Tíminn - 25.10.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.10.1956, Blaðsíða 5
T í M I N N, fimmtudaginn 25. október 1956. OrftiS er frjálst: Þórarinn V. Magnússon frá Sfeintúni Gömul og ný viðhorf Hentistefnan komin á hátt stig fiegar ókunn- ugir fara ati halda a<5 Mbl. og Vísir séu ein- hver verkalyðsmálgögn Eflaust má fullyrða að með ó- venjulegri eftirvæntingu sé nú beðið eftir viðbrögðum þessa Al- þingis til þeirra vandamála, sem nú kalla að. — Það, sem skapaði viðhorf kjósendanna í síðustu al- þingiskosningum var hersetan og fjármálaástandið. Hvort tveggja var að áliti mikils meirihluta þjóð- arinnar komið inn á svo varhuga- verðar og neikvæðar leiðir, að ekki væri síðar vænna að stöðva þá þró- un, ef við ættum að geta haldið fjárhagslegu og stjórnarfarslegu frelsi að ógleymdu þjóðerninu. — Þetta var raunverulega það, sem kosið var um. Þeir eiga sökina. Hverjir eigi sökina á því hvern- ig komið var, er svo margþvælt mál, að á það er ekki bætandi. Þó getur verið gaman að setja upp smá dæmi og athuga útkomuna af samstarfi stjórnmálaflokkanna að undanförnu. Og þó jafnframt með hverjum hætti það væri líklegast til hagsbóta landi og lýð „jákvætt“. Rétt er að fara nokkrum orðum um þann flokk, sem lengst hefir borið hita og þunga dagsins að úhdaiiförhú og‘ á því höfuðsökina á 'því, hverhig kömið er. — Það mun vera svo í forrium íslenzkum lögum, að oflof, sem telja mætti til háðungar, er refsivert og gilti sama um það og níð. Nú, með því að ég veit ekki hvert þetta „para- graff“ er úr gildi numið og vil ekki hætta á neitt, mun ég ekki nota hér nafnið „Sjálfsfæðisflokk- ur.“ íhaldsflokkurinn byggir stefnu sína fyrst og fremst á „frjálsu fram taki“ — það er valdi þess sterka. Segja má að ekki sé langt að leita fyrirmyndarinnar — við sjáum hana hvert sem við lítum í nátt- úrunni — þegar svo mannskepnan fer að þroskast að hæfileikum, helst þetta lögmál að vísu, og svo er fram á þennan dag. Snemma ber þá á því, að þeir ver settu í þjóðfélögunum taka að neita að viðurkenna þennan rétt þess sterka — samtök taka að myndast, og flokkar gegn honum. Á þeirri bar- áttu hefur aldrei verið þrot og það er þessi barátta sem við stöndum nú í, á okkar góða íslandi, Öllu öfugt snúið. Ég hef heyrt mann segja, „ég kýs Sjálfstæðisflokkinn af því að ég vil vera sjálfstæður". — Svona má snúa öllu við. Ekki dettur mér í hug að segja að íhaldið sé á móti öllum hagsbótum almennings. Það er öðru nær. Bæði togaravöku lögin, tryggingar, og yfirleitt flest- ar umbætur hefir það samþykkt, en ekki fyrr en orustan hefir verið töpuð hverju sinni jafnvel hefur hann eignað sér bróðurpartinn af þeim, eftir hæfilegan tíma. Þegar farið er að fyrnast yfir. Þetta er nauðsynlegt vegna háttvirts kjós- enda og jafnvel dálítið róttækt frjálslyndi við og við, samanber „flokkur allra stétta". Þetta ætti að vera lofsvert svona fyrir kosningar til alþýðusambandsþings. Þokkaleg verkalýðsblöð. Þegar litið er í Morgunblaðið og Vísir gæti maður haldið, að þau blöð væru höfuðstoðir og baráttu- tæki verkalýðs- og launþega á ís- landi. Svona er hægt að ganga langt, en hver trúir? Þarna er hentistefnan komin á nokkuð hátt stig og með nokkrum ólíkindum er nú þetta. Það er meira að segja ekki svo galið að ganga inn á dá- litla launahækkun við og við — meðan frjálsar hendur eru með húsabrask, heildsölu. húsaleigu, og margt fleira, er allt í lagi. — Ekki þarf annað en að hafa gát á eyr- inum og sjá um að hann lendi á réttum stað um það lýkur, og um það verður víst ekki deilt, að það verkefni hefir ekki verið vanrækt í stjórnartíð íhaidsflokksins. Hagur þjóðarinnar hefir svo ver- ið nr. 2. Þess vegna er nú komið sem komið er. í stjórn Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar unnu saman öfgaflokkarnir til hægri og vinstri. Alþýðuflokkurinn var svo einhvers staðar þarna á milli — kom að vísu fram góðum málum, en býr sennilega enn að sjálfheld unni, sem hann komst þá í. — Peningaflóðið sem þá steyptist yfir landið var með fádæmum — enda dansinn kringum gullkálfinn stiginn af mikilli list i herbúðum stjórnarinnar — en ekki þó af alltaf jafnmikilli forsjálni. Þá var vakinn upp og magnaður draugur er „verðbólga“ nefndist. Ekki var sparaður viðurgerningurinn, enda óx króinn fljótlega feðrunum yfir höfuð. Ólafur taldi sig að vísu hafa óbrigðult ráð til að fyrirkoma hon- um, ef hann ætlaði að verða of frekur til fjörsins. Það er „penna- strikið", en kannske hefir gleymzt að nota það. Nú er svo komið að aðalatvinnu- vegir landsins dragast áfram á styrkjum — atvinnuvegirnir, sem að einu sinni var haldið að væru undirstaða þjóðarhagsins. hafa að undanförnu lifað á bílum og brenni víni með íleiru. Svona er nú komið á því herr- ans ári 1956. Það er þó bót í máli fyrir strandkaptein íhaldsins að eyririnn kornst á réttan stað í fyrstu lotu og svo sem kunnugt er geta nógu margir aurar orðið að milljónum. Hlutverk Framsóknarmanna Framsóknarflokkurinn er bænda flokkur, stefnu sína miðar hann við umbætur á samvinnugrund- velli og að lýðræðislegum hætti — frelsi einstaklingsins sé tryggt inn- an þeirra vébanda, sem hagur heild arinnar krefst. Framsóknarflokkurinn tók ekki þátt í ríkisstjórn þeirra Ólafs og Brynjólfs meðal annars vegna þess að hann vildi haga verðfest- ingunni á annan hátt og hafa meiri gát á henni og hindra verðbólgu. Þessi ráð voru þó að engu höfð og bví fór sem fór. Þegar hann svo hóf samstarfið í síðustu ríkisstjórn (stjórn Ólafs Thors) var það íil að bjarga því, sem bjargað yrði. Hitt er svo annað mál, að hann mun hafa ofmetið heilindi íhalds- ins og þegar fór að reyna á var vitanlega ekki um annað að gera en slíta samvinnunni. —- Ég hefi verið að leitast við að sýna hvaða árangur hafi orðið og hvers megi vænta af stjórnarsamvinnu íhalds- ins og umbótaflokkanna. — Þó ekkert væri nema kjósendaveiðarn ar og tortryggnin, þá væri það yfr- in ástæða til ófarnaðar. Sá grund- völlur, sem núverandi ríkisstjórn byggir á er allur annar. Stjórn vinnandi stétta. Réttast mun að kalla hana stjórn vinnandi stéttanna. Fólksins, sem á að byggja sameiginlega upp sitt þjóðfélag fyrir nútíð og fram- tíð. Þess er að vænta, að vel tak- ist, því að öll eigum við samleið, ef vel er að gáð, hvort sem það er árin, orfið eða penninn, sem við störfum með. NORÐAN Félagsstarfsemi og framkvæmdir skélahænum viS EyjafjörS Akureyri: Litfagurt haust er senn liðið, rysjótt vetrartíð hefir knúið á dyr. Með vetrinum, sem hér er raunar oftast kyrrviðra- samur og nokkuð kaldur, hefst fé- lagsstarfsemi almennt. Skólarnir eru fyrir nokkru teknir tíl starfa og þess verður vart í ríkum mæli í þessum bæ. Akureyri er mikill skólabær. MENNTASKÓLIN N með sína stóru heimavist og fjölmenna nem endahóp víðs vegar af landinu, set ur nokkurn svip á bæinn yfir vetr armánuðina. Hér er líka starfar.di fjölmennasti framhaldsskóli lands- ins utan Reykjavíkur og það er ekki Menntaskólinn, heldur Gagn- fræðaskóli Akureyrar. Þar er bæj- aræskan að sjálfsögðu fjölmennust en einnig í þennan ágæta skóla sækir utanbæjarfólk, t. d. úr sveit um Eyjafjarðar, og víðar að. Hér eru ýmsir fleiri skólar, og að öllu samanlögðu munu hlutfallslega fleiri íbúar bæjarins — að vetrin- um — sækja einhvern skóla en þekkist í öðrum kaupstöðum lands- ins. Þetta er eitt af mörgum sér- kennum Akureyrar á þessari árs- tíð. FÉLAGSSTARFSEMIN er haf in, og hér eru fleiri félög en komið verður tölu á í skjótri svipan. Hér sem annars staðar munu nokkur brögð að því, að menn séu í mörg um félögum, og sinni þá ekki öll- um sem skyldi. Líklega væri það happ fyrir heilbrigði félagslífsins, að menn hættu að láta skrá sig í önnur félög en þau, er þeir ætla Ályktanir Landsfundar Kvenréttinda f élagsins um atvinnu- og tryggingamál Athugaí ver'ði hvort ekki á að breyta námstíma unglinga með tilliti til þarfa atvinnuveganna — kröfur gerðar um auknar almannatryggingar Á 9. landsfundi Kvenrétindafélags íslands, sem nýlega var haldinn í Reykjavík, voru gerðar ályktanir um ýms þjóðmál, m. a. um atvinnu- og tryggingamál. Fara þær ályktanir hér á eftir: Atvinnu- og launamál. 1. 9. Landsfundur KRFÍ, skorar á ríkisstjórnina að vera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að samþykkt Alþjóðavinnumála- stofununarinnar um jöfn laun karla og kvenna, fyrir jafn verð- mæta vinnu geti orðið staðfest á íslandi. Til þess að hraða framgangi þessa mannréttindamáls, skorar| fundurinn á ríkisstjórnina að skipa nefnd er vinni að undirbúningi þess. Fundurinn æskir þess að í nefndinni eigi sæti, meðal annarra konur, sem tilnefndar séu af Al- þýðusambandi fslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Kven réttindafélagi íslands. Jafnframt vill fundurinn leggja áherzlu á það, að á meðan þessu lokamarki er ekki náð, skuli því beint til þeirra kvenfélaga, sem fara með launamál félaga sinna, að beita sér fyrir því, að bilið milli kvenna- og karlakaups styttist að verulegu leyti, og heitir Kvenrétt indafélag íslands að styðja það mál af fremsta megni. 2. Þar sem vitað er að stærsta hluta þjóðartekna er aflað nreð fiskveiðum, landbúnaði og iðnaði, telur fundurinn nauðsynlegt, að þessum höfuðatvinnugreinum séu sköpuð heilbrigð vaxtarskilyrði, er tryggi aukna atvinnu og aukin þjóðarverðmæti, , , _ Telur fundurinn þ'vf bé^t náð með því: ... a) að fiskurinn sé ekki sendur ó- unninn úr landinu. b) að afla nýrra atvinnutækja til lands og sjávar. c) að komið sé upp fiskiðjuverum víðar á landinu, og þau nýtt íil fulls, sem fyrir eru. d) að komið yrði upp verksmiðj- um til vinnslu á ýmsum efnum úr fiskúrgangi, svo sem plast- efni o. fl., svo cg verksmiðjur, er vinni úr ýmsum landbúnaðar afurðum svo sem úr garðávöxt- um. e) að innflutningur á nauðsynleg- um hráefnum til iðnaðar verði aukin og tollum af þeim létt, svo innlendi iðnaðurinn verði samkeppnisfær við samskonar innfluttar vörur og sparaður með því útlendur gjaldeyrir. 3. Fundurinn telur aðkallandi að skipulögð sé vor- og sumar- vinna fyrir námsfólk og unglinga til þess að námsfólk geti gengið að ákveðnu starfi er skólum lýkur. Vegna þess hve mikil eftirspurn er sums staðar eftir vinnuafli við framleiðslustörfin snemma á vorin, vill fundurinn beina því til fræðslu málastjórnarinnar, hvort ekki sé þörf á því að námstími unglinga sé eitthvað breyttur frá því sem nú er, þar sem svo hagar til. 4. 9. Landsfundur KRFÍ, skor- ar á ríkisstjórnina að láta rann- saka hvernig jafnréttisákvæði laga pm réttindi og skyldur starfs- rijánna ríkisins eru í frámkvæmcj, og láta fara fnún énjhirriiat á þejrii störfum hjá ríkis- og bæjarfélögum sem hingað til hafa verið vanmet- in til láuna með tilliti til þess, að þau hafa verið talin kvennastörf, svo sem störf ljósmæðra, talsíma- kvenna, hjúkrunarkvenna, vélrit- ara o. fl. Fundurinn væntir þess að athugun þessi fé framkvæmd af konum og körlum, og leitað sé á- list KRFÍ og BSRB með val kvenna til starfsins. 5. 9. Landsfundur KRFÍ skorar á stjórn félagsins að aðstoða ljós- mæðrafélag fslands eftir föngum við að fá nú þegar endurmetin kjör félaga þess og bætt til sam- ræmis við kjör annarra opinberra starfsmanna. Tryggingamál. 1. Grunnupphæð barnalífeyris verði hækkuð um allt að 50% (sbr. næstsíðustu málsgr. 17. gr. tryggingarlaganna). 2. Barnalífeyrir vegna munaðar lausra barna verði greiddur tvö- faldur (sbr. síðustu málsgr. 17. gr.) 3. Felld verði niður síðasta málsgr. 22. gr., er veitir heimild til skerðinga á lífeyrisgreiðslum. 4. Árlegur ellilífeyrir sé eigi lægri en Vi hluti árslauna Dags- brúnarverkamanns. Sama gildi um örorkulífeyri eftir því sem við á. (Sjá 13. gr.). 5. 13. gr. verði breytt í það horf að hjón njóti sama ellilífeyris sem tveir einstaklingar. 6. Tryggingarstofnuninni sé heimilt, ef sérstaklega stendur á, að láta rétt til ellilífeyris ekki falla niður við sjúkrahúsvist allt upp í 26 vikur (Sjá gr. 59.) 7. Elilífeyrisþega,; sem. missir maka sinn, !;skuli greiddari bætur. Sama giidi uriv örorku llfeyrisþegá. (Framhald á 8. síðu.) sér að starfa í. En hér eru norðan- menn áreiðanlega ekki einir á báti. Það er allt of dauft yfir allt of mörgum félagsfundum um land allt. Við erum fáir, en ætlum okk- ur mikið. Þar á meðal að hrinda áfram fjölmörgum ágætum málum með starfi í félögum, og sjáumst þá oft ekki fyrir. Hér er einn félagsskapur, sem nýlega hefir byrjað vetrarstarf, og er ekki með neinu doðamarki. Raunar er vafasamt, hvort á að kalla það félag því að þar er eng- inn skráður meðlimur og engin kjörin stjórn. Ekkert árgjald er innheimt heldur greiða menn kostnað á hverjum fundi, og skipta með sér. Þetta er Bændaklúbbur Eyfirðinga, sem hóf starfsemina að nýju sl. helgi. Þar var fjölmennt. Annað hvert mánudagskvöld hafa þessi óformlegu samtök bænda og áhugamanna um landbúnað opið hús á Hótel KEA. Þar er kaffi á borðum, sem hver og einn kaupir sér, einhver er settur til þess að stjórna fundinum, og í milli funda hafa 1—2 menn starfað að því að fá einhvern góðan mann til að flytja framsöguerindi. Erindið er flutt meðan rnenn fá sér kaffibolla. og síðan liefjast almennar umræð- ur, og eru Oft fjörugar og skemmti legar. Ráðunautar og kunnáttu* menn tala um sérfræðileg efni, bændur segja frá reynslu sinni, varpað er fram nýjum hugmyndum lýst er nýjum tækjum, tilraunum og tegundum. Yfirleitt er allt á dagskrá, sem búskap varðar og gæði og nýtingu landsins. Fundir þessir gegna tvíþættu hlutverki. Þeir örva áhuga yfir nýj ungum og framförum í búskap og miðla fróðleik, og þeir fylla í skarð í félagsmálum bænda í héraði,*sem er greitt yfirferðar. ÞAÐ ER hverjum manni fró- un að hitta að máli starfsbræður sína, heyra um þeirra reynslu, spjalla við þá um daginn og veg- inn. Og helzt án þess að á því sé fast form. Bændaklúbburinn á vin sældir sínar að nokkru leyti því að þakka, að hann bindur engann, heldur ekki fundi bara til þess að halda fund og fullnægja einhverju formi. Hann er laus í sniðum og saman stendur hverju sinni aðeins af þeim, sem mættir eru. Eyfirðing ar hafa að vísu óvenjugóða aðstöðu til slíkra mannfunda. Héraðið er mjög greiðfært, og fjölmenn.ar sveitir í nágrenni kaupstaðarins. Þar er ágæt aðstaða á Hótel KEA, og þar eru bændur velkomnir. — Mjög margir bændur hafa nú ráð á bíl og geta skroppið í kaupstað- inn að loknum kvöldverkum, aðrir geta sameinað sig um stærri bíl. Að loknum fundi ná menn heim án þess að eiga vökunótt. En þótt þessi aðstaða sé hagstæðari í Éyja firði en sums staðar annars staðar er víst, að bændur víðar á landinu og aðrar stéttir, mundu hafa nokk- urt gagn af því að reyna þetta fundaform. Hið fasta félagsform og hinir formbundnu fundir virð- ast eiga erfitt uppdráttar um sinn. Hver veit nema blása megi nýju lífi í félagsstarf með því að taka upp óbundnari hætti og meira frelsi í kring um þessa starísemi? HÉR GERÐIST merkur atburð ur á dögunum, er hófst ísfram- leiðsla fyrir togaraútgerð í þeim hluta nýju hraðfrystihússbyggingar innar, sem fullgerður er að kalla má. Þar með er létt af útgerðinni þeim bagga, að þurfa að sækja ís til fjarlægra staða, jafnvel til Reykjavíkur, og þurfa þar undir högg að sækja með afgreiðslu. — Þessum áfanga er fagnað hér. En hitt er ekki fagnaðarefni, ef hrað- frystihússbyggingin sjálf tefst mjög vegna lánsfjárskorts. Það er hið versta áfall fyrir byggðarlagið. Milljónir standa þá í steinveggj- um og uppfyllingum, og koma ekki að notúm. Það ef óhæfilega dýr (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.