Tíminn - 08.08.1956, Blaðsíða 7
1' f M I N N, migvikudaginn 8. ágúst 1956.
7
Laugárdaginn 30. júní þessa árs
var jarðsungin að Stóradal undir
Eyjafjöllum Sigríður Guðmunds-
-Jóttir frá Hamragörðum. Hún var
fædd árið 1885 að Stóru-Hildisey
í Austur-Landeyjum. Þar bjuggu
foreldrar hennar. Ifún var af góðu
og myndarlegu fólki komin, og bar
liún það með sér bæði í yfirbragði
og framkomu. Guðmundur faðir
hennar var bróðursonur Þorsteins
lieitins lælcnis Jónssonar í Vest-
mannaeyjum. Bræður þessir voru
mestu myndarmenn hvor í sinni
stétt- Þeir voru Árnesingar að ætt
og uppruna, og verður það ekki
lengra rakið hór.
Sigríðí varð nokkuð erfið gangan
framan af ævinni. Hún var svo ó-
heppinn að missa bæði móður sína
og föður á barnsaldri. En með
seinni konu Guðmundar, Sigríði
Sigurðardóttir frá Brúnum, sem
missti Guðmund eftir örstutta sam
búð flytzt Sigríður, þá barn að
aldri, að Strönd í Vestur-Landeyj-
um til Jóns Halldórssonar bónda
þar, og þegar hún er þangað kom-
inn, missir hún stjúpu sína, sem
reynst hafði henni sem bezta móðir.
Og enn er hún ung að árum þegar
hér er komið sögu. Af þessu má
sjá að æskan hefir verið henni erf-
ið, lauguð tárum og trega. Af
þessu leiddi, að hún lærði fljótt að
beita hönd og huga að því að bjarga
sér eftir ýtrustu kröftum. Hún var
iðin og aðsætin, hlýðin og prúð-
Þar af leiðandi vel látin af hús-
bændum sinum. Hún fluttist ung
að árum að Bergþórshvoli til
frænda síns séra Magnúsar Þor-
steinssonar og frú Valgerðar konu
hans. Þau voru gæðahjón, og þar
mun henni hafa liðið vel. Var hún
þar nokkuð mörg ár, og óx þar
upp í góðu gengi á blómaskeiði
ævinnar. Árið 1926 fer hún kaupa-
kona að Hamragörðum til Erlends
Guðjónssonar bónda þar. Kemur al-
farin þangað árið eftir og giftist
Erlendi, góðum dreng og snyrti-
menni á allan liátt, enda hefir heim
ili þeirra hjóna verið rómað fyrir
myndarskap, untan húss og inn-
an.
Sigríður var trú sínum verka-
hring. Henni var annt um að mönn
um og málleysingjum liði vel.
Til Sigríðar og Erlends hefir ver
ið gott að koma og þar margan að
garði borið. Bær þeirra er í þjóð-
ísill í tilbúna áburSinn
braut. Þeir sem hafa farið eða
fara þjóðveginn með Eyjafjöllum
hjá Gljúfcabúa og Seljalandsfossi
hljóta að hafa veitt þessu snotra
býli eftirtekt á þessum sérkenni-
lega stað. ÍEg hef heyrti víðförla
menn telja þetta bæjarstæði eitt
með þeim hlýlegustu og sérkenni-
legustu, er: þeir hafi séð.
Þarna er sönn sumarfegurð, þar
blasir við fjallið hátt, brekkurnar ið
grænar og fríöir fossar.. Og þarna
vesturundir fjallinu veit ég ao eiga
heima ljóðlínur skáldsins:
„Ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin".
Ep nú þvilir skuggi sorgar ag
trega yfir þessum fagra stað, þeg-
ar húsfreyjan er á brott flutt í
hið hinsta . hvílurúm á fjarlægum
stað — frá eiginmanni og einka-
dóttur og öðru heimafólki, sem
I trega hana, og þekkja bezt auðn-
|ina, sem eftir er, þegar þessi hljóð
, láta og hugulsama húsmóðir er horf
: in á braut. En góðar minningar
um lionar samverustundir græða
bezt. Og vitundin um það að hún
treysti guði sínum í gegnum alla
erfiðleika lífsins, því að hún var trú
kona, sem vildi taka undir með
skáldinu:
„Trúðu á tvent í heimi, tign sem
æðsta ber.
Guð í alheims géimi, og guð í
sjálfum þér.
í guðs íriði.
Guðni Gíslason.
(Framhald af 8. síðu.)
Þakkaði tryggð og vináttu.
Helgi Jónasson þakkaði Rangæ-
ingum rceð hlýjum orðum fyrir
hönd þeirra hjónanna fy.rir tryggð
fyrr og síðar og fyrir þær veglegu
gjafir, sem þeim höfðu verið færð-
ar. Að lokinni ræðu Helga Jónas-
sonar risu .samkomugestir úr sæt-
um og hylltu laíknishjónin með
húrrahrópum. Milli ræðanna voru
sungin a:UjarðarIjóð undir stjórn
ísaks Eirikssonar í Ási.
Eftir þetta varð nokkurt hlé á,
þor sem hinn mikli mannfjöldi gat
ckki setið samtímis að drykkju,
og settust nú jaínmargir að borð-
um og áður höfðu setið. Eigi leið
á löngu þar til Guðmundur Jóns-
son, óperusöngvari, kom upp á
sviðið og við hljóðfærið settist
Fritz Weisshappel. Söng Guðmund
ur mörg lög og hreif samkomugesti
svo sem hans var von og vísa.
Þegar Guðmundur hafði lokið söng
sínum kom kirkjukórinn í Þykkva-
bæ fram á sjónarsyiðið og söng
nokkur lög með ágætum undir
öruggri stjórn Sigurbjartar Guð-
jónssonar í Hávarðarkoti. Kirkju-
kór þessi mun vera með beztu kór-
um í sveitum þessa lands.
Þegar hér var komiö upphófst
dans af miklu fjöri. Aðrir heilsuðu
upp á kunningjana, og varð það
mörgum ánægjuleg samræðustund,
þar sem kærkomið tækifæri gafst
fyrir kunningja, sem langt er á
milli og ekki höfðu lcngi sézt, til
þess að rifja upp gamalt og nýtt.
Naut fólk stundarinnar vel í gleði,
ánægt eftir annríka en áraugurs-
ríka heyskaparviku.
rj].._Var í alla .staði mjag vel vandað
til þessa sámsætis. Viðgerningur
allur og stjórn svo sem bezt má
vera. Mun þetta hóf verða mörgum
lengi í minni, svo ánægjulegt var
það í alla staði. Þetta mun vera
eitt allra fjölmennasta samsæti,
sem haldið hefir verið á Suður-
landi, og sjálfsagt þótt víðar væri
leitað, og sýndi það Ijóslsga, hvc
mikilla vinsælda þau hjónin Helgi
og Oddný njóta í héraðinu.
P. E.
Miðvikisdagur 8« ágúst
Ciriacus. 221. dagur ársins.
Tungl í suðri kl. 15,22. Árdeg-
isflæði kl. 7,29. Síðdegisflæði
kl. 19,51.
Austurbœjar apótek er opið a vlrk-
um dögum til kl. 8, nema á laug-
ardögum til kl. 4. Simi 82270.
Vesturbæjar apótek er opið á vlrk-
um dögum til !d. 8, nema laug-
ardaga til kl. 4.
Hoits apótek er opið virka daga tll
kl. 8, nema laugardaga til kl. 4,
og auk þess á sunnudögum frá
kl. 1—4. Sími 81084.
HAFNARFJARQAR og KEFLAVfK-
UR APÓTEK eru opin alla* 1 virka
daga frá kl. 9—19, nema laugar
daga frá kl. 9—16 og helgidaga
frá kl. 10—16.
Þa5 var mikiS um a3 vera nigur vig Gullfoss í gærdag. Allar lestavindur
skipsins í gangi og auk þess stórvirkir kranar úr iandi til þess aS flýta
fyrir affermingu skipsins. Meðal þess varnings, sem skipað var upp, var
kísill til Áburðarverksmiðju ríkisins. Það var norðan gola í gærdag og
kfsillinn rýkur auðvcldlega, cnda hafa verkamennirnir hlífðargleraugú,
því að [aað er ekki þægilegt að fá hann í augun. (Ljósm.: Sv. Sæmundsson).
auas ovissa
(Framhald af 6. síðu)
vcrði í sæmilegu lagi, vofi yfir að
sjúkleiki hans taki sig upp og þess
vegna sé það skylda hans að
styðja það varaforsetaefni, sem lík
legast sé til að framfylgja stefnu
hans. Telur blaðið og, að banda-
menn Bandaríkjanna telji einsýnt,
að þeim beri skylda til að ganga
svo frá málum, að stefna forseta
þess, sem valinn verður, sé gild-
andi, enda þótt sjúkleiki hamli hon
um að starfa af fullum krafti á
kjörtímabilinu.
Eins og nú standa sakir eru
mestar líkur fyrir því að Nixon
verði kjörinn á flokksþinginu, þótt
það sé engan veginn víst. And-
spyrnan gegn honum fer vaxandi.
Er á það minnt, að þótt flokks-
stjórnin sé honum hlynnt, sc það
ekki einhlítt. Flokksstjórnin studdi
Taft síðast, en Eisenhower sigraði.
Sigurhorfur Eisenhowers sjálfs,
sem af flestum eru taldar yfir-
gnæfandi, hafa og beðið nokkurn
hnekki við þessi átök um varafor-
sctaembættið. Og Demokratar
herða nú sóknina. Stevenson er
talinn öruggur um að verða út-
nefndur af þeim. Kosningarrt'ar
jSÍMMfW
mikils fylgis.
Skipadeild SÍS.
Ilvassafel! fór í gær frá Siglufirði
áleiðis til Abo og Helsingfors. Arnar-
fell losar á Húnaflóahöfnum. Jökul-
fell er í Hamborg. Dísarfell fer í dag
frá Stettin til Kiga og Bergen. Litla-
fell fór í gær frá Reykjavík til Vestur
og Norðurlandshofna. Helgafell er í
Reykjavík. fer þaðan á morgun til
Þorlákshafnar.
Skipaútgerð ríkisins.
Ilekla kom til Reykjavíkur í morg-
un frá Norðurlöndum. Esja fór frá
Reykjavík í gærkvöldi austur um
land í hringferð. Ilerðubreið kom til
Reykjavíkur í gærkvöldi frá Aust-
fjörðum. Skjaldbreið er á Vestfjörð-
um. Þyrill er á leið til Rotterdam.
Skaftfellingur fer frá Reykjavík í
kvöld til Vestmannaeyja. Baldur fer
frá Reykjavik í kvöld til Hjallaness,
Buðardals og Króksljarðarness.
Flugféias íslsnds hf.
Sólfaxi fer í dag kl. 8,30 ti! Kaup-
mannahafnar og Hamborgar. Vænt-
anlegur aftur til Reykjavíkur á morg
un kl. 17,45.
í dag er ráðgert að fliúga til Ak-
ureyrar, Egilsstaða, tlellu,
UtvarpiS í dag:
8.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvárp.
12.(50 Við vinnuna: Tónleikar af pl.
1" or< MiðdeuNútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19 30 Tónleikar: Óperulög íplötur).
19.40 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Samtalsþáttur frá Bandaríkjun-
um: Andrés Björnsson talar við
Riehard Beck prófessor í Grand
Forks.
20.50 Tónleikar (plötur) Fiðlukonsert
í a-moll op. 82 eftir Glazounov.
21.10 Upplestur: ..Hildigunnur", smá-
saga cflir FriSjón Stefánsson.
21.30 Einsöngur: Mario del Monaco
syngur óperunríur (pl.).
21.40 íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
Kvæði kvöldsins.
22.10 ..Heimilisfang: Alls staðar og
hvergi", saga eftir Simenon.
22.30 Létt lög (plötur).
á) Joe Reiéhman 'leikur á pianó.
. ■.:,b).Frappkir sörtgvárpr og hljóm
sveitir flytja dæguriög.
23.00 Dagskrárlok.
fjai'ðar, ísafjarðar, Sands, Siglufjarð-
ar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. —
Á morgun er ráðgert að fljúga til
Akureyrar, Egilsstaða, ísafjarðar,
Kópaskers, Patreksfjarðar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja.
Loffleiðir h.f.
Edda er væntanleg kl. 9 frá N. Y.
fer kl. 10,30 til Stafangurs, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar. Er
væntanieg aftur í kvöld frá Staf-
i angri og Osló, fer eftir skamma við-
dvöl til N. Y.
FERÐALÖG
Ferðafélag ísiands
fer 9 daga skemmtiferð 11. ágúst
norður um miðlandsöræfi og suður
kjöl. Upplýsingar í skrifstofu félags-
ins Túngötu 5, sími 82533.
£40
Lárétt: 1. íláti, 6. þjóðerni, 10. elds-
neyti (þf), 11. fangamark námsstj.),
12. mannfiokkur, 15. þjóðerni.
Lóðrétt: 2. stormur, 3. eldur, 4.
sterkja, 5. bera sigur af hólmi, 7.
eyða, 8. svelgur, 9. hljóma, 13. lánar,
14. biblíunafn.
Lausn á krossgátu nr. 139.
Lárétt: 1. þurka, 6. Alabama, 10. ló,
11. ár, 12. aðvarað, 15. iðaði. Lóðrétt:
2. USA, 3. kúa, 4. salat, 5. garðs, 7.
lóð, 8. búa, 9. máa, 13. veð, 14. roð.
Laugardaginn 4. ágúst voru gefin
saman í hjónaband, af séra Þorstein:
Biörnssyni, ungfrú Guðrúnu S
Björnsdóttir frá Eskifirði og stud
phil Skúli Ól. Þorbergsson, Óðins
götu 32B Reykjavík. Heimili brúð
hjónanna er að Sólvallagötu 2, Keflr.
vík.
Happdrætti Háskólans
Dregið verður í 8. flokki fimmtu-
dag 10. þ. nt. Vinningar eru 1000 og
2 aukavinningar, en samtals eru vinn
ingar 480200 kr. Á morgun er síðasti
söludagur.
Sársundtimar kvenna.
Konur, munið sérsundtíma ykka>
í sundhöllinni mánudaga, þriðjudagá
miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9 e
; h. Ókeypis kennsla.
ORDADALKUR
Veftugi — af þáguf. af Vettr (vætt-
ur sama sem v.era) með gi (neit;
andi) viröa vettugi, virða sem ]
ekkert.
Jii gwnœná
— Er þetta í fyrsta skipti, spyr
dómarir.n, sem þér gerizt brotlegur
við Uigin, maður minn?
— Nei, ég var sektaður um fimm
krónur eitt sinn, þegar ég gleymdi
að kveikja ljós á reiðhjólinu mínu.
— Og var það í eina skiptið- Hugs
ið vður nú ve! um.
— Æ, nei, nú man ég allt í einu
eftir því, að ég hefi líka setið í fang-
elsi í tvö ár fyrir þjófnað.
Þió8(ítiniassfni3
er opið á sunnudögum kl. 1—4 og é
þriðjudögum og finimtudögum op
laugardögum kl. 1—3.
Listasafn rikisins
I Þjóðminjasafnshúsinu er opið í
sama tíma og Þjóðminjasafnið.
Náttúrugrlpasafnið:
Kl. 13.30—15 á sunnudögum, 14—
15 á þriðjudögum og fimmtudögum
Köflóttur kjóll með frakkasnic
en undir er stíft pils í lit vi.
Dánarminning:
Sigríður Guðmimdsdóttir. Hamragörðum