Tíminn - 18.10.1956, Page 8

Tíminn - 18.10.1956, Page 8
Maccaroni og spaghetti Úr maccaroni og spaghetti má búa til marga ljúffenga rétti. Píp- urnar eru alltaf fyrst soðnar í salt- vatni og ber að gæta þess, að vatnið sé nægilega mikið til þess, ai sæmilega fljóti yfir pípurnar. A3 jafnaði er hæfilegt að sjóða maccaroni í hálftíma og spaghetti í 20 mínútur. Eftir suðuna á að láta pípurnar í sigti, svo að renni af þeim, og skola þær snöggvast n eð köldu vatni, svo að þær loði e'-ki saman. Hér fara á eftir upp- skriftir af tveimur réttum. 7<raccaroni með osti og eggjum. 2 egg, 2 tómatar, 100 gr. maccaroni, 30 gr. smjör eða smjörlíki, 1 peli mjólk, salt og pipar, 30 gr. hveiti, 100 gr. rifinn ostur. Eggin harðsoðin, yzta hýðið tek- ið af tómötunum og þeir sneiddir. álaccaroni-pípurnar soðnar. Smjörið brætt í potti, hveitið hrært útí og bakað upp með mjólk inni. Pipar og salt eftir smekk. Tekið af eldinum og ostinum hrært saman við. Maecaroni-pípurnar látn ar í eldfast mót, skurnin tekið af eggjunum og þau lögð ofan á maccaroníið, jafningnum hellt yf- ir, tómatsneiðunum raðað efst og örlitlu af osti stráð yfir. Stungið í heitan ofn og látið aðeins brún- ast að ofan. Þessi skammtur er ætl aður iveimur. Spaghetti með kjöti. 1 laukur, 1 gulrót, 1 matsk. mat arolía, 30 gr. smjörlíki eða smjör, 1 lárviðarlauf, y4 kg. tómatar, % peli kjötsoð, 1 tesk. kjötkraftur, salt og pipar, 400 gr. spaghetti, 100 gr. rifinn ostur. Laukur og gulrót skorin smátt, olia og smjör hitað saman á pönnu, skorið grænmetið og lárviðarlauf- ið látið útí og brúnað nokkrar mín- útur. Sneiddir tómatarnir, kjöt- Hús framtlSariiiear Á húsbúnaðarsýningu í London í sumar, var sýnt hús og húsbún- aður, eins og byggingameistararnir þ?,r álíta, að það muni verða undir næstu' aldamót. Karl og kona gengu um húsið og voru klædd í ramræmi við framtíðarhugmynd- ina, hann í orlon prjónafötum, te.n féllu þétt að líkamanum, hún í einni flík, sem minnti á sundbol. Sumir segja, að þetta hús hafi ri 'nnt mest á spádóm Orwells í bók hans „1984“ og hafi raunar c-kkert skort annað en hið alltsjá- andi auga í hvert herbergi. Þetta framtíðarhús er byggt úr plastikklæddri steinsteypu og hit- ao með rafmagns geislahitun. Iler- bergin eru óregluleg í lagi og hvergi hvöss horn né brúnir, svo ao ryk safnist hvergi. Bygginga- fræðingurinn segir að hellarnir, hinir fyrstu bústaðir mannanna, séu fyrirmyndin. Húsgögn í setu- stofu eru aðeins misháir nylon- koddar og plastikstólar, sem helzt líkjast kramarhúsum. Ef setjast á til borðs^þá er þrýst á hnapp og hluti af gólfinu lyftist og verður að borði. í eldhúsinu er margt haglegra hluta, en í svefnherberg- inu er aðeins svampgúmmídínur og skorin í þær laut fyrir höfuðið. Sængurfatnaðurinn er eitt rautt nylonlak, annað þarf ekki, því að hitinn er alltaf sá sami. Ryksafn- ari sogar allt ryk til sín. Sumir, sem sáu þessa sýningu sögðu, að það versta væri, að hugsanlegt væri, að þróunin gengi í þessa átt, að svipta heimilin öllum sérein- kennum. krafturinn og soðið, ásamt krydd- inu, látið úti. Blandað vel saman, síðan er kjötið hrært útí. Loks sett á pönnuna og soðið við hæg- an eld í tæpa klukkustund. Spaghetti soðið, skolað og látið renna vel af því, þá er það látið á heitt fat og kjötsósunni hellt yfir. Rifinn ostur er borinn með þessu. Skammtur handa 4. Þetta er mjög góður matur. — o — Reykt ýsa með sósu. 1 kg. reykt ýsa, 3 egg, 2 meöalstórir laukar, 3 tómatar, 30 gr. smjör, Vz peli rjómi, 1 íesk. íómatsósa, salt og pipar. Fiskurinn soðinn. Laukurinn sax aður og brúnaður Ijós í smjörinu. Sneiddir tómatarnir og tómatsós- an látin á pönnuna með lauknum og látið sjóða í 10 mín. við lítinn hita. Rjómanum hellt útí og soðið þar til hæfilega þykkt. Kryddað eftir smekk. Fiskinum raðað á fat, eggin hleypt (blæjuegg), sós- unni hellt yfir fiskinn, skreytt með eggjunum, tómatsneiðum og stein- selju. Ræðið af alvöru við börnin Oft særir fullorðið fólk börn með því að taka ekki þeirra vanda- mál nógu alvarlega, en íil þess, að fullur trúnaður skapist verða hinir fullorðnu að reyna að setja sig inn í hugmyndaheim barnanna og skilja vandamál þeirra út frá þeim sjónarhóli. Svarið börnunum í alvöru, er þau bera upp vandamál sín, en reynið ekki að blekkja þau og kom ast hjá skýringum með því að segja, að þetta fái þau að vita þeg ar þau verði stór. Það er mikið á- fall fyrir þekkingarleit barnsins, ef það kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé tilgangslaust að spyrja nokkurs, þau fái aldrei sönn svör. Það er miklu betra að segja barninu hreinskilnislega, að mað- ur viti ekki það, sem um er spurt, heldur en að svara út í hött. Segjum sem svo, að börn eigi erfitt með að tala. Þá er illa gert að herma eftir þeim og skemmta sér á þeirra kostnað. Ef þau eiga t. d. erfitt með að móta viss hljóð, er bezta hjálpin að þeir, sem börn in umgangast, tali skýrt og greini- lega og falli aldrei í þá freistni að tala barnamál. Reynið að taka leiki barnsins al- varlega og lofið þeim að sinna þeim í friði. Fyrir þeim er leikur- inn það, sem vinnan er hinum full orðnu. Truflið þau ekki að ástæðu- lausu í spennandi leik, ekki einu sinni til að sýna þeim hvernig T í 1V11 N N, fimmtudaginn 18. október 1956. Slátrun lokiS hjá S. S. á Selíossi Frá fréttaritara Tímans á Selfossi. Nýlokið er nú slátrun í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Féð er það vænsta, sem komið hefir til sláturhúss- ins síðan það tók til starfa. Alls var slátrað 18800 fjár, sex- tíu nautgripum og 20—30 folöld- um. Þyngsti dilkur var frá Jó- hannesi Helgasyni í Hvammi, vóg hann 26, 5kg. Auk þess voru dilkar Erlent yfirlít (Framhald af 6. síðu) þeirri skipan, að þeir menn, sem frá Miklaholti í Biskupstungum j tryggja sig af eigin ramleik, fá til- og Skógum í Laugardal með 25,5 svarandi framlag frá ríkinu og kg. fallþunga. Markir dilkar voru þeir, sem eru skyldutryggðir. með 24 kg. fall. í frystihúsið á Selfossi var lagt á sjöunda þúsund dilka og var meðalvigt þeirra 15,47 kg. ÁG. Nemendagarður (Framhald af 5. síðo/.) utanbæjarnemendur, þar sem þeir geta fengið fæði og húsnæði fyrir sannvirði. Auk þess þarf að sjá fyrir aðstöðu til margvíslegs tóm- stundastarfs. Reynsla sú, sem þeg- ar er fengin af stúdentagörðunum tekur af öll tvímæli um, að þessi tilhögun á fullan rétt á sér og er nemendum til stórfelldra hagsbóta. Hér er um að ræða stórfellt verk- efni sem skóla og uppeldisfröm- uðir 'ættu að gefa meiri gaum en raun er á. Það er fyllilega tíma- bært að stofna til samtaka um að hrinda þessu aðkallandi hagsmuna máli utanbæjarskólafólks í fram- kvæmd. Er það mesta furða, hve mikil lognmolla hefur ríkt um þetta mál: Ekki er til mikils ætlazt að menntamálaráðh. skipi nefnd, skólamanna til að gera tillögur um þetta efni. Uppeldishlið málsins er ekki síð ur veigamikil. Eflaust leiðast marg ir, og ekki sízt unglingar, sem að öllu eru ókunnar hættur bæjar- lífsins, út í óholt skemmtanalíf og svall. Góður nemendagarður með sjálfsögðum heimavistaraga er því aðkallandi, og ekki sízt af upp- eldisástæðum. Hér er því alvöru- mál á ferð, sem snertir þjóðfélagið í heild og krefst opinberra af- skipta. Og þess vegna er málið reifað hér. Á. E. Annars er samið um, að stjórn- arstefnan verði í meginatriðum hin sama og að undanförnu. Utan- ríkisstefnan verður óbreytt, en aukin áherzla skal þó lögð á nor- rænt samstarf, einkum þó hina efnahagslegu hlið þess. Eftir þessa samninga er það tal- ið víst, að stjórnarsamstarf Alþýðu flokksins og Bændaflokksins muni haldast a. m. k. þangað til að af- loknum kosningum til efri deildar þingsins, er fara fram haustið 1958. — Þ. Þ. Brotið blað. leika megi leikinn betur, eða til þess að gæla við þau. Börn verða að geta treyst því, að hinir fullorðnu misbjóði ekki trúnaði þeirra og ræði ekki van- kanta þeirra við utanaðkomandi fólk. Það er talið til einföldustu mannasiða, að ræða ekki ávirðing- ar manns og ágæti í áheyrn hans sjálfs og þessa ætti ávallt að gæta að því er börn snertir. Reynum að vera þeim tillitssöm og samúðar- rík. ^V.^V.V.V.V.V.’.V.V.V.SV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengdabörn- um og öllum þeim mörgu, skyldum og vandalausum, £ sem sýndu mér hlýhug og heiðruðu mig með gjöfum og heillaskeytum á 80 ára afmæli mínu, 11. sept. s. 1. £ Guð blessi ykkur öll. í ELÍS GUÐJÓNSSON, ;! Seyðisfirði. NV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V (Framhald ar 5. slðu) bárust á banaspjót, hafa nú hafið eitt þý.ðingarmesta viðreisn- arstarf í efnahagsmálum þjóðarinn ar. Nú í fyrsta skipti í mörg ár hefur reynzt mögulegt að leggja fjötur á íhaldsöflin, og setja þau utangarðs. Þetta er milclu merkari viðburður en flesta grunar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fyllilega skilið hvert málimr hans horfir, og eyðimerkurganga íhaldsins er haf in. Standi wínstfi i öflrrn fast sam an.'um.'hina nýju stjórn, stjórn vinnustéttanna, mun íhaldið ekki eiga afturkvæmt úr eyðimörkinni. Við hinni nýju stjórn blasa fjall háir örðugleikar, sem eigi verða leystir nema með samstilltu átaki vinnustéttanna. Það verður megin- verkefni hinnar nýju stjórnar að skapa heilbrigt efnahagslíf og tryggja réttláta slciptingu þjóðar- teknanna. Þetta verkefni er próf- steinn á, hve traust samstaða vinstri aflanna er þegar á hólmina kemur. Öll teikn benda til þess að gifta vinstri aflanna er, þegar á hólminn stéttunum takizt að sigla þjóðar- skútunni gegnum gerningaveður, sem nú er skollið á í framleiðslu og fjármálakerfi þjóðarinnar. —« Framundan blasa við á öllum svið- um stórkostleg átök í uppbygg- ingu framleiðslunnar. Við þjóðinni blasir sú staðreynd á næsta* leiti að framleiðslutekjur þjóðarinnar veröa að duga fyrir þurftum henn- ar. Tekjur af erlendu varnarliði verða engri þjóð giftudrjúg tekju- lind. Þjóðin má ekki byggja af- komu sína á öðru en eigin fram- leiðslutekjum, ef hún vill halda þjóðhagslegu sjálfstæði óskertu. —i Blað er brotið í stjórnmálasögu íslenzku þjóðarinnar, og á næstu spjöldum sögunnar blasir við saga stjórnar vinnustéttanna. Sií saga er enn óskráð, en upphafið er komið. Það er undir okkur öll- um vinstri mönnum komið, hva glæsileg sú saga verður. Vonandi er nú þegar hafið eitt glæsilegasta tímabil í íslenzkri pólitík, stjórnar- saga hinna vinnandi stétta. Á. E. | '’iiiiHumiDiiiiuiOiuiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniiMiiiniiumimiiiimiuimRiEiaaBaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii VERÐLÆKKU sendingu af Höfum fengií nýja SVESKJUM _stæröir 70—80, 40—50 og pakka^ar. MJOO VERULEG VERÐLÆKKUN EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. '3 li.uiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiua

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.