Tíminn - 25.10.1956, Blaðsíða 8
3
T í M I N N, fimmtudaginn 25. október 1956.
Fimmtiigur: Erlendur Árnason,
oddviti, Skíðbakka
f gær var merkisbóndinn Erlend
ur Árnason oddviti að Skíðbakka
í Austur-Landeyjum 50 ára. Erlend
ur er fæddur að Skíðbakka 26. okt
3 906, sonur merkishjónanna Sigríð
ar Ólafsdóttur og Árna Erlendsson-
cr, er þar bjuggu myndar- og rausn
crbúi. Hann ólst upp með foreldr
um sínum og hefir dvalið á Skíð-
bakka síðan að undanteknum hluta
af 2 vertíðum, sem hann var í Vest
mannaeyjum.
Árið 1934 kvæntist harn konu
s'nni Guðbjörgu Jónasdóttur frá
Iíólmahjáleigu og tók við búi for
c!dra sinna en þau dvöldu áfram
hjá honum til æviloka, en þau önd-
i: iust snemma á þessu óri. Árn:
faðir Erlendar var þjóðhagasmið
Éir' og hefir Erlendur erft þann
hæfileika af föður sínum í ríkum
mæli, og er mér sem þessar lín-
ur rita kunnugt um það að liugur
hans hneigðist mest að smíðum á
yngri árum. En Erlendur er heill
að hverju sem hann tekur að sér
og hefir því búskapurinn farið hon
um vel úr hendi. Snemma kom í
Ijós að Erlendur var dugmikill mað
ur og félagsþroskaður. Á yngri ár
um tók hann mjög þátt í ungmenna
félagshreyfingunni og var lengi í
stjórn Umf. Dagsbrúnar. Þegar
Austur-Landeyingar reistu sam-
komu og skólahús 1930 tók ung-
mennafélagið tvo fimmtu bygging
crkostnaðar á sig. Þótti það í mik-
ið ráðist á þeim tíma, og var Er-
lendur þá formaður félagsins. Áttu
þar margir góðan hluta að, en ekki
kvað sízt Erlendur. Strax á fyrsta
fári búskapar síns réðst hann í að
'byggjá íbúðarhús úr stéinstéyþú.
Má það telja mikla bjartsýni, að
byrja á slíku verki eins og sam-
göngur voru þá. Allt efni varð að
flytja á klökkum og hestvögnum
þegar bezt lét, mölina allt að 3
klst. ferð hvora leið. Sama árið
sem hann hóf búskap stóð svo á
að verið var að endurbæta Kross-
Kirkju, að formaður sóknarnefnd-
ar fluttist úr hreppnum, var Er-
Iendur þá kosinn í hans stað og hef
ir gegnt því starfi síðan. Síðan
hafa opinberu störfin verið falin
honum hvert af öðru og það rúm
þótt vel skipað þar sem hann hefir
setið. 1942 er hann kosinn i hrepps
nefnd Austur-Landeyjar og oddviti
1946 og síðan. Þegar sjúkrasamlag-
ið var stofnað 1944 var hann skip-
aður formaður þess og er Ræktun-
arsamband Landeyinga var stofnað
1946 var hann kosinn í stjórn þess.
Þegar stéttarsamband bænda var
í.tofnað var hann kosinn sýslufull-
t: úi fyrir Rangárvallasýslu og hefir
gegnt því starfi síðan. í stjórn
Lúnaðarfélags Austur-Landeyir.ga
hefir hann átt sæti lengi og for-
maður þess mörg síðustu árin. Á
þessu má sjá að Erlendur hefir
ekki verið ótafinn við búskapinn
því öll störf sem honum hafa verið
falin hefir hann rækt af kostgæíni,
fyrirhyggju og dugnaði, enda hefir
hann vaxið með hverju starfi og
skapað sér því meira traust og vin
sældir.
Erlendur er að eðlisfari heldur
hlédrægur maður en greindur og
fylginn sér, ræðumaður góður. —
Eins og áður er getið var það í
mikið ráðist að byggja steinhús í
míðjum Austur-Landeyjum þegar
Erlendur gjörði það og það var
sannarlegt þrekvirki. Síðan hefir
margt breytzt til batnaðar, nú með-
an samgöngur heita góðar, mýrarn
ar óðum að þorna með skurðagerð,
þar sem áður voru fúafen eru nú
fagrir töðuvellir og meir en helm-
ingur bænda tekur sinn heyskap
á ræktuðu landi. í þessu starfi hef
ir Erlendur verið virkur þáttakandi
Þeir voru samtaka feðgarnir að
slétta túnin á Skíðbakka og eftir
að Erlendur hætti að dreyma um
smíðar mun ræktunarstarfið vera
honum hugstæðast.
Um leið og óska Erlendi hjartan
lega til hamingju með aímælið
vil ég þakka þeim hjónum liðnar
stundir og þótt það sé í tíma tekið
vil ég einnig óska Guðbjörgu til
hamingju með sitt fimmtugsafmæli
en hún verður fimmtug 3. apríl n.
k. Þau hafa verið samtaka og sam
hent og alltaf gott til þeirra að
leita. Það er mikilsvert fyrir hvert
hreppsfélag að hafa góða forustu.
Það er happ fyrir okkur A. L. að
eiga Erlend á Skíðbakka ekki eldri
en 50 ára.
Finnbogi Magnússon
Héraðsfimdi Kjalamessprófasis-
dæmis er nýlega loSciS
Fundurinn vildi efla kirkjubyggingasjóð
Héraðsfundur Kjalarnesprófasts-
dæmis var haldinn í Hafnarfjarðar
kirkju fimmtudaginn 18. þ. m.
Héraðsprófasturinn, séra Garðar
Þorsteinsson, setti fundinn og
stjórnaði honum. Allir prestar og
safnaðarfulltrúar prófastsdæmisins
sátu fundinn, nema Vestmannaeyja
prestar. Prófastur og fundarmenn
fógnuðu sérstaklega safnaðarfull-
trúanum frá Vestmannaeyjum, er
sat héraðsfund prófastsdæmisins
fyrsta sinni, en Vestmannaeyjar
tilheyra nú Kjalarnesprófasts-
dæmi.
í yfirlitsskýrslu sinni taldi pró-
fastur það markverðast frá því hér-
aðsfundur var síðast haldinn, að
séra Jóhann Hlíðar var skipaður
sóknarprestur í Vestmannaeyjum
1. júní s. I. að undangenginni lög-
mætri kosningu, en síðasta Alþingi
samþykkti lög um tvo presta í Vest
•nannaeyjum.
Endurbætur á kirkjum.
Þá gat prófastur þess, að víða
væri unnið af kappi að viðhaldi og
r ndurbótum á kirkjuhúsum í pró-
fistsd'Mminu. Samanlagður kostín-
aður við þessar framkvæmdii- nam
hálfri milljón króna s. 1. ár, og
væru allar horfur á, að sú upphæð
yrði ekki lægri á þessu ári. Auk
þess hefðu sóknarmenn lagt mikla
vinnu af mörkum endurgjaldslaust.
Fór prófastur viðurkenningarorð-
um um þetta mikla og fórnfúsa
starf, er að langmestu leyti væri
greitt fyrir með gjafafé í sölnuð-
unum. Mestar umbætur voru gerð-
ar á Lágafellskirkju og Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum. í sam-
bandi við þetta mál, samþykkti
fundurinn einróma eftirfarandi
tillögu:
„Héraðsfundur Kjalarnespró-
fastsdæmis skorar á hið háa Al-
þingi, að hækka verulega fram-
lag ríkisins til kirkjubyggingar-
sjóðs“.
Söngmálin.
Á fundinum flutti Sigurður
Birkis söngmálastjóri, erindi itm
kirkjusöng og söngkennslu í barna
skólum. Hvatti hann til meira sam-
starfs kirkju og skóla í söng-
kennslumálum. Var góður rómur
gerður að erindi hans.
Páll Kr. Pálsson, órganleikari,
kom éinnig á fundinn, lék íyrir
sálmasöng og að auki kirkjutón-
verk eftir Bách.
ÞaS vakti v©nbrigSi?a§ hætt skyldi
aS átvarpa íæreysko messnnEÍ
Þúsundir raanna, sera ekki eru tengdir þeim söín-
u$i, er fyrir útvarpinu stóíJ, hlýddi á messurnar
Ég sé í ,,DAGBLAÐINU“, að orðaskipti hafa farið fram í
íslenzkum blöðum vegna færeysku guðsþjónustanna, sem um
nokkurra mánaða skeið var útvarpað í ríkisútvarpinu íslenzka,
og þá einkanlega vegna þess, að því útvarpi hefir nú verið
hætt.
arey höfum við haft fregnir af, að
hlustunarskilyrði þar hafi verið
góð. Enn er eitt, sem sízt var
búizt við, nefnilega hinn mikli á-
hugi, sem fólk hér í Færeyjum
hefir fengið á að hlusta á færeysku
messurnar í íslenzka útvarpinu.
Þúsundir fólks, sem ekkert er
tengt Bræðrunum að neinu leyti,
hefir opnað fyrir útvarpstæki sín,
og aldrei hefir verið hlustað hér
meira á Útvarp Reykjavík í sögu
þess. Fyrir tilstuðlan guðsþjónust-
anna er íslenzka útvarpsstöðin nú
orðin sú stöð, sem einna mest er
hlustað á í Færeyjum.
Herra A. W. Sloan, sem hefir
umsjón með Evangelísku útvarps-
þjónustunni, hefir verið erlendis
síðan hætt var að útvarpa guðs-
þjónustum, og þar sem ég hefi
gegnt ritarastörfum í sömu þjón-
ustu, finnst mér viðeigandi — ef
blaðið getur ljáð mér rúm á síðum
sínum — að bera fram nokkrar
skýringar varðandi þetta mál.
Úfvarpi fagnað
OKKUR VAR það hið mesta
gleðiefni, er við fengum fregnir
um það á síðastliðnu vori, að Ríkis-
útvarpið hefði orðið við þeirri bón
herra A. W. Sloan, að veita 20 mín-
útur af sunnudagsdagskrá sinni til
umrædds messuflutnings. Herra
Sloan, sem starfar á vegum Bræðr-
anna svonefndu (stærsta frjálsa
kirkjusafnaðar Færeyja), er há-
menntaður prédikari, andríkur og
auðmjúkur þjónn Guðs. Eg mun
eftirláta það meiri stærðfræðing-
um en ég er, að komast að því,
hve margir af hundraði heyra til
söfnuði Bræðranna, eða koma á
samkomur þeirra, miðað við fjöld-
ann, sem sækir þjóðkirkjuna, en
ég veit, að næstum allir Færey-
ingar viðurkenna herra Sloan og
fellur vel við þann hátt, sem hann
hefir á um prédikun guðsorðs. Það
er ein ástæða fyrir því, að þessar
messur, sem Ríkisútvarpið sendi
út af rausn sinni, áttu slíkum vin-
sældum að fagna alls staðar, þar
sem Færeyingar dvöldu.
Þakklæti okkar í garð Ríkisút-
varpsins fyrir góðvild þess og
rausn í þessu máli, hefir oft verið
borið fram við stjórn þess, og ég
geri það hér enn einu sinni í þeirri
vissu, að hér var ekki aðeins um
að ræða góðvild yfirmanna útvarps
ins í garð nokkurra trúaðra Fær-
eyinga, heldur einnig innilegt hand
tak tveggja bræðraþjóða, sem sag-
an hefir tengt saman í þúsund ár.
Ætti aS ná til fiskimanna
UPPRUNALEGUR tilgangur
þessa útvarps var að ná til fær-
eyskra fiskimarina á miðunum
kringum ísland, og færeyskra
verkamanna á íslandi, sem mánuð-
um saman eiga þess ekki kost að
hlýða messur á móðurmáli sínu.
Mér hefir skilizt, að áhugi þeirra
fyrir útvarpinu hafi verið almenn-
ur. Meira að segja hefir ekki
reynzt mögulegt, að ná sambandi
við hvalveiðibátana þær tuttugu
mínútur, sem messurnar hafa stað-
ið yfir, enda þótt þeir hafi annars
ávallt móttökustöðvar sínar reiðu-
búnar til að veita viðtöku orðsend-
ingum frá öðrum bátum. Og það
eru ekki aðeins fiskimennirnir í
kring um ísland, sem hafa hlust-
að. Frá vesturströnd Grænlands.
og jafnvel frá hinni fjarlægu Bjarn
Fundurinn samþykkti að héraðs-
fund skyldi framvegis halda í
prestaköllum prófastsdæmisins á
víxl og bauð séra Kristján Bjarna-
son að næsta ár yrði fundurinn
haldinn að Reynivöllum og var boð
hans þakksamlega :þegið af fund-
armönnum. ■ : t(á2ÍV nírH
Að fundt loknum .$átu fundsr-
menn boð heima hjá prófastshjón-
unum.
VonbrigSi hlustenda
HIN GÍFURLEGU vonbrlgði,
sem þúsundir færeyskra hlustenda,
er sátu við tæki sín, urðu fyrir, er
þeir í stað þess að heyra einkenn-
issálminn „Frelsa frí“, heyrðu stöð-
ina hætta útsendingu. mega ekki
skiljast sem ásökun á Ríkisútvarp-
ið. Þvert á. móti var það sönnun
þess, að stjórn útvarpsins hafði
gert viturlega ráðstöfun, er það hóf
útvarp guðsþjóustanna, og um leið
var þetta uppörvandi tákn þess, að
útvarpinu hafði verið hagað á þann
hátt, sem fólki féll vel.
Enginn áfellist Ríkisútvarpið. Eg
mun ekki ræða færeysk blaðaskrif.
Sumar athugasemdir í þeim hafa
verið réttar, aðrar rangar. Þar til
nýlega hafði ekkert blað nema „14.
september“ minnzt á, að útvarpi
guðsþjónustanna yrði hætt. Og
þetta blað hefir, eftir því, sem ég
kemst næst, ekki ásakað Ríkisút-
varpið. En þó hefir mátt lesa á
milli línanna andúð á þeirri ímynd-
un, að það hafi verið fyrir færeysk
áhrif, sem útvarpinu hafi verið
hætt fyrr, en yfirvöld Ríkisútvarps
ins höfðu ætlað. En við kærum okk
ur ekki um slíkan grun.
Það, sem skiptir okkur höfuð-
máli, er að láta koma skýrt fram,
að við stöndum í þakklætisskuld
við Ríkisútvarp íslands, og að við
bíðum þess með óþreyju, að þess-
um vkisæla hætti á boðun guðs-
orðs megi verða haldið áfram.
Þórshöfn, 21. september
Petur Háberg
Rússneskl met
Rússnesku þátttakendurnir á
Olympíuleikunum, sem nú æfa í
Tashkent, hafa náð mjög góðum
árangri á móti þar, eins og t. d.
hið nýja heimsmet í sleggjukasti
gefur til kynna. Hástökkvarinn
Ivan Kashkarov setti sama dag
nýtt rússneskt met í hástökki, stökk
2.10 metra. Langstökkvarinn Fedos
ejev bætti einnig rússneska metið
í langstökki, stökk 7.76 metra.
Ályktanir
(Framhald af 5. síðu.)
8. Dánarbætur slysatrygging-
anna almennt verði hinar sömu og
dánarbætur lögskráðra sjómanna.
9. Hjónum séu greiddir sjúkra-
peningar eftir sömu reglu og öðr-
um einstaklingum, og gildi það um
gifta konu, hvort sem hún vinnur
utan heimilis eða eigi. (Sjá sein-
ustu málsgr. 53. gr.).
10. Heimilað verði, ef sérstakar
ástæður eru fyrir hendi, að greiða
mæðralaun einstæðum mæðrum, er
hafa eitt barn á framfæri sínu.
11. Tekinn verði aftur inn í lög
in kafli um heilsugæzlu, sem kæmi
í stað þess er felldur var niður við
endurskoðun laganna.
12. Fundurinn telur aðkallandi
nauðsyn að koma upp fyrir öryrkja
vinnuheimilum, vinnumiðlu og
verkþjálfun, ásamt leiðbeiningum
um nám og starfsval. Allra ráða
sé leitað til að fyrirbyggja örorku.
Jafnframt lýsir fundurinn ánægju
sinni yfir að hafist hefir verið
handa um þessi mál.
13. Fundurinn vekur athyglí á
nauðsyn þess að lagaákvæði um
inheimtu barnsmeðlaga verði færð
í það horf, að þau verði innheimt
mánaðarlega af launum á sama
hátt og útsvör, og skorar á ríkis-
stjórn og Alþingi að taka þetta at-
riði til meðférðar og úrlausnar
þegar á þessu ári.
Eríent yfirlit
(Framhald af 6. síSu) * 1 ' ■!
Stalíns var honum sleppt úr haldii
en hann fékk hvergi að koma fram
opinberlega.
NÚ HEFUR Gomulka hafist tU
valda á ný. Flokksbræður hans
sáu ekki annað ráð vænna til að
koma í veg fyrir, að flokkur þeirra
missti ekki alveg tökin. And-
staða Gomulka gegn Rússum hefur
gert það að verkum, að hann er
nú eini pólski kpmmúnistaleiðtog
inn, er nýtur trausts þjóðarinnar.
Það starf, er bíður hans er erfitt.
Hann þarf að verða við kröfum, al-
mennings um bætt lífskjör og auk
ið frelsi og hann þarf að koma
þjóðinni undan yfirráðum Rússa.
Þetta eru kröfurnar, sem til hans
eru gerðar, og vinsældir hans geta
brátt minkað, ef honum tekst ekki
að fullnægja þeim.
Sambúðin við Rússa getur reynst
honum mesta vandamálið. Að sjálf
sögðu lýsir hann yfir, að hann
vilji halda vinfengi þeirra. Allt
annað væri óhyggilegt, eins og að-
staða Póllands er. En takmark hans
verður, að sambúðin verði hér eft*
ir á jafnréttisgrundvelli. Eftir er
að sjá, hvernig Rússar bregðast við
því. Margir leiðtogar þeirra vilja
að sjálfsögðu láta honum misheppn
ast og steypa honum úr stóli. Aðr-
ir munu óttast, að aðeins taki við
enn verra, ef Gomulka fellur.
Samskipti Gomulka og valdhaf
ana í Mskvu, verður meðal þess
sem ástæða er til að gefa hvað mest
an gaum í náinni framtíð. Af því
mun mikið méga ráða um fram«
vindu alþjóðamála yfirleitt. Þ.Þ,
Að norðan
(Framhald ar 5. síðu)
fjárfesting. Menn segja, að þjóðar«
búið eigi ekki fé til að ljúka verk«
inu, sem kostar ámóta mikið og
nokkrar villur í Laugarásnum í
Reykjavík. Víst er fjárskortur, en
sanni nær er, að þjóðin hafi ekki
efni á að eiga hálfgerð manr.virki
víðs vegar um land. Fullgerð mann
virki og starfandi að framleiðsl-
unni er það takmark, sem keppa
verður að, og það hið bráðasta.
Norðlendingur.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Pétur Hansson,
verkstjóri,
andaðist í Landspítaianum aðfaranótt 24. þ. m. Jarðarförin ákveðin
síðar. 1 ■ ■ ■ '■■
'ÚSvl 'JiiS9llÞ."3a?i Uls-1 ! Qii&tiður Jóris'dótfiH;og börnini:'