Tíminn - 09.10.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1956, Blaðsíða 7
£hI‘ J M I N N, þriðjudaginn 9. október 1956. Flytja þarf fé Jtil framleiðslunnar og í framkvæmdlr, sem sitja fyrir Velja verSiir fsær leiðir, sem hagfelld astar eru viunandi fólki í landinu Nokkur atriði tir ræðu Eysteius Jónssonar fjármálaráðhérra á fundi Framsóknar- manna siðastS. sunnudag Allt, sem gerzt hefir í fjármálum og framleiðslumálum þjóðarinnar síðustu mánuðina staðfestir, að það var rétt stefna, að reyna nýjar leiðir í stjórnmálum landsins á s. 1. vori. Það sannast æ betur, að þau viðfangsefni, sem við er að glíma, verða ekld leyst nema í samvinnu við alþýðusam- tökin og samtök framleiðenda. Vegna kosninganna og stjórn- armyndunarinnar hafa skapazt ný viðhorf. Þótt miklir erfið- leikar séu framundan, er von um að úr þeim greiðist vegna þess að gagnkvæmt traust ríkir í milli ríkisvalds og alþýðu- stéttanna. Næstu verkefni eru tilfærzla fjármuna til fram- leiðslunnar enn á ný, og öflun fjármagns til aðkallandi fram- kvæmda með aukinni sparifjársöfnun landsmanna, sem þarf að hvíla á nýju viðhorfi í peningainálum almennt og með erlendum lántökum. Þetta eru nokkur atriði, sem Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra lagði áherzlu á í ágaetri framsöguræðu um horfur í efna- hagsmálum og stjórnmálum, er hann flutti ájfundi Framsóknar- félaganna í Reykjavík á sunnudaginn. Fór fjármálaráðherra nánar inn á svið efnahagsmálanna en forsætisráoherra hafði gert í framsöguræðu sinni, sem rakin er annars staðar í þessu blaði. í kjölinn, jafnt togara, sem báta og frystihúsa.-Að því er nú unnið. Það þarf að rannsaka ástandið í húsnæðismáiunum og marka stefnuna í framkvæmd þeirra. Það þarf að rannsaka fjár- festingarmálin og þeirra þátt í þjóðarbúskapnuirt að undanförnu, gera fjárfestingaráætlanir og á- kveða hvað sitja skuli fyrir. Það þarf að raunsaka áhrif þeirra á lándbúnað og iðnað. Það þarf að rannsaka nánar og bera saman þær höfnðleiðir, sem til greina Atoma. Þessi mál eru í senn flókin og vandasöm og raða verður saman mörgum brotum og gera heildar- mynd, sem stjórnin getur síðan lagt fyrir þjóðina. En þótt verkið sé umfangsmikið þarf það að sækj ast svo greitt, að höfuðstefnan geti orðið ákvörðuð í tæka tíð fyrir næstu áramót. Enginn greiSsluafgangur í ár Meðan þessi athugun fer fram, hlaðast vandamál líðandi stundar upp við dyrnar. Nú er ljóst, að þótt búskapúr rlkissjóðs hafi hing- að til verið í: góðu lagi, verður enginn greiðsluafgangur um ára- mót. Greiðsluafgangur ríkisins hef ir undanfarið orðið til að leysa margs konar vandræði, og standa undir lánum til framkvæmda, sem fyrir um ástand í efnahags- og í ella hefðu stöðvazt, þar sem er- framleiðslumálum sýna, að ekki j lend lán hafa verið af mjög skorn var seinna vænna að reyna að; um skammti og lánsfjármyndun í snúa við. Ef menn líta yfir þjóð- landinu sáralítil. Dómur reynslunnar í upphafi ræddi ráðherrann um ástæðurnar fyrir því, að stjórn arsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn var slitið í vetur er leið. Það var sannarlega ekki að ófyrir- synju'gert. Reynslan liafði sýnt, að efnahags og frainleiðslumál landsins voru algerlega óviðráð- anleg með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn berst fyr- ir auknu réttlæti í þjóðfélaginu á grundvelli samvinnustefnunnar. Þessu höfuðmáli flokksins sýndi Sjálfstæðisflokkurinn vaxandi fjandskap. Það varð líka æ ljós- ara, að ekki var hægt að halda uppi öflugri framfara stefnu í þjóðfélaginu nema í nánu sam- starfi við aðalsamtök vinnandi fólks til sjávar og sveita, enda ýmsir þýðingarmestu þættir efna- hagsmála í rauninni í hendi alþýðu samtakanna. Að því hafi lengi verið stefnt, að komið yrði á stofn pólitískum samtökum til að vinna að slíku samstarfi, og uppliaf þess breytta viðhorfs, sem nú ríkir í stjórn- málum er að rekja til bandalags Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Á það Iagði ráðherr- ann mikla áherzlu og hvatti til þess, að samstarf flokkanna yrði eflt óg aukið. Þær upplýsingar, sem nú liggja Eysfeinn Jónsson útvega hið bráðasta. Nú fyrir ára- mótin vantar 18 milj. kr. í áfallinn kostnað. Ræktunarsjóður er hin nauðsyn- legasta stofnun fyrir sveitirnar. Fjöldi bænda bíður eftir íöstum lánum úr honum. Ríkissjóður hef- ir að undanförnu getað hlaupið undir bagga af greiðsluafgangi, en nú er fokið í það skjól. En þetta þarf að leysa hið fyrsta og verður leyst. Fiskveiðasjóður þarf óhjákvæmi- lega einhverja úrlausn strax í haust. um lánum einvörðungu. Þarf ekki síður innlenda fjármagnsmyndun og innlent lánsfé. Þar væri þjóð- inni stór vandi á höndum. Fjárfestingarverkefni þau, sem næst liggja og gera þarf á næstu árum, eru mörg og mikilvæg. Nefndi hann fyrst Sogsvirkjunina. Eftir 2 ár verður rafmagnsskortur farinn að gera vart við sig á orku- svæði Sogsins og þá þyrfti að vera búið að ljúka þessari virkjun, sem kostar 165 mili. króna að því áætl- að er. Því miður er þannig búið að þessari stofnun — Sogsvirkjuninni — að henni er fyrirmunað að eign- ast nokkuð. Lágt rafmagnsverð er vinsælt, en á það er líka horfandi, að endurnýjun og stækkun er hag- ur fyrir þjóðina, sem menn þurfa að leggja nokkuð á sig til að fá. Þá þarf að-byggja upp frystihús, mjólkurstöðvar og vinnslustöðvar fyrir landbúnaðinn. Það kostar mikið fé. Rækíunarsjóður þarf ár- lega á nýju lánsfé að halda. Uppbyggingin við sjávarsíðuna kallar á mikið fé. Við ætlum að láta smíða 15 togara, sag’ði ráð- herrann, og það er hin nauðsyn- legasta ráðstöfun fyrir áframhald- andi framfarir í landinu, og við þurfum að cndurnýja bátaflotann enn stórlega á næstu árum. Halda verður áfram að byggja fiskiðju- ver og víða þarf að leggja í fjár- festingu vegna aukinnar togaraút- gerðar úti um landið og þar koma hafnarmálin einnig til greina. RafvæSingin heldur áfram Það þarf að halda áfram rafvæð- ingu dreifbýlisins og byggingu orkuvera. Þá þarf að ljúka sem- entsverksmiðjunni og í það verk vantar enn stórfé. Þá þyrftum við að geta byggt fosfatverksmiðju. Þetta eru nokkur áberandi atriði, er snerta sjálfa framleiðsluna, en er þó margt ótalið. Þá eru stór- mál eins og íbúðabyggingar fleira og íleira. og Innlent fjármagn Þótt vel tækist til um erlend lán, getum við ekki byggt allt á erlendum lánum. Ef tryggja á öflugar framfarir í landinu verður að gjörbreyta hugsunarhætti í fjármálum og skapa aðstöðu til þess að þar komi festa og ráðdeild og traust í stað tortryggni og lausungar. . Að því marki m. a. vinna þau pólitísku samtök, sem nú eru orð in og hver vill leyfa sér að halda því fram, að það hafi'að ófyrir- synju og ástæðulausu verið til þeirra stofnað? Eða hvað sýnir ástandið? Sannleikurinn er, og er margsannað af reynslu undanfar- inna ára, sagði ráðherrann, að þessi mál verða ekki tekin full- nægjandi tökum nema með sam- vinnu verkalýðsstétta, bænda og annarra vinnandi framleiðenda og samvinnumanna í landinu. Ef þessir aðilar geta ekki sameigin- lega leyst vandann og tryggt ör- uggari íramleiðslu og efnahags- grundvöll en við búum nú við, þá er það áreiðanlega ekki á ann- arra færi. Sjálfsfæði og heilbrigð framleiðsla Að lokum varaði ráðherrann við þeirri hættu, sem lítilli þjóð er bú- in af því að verða í efnahagslegum greinum of háð öðrum. Traustasta stoð sjálfstæðisins væri heilbrigð samkeppnisfær framleiðsla og eðli leg fjármagnsmyndun í landinu sjálfu. Hvatti hann landsmenn til að sameinast um að stefna að þessu marki. Það væri gæfuvegurinn, þótt torsóttur virtist um sinn, sagði Eysteinn Jónsson að lokum. málasviðið og hafa í höndum glöggar upplýsingar um raunveru legt ástand, hljóta menn að sam- færagt um, að Framsóknarflokkur inn tók rétta stefnu á s. 1. vori, er hann ákvað að slíta samstarfi við Sjáífstæðisflokkinn og freista þess að koma á samstarfi til vinstri til að fyrirbyggja stói’fellt hrun og kjararýrnun. Rannsókn gerð Ráðherrann lýsti því, hvernig stjórnin reynir að trcysta sam- band við alþýðustéttirnar í gegn- um starf 5-manna nefndarinnar, sem vinnur að rannsókn efnahags og framleiðslumála. Erlendur sér- fræðingur hefur gert heildaryfir- lit, og var það lieppilegt, því að hann verður ekki sakaður um, að líta hlutdrægt á málin. Ilins- vegar er það okkar manna, að vinna að rannsóknum út frá heildaryfirlitinu, og það er mikið verk og vandasamt og verður ekki afgreitt í einni svipan. Verkcfnin eru ekki smávaxin: Það þarf að rannsaka hag sjávarútvegsins ofan En fjármagnsþörfin er nú gífur- leg og blasir við bæði nú á næstu vikum og á næstu árum. Er þörf verijlegs lánsfjár er- lendis frá, og verður að því unnið, að útvega slík lán, en ekki er síð- ur þörf stóraukinnar sparifjársöfn unar í landinu sjálfu og nýs við- horfs til peningamála almennt, til ao eðlileg lánsfjármyndun verði innanlands. - Stór verkefni bíða Til dæmis um þau verkefni, sem nú bíða úrlausnar á þessum vett- vangi nefndi ráðherrann sements- verksmiðjuna. Þegar skortir 7—8 inilj. til greiðslu áfallins kostnaðar á þessu ári og á næsta ári 20—30 inilj. Raforkuáætlúnin kostar stórum meira fc en upphaflega var áætlað, eða sennilega' nær 500 milj. alls í stað 300 milj. króna. Er hvort tveggja, að meira er nú færzt i fang en ráðgert var í upphafi, og á skemmri tírjia, og dýrtíð hefir aukizt stórlega. Þarna vantar stór- fé, sem hin ípesta nauðsyn er að í framhaldi af þessu ræddi ráð- herrann um það óréttlæti að kjöt- frystihús og vinnslustöðvar fyrir landbúnaðinn njóta ýmist engrar eða alveg hverfandi lítiliar fyrir- greiðslu um lán, og kemur þetta liart niður á samvinnufélögum bænda og er óréttlátt og óviðuu- andi. Þarna er stórt mál, sem , greiða þarf úr. í opinbera fjárfestingu vantar a. m. k. 50—60 milj. svo að segja næstu vikurnar, til greiðslu þess, sem 'búið er að vinna. FramleiSslunni heldur við stöSvun Þá rakti ráðherrann nokkuð á- standið í framleiðslumálum og minnti á neyðarráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið á þessu ári. Stjórnin varð að hefja starf sitt með neyðarráðstöfunum vegna síld veiðanna í Faxaflóa og síðan hefir hvað eftir annað þurft að grípa til þeirra ráða að lofa uppbótum úr Framleiðslusjóði, sem þó er gjör- samlega févana til þess að standa undir öllum þeim skuldbindingum. Þar er því eitt fjáröflunarvanda- málið enn. Þenslan, fjárfestingar- kapphlaupið og öngþveiti fram- leiðslumálanna hefði svo þau áhrif á gjaldeyrisaðstöðuna, að gjaldeyr- iseign landsins væri minni en ekki neitt og lítið svigrúm þar lengur. Tiifærsla fjármuna í framhaldi af þessu, sagði Ey- steinn Jónsson, má hverjum manni vera það ljóst, að framund an er óumflýjanleg nauðsyn að færa fjármuni til framleiðslunn- ar frá öðrum greinum þjóðarbú- skaparins. Undan því yrði ekki flúið, en tryggja þyrfti að það yrði gert á þann hátt sem heilla- vænlegast væri fyrir vinnandi fólk í Iandinu. Framundan væri svo að finna varanlega lausn efnahags- og íram leiðsluvandamálanna og skapa nýtt viðhorf til fjármála og peninga- mála, sem stuðlað gæti að eðlilegri og heilbrigðri fjármagnsmyndun í landinu. Þörf fyrir erlent lánsfé Fjármálaráðherra ræddi þörfina fyrir erlent lánsfé. Hún væri mik- il, sagði liann, og vonandi greidd- ist úr í því efni, eftir því sem hægt væri að ætlast til. En ekki mætti blekkja með því að telja sér trú um að öll framkvæmdamál I yrðu á næstunni leyst með erlend- Fulltrúar á héraðsfundinum: Efri röð: Eyjólfur Eyjólfsson, Hnausum, Jón Jónsson, Teygingalæk, Brynjólfur Oddsson, Þykkvabxjarkláustri. Neðri röð: Sr. Jónas Gíslasori, Sfefán Hannesson, Litla-Hvammi, sr. Sigurður Pálsson, Sveinn Einarsson, Reyni, sr. Gísii Brynjólfsson, Þórður Stefáns- son; Vík, sr. Valgeir Heigason, Sumarliði Björnsson, Hlíð, Jóhannes Guð- mundsson, Herjóifsstöðum, Páll Pálsson, Efri-Vík. H éraSsíniiáur V estur-Skaf taf ells- prófastsdæmis Héraðsfundur Vestur-Skaftafellsprófastsdæmis var haldinn í Þykkvabæ í Veri (Þykkvabæjarklaustri) 23. sept. s. 1. Fund- inn sóttu allir prestar (3) og fulltrúar úr öllum sóknum sýsl- unnar (8). Séra Sigurður Pálsson var gestur fundarins. í upphafi fundarins var guðs- þjónusta; sr. Sigurður prédikaði, sr. Jónas í Vík var fyrir altari en Samþykkt var svohljóðandi til laga eftir nokkrar umræðurí Héraðsfundurinn mælist. til Víkurkirkjukór söng undir stjórnlþess við ábúendur Þykkvabæjar Óskars Jónssonar. Kirkjan var þétt klausturs, sóknarnefnd og sóknar setin, þrátt fyrir vont veður — rok og regn. — Hlýddu kirkjugestir á mest af því, sem fram fór á héraðs fundinum. — Prófasturinn, sr. Gísli Brynjólfs son setti fundinn og stjórnaði hon um, en sr. Valgeir Helgason í Ásum var fundarritari. Yfirlit var gefið um kirkjulegt starf í prófastdæminu á s.l. ári, lagðir fram reikningar kirknanna og kosnir endurskoðendur þeirra, ennfremur reikninga Ekknasjóðs, sem stofnaður var af sr. Magnúsi Bjarnasyni á Prestbakka. — prest Þykkvabæjarklausturs, að þessir aðilar gangist fyrir því, að reist verði minningartafla um Þykkvabæjarklaustur á þeim stað, sem talið er að klaustrið hafi stað ið. Sr. Sigurður Pálsson flutti er- indi um kirkjulíf í Bandaríkjunum, sem gaf lifandi mynd af hinu þrótt mikla og sívaxandi starfi kirkjunn ar vestan hafs. Eftir fundinn sat margt manna að rausnarlegum veitingum hjá hús bændunum í Norðurhjáleigu og á Þykkvabæj arklaustri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.