Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið Alþýðubladið er ódýrasta, fjolbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aidrei án þess verið. Sættir? Khöín, laugardagskvöld kl. 10. Liebe býðst til þess að kalla saman þjóðþingið, ef verkfallið hætti. Liebe ósveigjanlegnr. Khöfn, laugard. 8. apiíl. Hellirigning hefir tvístrað mann- fjöldanum. Konungurinn hefir lofað að taka til athugunar kröfu bæjarstjórnar- innar, en Liebe vill ekki sinna kröfunni. Ekki hafa komið út önnur blöð en fregnmiði blaðsins Politiken og blöð jafnaðarmanna. Blöð mót- stöðumannanna mótmæla því, að jafnaðarmenn skerði á þann hátt prentfrelsið! Liebe neitar að beygja sigíyrir vantranstsyiirlýsingn frá fólksþinginn. Eadikalaflokkurinn hefir gert fyrirspurn um það til Liebes, hvort hann mundi fara frá völdum, ef þjóðþingið samþykti vantrausts- yfirlýsingu gegn honum, og svar- aði Liebe því neitandi. Hann neit- aði einnig (með stuðningi vinstri manna) að koma kosningalögunum gegnum þingið; með hjálp for- manns þjóðþingsins [sem er vinstri maðurj kemur hann í veg fyrir að þjóðþingið sé kallað saman þegar í stað. ‘ ’ 1 Konnngnr semnr við |ing- formennina. Járnbrautarmenn á Fjóni og í' Jótlandi neita að taka þátt í járn- brautarverkfallinu. Konungur hefir kvatt þingfor- mennina til sín til skrafs og ráða- „gerðar. > Liebe fer frá vöMmsau Khöfn, páskadag kl. 12 á hád, Konungur hefir, ásamt Liebe og formönnum pólitízku flokkanna, «etið á ráðstefnu á Amalíenborg frá kl. níu til kl: hálf tvö og hefir komist á svofelt samkomulag: 1. Allsherjarverkfallið verður upphafið þegar sáttasemjari ríkis- ins [í deilum milli verkalýðs og atvinnurekenda] klukkan tólf byrj- ar samningatilraun milli verkalýðs og atvinnurekenda um launakröfur verkamanna og verkbannshótun atvinnurekenda. 2. Þingið verður kallað saman eins fljótt og hægt er, og fullgerir kosningalögin, og síðan fara kosn- ingar fram 22. apríl. 3. Allir sem dæmdir hafa verið fyrir pólitísk afbrot fá uppgjöf saka. 4. Liebe segir af sér, en Friis, forstöðumaður ríkisstofnunar þeirr- ar, sem sór um fé ófjárráðra, myndar bráðabyrgðaráðuneyti (for- retningsministerium) og hafa allir flokkar lofað að eiga samvinnu við það. Allsherjarverkfallið stendur enn. Khöfn, páskadagskvöld kl. io. Allsherjarverkfallið stendur enn- þá. Sáttasemjari ríkisins er enn að leita samkomulags Ákafar óeyrðir. Khöfn annan pásksdag kl. 12 hád. Ákafar götuóeyrðir hafa orðið. Margar búðir hafa verið ger-rænd- ar. Grengið að öllum kröfum verka- lýðsins. Allsherjarverkfallinu er lokið. Gengið hefir verið að öllum kröf- um verklýðssambandsins. Nýjasta ráðuneytið; Friis er forsætisráðherra og land- varnarráðherra, Scavenius skrif- stofustj. er utanríkisráðherra, Sonne (fyrv. landsþingsm.) landbúnaðar- ráðherra, Vedel skrifstofustj. inn- anríkisráðherra, Schröder skrif- stofustjóri dómsmálaráðherra, Koe- foed yfirtollstjóri er fjármálaráð- herra, Jensen borgarstjóri í Khöfn er verklýðsráðherra (Jensen er socialisti), Hansen-Nörremölle Suð- ur-Jótlandsráðherra og Ammentorp amtmaður kjrkju og kenslumála- ráðherra. Dm dagiM 09 fsgm. Fyrirlestrar fyrir almenning, sem halda átti í Háskólanum og byrjaðir voru áður en inflúenzan kom hingað, verða ekki haldnir að þessu sinni. Orsökin er sú, að tíminn er orðinn svo naumur, að ekki er hægt að tara yfir það„ sem upphaflega var gert ráð fyrir að ijúka við á missirinu. Samsöngur, 27 karla ogkvenna, var haldinn í gær undir stjóm Jónasar Tómassonar frá ísafirði. Sömuleiðis sungu þau ungfrú Guð- rún Skúladóttir og Jóh. Jónsson tvisöng. ÖII lögin voru eftir söng- stjórann. Húsfyllir var og skemtu menn sér hið bezta, að þvi er bezt varð séð. Söngurinn verður endurtekinn í kvöld. Nánar getið síðar hér f blaðinu. Lóan kvað nú komin, lét hún heyra. til sfn á páskadaginn og: sást þá jafnframt. Um Eyjafjarðarsýslu sækjat Sig. Eggerz, Steingrímur Jónsson, Ari Arnalds, Marinó Hafstein, Júlíus Havsteen, Sigurður Siðurðs- son frá Vigur og Jón Þór. Sig- tryggsson, bóndi. Um póstmeistarastöðuna á Akureyri sækja þeir: Finnur Jóns- son, Guðmundur Bergsson og Jón Þór. Sigtryggsson. Nög járn! Á eynni Celebes í. Austur-Indíum, sem er eign Hol- lendinga, hafa nýlega fundist gífur- leg jarðlög af járnblendingi, sem að eins skamt þarf að grafa eftir. Er áætlað að járnblendingurinn nemi alls 1 billjón smálesta, þ. e. meir en hundrað miljóna stórra skipsfarma. Mikið hefir einnig fundist af nikkel á Celebes; að sögn ná jarð- lög þau, er nikkel finst í, yfirjafn- stór svæði og allir Vestfirðir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.