Tíminn - 18.10.1956, Síða 7

Tíminn - 18.10.1956, Síða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 18. október 1956. 7 Sjálf stæðism. gáfu fordæmi með bandalagi við Bændaflokkinn Við framhaldsumræðuna um kæruþref Sjálfstæðis- manna á Alþingi út af kjör- bréfi nokkurra þingmanna, átti Bernharð Stefánsson 1. þ. m. Eyfirðinga skörulega og rökfasta ræðu og hrakti þær fullyrðingar sumra Sjálfstæð- ismanna að eðlismunur hefði Verið á bandalagi því, sem var í milli umbótaflokkanna í sum ar og á breiðfylkingunni 1937 í kosningunum. Rakti Bern- harð á mjög eftirminnilegan hátt afskipti sumra núverandi i ar MutfaUskosningar, og menn málsvara Sjálfstæðisflokksins af breiðfylkingunni og sýndi fram á að þar er um methafa að ræða. Bernharð mælti á þessa leið: ÞaS heyrir til metum í óheiSarleik, þegar sömu mennirnir, sem stóðu aS kosningahandalaginu 1937, heimta nú að ógilt séu k jörbréf nokkurra þingm. Ræða Rernharðs Stefánssonar l.-þm. EyfirS- inga á hingfundi 12. októher þó a'ð þeir hefðu báðir frambjóð- endur í kjöri. Þá voru ekki komn- Þetta er nú þriðji dagurinn, sem þessi þingsetningarfundur stendur yfir, og er það að verða nokkuð óvenjulegt og yrði þó enn óvenju- legra, ef enn þyrfti í dag að fresta þessum fundi, kannske fram yfir helgi. Það er því fullkomin á- stæða, bæði fyrir mig og aðra, að stytta roál sitt, enda mun ég gera það. Það vill líka svo vel til, að ég þarf ekki miklu að svara af því Sem fram hefir komið síðan ég tal- aði hér í gær. Ég get ekki fundið að neitt af því sem ég sagði og þeir, sem voru mér sammála, hafi verið hrakið með neinum rökum, enda mun nú verða svo, að héðan af verður aðeins sagt klippt eða skorið í þessu máli. Atkvæðin verða að skera úr og langar ræður hafa ekki mikið að þýða hér eftir. Auk þessa get ég á margan hátt og að miklu leyti vísað til ræðu hv. þingmanns Akureyrar, Friðjóns Skarphéðinssonar, sem hann hélt í gær.og gerði mjög ljósa grein fyr- ir þeim málstað, sem við höldum fram hér, en þrátt fyrir þetta get ég ekki með öllu gengið fram hjá ræðu hv. þingmanns A.-Húnv., sem hann hélt hér í gær, bæði vegna þess að hann var framsögu- maður þess hluta 2. kjörbréfa- deildar, sem var andstæður mér og einkum þó sökum þess að í ræðu sinni í gær bar hann bæði á mig og ýmsa aðra þingmenn sakir, sem hann taldi áð mundu jafnvel varða refsingu. Ég skal að vísu játa, að slík fjarstæða er ekki svaraverð í sjálfu sér, en ég tel þó rétt að sýna hon- um, hans sjálfs vegna, hvar hann stendur í slíkum fullyrðingum sem þessum. GLEYMNIR Á LIÐNA DAGA. Hv. Sjálfstæðismenn tala hér mikið um eitthvert hræðslubanda- lag eins og það sé einhver stjórn- málaflokkur. Þeir eiga víst við bandalag Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins í kosningunum síðustu. Hv. þm. A-hún. sagði að þetta væri einstætt fyrirbrigði í ís- lenzkum stjórnmálum, þetta bandálag, og hann vildi algerlega neita því að Breiðfj’lkingin sáluga frá 1937 væri hliðstæð þessu banda lagi. Ég býst við að bæði hann og hv. þingm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, form. Sjálfstæðisflokksins, íreysti á það að það séu æði margir, sem hafa ryðgað í því sem gerðist fyrir 19 árum, þess vegna tali þeir eins og þeir tala. Að vísu skal það ját- að að hv. þingm. A-Húnv., Jón Pálmason, . er að því leyti sam- kvæmur sjálfum sér, að hann hafði ekkert betra álit á Breiðfylking- unni heldur en hann hefir nú á þessu svokallaða Hræðslubanda- lagi. Þetta var alkunnugt, bæði i hans kjördæmi og víðar. Þau rök, Sem hann þó færði nú, þrátt fyrir fyrri andstyggð hans á Breiðfylk- ingunni, fyrir því að þetta tvennt, Breiðfylkingin og Hræðslubanda- lagið, sem liann kallaði, væri ekki hliðstætt, voru fyrst og fremst þau, að Sjálfstæðisflokkurinn og Bænda flokk-urinn hefðu boðið fram hvor gegn öðrum í sjö kjördæmum. Þetta er algerlega rangt. í tví- menningskjördæmunum buðu þeir alls ekki fram hvor gegn öðrum, tvímenningskjördæmum kusu tvo;! frambjóðendur, og yfirleitt kusu ; kjósendur Sj.álfstæðisflokkinn, því að þá reyndist nú svo, að það var varla að ræða um kjósendur Bændaflokksins, kusu sinn eigin frambjóðanda og frambjóðanda Bændaflokksins. Til dæmis í mínu kjördæmi, Eyjafjarðarsýslu, það kjördæmi var mikið fjölmennara heldur en það. er nú, því að þá til- heyrði því bæði Siglufjörður og Glerárþorp, sem nú er búið að sneiða af því. Þess vegna var *það, að allir frambjóðendur fengu yfir- leitt fleiri atkv. heldur en nú er. Þá fór það svó, að bæði frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins urðu uppbótar- menn sinna flokka á sömu atkvæð- unum, nákvæmlega sömu atkvæð- unum, því að þeir voru yfirleitt kosnir saman af kjósendum Sjálf- stæðisflokksins. „SVINDLIÐ" 1937. Þá eru eftir fjögur kjördæmi. Háttv. þingm. A-Hún. er nú vel kunnugt um það, hvers vegna það lukkaðist ekki að fá hann til þess að fallast á að það yrði einn fram- bjóðandi fyrir þessa flokka í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Það er kunn- ugt, að hann neitaði því sjálfur og beitti sínum áhrifum í sínu héraði til þess að koma í veg fyrir það. BernharSur Stefánsson ég sagði í gær, þá sannaðist það þar, að kjósendur eru alls ekki skyldir til þess að kjósa eins og einhverjir forustumenn flokkanna kve'ða á um. Ég man eftir því að frambjóð- andi Sjálfstæðisfl. í Eyjafirði sagði við mig daginn eftir talninguna: Hvar eru Bændaflokksmennirnir hérna? Hann varð ekki var við þá í kosningunni. FRAMBJÓÐANDI ER FYRIR EINN FLOKK. Háttv. þingm. talaði mikið um það, að menn hefðu boðið sig fram fyrir tvo flokka, yfirleitt allir fram Það var ætluh flokksins. Þá eru bjóðendur Framsóknarfl. og Alþfl. eftir þrjú, og við vitum það, sem munum þessa tíma, að framboð Bændaflokksins í þeim kjördæm- um var aðeins til málamynda, enda sama og ekkert atkvæðamagn þar. Háttv. þingm. sagði að þá hefði engin tilraun verið gerð til að svindla. Ég véit ekki vel hvað hann kallar svindl í þessu sambandi, en ég geri ráð fyrir því og þá jafn- framt með hliðsjón af því, sem háttv. þingm. Gullbr.- og Kjósars. sagði, að það sem hann kallar svindl, sé það að hann telji að með þessu hafi verið reynt til að þess- ir tveir flokkar fengju fleiri þing- menn kosna heldur en þeir hefðu annars hlotið og eftir höfðatölu kjósenda. Ég bara segi jú. Hafi þetta verið svindl í vor, þá var al- veg sama svindlið 1937. Þetta bandalag, sem kallað var Breið- fylkingin af þeim sjálfum, sem tóku þátt í því, það var heinlínis stofnað til þess að reyna að fá fleiri þingm. með því móti heldur en ella og reyna að fá fleiri þingm. heldur en kjóisendatalan sagði til um. Mér er alveg fullkunnugt um þetta. REIKNIN GSLÍSTIN 1937. Ráðagerðin var sú að þetta bandalag gæti orðið til þess að fella a. m. k. 8 Framsóknarþing- menn í kjördæmum, þ. á. m. okkur báða, þingm. Eyf., síðan var ein- um Bændaflokksmanni tryggt kjör dæmi, sem sé Þorsteini heitnum Briem var trýggð Dalasýsla, og hann kosinn þar þingmaður með atkv. Sjálfstæðismanna fyrst og fremst, og hann átti svo að koma með nokkrar J,doríur“ með sér. Þannig átti að fá meirihluta á Al- þingi án þess að hafa meirihluta þjóðarinnar, ograllt var þetta reikn að og talið sjálfsagt að þetta gæti lánast. Það var reiknað .eftir tölum næstu kosningá á undan, alveg eins og háttv. þingm. A-Húnv., Jón Pálmas., reikííaði í gær í ræðu sinni. Það var eins og hann áliti a'ð enginn kjós'ándi gæti skipt um flokk eða skipt-um skoðun, en það sem skeði var . aðeins það, að út- reikningurinn þrást. Kjósendurnir hlýddu ekkí þessu kalli, og eins og Þetta er vitanlega alrangt. Það er bannað að bjóða sig fram fyrir tvo flokka. Ég veit það vel, en það gerði enginn þessara manna. Eng- inn þeirra bauð sig fram fyrir tvo flokka. Samkvæmt stjórnarskrá og kosningálögum, þá er það fram- bjóðandans og hans meðmælenda að segja til um það, fyrir hvaða flokk maðurinn býður sig fram. Það skiptir engu máli hvaða skoð- un maðurinn kann að hafa eða hvaða skoðun hann hefir haft, og það hefir komið fyrir að menn hafa boðið sig fram, beinlínis í trássi við flokk undir hans nafni. Ég fullyrði það, að allir frambjóð- endur Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins tóku það skýrt fram í sínum framboðum og meðmæl- endur þeirra líka, fyrir hvaða flokk þeir byðu sig fram. Enginn þeirra bauð sig fram fyrir tvo flokka. Hitt er svo annað mál, þótt þeir fengju atkv. frá tveimur flokkum. Aftur á móti 1937, þá má segja a'ð í tví- menningskjördæmunum gerðu menn þetta beinlínis. Ef menn eiga að þola refsingu fyrir að hafa boðið sig fram fyrir tvo flokka, samkv. kenningu háttv. þingm. A-Húnv., hvers vegna kærði hann þá ekki Þorstein Briem 1937, fyrir að hafa boðið sig fram fyrir tvo flokka, því ef sú kenning hans er rétt, að ég og aðrir Framsókn- armenn höfum boðið okkur fram fyrir tvo flokka og Alþýðuflokks- menn gert það sama, þá er það ekki síður rétt a. m. k., að Þor- steinn Briem hafi boðið sig fram fyrir tvo flokka. Háttv. þingm. A- Húnv. átti sæti á Alþingi þá. Hann hreyfði engum mótmælum gegn kosningu Þorsteins Briem, og hann hreyfði engum mótmæl- um gegn kosningu Stefáns heitins í Fagraskógi, sem var nú eini upp- bótarmaöur Bændaflokksins, þó að hugmyndin væri að þeir yrðu fleiri, a. m. k. þrír eða fjórir. ERT ÞÚ í FRAMSÓKN? Undirsta'ða undir miklum hluta af kcnningum háttv. þingm. var sú, þar sem hann byggði alltaf á tölum frá undanförnum kosning- um, að menn hlytu alltaf að vera í sama flokki, það væri sjálfsagt, ef ekki kæmi einhver fyrirskipun önnur,. þá kysu menn alltaf sama flokkirin, og væru í sama flokkn- um. Ja, er þá háttv. þingm. hara löglegur þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, ef þessi kenning er rétt? Það er vitað, að hann var einu sinni góður og gildur Framsóknar- maður. Hafði hann nokkurn rétt til þess að vera að ganga úr Fram- sóknarflokknum og ganga í Sjálf- stæðisflokkinn? Hann talaði um það, að mönn- um hefði verið skipað að kjósa. Ég þverneita því, enda er ekki hægt að skipa kjósendum að kjósa. Þeir hafa sinn rétt til að kjósa eins og þeim sýnist og meira að segja, þeir geta, ef þeim er ógnað, gert það á þann veg, að enginn viti um hvernig þeir kjósa. Hann sagði ennfremur, að kjósendur þessara tveggja flokka hefðu ekki átt um neitt að velja, nema annað hvort að skila auðu, sitja heima, kjósa eins og þeim var sagt, eða þá að kjósa Sjálfstæð isflokkinn. Þetta er vitanlega alrangt, eins og ég vék reyndar að í gær. í öll- um kjördæmum voru landslistar þessara flokka, og það var hverj um kjósanda í sjálfsvald sett að kjósa landslista síns flokks, og það gerðu margir. Nú, auk þess gátu þeir vitanlega, eins og háttv. þing- maður sagði, kosið Sjálfstæðisfl., Alþfl. og s. frv., og vitanlega gerðu það sumir. Ég get því ekki séð, að þetta sé sama aðferð eins og sagt er að Rússar hafi, þó að háttv. þingm. héldi því fram. Þar er sagt, að það sé ekki nema einn listi eða einn frambjóðandi í kjöri, og menn geti ekki annað en annað hvort kosið hann, sem í kjöri er, eða skilað auðu, og það sé jafnvel hættulegt að skila auðu. Ekki veit ég hvort nokkuð af þessu er satt, því að ég hefi ekki verið í Rússlandi, og það er áreiðanlega mörgu logið þaðan, en það var nú ekki langt frá því að mér virtist háttv. þingm. A- Ilúnv. kannske ekki vera frá því, að taka upp að sumu leyti svipaða aðferð, eins og sagt er að Rússar hafi, sem sé þá að setja jafnvel andstæðínga sína í tukthúsið eða þá a. m. k. að setja þá undir ein- hverjar þungar kárínur aðrar, þar sem liann taldi hér um refsivert atriði að ræða. IIVAR ER NU SKRAFIÐ UM BYGGÐARJAFNVÆGIÐ? Það hefir mjög borið á góma i þessum umræðum, þó að það komi ekki málinu við, eins og ég sýndi fram á í gær, að það komi fram misrétti í kosningunum, þannig, að það séu færri kjósendur á bak við hvern Framsóknarþingmann heldur en á bak við þingmenn ann arra flokka. Að vísu er nú þetta misrétti ekki eins mikið eins og höfðatalan sýnir. Ef nokkuð er meint með því, sem allir flokkar hafa nú á vörunum um jafnvægi í byggð landsins, þá mundi mega ætla, að allir væru sammála um það. Heil héruð þyrftu að hafa full trúa á sjálfu Alþingi, jafnvel þótt þau séu fámenn. En skyldi nú sjálfur Sjálfstæð- isflokkurinn vera eins saklaus í þessu efni, eins og hann viil vera láta. Ég man eftir því glögglega eftir næst síðustu kosningar, nefnilega kosningarnar 1953, þá var Morgunblaðið og fleiri blöð Sjálfstæðisflokksins, en einkum Morgunblaðið, með bollalegging- ar um það, að ef Sjálfstæðisfl. hefði fengið fáeinum hundruðum fleiri atkvæði í sex kjördæmum, tilteknum, og þannig skipt, að þau hefðu komið honum að sem beztum notum, þá hefði hann fengið meirihluta á Alþingi og blöðin hörmuðu það mjög að þetta skyldi ekki takast. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk í þessum kosningum rúmlega 37% atkvæða og þó að þessi hundruð hefðu bætzt við, hefði það aldrei hækkað prósenttöluna um einn heilan. ÞEIR ÁKVÁÐU KJÖRDÆMASKIPAN. Það var ekki annað hægt að sjá, en að Sjálfstæðlsfl. mundi grípa við því fegins hendi, að fá hreinan meirihluta á Alþingi, þó hann fengi ekki meirihluta kjósenda í landinu. Það kom beinlínis opin- berlega fram í blöðunum. En þetta kemur ekki málinu við. Það á að úrskurða um þetta mál samkvæmt lögunum og ef að kjördæmaskip- un þarf breytinga við, þá á að gera það með lögum en ekki með því að reka heim löglega kosna þing- menn. Og að deila á Framsóknar- flokkinn í þessu sambandi, er nátt úrlega fásinna sökum þess, að Framsóknarflokkurinn hefir nú engu ráðið um þá kjördæmaskipun sem nú er í landinu. Það voru all- ir hinir, andstæðingaflokkar hans, sem réðu því máli til lykta og köll uðu þá réttlætismál. Einmitt eftir þeim kosningalögum, sem þessir flokkar kölluðu réttlætismálið, var kosið síðast og það er ekki annað að gera, að mér sýnist, en að sætta sig við úrslit þeirra kosninga. RITNIN GARSTAÐIR ÓLAFS THORS. Háttv. þingm. Gullbr,- og Kjós- arsýslu, Ólafur Thors, deildi hér á Alþb. og vitnaði mjög í Þjóðvilj- ann, svona svipað eins og mjög trúaðir prestar vitna í Biblíuna. Ég lasta þetta ekki og mér kemur það ekki við. En hvað sem um Alþb. er að segja í sambandi við þetta mál, þá vil ég nú taka það fram, að afstaða þess, eins og hún kom fram í ræðu háttv. 3. þingm. Reyk víkinga, Einars Olgeirssonar, í gær, er nákvæmlega sú sama eins og kommúnistaflokkurinn, sem a. m. k. er ennþá hluti af Alþb., hafði 1937. Ekki man ég eftir því, að það kæmi nein rödd fram hjá komm- únistum 1937 um það að ógilda kosningu Stefáns ,sál. í Fagraslcógi eða Þorsteins Briem. Háttv. þingm. Reykvíkinga sat þá á Alþingi, og ef hann núna greiðir atkvæði með að taka gild þessi kjörbréf, sem um er deilt, þá hefir hann nákvæm lega sömu afstöðu í þessu máli eins og 1937 ÞEIR GÖMLU SLÁ METIN. Háttv. þingm. Gullbr.- og KjóS' arsýslu las upp orð úr Þjóðviljan um, sem beint var til Sjálfstæðisfl að ekki yrði lengra komist í ó heiðarleik. Ég verð að segja það að hvað sem Iíður um yngri menn sem hafa komið á Alþingi eftir 1937, að þá finnst mér það vera eins konar met í óheiðarleik ef hinir eldri þingmenn Sjálfstæ'ðis- flokksins, sem þá sátu á Alþingi, og ekkert höfðu við kosningu Ste- fáns í Fagraskógi að athuga, eða Þorsteins Briem, sérstaklega Ste- fáns, greiða nú atkvæði á móti því, að taka gild kjörbréf þessara fjög- urra Alþýðuflokksmanna, því að það, sem þeir reyna að klóra í bakkan um það, að þetta sé ann- ars eðlis, það bandalag, sem var í kosningunum í vor, heldur en bandalagið frá 1937, það er hláber vitleysa og það er eins greindum og gegnum mönnum eins og háttv. þingmanni Gullbr,- og Kjósarsýslu og háttv. þm. A-Húnv., algerlega ósæmandi að taka sér slíkt í munn. Heilahimnubólga og mænuveiki í Svíþjóð Stokkhólmi, 16. okt. — Óþekkt veira er talin orsök að heilahimnu bólgu, sem mjög hefir gert vart við sig í Svíþjóð í haust. Sjálf veikin leggst ekki þungt á menn. í Svíþjóð hefir í haust einnig verið mikil aukning á lömunarveikitil- felluni, en þó án lömunar. í seinni helmingi september mánaðar löm- uðust 27 manns og er það 9 fleira en á sama tíma í fyrra. Mænuveiki tilfelli án lömunar voru á sama tíma 52, en 24 á sama tíma í fyrra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.