið. Þeir hafa lengi verið sigurvissir, bjartsýnir og baráttuglaðir, en nú er Ijóst, að þetta ætlar ekki að endast þeim fram í nóvember. Það verö- ur ekki lengur dulið fyrir almenn- ingi í Bandaríkjunum, að bati Eisenhowers er hægari en látið var í veðri vaka um sinn. Sjálfur hefir Eisenhower að undanförnu heldur ýtt undir þá skoðun, að heilsa hans sé hyergi nærri góð. Á blaðamannafundi kvaðst hann t. d. vei’a hress, en ekki vei'a eins hress og fyrir ári. í Panama sagði hann, að þróttur sinn væri lítill. Honum er lýst svo nú, að hann sé orðinn magrari en hann vai', fötin hanga utan á hon- um. Hann brosir sem fyrrum, en New York Tirnes gat ekki á sér set- ið að benda á, að engu líkara væri en brosið væri ofurlítið óeðlilegt nú orðið. Uppreisn gegn Nixon Þetta baksvið þui’fa menn að liafa í huga nú, er þeir hugleiða ástæðurnar fyrir uppreisninni gegn Nixon vai'aforseta, sem Stassen hratt af stað. Harold Stassen hefir lengi verið áhrifamaður í amerísk- um stjórnmálum. Hann hefir um skeið verið sérlegur ráðgjafi Eisen- howers í afvopnunarmálum. Stass- en rauf þá einingu, sem ríkt hefir á yfirborðinu um framboðsmálin. Hann lýsti því yfir sem skoðun sinni, að framboð Eisenhowers og Nixons mundi fá nokkrum milljón- um færri atkvæði en framboð Eis- enhowers og Herters. Og fékk síð- an 4 vikna orlof til þess að skipu- Ieggja baráttu gegn framboði Nix- ons og til þess að fá Chirstian Hert- er, fylkisstjóra í Massaschusetts út- nefndan sem varaforsetaefni á flokksþinginu, sem hefst 20. þ. m. í San Fransiséo. Hægrimaður Nixon var útnefndur varaforseta- efni flokksins 1952 og átti útnefn- ingin þá að vera plástur á sár hægri arms Repúblikanaflokksins, er þeir stjórnuðu Taft og Knowland. Það var þessi armur flokksins, sem hafði hindrað nokkra stefnubreyt- ingu í utanríkismálum gagnvart Kína. Taft og Knowland voru sér- stakir vinir Chiang Kai-sheks og Syngmans Rhee. Fyrir fjórum árum mætti Robert Taft á flokksþingi Republikana með mest allt flokks- stjórnarapparatið að baki sér og stillti sér upp við hlið Eisenhowers sem forsetaefni. Urðu hörð átök á þinginu í milli fylgismanna þeirra. En þegar kjörmennirnir 19 frá Minnesota, sem Ilarold Stassen var foringi fyrir, lýstu stuðningi við Eisenhower, brast fylking Tafts og Eisenhower var útnefndur, og Nixon gerður að varaforseta til þess að milda ósigur hægrimann- anna. Óvæginn baráttumaður Nixon sat ekki lengi á friðar- stóli. í þingkosningunum 1954 tefldi hann fram slagorðinu „20 ára landráð" gegn Demokrötum. Kosn- ingabarátta hans var svo hörð og óvægin og blandin ósönnum og ruddalegum ásökunum, að hann hlaut viðurnefnið „MacCarthy með hvítaflibbann". Hann var í augurn ! andstæðinga stjórnarinnar fulltrúi afturhaldssamasta hluta Republi- kanaflokksins. Þegar Eisenhower veiktist í fyrra, söðlaði Nixon um og talaði eins og hann væri mikill fvlgis- maður hinnar frjálslyndu stefnu Eisenhowers. En andstæðingarnir trúa honum ekki, og heldur ekki ýmsir fi'jálslyndir Republikanar. Það sýnir uppreisn Stassens. En flokksstjórnin stendur fast með Nixon. Úr hinni gömiu sveit Ilvernig stendur svo á því, að flokksstjórnin virðist leggja þetta kapp á framboð Nixons, þegar ljóst er orðið, að það veldur deil- um innan flokksins? Ástæðan er tvímælalaust, að hann tilheyrir „hinni gömlu sveit“, sem svo er kölluð, og hún er valdamikil í flokksstjórninni. Nixon er úr hægri armi flokkslns. Flokksstjórnin ótt- ast, að ef Nikon verði látinn víkja fyrir einhverjum fi'jálslyndari manni, rnundu kjósendur taka það sem merki þess, að hún sjálf trúi eklci á fullyrðingar sínar um að | Eisenhower sé svo hraustur, að hann muni með prýði standast erf- iði næstu 4 ára í forsetastóli. En hvort sem henni nú líkar betur eða verr, er sá orðrómur á kreiki, að horfurnar með Eisenhower séu ekki eins góðar og af er látið og uppreisn Stassens gegn-Nixon hef- ir gefið honum byr undir vængi. Það er ljóst, að meðal foringja Republikana eru menn, sem ekki eru trúaðir á að Eisenhower rnundi standast þessa raun og óttast að forustan lendi hjá Nixon, þá tímar líða. Af þeim ástæðum er varafor- setaembættið svo umdeilt. Á venju- legum tímum er þetta framboð ákveðið af nokkrum valdamönnum ílokkanna, eftir að aðalmálið, fram boð sjálfs forsetaefnisins hcfir ver- ið ákvarðað á flokksþinginu. En óttinn við að Eisenhower kunni að endast verr en ætlað er, veldur því, að nú er embættið mjög þýð- clSENHOWES heilsa hans veldur vaxand áhyggium ingarmikið. Ef forsetinn félli frá áður en kjörtíminn er úti, mundi varaforsetinn verða forseti það sem eftir er tímabilsins. Ef Eisenhower yrði veikur og frá störfum um lengri tíma, mundi varaforsetinn verða mjög valdamikill, enda þótt hann tæki'ekki beinlínis við for- setaembættinu. Herter er í áliti Maðurinn, sem Stassen teflir fram í gegn Nixon — í gegn vilja hans að því helzt er útlit fyrir — er Christian Ilei'ter, fylkisstjóri í Massaschusetts. Hann nýtur rnikils álits. Hann var einn þeirra, sem gengu frarn fyrir skjöldu 1952 til að tryggja Eisenhower útnefningu flokksþingsins. Hann er talinn frjálslyndari en Nixon. Flokks- stjórn Republikana og margir þing menn hafa fordæmt uppreisn Stass- ens og virðast flestir álítá áð' Nixon muni sigra á flokksþinginu, hver áhrif, sem það kann að hafa í sjálfri forsetakosningunni, Eisen- hower sjálfur hcfir lítið .sagt um deilu þessa nema að hann telji Nixon hæfan til starfans? ýirðist hann með þessu veita hönum mór- I alskan stuðning án þess að lýsa • yfir hreinni afstöðu í málinu. ■ Áhrifamikil blöð, m. a. New York j Times hafa gagnrýnt Elsenhówer i fyrir að taka varaforsetamálið ekki fastari tökum. Segir blaðið, að forsetinn hljóti að gei-a sér ljóst, að enda þótt heilsa hans 'Framhald á 7. síwu.) Wmsmfí NÝLEGA VAR vakin at- hygli á Ástandinu í fangels um landsins í ágætu útvarps erindi. Það stakk einna mest í augun, að þannig er búið að föngum í ríkisfangelsinu á Litla-Hrauni að fangarnir ráða því sjálfir að kalla má, hvort þeir eru innan dyra eða utan. Þeir brutu sjálfir læsingar á klefum sínum í vetur, og gengu þannig frá útidyralæsingum að þar get ur hver ög einn hjálpað sér að vild. Við þessar opnu dyr hafa þeir búið síðan í vetur, en ríkisvaldið hafði ekki framtak til að gera sig gild andi á þessum stað. Þetta mun vera hluti þess, sem Morgunblaðið kallar „blóm- legan arf“. Þeir, sem álengd ar standa, hugsa e. t. v., aö heppilegra hefði verið fyrir það blað að tala minna um af rek á sviði dómsmála, en stuðla heldur í kyrrþey að endurbótum á dyraumbúnaði á Litla-Hrauni. SÚ AÐGERD mun ekki stórvægileg né kosta mikið fé né fyrirhöfn, þótt hún kosti auðvitað framtak. Hitt er meira verk og það ekki síð- ur aökallandi, að koma við unandi skipulagi á fangelsi og betrunarhæli landsins og gera þau þannig úr garði, að sæmi menningarþjóð, er í raun og veru vill betra þá, sem á glapstigum hafa lent. En það verk þarf að hefja nú hið allra fyrsta. „Arfurinn“ er þar á sumum sviðum ekki hóti skárri en á Litla-Hrauni. Til aS seðia svanga maga. — Síðdegis á sunnudaginn, þegar áminningar Slysavarnafélagsins i útvarpi um varúð á götum og þjóðvegum höfðu staðið í nær tvo daga, ók stór sendiferðabíll með ofsahraða niður Bankastræti, fram úr bíla- röðinni, sem sníglaðist niður göt- una, og varð á undan öllum yfir gatnamótin eins og væri kapp- akstur. Þegar kom inn í Austur- stræti, renndi bíllinn upp að gangstéttarbrún gegnt Útvegs- bankanum. Út gengu hvatlega tveir ungir menn, steðjuðu yfir götuna og hurfu inn í pylsusjopp- una. Hölluðu sér fram á búðar- borðið og biðu eftir afgreiðslu. Það var því ljóst, hver ástæðan var fyrir þessum ofsahraða og margföldu broti á umferðarregl- um: Það var að seðja svangan maga. Með þessu háttalagi hafa þeir komizt a. m. k. einni mínútu fyrr í sjoppuna, en með því að bíða síns tíma í bílaröðinni. Ástæðan fólgin í eiain hugskoti. — Þetta dæmi er víst ckkert eins- dæmi. Margur ökumaðurinn fer með ólöglegum hraða og vítaverðu tillitsleysi gagnvart lífi og limum samborgaranna án þess að nokk- urt utanaðkomandi atvik reki hann til þess. Ástæðari er í hug- skoti þeirra sjálfra. Þar inni er misskilið stærilæti, oinhver heimskuleg sýndarmenska, sem bólgnar upp þegar setzt er undir stýri. Þá á að sýna að þar sé kall, sem eitthvað getur, og heldur sínu striki. Þetta iika hugarástandið. Sálkönnuðir hafa líklega skýring- ar á reiðum höndum. Margra ára innibæld uppreisnarkennd brýtzt e. t. v. þannig út, við ákaflega ó- heppilegt tækifæri. Ogivissan um að enginn muni skipta sér af þessu ýtir undir þá hugsun, að nú sé óhætt. Traust umferðareftirlit mun halda aftur af þessum mönn- um, sem eru bókstaflega hættuleg ir þegar þeir eiga að fara að stjórna bíl. En það eftirlit er því miður ákaflega fátæklegt. Afleit auglýsing. —' Bíllinn, sem þeysti með ungu mennina að pylsusjoppunni var merktur þekktu fyrirtæki í borginni. Oft sér maður vörubíla og séndibíla, sem eru merktir verksmiðjum og verzlunum, fara geýst um göturn- ar. Ekki mun til þess ætlast af þessum fyrirtækjum, en gæta þau þess að 'orýna það fyrir ökumönn- um sínum, að fylgja umferðar- reglum? Nú er það tízka að aug- lýsa varninginn utön á bíiunum með iitfögrum myndum og létri. Bílarnir eru þannig auglýsing á hjólum. En skyldu forráöamenn fyrirtækjanna hafa íliugað, að þegar slíkur bíll brýtur Umferðar- reglur, þeysir tiliitslaus um göt- ur og veldur ótta og lineykslun, þá auglýsir hann fyrirtækiö og vöruna með öfugum hætti? Slíkt framferoi vekur andúð, sem bitnar á fyrritækinu. Það er á- reiðanlega ein hin versta auglýs- ing fyrir verzlun eða vei'ksmiðju að láta angurgapa aka auglýsinga bílum sínum. Þeir drengir vinna ekki fyrir kaupinu sínu. Þeir eru húsbónda sínum til álitshnekkis og tjóns. ■'ú&Á —Frosti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.