Tíminn - 22.08.1956, Page 5

Tíminn - 22.08.1956, Page 5
T f IVII N N, miðvikudaginn 22. ágúst 1956. I Þegar stórvatn er brúað mannlegra samskipta A19 ára skeiði hefir verið rninið stór- virki í brúasmíði á Austurlandi - Hofsárbrú í Alftafirði, eýjasta dæmið Vígsluræða ViShjálms Hjálmarssonar, fyrrv. albm. Brúin á Iiofsá í Álftafirði var vígð og tekin 1 notkun 12. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Merkum áfanga 1 samgöngu- málum fiórðungsins — og landsins alls — var náð. Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrfV. alþingismaður flutti vígsluræð- una og lýsti brúna opna í umboði ráðherra. Fer ræða hans hér á eftir: indrun Kæru Álftfirðingar og aðrir sýslungar! Góðir .nágrannar sunn- an Lónsheiðar! Heiðruðu gestir! Hermann Jónasson, forsætisráð- hei-ra, sem jafnframt er ráðherra vegamála og brúa, hefir beðið mig að mæta fyrir sína hönd við þetta tækifæri. Ég flyf ykkur öllum beztu kveðjur hans og árnaðar- óskir. Sundurskorií héraS Það var mér sönn ánægja að fá tækifæri til að blanda geði með ykkur í dag á þessari sigurhátíð og fagnaðar. Suður-Múlasýsla er víð- lend. Að baki Austfjarðafjallgarðs- ins eru Héraöshrepparnir fjórir, en byggðin við ströndina er klof- in af átta meginfjallgörðum, dreifð um eigi færri en tíu firði og vík- ur. Þessir landshættir valda því, að það er ekki á hverjum degi að við úr norður-hreppunum sækjum heim suðlægari byggðarlög sýsl- unnar. Og það er táknrænt í þessu sambandi, að í nyrsta hreppnum, Mjóafirði, er aðeins . einn maður, sem hefir stigið fæti í þann syðsta, Álftafjörðinn. Og ég hygg að líkt sé ástatt hér. Aðeins einn bóndi úr þessum hreppi mún hafa komið til Mjóafjarðar, en hann stundaði þar sjóróðra á yngri árum. í svona sundurskornu héraði er hver sigur í samgöngumálunum harla dýrmætur. Og hann hefir gildi fyrir þjóðina í heild. Við er- um fámennir, íslendingar, en land- ið er stórt. Á engu ríður meir, en að samheldni og gagnkvæmur skiln ingur eflist með þjóðinni. Þegar stórvatn er brúað, þá er einni hindrun fyrir eðlilegum samskipt- um manna rutt úr vegi. En engir hafa þó jafn ríka á- stæðu til að fagna nýrri brú og fólkið, sem býr við ána, og hefir máske barist við hana í návígi langa ævi. Allt frá þeim tíma ,er Ingólfur Arnarson hafði hér veíursetu, eða í hartnær ellefu aldir, hafa Álft- firðingarnir háð sitt stríð við hana Hofsá. í þessu þúsund ára stríði hefir oltið á ýmsu eins og gengur, og margur hefir hlotið hrakning. En í dag er sigri fagnað. Hin glæsilega brú stendur öllum opin, sem eiga leið yfir móðuna. Menn þurfa ekki framar að leggja hest sinn eða bíl í strenginn, né hætta lífi og heilsu. Þúsund ára stríði mannsins við þann hamslausa náttúrukraft, sem Hofsá vissulega er oft og tíðum, því er nú lokið — og með fullum sigri. Framfarir í samgöngu- málum AustfirÖinga Saga brúarmálsins verður sögð af öðrum, og gerð þessa mannvirk- is lýst. Fer ég ekki útí þá sálma. En ég vil flytja alúðar þakkir öll- um þeim, sem hér hafa lagt hönd að verki, verkfræðingnum með teiknistokkinn, verkamanninnum með skófluna, og öllum hinum. Því þetta mannvirki sem önnur hlið- stæð er til orðið fyrir samstarf margra handa, og traustleiki þess og ending byggist á því, að hver maður hafi gert skyldu sína. Nú um sinn hefir verið skammt í milli stórra átaka í brúamálum Austlendinga. Fyrir fáum árum var það Jökulsá í Lóni, sem lét 1 minni Félagsiegt g*Idi Lýsing skáldanna pokann fyrir mannviti og dug kyn- slóðarinnar. Nú er það hún Ilofá. Næst er svo Lagarfljót, en endur- bygging hinnar hálfrar aldar gömlu trébrúar er nú hafin af full- um krafti. « Okkur finnst, hverju um sig, að hægt miði í samgöngumálum, svo í brúabyggingm sem vegagerð. Or- sökin er hin brýna þörf þessara um bóta. Hitt er mála sannast, að stór- virki eru unnin í brúamálum ár- lega. Það þarf t. d. ekki að fletta mörgum árgöngum í sögu brúa- bygginga á Austurlandi til að rek- ast á þessi nöfn, auk þeirra þriggja stóru, er ég nefndi áðan: Stemma og Skaftafellsá, Staðará og Traðargil, Virkisá og Karlsá, allar í Austur-Skaftafellssýslu, Fossá og Búlandsá, Tinna og Fagra dalsá í Breiðdal, Dalsá og Tunguá í Fáskrúðsfirði, Sléttuá og Eyrará við Reyðarfjörð, Norðfjarðará, Þór isá, Múlaá og Geitdalsá í Skriðdal, Selfljót og Jökulsá hjá Brú, Jökuls- á og aðrar stærstu árnar í Fljóts- dal, Finnfjarðará, Saurbæjará og fíeiri í Bakkafirði, Sunnudalsá, Selá og Fuglabjargsá í Vopnafirði, Jökulsá í Borgarfirði, Staðará, Lónakíll og Lindará á Fjöllum. Þetta eru nokkur nöfn frá tíu ára tímabili, en engin tæmandi upptalning. Á sama tíma hafa ver- ið byggðir tugir brúa undir 10 m. lengd í þessum landshluta. Takinarkið er: Engin brúarlaus á Þessi nöfn tala sínu máli um þróunina. — Og áfram verður haldið. Og innan tíu ára verður engin á brúarlaus í alfaraleið á ís- landi, nema verstu óhemjurnar, stærstu jökulfljótin í Skaftafells- sýslum, en einnig þeim er þó gefið auga á síðustu misserum, sumum hverjum. Þetta er gífurlegt átak, því þess er að minnast, að um síð- ustu aldamót var engin brú til á íslandi. Og þetta er aðeins einn þátturinn í þeirri alhliða framsókn í verklegum efnum, sem orðið hef- ir á landi hér. Þá framsókn þarf að tryggja áfram. Það er hægt, því grundvöllurinn, auðugt land og þróttmikill kynstofn, er fyrir hendi. Allar líkur benda til að í þessu þjóðfélagi ríki vaxandi vel- megun, svo fremi þegnarnir þroski með sér samheldni, dug og fórnar- lund. Góðar samgöngur eru einn af hyrningarsteinum slíkrar velmeg- unar, því þær hafa ómetanlegt gildi fyrir atvinnulífið. Með nútíma búskaparháttum hafa þær orðið öldungis ómissandi. Forðum tíð var þéssu öðruvísi háttað. Atvinnu- lífið var þannig upp byggt þá, að allt gekk sinn gang þó bóndi hefði ekki samband við kaupstað sinn nema tvisvar þrisvar á ári. Og margir verzlunarstaðir björguðust með eina skipskomu eða svo. Það er örðugt fyrir nútímamann inn að setja sig inn í þessar kring- umstæður. Bóndi, sem sendir dag- lega mjólk sína í mjólkurbú, sem getur skotist í kaupstað nær sem vera skal á jeppanum sínura, hann skilur varla hvernig hitt gat geng- ið — og menn þó unað glaðir við sitt. Og kaupstaðarbúanum er hinn horfni tími e. t. v. enn meira fram- andi. En okkur er vissulega hollt að rifja þetta upp. Það gefur hverj um nýjum sigri á þessu sviði aukið gildi í vitund okkar. Jafnhliða því, sem góðar sam- göngur örfa athafnalífið, hafa þær geysimikla félagslega þýðingu. Þær hafa blátt áfram sálrænt gildi, því maðurinn er, þrátt fyrir brauðstrit og fchyggju og það allt, félagsleg vera, sem býr yfir hugsjónum og innra eldi. Á vígsludegi glæsilegrar brúar minnumst við þúsund ára baráttu þjóðarinnar við vötnin. Glíman við hana Hofsá er aðeins einn þáttur í stórri sögu. Fangbrögðin við árnar eru tákn- ræn fyrir viðskipti íslendingsins við oft og einatt óblíða náttúru. Og þau hafa aukið mörgum manni þrek og þor og hert hann í lífs- baráttunni. En við hörmum það sannarlega ekki þó því stríði linni og það hætti að vera fastur þáttur í daglegum störfum að svamla í 0r'(Sitl! er frjálst: Lárus Sigfússon, Kolbeinsá Óviðunandi lok fjárskiptamáls I? •; i- Vifhjálmur Hjálmarsson stórvötnum. Við eigum vissulega gnægð frjórri viðfangsefna. Og fögnum af alhug hverjum sigri, sem færir okkur nær því marki að gera hrakninga í fallvötnum að gömlum sögum. En lengi munu bókmenntir okk- ar geyma listfengar frásagnir skáld anna um liðna atburði frá þessum vettvangi. Kvæði Gríms um Svein Pálsson og Kóp lifir með þjóðinni þótt læknum greiðist leið til sjúkravitj- ana. Frásögn Þórbergs, Vatnadag- urinn mikli, verður heldur ekki skammlíf, en þar er myndin dreg- in af miklum hagleik. Þar greinir frá fljótinu í hroða, en „allt yíir- borð þessarar tröllauknu, leir- mórauðu hafrastar þaut fram hjá okkur með flughraða, hófst hér og þar í háa búnka, féll svo niður í djúpa dali, vafði sig í hendings- kasti í risavaxna ströngla, sem bylt ust um í hvítfyssandi boðaföll, hringsnerist í sogandi iðusveipi og skrúfaðist upp í drýli og stróka.“ — þar er brugðið upp mynd af reynsluvísindum vatnamannsins, fræðigrein, sem seint verður lærð til hlýtar — og aldrei af bókum. — „Hestarnir fetuðu sig gætilega útí kolmórauðan strauminn, skref fyr- ir skref. I hverri hreyfingu þeirra birtist mikil lífsreynslá.': — Og jafnljós er mynd ferðafélaganna í frásögn Þórbergs, allt frá „vatna- reifum" fylgdarmanninum, sem „hleypti hestinum undireins nið- urí kolmórautt straumkastið. Hvernig veit maðurinn að þetta sé fært“ til hans, höfundarins, sem aðeins getur rifjað upp frumboð- orð vatnafræðanna: Haltu ekki fast í tauminn. Stattu ekki í ístööun- um. Haltu þér fast í faxið! Engu er-gleymt í þessari litríku frósögn. Þannig geyma bókmenntirnar komandi kynslóðum frásagnir af þeim atburðum, sem ekki munu nú framar gerast í hcnni Ilofsá, og verða æ fátíðari hvar sem er á landinu. Tilefni mannfagnaöar Og í dag er hátíð haldin á bökk- um Hofsár. Kunningi minn nokkur sagði við mig á dögunum: — Hvað er að Það liafa orðið okkur bændurn á fjárskiptasvæðinu harkaleg vou- brigði, liverjar viðtökur ráðamenn fjárskiptamálanna veittu nefnd þeirri, sem kosin var á fulltrúa- fundinn í Búðardal á s. 1. vori og sem átti því lilutverki að gegna, a'ð leita frekari úrbóta um stuðn- ing hins opinbera við þær sveitir, sem fjárskiptin ná til að þessu sinni. Við væntum þess fastlega, eftir allar yfirlýsingar síðustu mánuð- ina um nauðsyn þess, að styðja að jafnvægi í byggð landsins mundi hið nýkjörna og sterka ríkisvald ekki láta það ásannazt, að fyrsta málið, sem það fengi til meðferðar og til afgreiðslu, um úrbætur á því sviði, yrði afgreitt alveg í andstöðu við anda þeirra yfirlýsinga og loforða. Ekki sízt þegar framkvæmd málsins, eins og hún er nú fyrirhuguð, hefir þegar komið af stað alvarlegri upp lausn og röskun í héraðinu. Hinir ágætu ráðamenn okkar verða að gera sér það ljóst, að þótt þeir hafi sett og samþykkt viss lagaá- kvæði um sérstök málefni eins og um er að ræða í þessu tilfelli, þá eru þeir ekki alvitrir frekar en aðrir dauðlegir menn, og verk þeirra því ekki alfullkomin eða ó- brigðul. Sem að líkum lætur, eru fjár- skiptin eitt aðaláhuga- og umræðu efni manna á meðal í héraðinu og sérstaklega hver áhrif þdu hafa á framfara og efnahagslíf héraðs- búa. Allir eru á einu máli um það, hver alvara sé á ferð, enda afleiðingarnar aUgljósar. Það cr ekki aðeins það, að héraðsbúar, bæði sem einstaklingar og sem heild, verði fyrir fjárhagslegu tjóni, sem taka mun tug ára að jafna og aldrei verður að fullu bætt, heldur er sú hætta yfirvof- andi og alveg fyrirsjáanleg, að kjarni hins unga og efnilega fólks, sem nú er að vaxa úr grasi, hverfi á brott og leiti sér að lífsstarfi þar sem betur er að því búið, og meiri skilningur ríkir, á högum þess og íramtíðarmöguleikum. Jarðir fara í eyði. Þar mun þegar svo til ráðið, að 7 til 8 jarðir fara í eyði nú í haust, aðeins í einni af sveitum fjárskipta hólfsins, og uppi eru ráðagerðir um brottflutning fólks meira og minna í hverri sveit, fólkiö neyð- .ist til að flýja burt í von um at- vinnu og betra líf, þegar hinn eini bjargræðisvegur sem hægt er að byggja lífsafkomuna á, í þessu her- ' aði, er lagður í rúst. Hinar naurtit | skornu fjárskiptabætur duga Iskammt til framfæris stórum fjöl- 1 skyldum og til nauðsynbjgra íram- jkvæmda og viðhalds á bújörðun- um. I Ég hef víða heyrt þa.3. J3g^&éð, ! að fólkið í sveitunum fagnar þeirri ' yíirlýsingu stjórnarinnar, að hún ætlar að kaupa 15 togara íil aukn- ingar á fiskiflota landsmanna, og sem fyrst og fremst skuju koma til atvinnuaukningar á þá' staði, sem verst hafa orðið úti síðlistU :Stiri, vegna aflaleysis og Uöhtunáúu k framleiðslutækjum. Og þannig mun fólkið fylgjast með og fagna, hverju góðu máli, sem hin .gýja umbótastjórn brýtur tiLmer|iý og ber fram til sigurs. Hift ýérða okkur líka sár vonbrigðí, ef fiuri skilur svo við málefni, sémhKón þó leggur lið, að því er ekki komifi heilu í höfn. Og þannig eru hotfuu á að fari um fjárskiptamálíð. Rík' ið leggur fram mikið fé, til þ.psu að málið nái fram að gangg, en þó ekki nógu mikið, til þeg& aí> forða frá þeim alvarlegu afléið- ingum, sem framkvæmd þess hefir í för með sér. Til ræktunar og bygginga., i Dreifing aukafjárveitinga gæti verið með ýmsu móti, cn ég held að verulega aukið jarðræktar- framlag og hækkað framlag ti'j styrkhæfra bygginga um visst ára- bil, eða þar til búið væri ao koraa upp nýjum fjárstofni væri mikils- vert. Það mundi gera bændum mögulegt að nýta það vinnúafl, sem losnar vegna sauðleysistíma- bilsins. Og um leið og þannig væri stutt að áframhaldandi þróuu -frana fara í héraðinu, mundi skapast möguleikar til aukinnar fram ■ leiðslu og bættrar afkomu, me.ö tilkomu nýja fjárstofnsins.'Ég vil benda hæstvirtri ríkisstjóm á, að endurskoða þetta mál, og liafí. jafnframt í huga þá staðreynd, aL það verður fullseint að leitá úr- bóta, þegar fjárskiptin eru búirr að eyðileggja fjölmarga bændup fjárhagslega, og þorrinn af dug- mesta fólkinu er á burtu flutt. En eftir sitja nær eingöngu utsliinír erfiðismenn og k >nur, vórisvnuo og dapurt fólk, með brostna' trú á þau framfaraöfl í þjóðfélagiriu; sem það liefir falið umboð sitt "og trcyst af einlægni til þess að vinna af framsýni og fyrirhyggju a6 hverju því vandamáli, sem að hönd um ber, og úrlausnar krefst, þjóð- félgasheildinni til öryggis og heilla. vera halda samkomu þó brú sé byggð. Brúin stendur þar, öllum opin. Þetta er ekkert tilefni um- stangs eða mannfagnaðar. Svona tal er ekki fátítt, og kem- ur mér þá einatt í hug gömul saga, sem Jón Trausti skráði á sinni tíð og gaf nafnið Keldan. — Þið kann ist við hana mörg: Við túnfótinn á Hamraendum, mitt í alfaraleið, var hún keldan, sem enginn hafði getað brúað. Rausnarbóndanum, Birni gamla, hafði hún gert margan óskunda. En þungbærust var honum tilhugs unin um það, ef vegfarendur hættu að leggja leið sína um heimahlað hans og þiggja beina, en tækju að krækja fyrir kelduna. Svo gerðist það eitt vorið, í sól- bráð og leysingu, að heljarmikið bjarg losnaði úr fjallinu upp af bænum. Lá við stórslysi er bjargið geystist niður hlíðina. Það olli skemmdum í túninu en hafnaði að lokum í keldunni. Það varð uppi fótur og fit í bæn- um, eins og nærri mátti geta. En þegar kyrrð var komin á fólkið og menn teknir til við störf sín á ný, þá kom Björn gamli út aö keld- unni. Og nú lét hann kalla á vinnu- menn sína. Enginn vissi hvað til stóð. En þegar allir voru mættir sagði gamli maðurinn: „Skyldum við nú ekki geta brúað ólukku keld una, með því að hafa bjargið und- ir miðri brúnni?“ — Þetta var hans vígsluræða. Björn á Hamra- endum skildi gjörla hvað gerzt hafði og hélt heilagt á sína vísu. Fögnuður manna birtist með ýmsum hætti. En það er hverjum manni hollt að fagna fengnum sigri. Hvatning til nýrra dá'ða Við lifum á öld hraðans; Káþp- hlaupið eftir bættum lífskjÖFÚftí," meiri þægindum, er svo mikið_á stundum, að keppendurnir, þú og ég, þeir hugsa ekki eftir því að setjast niður og gleðjast við sól- skinsblett í heiði. ; r En þetta er ekki rétt. Til hyers er að berjast góðri baráttu og fá sigur, ef ekki má gleðja hugariri. við það, sem vannst? •••in'nx.'AScr! Við skulum því sannarlega halda hátíö á gleðistund. En við igcoum það ekki til að gleyma v.erkefnun- um óleystu. Þvert á mótW Itega.n þraut er leyst, þá skar‘þáð_ýþþa hvatning til nýrra dáða.' Véfjféfftj in framundan skelfa ekkí" nA hræða. Við skulum mætá' þéiifti: fagnandi. Og berjast við nýja erf- iðleika í krafti vissunnar Um þann mátt, sem með okkur býr, í gleði. þess fólks, sem á marga sigra. að baki. , Ég skal ekki hafa þcssi'ofð'cn.it, fleiri. — Hjartanlega ótká é'É ýkk- ur, íbúar þessarar fögfú ávéftáf,;til hamingju með þettá' gláeslléga mannvirki, einnig ykkim, Skáftféll* ingar, sem og öllum. öðrumy er þess njóta í framtíðinrþ; miiblcT í nafni ráðherra yegamálanna, Hermanns • Jónassonar fojrsætisráð- herra, lýsi ég vígslu Hofsárbruar í Álftafirði, lýsi hana opria tii uiri- ferðar öllum landslýð. — Guð blessi vegferð allra þeirr’á,' kefti um brúna fara, nú og síðar. 'j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.