Tíminn - 08.08.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1956, Blaðsíða 6
TIMINN, miðvikudaginn 8. ágúst 1956. Slmi 819 3ð V andræðastúlkur (Problem girls) Mjög spennandi og dularfull ný amerísk mynd, sem lýsir meðferð vandræðastúlkna á Vistheimili. Myndin er byggð á sönnum at- burðum. Helen Walker. Ross Elliott Susan Morrow Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Sægar rpurinn Geysi spennandi amerísk mynd teknicolor, reist á sögu eftir R'afael Sabatine. Louis Hayward Patricia Medina. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. AUSTU RBÆJ ARBÍÓ Siml 1384 LOKAÐ TRIPOLI-BÍÓ Biml 1182 Hinar djöfullegu Geysispennandi, óhugnanleg og framúrskarandi vel gerð og leik in, ný frönsk mynd, gerð af snill ingnum Henri-Georges Clouzot, sem stjórnaði myndinni „Laun óttans". Vera Clouzot r.!^2L_ Slmone Clgnoret Paul Meurisse Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Simi 1544 Kona forsetans (The President's Lady) Stórbrotin og hrífandi ný amer ísk mynd, byggð á sönnum at- burðum Aðalhlutverk: Susan Hayward, Charlton Heston. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allt í grænum sjó Hin sprellfjöruga grínmynd með Abbott og Costello Sýnd í dag og á morgun (6. ág.) kl. 3. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1 báða dagana. GAMLA BÍÓ Síml 1473 Lokað Hdfnarfjarðarbsé Simi 9249 Þjóðvegalögreglan Afar spennandi bandarísk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Sally Forrest Ralph Möeeker Elaine Stewart Keenan Wynn Sýnd kl. 7 og 9. TRICHLORHREINSUN BJCÍJRG SOLVAltAGOTU 74 • SIHT 323? BARMAHLÍÐ G immm Káta ekkjan Fögur og skemmtileg litmynd gerð eftir óperettu Franz Lehar. Aðalhlutverk: Lana Turner Fernando Lamas Una Merkel Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Sími 6483 Þrír óboðnir gestir (The desperafe hours) Heimsfræg amerísk kvikmynd er fjallar um 48 skelfilegar stundir er strokufangar héldu til á heim- ili friðsamrar fjölskyldu. Taugaveikluðu fólki er ráðlagt að sjá ekki myndina. Myndin er sannsöguleg og er sag an nú að koma út á íslenzku. Aðalhlutverkin leika af frá- bærri snilld Humphrey Bogart Fredric March Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI — Síml 9184 Gimsteinar frúarinnar (Madames Juveler) f Frönsk-ítölsk stórmynd, samin eft j > ir sögu er birtist í Sunnudagsblað í í inu. Kvikmyndahátíðin í Berlín í ! 1954 var opnuð með sýningu á) | þessari mynd. Leikstjóri: Max Ophuls Charles Boyer, Victoria Desica, Danlelle Darrleux. Myndin hefur ekki verið sýnd hér í á landi áður. — Danskur skýringa j texti. — Bönnuð börnum. — Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarbíó Eldkossiim — Kiss of Fire — ’ Mjög spennandi ný amerísk lit- ! mynd eftir samnefndri skáldsögu j ;Dee Lindfors. Kirk Douglas, Jeanne Crain, Claire Trevor. Bönnuð börnum. Sýnd kl 5, 7 og 9. Tiiiiiimiiuiuuiis-MurtiirmmiiiiiimiiiiiiitiiiiiiiuiHiiini | VOLTI | aflagnir afvélaverkstæði 1 afvéla- og } f aftælcjaviðgerðir i I Norðurstíg 3A — Sími 6458 | 7iiiiuiiiiiiiiiiliiniiii«iiiiiiiiiiuiimniMmiiiiiHiimHiuu nmniiiiiintstM PrLTAB i ef þtS etgiS stúIkuM þá á ég JxríBgans. I Kjartaii Ásmundsson I gullsmiður [ Aðalstræti 8 Simi 1280 Rvik 3 Fflir JENNIFER AME5 SO hvaS fór á milli þeirra. Hún vissi aðeins, að „ég mun á- reiðanlega komast yfir það“ var einkunnarorð Madelinu, en hún hafði ekki búizt við, að Alan myndi líka nota það. Hún fór með honum inn í einn klefann, þar sem skipt var um föt, og bjó um sár hans eins vel og kostur var á. Sár- ið var djúpt, og undarlegt, ef það hefði verið fiskur, sem olli því. Hún lét þess getið, og hann brosti þreytulega til hennar. — Vertu nú ekki svona mik- ill kjáni, góða mín. Enginn fiskur, ekki einu sinni „mann ætuhákarl“ syndir um með hníf. Það er hreinasta heppni að ég skuli vera lifandi. 22. kafli. Það var engin kátína við borðhaldið enda þótt matur- inn væri góður. Allir virtust vera óstyrkir, og ræddu um einskisverða hluti. Alan mælti varla orð af vörum, og Fay var viss um, að hann fann meira til í sárinu en hann vildi vera láta. Þau sátu í hring á teppum, sem breidd höfðu verið á sandinn, og snæddu þegjandi, Madelína hafði tekið sér sæti við hlið Alans. — Fay tók eftir því, og gramdist mjög, að af og til hallaöi hún sér upp að Alan. Stundum féll henni vel við Madelínu, en svo komu tímar sem hún get ekki þolað hana. í kvöld hataði hún hana af öllu hjarta. en fann um leið til með henni. Hún vissi vel sjálf, hvílik kvöl það gat verið, að vera ástfang- in af Alan — oftast vonbrigði og sálarkvalir. Stundum gat hann verið vingjarnlegur, og þá var maður í himnaríkis- sælu, en á næsta andartaki varð hann hryssingslegur, og þá vék sælan fyrir örvæntingu. Sheba sat vi ðhlið Charlesar, og ræddi lágum rómi við hann. Fay var óróleg, að sjá þau sam an. Var hægt að treysta Char- les? Myndi hann ekki segja Shebu frá samtali þeirra í dag? Það var víst ekki ósenni- legt, því aðeins að hann væri verulega hræddur um eigin vel ferð. Var ótti hans á rökum reistur, eða var hann aðeins yfirskin? Hann va rhégómleg ur ungur maður, og greinilega auðvelt fórnardýr þeirrar konu, sem hefði áhuga fyrir honum. En ef þeim ætti að tak ast að flýja héðan, þá hefði hann og flugvél hans rriesta þýðingu fyrir þau...... Nú, svo það var alls ekki há- karl, sem hafði ráðizt á Alan. Hann hafði særst meö hníf og það hlaut að hafa verið maður, sem hafði beitt hnífnum. Þau sátu kringum deyjandi glæður eldsins. Það dimmdi skjótlega — eins og alltaf í hitabeltinu. Himinninn varð dökkblár, stjörnurnar komu fram og tunglið skein í fyll- ingu. Eldglæðurnar lýstu upp andlit fólksins í kring. Ótta- blandnar tilfinningar ríktu í hugum manna á þessari sam- kundu. Þessi svokallaða skemmtiferð hafði verið líkust inngangi— ja, inngangi hvers? dauðans, ef til vill? Alan hafði verið fórnardýr morðtilráunar. li(i-f,'Ul Ml, tt.jV.ti lÍÍIOVR Myntíu þeir ráðast aftur á hann, og þá hvenær? Það var ekki annað að gera — þau urðu að fiýja. Þar sem Charles laðaðist svo greinilega að henni; þá var hún náttúrlega hezt failin til þess að komast að samkomu- lagi við hann. Hún léitaöist við að komast í sama bát og hann þegar þeim var róið yfir fló- ann. Hún ávarpaði innfædda manninn, sem rérh þéim, á ensku, en hann brosti aöeins og yppti öxlum og gaf með því til kynna, að hann skyldi hana ekki. — Þú hefir líklega eitthvað meira að segja mér, sagði Char les. — Að öðrum kosti hefðir þú varla yfir.gefið þinn ást- kæra eiginmann til þess að verða mér samferða — sérstak lega ekki nú, þegar hann er særður. Hún lét sem hún tæki ekki eftir hörkunni í rcdd hans og svaraði: — Þú skilur, að eftir þetta er okkur nauðsynlegt að kom- ast burtu svo fljótt sem auðið er, -er ekki svo? Hann þagði andartak, en svaraði svo: — Ég skal reyna að komast niður að flugskýlinu óg líta eft ir flugvélinni snemma í fyrra- málið. Það ætti ekki að vera neitt í ólagi með hana, hún var í ágætu lagi, þegar við Mad komum. Og svo lækkaði hann ósjálfrátt röddina, enda þótt innfæddi maðurinn skildi auð sjáanlega ekki eitt einasta orð. — Ég gæti trúað, að bezt væri að reyna að komast af stað annað kvöid. Um leið og ég fer til að líta eftir vélinni, skal ég sjá um, að vagn bíði okkar niðri á veginum á tilsett um tíma. — Það virðist vera góð hug- mynd. Ég skal ræða um það við Alan. Þau voru komin að litlu bryggjunni, og innfæddur drengur rétti þeim höndina til að hjálpa þeim í land. Skömmu síðar voru þau komin til „Happy Harmony”. Óttatilfinn ingin, sem hafði eyðilagt alla skemmtiferðina, þjáöi þau enn Þau buðu góða nótt í flýti, og fóru til herbergja sinna, eins og þau vildu losna burt hvort frá öðru sem fyrst — burt frá einhverju, sem allir hugsuðu um, þótt ennþá lægi ekki ljóst fyrir — einhverju, sem tengt var hættu og dauða .... Meðan Fay var að búa um sár Alans í herbergi þeirra, sagði hún honum í lágum hljóðum frá síðasta samtali þeirra Charlesar. Hann kink- aði kolli. — Það getur tekizt. Ég vona að minnsta kosti, að þaö tak- ist. Hann var mjög þreytulegur og hún sá, að hann hafði hita. Hann leit á hana blóðhlaupn- um augurn. — Mér finnst hann samt hafa verið nokkuð áf jáð- ur í aö fallast á ráðagerð okk- ar. Þú hlýtur að hafa verið mjög sannfærandi, Fay. Hún minntist þess einnig, hve auðvelt henni hafði fund- izt að tala um fyrir Charlesi. Hún hafði verið dálítið óróleg vegna þessa. — Já, vegna þess, að það hefir einnig mikla þýðingu fyr ir Charles aö komast héðan, svaraöi hiin. — Ég sagði hon- um hvað John hefði sagt um hann. Ég held, aö hann hafi orðið hræddur. , Alan svaraði ekki. Hann ypti öxlum, og hún hafði óljósa til- finningu um, að hann brosti við henni, eins og hún væri barn. — Við skulum vona, aö það takizt, sagði hann aðeins. — Ef ekki, þá verðum við að taka afleiðingunum. En svo er líka alltaf í þessu starfi. Mér leiðist það aðeins vegna Mad. Hún er alltof kát og glæsileg til þess að deyja svona ung. — ÉG er kannske hvorki j afn kát né glæsileg og liún, en' ég kæri mig heldur ekkert um að deyja núna. Rödd Fay skalf. — Og ég vil heldur ekki að þú deyir núna. Hún sat á rúmstoklcnum hj á honum. Hann tók aðra hönd hennar, og þrýsti henni að kinn sér. — í fyrsta skipti í lífi mínu kæri ég mig heldur ekki um að deyja núna, Fay. Það er ef til vill þess vegna, sem mér hefir mistekizt þessi sendiför. Áður var mér nokkurn veginn sama, en þegar svo er, virðist vernd- arengillinn gera sér sérstakt far um, að ekkert komi fyrir mann. í mínu starfi verða menn aö láta sér standa á AV.V.V.V.V.VA^VAVAVAV.V.V.V.V.V.V.V.VW.VA í ? Þakka vinsamlegar kve'ðjur frá öllum nær og fjær % á sextugsafmæli mínu. ■I Tryggvi Ófeigsson. !: :• ’.VAW.V.V.V.SW.V.W.W.W.WAV.V.WAW.WAí* V.V.V.V=V.‘.W.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.*.W.W.,A :■ :■ I; I-Ijartans þakkir fil allra er glöddu mig þ. 29. júlí s. 1. »; í; með heimsóknum, skeytum og höfðinglegum gjöfum. Þingeyrum, 3. ágúst 1956. Jón S. Páimason. ? 3: 'AV.".V.V.V.V.VMV.V.V.W.V.W.*.V.W.WA*.W.*.,."J Af hjarta þökkum yi3 öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hjartahiýju, aSstoö og hjálp v!S andlát og jarSarför Krisfjáns Gíslasonar. Megi forsjónin launa ykkur öllum af sínu ríkidœmi. | SSbLíw.. .. Eiginkona, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn. ■w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.