Tíminn - 22.08.1956, Page 6

Tíminn - 22.08.1956, Page 6
6 w ® Síml 819 36 J T Verðlaunakviktnyndin A eyrinni ÁmerfsE ' stórniynd, sem hefir fengið 8 heiðursverðlaun og var kosin bezta ameríska myndin ár- ið 1954. Með aðalhlutverkin fara, hinn vinsæli leikari Marlo Brando og Eva Mary Saint Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 7 og 9. Konungur * sjóræningjanna IJörkuspennandi sjóræningja- myínd í litum með John Derek ■ ”r!' Sýnd kl. 5. ÁUSTURBÆJARBÍÓ Siml 1384 LOKAÐ TRIPOLI-BÍÓ Siml 1182 Matiurinn, sem gekk í svefni (Sömngangaren) Bráðskemmtileg ný frönsk gaman mynd með hinum óviðjafnanlega Fernandel I aðalhlutverkinu. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Síml 1544 „INFERNO Mjög spennandi og viðburðahröð amerísk litmynd. Aðalhlutverk: Robert Ryan Rhonda Fleming William Lundigan Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn GAMLA BÍÓ ;; Síml 1475 Lokað Hðfnarfjarðarbsó Siml 9249 Gleym mér ei ftalska útgáfan af söngvamynd- ógleymanlegu, sem talin er bezta mynd tenorsöngvarans Benjamino Gigli. Aðalhiutverk: 1 Benjamino Gigll | Magda Schneider Aukamynd: Fögur mynd frá Dan- mörku. . Sýnd kl. 7 og 9. IMJGŒIO Káta ekkjan Fögur og skemmtileg litmynd gerð eftir óperettu Franz Lehar Aðalhlutverk: Lana Turner Fernando Lamas, Una Merkel Sýnd kl. 7 og 9. TJARNARBÍÓ Sími 6485 Brýrnar í Toko-Ri • (The Bridges at Toko-Ri) Afar spennandi og fræg ný am- erísk litmynd, er gerist í Kóreu- stríðinu. ASalhlutverk: William Holden Grace Kelly Frederic March Mickey Rooney Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5* 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - Sími 9184 RaiuSa akurliljan ! eftir hinni frægu skáldsögu barón \ ; essu D. Orczys. Nú er þessi mikið' | umtalaða mynd nýkomin til lands; ! ins. Aðalhlutverk: Leslie Howard Merle Oberon Danskur skýringartexti Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarbíó Foxfire í Efnismikli og hrífandi ný amerísk i stórmynd í litum eftir samnefndri 1 metsölubók Anya Seton. Jane Russell Jeff Chandler Dan Dureya ; í myndinni syngur Jeff Chandler ; titillagið „Foxfire" Sýnd kl. 7 og 9. Winchester ’73 í Hörkuspennzndi amerísk kvik- j S mynd með í James Stewart í Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5. I amP€R * Sími 815 56 uiiiuuiuiiuuiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiniiiuiniiimuu T í MI N N, miðvikudaginn 22. ágúst 1956. 62 eru vanir að aðstoða við yfir heyrslur mínar. Madelína stökk eldsnökkt til hans. Hún æpti hásri röddu: Ég gæti myrt þig, ég gæti myrt þig- — Ég efast ekkert um það, kæra vinkona. En sem betur fer, færð þú ekkert tækifæri til þess, svaraði hann — og var ekki laust við að hann hefði gaman af. — Þið eruð fangar mínir. Það er ég, sem ræð því hve lengi þið munið lifa, eða hve fljótt þið munið deyja. í sama bili komu nokkrir lítt klæddir uppreisnarmenn hlaupandi inn í kofann. Þeir voru óðamála, oð Fay skildi ekki hvað þeir sögðu. Charles kom einnig hlaupandi. Hún hafði aldrei séð hann svona fölan og óttasleginn. Röddin var nánast örvæntingarfuLl, þegar hann sagði: — Við eru umkringdir af brezkum hersveitum, íoringi, þeir eru tíu á móti hverjum okkar. Hvað eigum við að gera? Jungman leit ísköldu augn aráði sinu á hann. Rödd hans var róleg: — Snúast til varn ar — það er hið eina, sem við munum gera. Þú hefir þá reiknað vitlaust, Santers. Frá því fyrsta hefir Farnsworth leikið sér að þér. Ég var bjáni að treysta þér. Maður, sem njósnar gegn sínu eigin landi, mun alltaf svíkja um síðir. Það var Sheba Mantesa, sem kom mér til að taka þig. Hún vissi, að þú hafðir starfað með Japönum síðasta ár styrjaldar innar. Hún sagði, að þar sem þú hefðir þetta á samvizk- unni, myndir þú neyðast til að vera okkur trúr, annars myndi hún Ijóstra upp um þig við Englendinga. Ég skildi, að það var eitthvað samband milli ykkar . . . hann brosti háðslega . . . sem virtist gera þig að sérlega góðu „spili“ . . . en föðurlandssvikari er ann ars alltaf lélegt „spil“. Hann snéri sér til eins varð anna. — Hve langt er þar til óvinirnir ráðst á okkur? — Varla meira en tíu mín- útur, foringi. — Við verðum að reyna að komast í gegn, sagði Jung- man. — Hvað sem við gerum, erum við alla vega dauðans matur, en það er betra að deyja í bardaga. Fyrst þarf ég þó að ljuka af nokkrum smá munum hér. Ef þau lifa, geta þau orðið hættuleg í framtíð inni. Hann snéri sér við, og án þess að hika andartak skaut hann kúlu gegn um höfuð Charlesar Santers. Fay rak upp óp, og tók báð um höndum fyrir andlitið, en Madelína stóð óhagganleg. Hún þagði og hreyfði sig ekki, en herpti varirnar saman. Hún virtist vera að herða upp hugan til einhvers. Lík Charlesar lá endilangt á gólfinu, en uppreisnarmenn irnir skiptu sér ekki fremur af því, en það hefði verið hunds hræ. Dauðinn virtist vera dag legt brauð á þessum slóðum. — Áður en bardaginn hefst ætla ég líka að binda endi á líf Alans Farnsworths. Ég hefi áður átt í höggi við hann — þá var hann svartur á hár og skegg — en SanterS-sagði mér, að hann væri samr maðurinn. Hann miðaði skammbyss- unni á Alan, sem lá meðvitund arlaus á fletinu. Fay stökk fram til að kom ast á milli byssunnar og Alans en Madelína var skjótari í snúningum. Hún stökk eins og köttur, greip í handlegg Jung mans, og beindi hoiuira upp á við, svo að kúlan, sem ætlað var Alan, fór í gegn um höfuð Jungmans. En einn varðmann anna hafði séð hvað Madelína ætlaðist fyrir, og hleypti af skoti á hana næstum sam- tímis. Madelína og Jungman hnigu bæði niður, en úti fyrir heyrðist vélbyssuskothríð, sem yfirgnæfði kvalaóp þeirra. Brezku hersveitirnar höfðu unnið auðveldan sigur. ■ M.4.: , 1 iÁ'MrnÍ! 26. KAFLI, Alan var hjá Madelínu, þegar hún lézt á sjúkrahúnnu i Singapore. Hann hafði ekki náð sér enn, þótt hitinn hefði minnkað mikið, en honum hafði borizt til eyrna, að Made lína vildi fá að sjá hann. Fayi var ekki viðstödd síðasta fund ’ þeirra, enda kærði hún sig ekki um það. Madelína hafði bjargað lífi hans — hún hafði vissa kröfu til hans, enda þótt hún gæti aldrei orðið lang- varandi. Hann sat á rúmstokknum hjá henni, og hélt um hönd hennar. — Við hefðum ekki fallið saman til lengdar, Alan, sagði hún þreytulega. — Ég hefi sagt þér ósatt um aldur minn. Ég er miklu eldri en þú heldur. Hingað til hefir mér tekizt að leyna því, en það hefði mér ekki tekizt mikið lengur. — Hvað hefir aldur þinn að segja, þú ert dásamleg eins og þú ert, og ég á þér líf mitt að launa. Hann brosti hug- hreystandi til hennar og bætti við hásum rómi: — Þú kemst áreiðanlega yfir þetta . . . þú ert vön að gera það. — Já, þú hefir rétt fyrir þér. Ég kemst áreiðanlega yf- ir það. Hún þrýsti hönd hans, og sendi honum dreymandi bros, sem smám saman dó út, þar til aðeins voru eftir viprur um munnvikin. Nokkrum and artökum síðar var hún látin. Sama dag var Fay hjá Evu. Lögreglan hafði brotizt inn í bústað Mantesa, þegar Fay lagði inn ákæru sína. Þau höfðu fundið Evu í rúminu, í ömurlegu ástandi, hæði and- lega og líkamlega, Innfædda þjónustufólkið haföi blandað eiturlyfjum í allan mat henn ar. Þegar systurnar hittust, varpaði Eva sér grátandi í faðm Fay, og sagði henni, .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VA hvernig hún hefði barizt gegn eitrinu, sem hana hafði grunað, að látið væri í mat- inn, og jafnvel hefði hún sol-t ið um t-íma af þeim ástæðum. En um síðir hafði hún verið orðin svo þreytt og niðurdreg inn, að henni var sama um allt. Það var ekki fyrr en hún heyrði rödd Madelínu — fyrstu ensku röddina í langan tíma — sem henni hafði tek izt með miklum erfiðismunum, að ná sambandi við hana, og biðja fyrir skilaboð til Fay. — Þegar ég heyrði, að þú værir á Malaya, vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð, hvíslaði hún. — Ég óttaðist, að þau myndu fara með þig, eins og þau fóru með mig. Ég hafði nefnilega komizt að því, að einn þjónanna tók við mútum, svo að ég lét hann hafa gull úrið, sem pabbi gaf mér á sautján ára afmælisdeginum niínum, ef hann vildi koma bréfmiðanum til þin. Fékkst þú hann ekki? Fay kinkaði kolli. — Jú. — En samt fóruð þið til „Happy Harmony" — þessa hræðilega staðar, sagði Eva, og það fór hrollur um hana. — Við Alan neyddumst til þess útskýröi Fay. — Og þið komuzt undan. Það var ’nreint kraftaverk, sagði Eva. — Það var ekki nóg með, að við komumst undan, heldur voru allir uppreisnarmennirn ir í þeim hluta eyjarinna.r, með Kali-var í broddi fylking ar umkringdir, svo er Alan fyrir að þakka. Alan . . . Fay dró andan djúpt. — Alan . . . er dásamlegur, Eva. — Er það ekki leyniþjón- ustumaðurinn, sem þú starfað ir með, og sem þau héldu, að þú værir gift’ ? Fay kinkaði kolli. Eva liorfði beint framan í andlit systur sinnar. — Var það . . . slæmt . . . erfitt fyrir þig, á ég við? Pay svaraði ekki þegar. Eva snéri sér í rúminu, og tók í handlegg henni. — Hvers vegna svarar þú mér ekki? Það hefir þá verið óþœgilegt, svo vægt sé til orða tekið? Fay fór skyndilega að hlæja — í fyrsta sinn síðan þær syst ur hittust aftur. Eva var orðin svo horuö og föl, og ólik sjálfri sér, að bað hafði ekki verið nein ástæða til hláturs. — Vitanlega var þetta öá- lítið erfitt og óþægilegt . . . en einnig spennandi . . . og yndislegt. — Þú átt við, sagði Eva, — vegna þess, að þú fannst, að þú hafðir starfi að gegna. Það hefir þá verið með hjálp vinar þíns, Farnsworths kapteins, a-ð öll mótspyrna uppreisnar- mannanna var brotin á bak aftur? En hverng gat Alan Af alhug þakka ég ykkur öllum, sem heiSru'ðuð I; mig og glöddu með heimsókn, gjöfum og skeyium á j sjötugsafmæli mínu, og gerðuð mér daginn ógleyman- "■ legan. — j; Guð leiði ykkur um lífsins stig. ;i Hann launin mun greiða fyrir mig. ;! ÓLAFUR SKAGFJÖRÐ, j Þurranesi, Dalasýslu. !; VAT/A'AV/.V.^V.W.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.